Dagur - 10.11.2000, Page 19
LEIKHUS
KVIKMYNDIR
TONLIST
SKEMMTANIR
i ;J ii
1-1
Gunnþóra Gunnarsdóttir Valdís Viðars
FÖSTVDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 - 19
Fordómar læknast
með vitneskju
Listin cid lifa: „Það sern
allt offáir tala um áAk-
ureyri. “Ráðstefna Ung-
listará Sal Menntaskól-
ans áAkureyri, Hólum
á morgun.
Á morgun er lokadagur Unglistar
sem staðið hefur yfír síðustu vik-
una með fjölbreyttum og listileg-
um uppákomuni Ijölda ungs fólks
í landinu. Unglist eða listahátfð
unga fólksins, er fýrst og fremst
vettvangur lyrir ungt fólk til að
koma listsköpun sinni á framfæri,
en einnig til að vekja athygli á því
jákvæða það hefur fram að færa.
Það sem fáir tala mn
Listin að lifa: „Það sem allt of fáir
tala um á Akureyri," er yfirskrift
ráðstefnunnar scm Unglist á Ak-
ureyri stendur fyrir laugardaginn
1 ]. nóvember á Sal MA, Hólum.
Á ráðstefnuna sem styrkt er af
Forvarnarsjóði koma fyrirlesarar
frá meðal annars Stígamótum,
Samtökunum ‘78, Alnæmissam-
tökunum og Nýrri dögun. En
hvað er það sem er svona mikið
feimnismál og fáir vilja tala um?
Dagur leitaði svara hjá Hildu
Jönu Gísladóttur, nema í kenn-
aradeild Háskólans á Akureyri og
formanns stúdentaráðs, en hún
hefur verið potturinn og pannan
við að undirbúa ráðstefnuna,
„Eg held allavega að h'f okkar hér á Akureyri yrði miklu fjölbreyttara og
skemmtilegra, ef við mundum halda I þetta fólk sem annars færi burtu, vegna
þess að það passaði ekki inn í tilbúna „ normið “ okkar, þar sem allir þurfa að
vera eins og þora ekki einu sinni að klæða sig öðruvisi af ótta við fordóma."
Listin að Iifa.
„Eg hef verið að vinna mikið
við forvarnarstarf hér á Akureyri
og kynnst mörgu í kringum
áfengis- og vímuefnavanda ungs
fólks. Mikið hef’ur verið gert til
þess að taka á þeim vanda og fólk
getur nú leitað sér hjálpar og
meðferðar á auðveldan hátt. Við-
horf almennings hefur breyst og
fólk er ntiklu opnara fýrir vandan-
um en áður. I dag þykir það til
dæmis ekkert mál að segja opin-
berlega „ég er fíkill“ án þess að
eiga von á neikvæðu viðmóti. En
vímucfni er ekki það eina sem
ungt fólk þarf að glíma við í sínu
lífi og þetta jákvæða viðmót á því
miður ekki við þegar um önnur
vandamál er að ræða eins og til
dæmis samkynhneigð, sorg,
nauðgun eða alnæmi."
Úrræði ekki nægileg
„Eg hef orðið \átni að svo miklum
fordómum í garð þeirra sem eru
öðruvísi á einhvern hátt, að mér
hefur hreinlega blöskrað yfír þvf
hvað fólk getur verið óvægið í
orðum og andstyggilegt. Það hef-
ur átt mjög erfítt uppdráttar hér á
Akurevri fólk sem til dæmis er að
koma út úr skápnum, hefur orðið
fyrir nauðgun, eða er að ganga í
gegnum sorg eða missi, vegna
þess að bæði úrræði og viður-
kenning fyrir þessum málum
virðist alls ekki vera nægileg. I
svona litlu samfélagi er Ifka hætta
á því að fólk reyni að byrgja sín
niál inni, því það er hrætt um að
ef það opni sig þá viti allir af því.
