Dagur - 09.12.2000, Side 6

Dagur - 09.12.2000, Side 6
LÍfJÐ í LAjJÐJjJU J- LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 Hef lítið qaman Þorgeir Þor- geirson fékk á dögunum Eddu heið- ursverðlaun fyrir framfag sitt til ís- lenskrar kvikmynda- gerðar. í viðtali ræðir hann meðal annars um kvikmyndagerð, ritstörf og lífshugmyndir sínar. - Snúum okkur fyrst að kvik- myndagerð þinni. Var ekki djarft fyrirtæki að fara út í kvikmynda- gerð á þeim tt'ma setn þií byrjað- ir? „Það hefur verið búin til saga íslenskrar kvikmyndagerðar sem mér finnst koma veruleikanum afskaplega Iítið við. I þeirri sögu er talað um svokallaða frum- herja, píónera, sem störfuðu um miðja 20. öld. Sannleikurinn er sá að frumhcrjaskeiðinu í kvik- myndasögu heimsins lauk rétt um aldamótin og þá urðu kvik- myndirnar að iðngrein. Þeir sem við hér köllum frumherja voru í rauninni amatörar. Um miðja öldina voru kvikmyndaamatörar hcimsins taldir í milljónum og flestir háþróaðri en þeir sem ís- lcnsk kvikmyndasaga er að kalla „frumherja". Mér fannst þessir amatörar aldrei koma mér neitt við. Eg lærði kvikmyndaleikstjórn í París og Prag og kom síðan heim og vann að kvikmyndum hér, sem var að mörgu leyti mjög þægilegt. Ég held að ég hafi á þeim tíma verið eini maðurinn, sem stundaði kvikmyndagerð f'rá morgni til kvölds á eigin vegum. Aðrir réðu sig til sjónvarpsins þegar það byrjaði. Á þessum tíma var stofnað hér á Félag kvikmyndagerðarmanna. Ég var, einhverra hluta vegna, meðal stofnenda, var meir að segja eini óbreytti meðlimurinn í félaginu, hinir voru allir stjórnarmenn. Þetta endurspeglar annað hvort áhugaleysi mitt á amatörum eða þá staðreynd, að ég hef aldrei sóst eftir valdi yfir fólki, mín valdafýkn hefur beinst að orðum eða myndum. Ég vann bara eins og mér hafði verið kennt, gerði mínar myndir og síðan ekki sög- una meir. Skuldaði mig fljótlega út úr amatörafélaginu þar sem ég svo var gerður að heiðursfé- laga löngu seinna." - I lvaða kvikmynd þinni ert þii stoltastur af? ,/Etli ég hafi ekki gert röskan tug kvikmynda og ég Ieyfi enn sýningar á einni af þeim. Hún heitir „Maður og verksmiðja", er „Ég held að auglýsinga- mennskan sé afskap- lega óholl. Og ég veit ekki betur en undanfar- inn aldarfjórðung hafi hver króna sem græðist á bókaútgáfu runnið til auglýsingastofanna og fjölmiðlanna og ekkert orðið eftir hjá útgefend- um. Svo ágætir sem út- gefendur eru og svo vel sem þeir vinna þá eru þeir búnir að keyra sig inn í vonlausa blind- götu.“ tíu mínútur að lengd og gerð á svart/hvíta filmu. Ég starfaði tíu ár að kvikmyndum, þannig að afraksturinn er mínúta á ári og það þykir mér ágætt." - Hvar eru hinar myndimar? „Þær eru varðveittar, en ég Ieyfi ekki opinberar sýningar á þeim af því þær eru ekki nógu góðar, allar bæklaðar af frekju sponsoranna eða nísku þeirra. „Maður og verksmiðja" var eina myndin, sem ég vann fullkom- Iega sjálfstætt og borgaði kostn- aðinn sjálfur. Þetta þótti nú ekki fínt verk, var sagt óhróður um landið, sjávarútveginn og síldar- iðnaðinn. Því var haldið fram að myndin væri að gjöreyðileggja markaði landsins og ég hugsa að hún hafi verið komin Iangt með það, því hún fór á milli kvik- myndahátíða og fékk góðar við- tökur. Svo kom litvæðingin og þá gleymdist „Maður og verk- smiðja" góðu heilli. Með bersögglisáráttu - Aðalstarf þitt hefur verið sem rithöfundur, finnst þér að rithöf- undar eigi að vera þjóðfélags- gagnrýnendur? „Ekki nema þeir finni hjá sér þörf til þess. Eins og ég sagði, hef ég haft lítið gaman af valdi, nema þá valdi yfír tjáningartækj- um en ég hef alltaf haft nokkuð sterka tilhneigingu til að ráða því sjálfur hvað ég hugsa og segi. Ég ber Iotningu f>'rír hug- takinu „skoðun", í þcirri gömlu góðu merkingu að skoðun sé niðurstaða af því sem maður hafi verið að skoða, athuga, ránnsaka. Ég hef alltaf Iagt áherslu á að fólk fái að segja frá skoðunum sínum og þeir erfið- leikar sem ég hlessunarlcga hef lent í um dagana hafa oft stafað af þessari afstöðu minni. Kvikmyndagerð mín strandaði á bersöglisáráttu minni. Á rit- vellinum átti líka að refsa mér fyrir bersögli. Ég var dæmdur fyrir að skrifa sannleikann um lögregluna. Vegna þess að sam- kvæmt 108. grein þágildandi hegningarlaga var refsivert að segja sannleikann um opinbera starlsmenn. Ég hafði, um tfma, húið fyrir austan tjald og þar voru sams konar ákvæði í lög- um. Ég fór að skoða þessi mál og vann að því í tíu ár f að fá þessa grein fellda niður. Og hún var felld niður 1994. Ég sé ekk- ert eftir þeim líma, sem í þetta fór. Ef ekki er pláss fyrir skoðan- ir manna verða þeir að ryðja land undir þær.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.