Þcssu verður að breyta og til þess
þarl’ raddir fólksins og einnig
þurfa ráðamenn á hverjum stað
að koma að málunum."
- Hefurðu trú á því, að þetta
fólk sem þarf á stuðningi að
halda eins og til dæmis Stígamót
og Samtökin ‘78 bjóða, mundi
haldast við á Akureyri ef það fengi
þá hjálp og aðstoð sem það þyrfti
á að halda þar?
„Eg held allavega að líf okkar
hér á Akureyri yrði rniklu fjöl-
breyttara og skemmtilegra, ef við
mundum reyna að halda í þetta
fólk sem annars færi burtu, vegna
þess að það passaði ekki inn f
þetta tilbúna „norm“ , þar sem
allir þurfa að vera eins og þora
ekki einu sinni að klæða sig öðru-
vísi af ótta við fordóma. Það væri
garnan að húa í samfélagi þar
sem væri litríkt og (jölskrúðugt
mannlíf."
En fordóntar læknast með vit-
neskju og því ættu allir að fjöl-
menna á ráðstefnu Unglistar sem
verður eins og áður segir á morg-
un á Hólum í MA og hefst kl.
14.00.
Tóiilistardraunmr fyrir böra
I sýningunni Poy semflutt
verðurí Gerðubergi um helgina
er lögð sérstök áhersla á sam-
skipti við áhorfendur. Sýningin
erætluð bömum frá þriggja ára
aldri og í henni erallt túlkað
með tónlistog látbragði.
„Tónlistin er notuð í staðinn fyrir tungumálið
og sýningin á sérstakt erindi við börn frá ólík-
ustu löndum. Mér er sérstaklega hugsað til
nýbúa og erlendra barna sem búa hér á landi
sem hafa takmörkuð not af venjulegum sýn-
ingunt í leikhúsunum," segir Álfrún G. Guð-
rúnardóttir deildarstjóri listadeildar í Gerðu-
bergi. Hún bætir því við að auðvitað höfði
sýningin ekki síður til íslenskra barna, og þeim
komi líka vel að ekkert tal sé í henni því flvlj-
endurnir séu norskir. Það er nefnilega norski
Jeikliópurinn Opera Omnia sem sýnir Poy.
Adgengileg fyrir alla
Poy var frumsýnt í Noregi í febrúar á þessu
Sýningin Poy á sérstakt erindi við börn frá ólíkustu
löndum
ári og hefur fengið mjög góðar móttökur.
Leikhópurinn er búinn að starfa í tíu ár og
hefur unnið mikið með börnum en þetta er
í fyrsta sinn sem hann prófar að nota bara
tónlistina og látbragðið. Það gerir sýning-
una aðgengilega fyrir alla. „Þetta er
klukkutíma sýning og hún er rnjög
skemmtileg því áhorfendur laka mikinn
þátt. I upphafi eru þeir leiddir inn í eins-
konar vinnusmiðju nteð leikurunum og í
framhaldi af því inn í sýninguna," segir
Álfrún.
Persónur í sýningunni cru tvær og við
biðjum Álfrúnu að segja okkur aðeins nán-
ar frá þeim: „Það er Henrietta sem segir
söguna og svo er það sellóleikarinn. Þau
búa saman og bæði eru að vinna með tón-
listina, en á ólíkan hátt. Sellóleikarinn er
ofsalega nákvæmur og er alltaf að æfa sig
og æfa sig en gengur kannski ekki alveg
nógu vel. Henríetta notar hins vegar hljóð
á draumkenndan hátt. Áhorfendur ganga
að nokkru leyti inn í hennar tónlistar-
draum og hjálpa henni að stríða sellóleik-
aranurn með hljóðum og Ieik.
TaJka börnin með til íslands
Tónlistin í Poy er samin af Glenn Erik
Haugland og hann kemur hingað til lands
ásamt Ieikkonunt sýningarinnar, þeim Hei-
di Tronsmo söngvara og tónlistarmanni
sem leikur Henríettu og Maju Bugge sem
lcikur sellóleikarann. Álfrún segir Iistafólk-
ið ætla að taka börn sín með í Islandsferð-
ina til að lofa þeim að kynnast frændþjóð-
inni Iítillega.
Poy er samstarfsverkefni Gerðubergs,
Tónskáldafélags lslands og Reykjavíkur
Menningarborgar. Sýningarnar í Geröu-
bergi verða laugardaginn 11. og sunnudag-
inn 12. nóvember og hefjast báða dagana
kl. 13.00.
GUN.
IUM HELGINA
Norðurljós 2000
Musica Antiqua
Þriðju og síðustu tónleikar
Norðurljósa 2000, tónlistarhá-
tíðar Musica Antiqua verða
haldnir á Kjarvalsstöðum
sunnudaginn 12. nóvember kl.
17:30. Á efnisskránni er verald-
leg tónlist frá endurreisnartím-
m.a.
Hol-
anum
e
°g Norðurljós 2000.
ftir
horne,
Gibbons
Arcadelt
danshöf-
undana
Caroso
Negri. Tón-
listin verður
sungin, leikin og dönsuð í
flutningi sönghópsins Grímu og
hljóðfærahóps Musica Antiqua.
Einnig koma fram dansararnir
Anna Sigríður Guðnadóttir,
Katla Guðmundsdóttir, Guð-
mundur Elías Knudsen og
Hrafn Stefánsson og sýna
nokkra vinsæla dansa endur-
reisnartímans. Eftir hlé verður
tónleikagestum boðið að stíga
út á dansgólfið þar sem þeim
gefst tækifæri til að læra
dansana Pavan og Branle ásamt
sönghópnum og dönsurunum
undir leiðsögn Ingibjargar
Björnsdóttur, listdanskennara.
Sönghópinn Grímu skipa:
Erna Kirstín Blöndal sópran,
Guðrún Edda Gunnarsdóttir
alt, Gísli Maggason tenór, Orn
Arnarsson bassi og Eyjólfur
Eyjólfsson tenór.
I hljóðfærahópi Musica Ant-
iqua eru: Camilla Söderberg,
Helga Aðalheiður Jónsdóttir og
Ragnheiður Haraldsdóttir
blokkflautuleikarar, Olöf Sess-
elja Oskarsdóttir gömbuleikari,
Snorri Örn Snorrason Iútuleik-
ari og Eggert Pálsson slagverks-
Ieikari.
Málþtng uiii Svövu
Málþing um Svövu
Jakobsdóttur rithöf-
und og verk hennar
verður í Þjóðarbók-
hlöðunni 11. nóv-
ember kl. 13.00 í
tilefni sjötugsaf-
mælis hennar á
þessu hausti. Fyrirlesarar verða
fímm og flytur hver þeirra stutt
erindi en svara síðan athuga-
semdum og spurningum úr sal.
Ástráður Eysteinsson flytur
erindi sem nefnist „I tómarúmi:
Staður og steinn í textum
Svövu Jakobsdóttur." Þar
skyggnist hann eftir framsetn-
ingu sjálfsvitundar í textum
Svövu. Erindi Birnu Bjarna-
dóttur nefnist „Möguleikar
skáldskaparins: Um raunveru-
Ieika innri reynslu í sögum
Svövu Jakobsdóttur." Dagný
Kristjánsdóttir fl\tur erindið:
„Texti af texta af texta af
texta...“ er tjallar um áhrif
Svövu á íslenska bókmennta-
sögu. I erindi sem kallast
„Lokaæfing leigjandans" mun
Pétur Már Olafsson ræða um
skáldsöguna Leigjandann
(1969) og leikritið Lokaæfingu
(1983) og Soffía Auður Birgis-
dóttir mun fjalla um bók-
menntafræðinginn Svö\oi Jak-
obsdóttur.
Svava
Jakobsdóttir.