Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 7
Dagur__________________________ - Sumum finnst þií vera ansi þver og sérvitur og nefna sem dæmi baráttu þína fyrir þvt aö fá fellt niðurs úrföðurnafni þínu. „Sérvitur? segirðu. Það er vægt til orða tekið. I Sovétinu var það kallað geðveiki að vilja ráða því hvernig maður skrifaði nafnið sitt eða annað. Arið 1987 - tveim árum fyrir lullgildingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna - hafði ég raunar fellt eign- arfallsessið burt úr nafninu mínu. Og fengið það möglunar- laust fært svo inn í Þjóðskrá. Enda var þessi breyting í sam- ræmi við þann anda Barnasátt- málans, að eignarhald á börnum heyrði sögunni til og börn ættu sig sjálf. Frægt mál sem ég rak gegn ríkinu í Strasburg á þess- um tíma hét því „Thorgeirson against Iceland". Ríkið varð dá- lítið spælt þegar ég vann þetta mál árið 1992. Og samkvæmt tilskipun Hagstofuráðherra eins og hann væri Lúðvík 14di - var nafni mínu þá breytt til eldra horfs í þjóðskrá, þannig að þegar komu fyrirspurnir um mig erlendis frá þar sem föðurnafnið var skrifað með einu essi gat Hagstofan svarað: Er ekki á þjóðskrá. Auðvitað var þetta árás á allt það sem ég stóð fyrir, nokkurs konar útrýming á mér. Eg glímdi svo í ein sjö ár við kerfið um þetta þar til Davíð Oddsson hagstofuráðherra gaf (árið 1999) út nýja tilskipun, skriflega að þessu sinni, - eins og hann væri Lúövík 16di - til hagstofustjóra um það að ég mætti einn manna í landinu (jarlægja eignarfallsessið úr nafni mínu. En 36 prósent af kenninöfnum í þjóðskrá taka nú samt annað hvort stofnsamsetn- ingu eða þolfallssamsetningu, það er semsé ekki nema rúmlega helmingur sem hlýðir Iögunum um eignarfallið. En ég hef ekki litið á þetta ströggl mitt sem geðveiki. Málið snerist allan tímann um mannréttindi and- spænis dálítið barnalegu ríkis- valdi og var því seinunnið, en þvílík mál verður að standa við með þrjósku. Einkanlega á svæðum þar sem lítið er á al- mennar mannréttindakröfur sem trullun eða sérvisku." Vonlaus blindgata - Víkjum aftur að rithöfundarferl- inum. Finnst þér að þú hafir notið sannmælis sem rithöfundur? „Margoft, og jafnvel hef ég verið dauðhræddur um það á köflum að vera ofmetinn. Eg þjáist náttúrlega ekki af þessu núna, en um tíma hafði ég áhyggjur af því." - Heldurðu að það sé slæmt hlutskipli að vera ofmetinn? „Það er það voðalegasta sem getur komið fyrir, sérstaklega unga höfunda, eða finnst þér það ekki?" Jú, slæm gagnrýni skaðar ekki næstum því cins mikið og oflof. „Neikvæð gagnrýni sem er hyggð á rökum og utnhyggju er það besta sem einum manni hlotnast, sérstaklega ef hann reiðist (yrst. En svo fara menn að hugsa og læra jafnvel af gagnrýninni." - Var eitthvað sérstakt sem þér var umhugað um að koma á framfæri ! skáldskap þínum? „Það vona ég. Samt hvorki hugmyndafræði né áróðri. Eg held að vinnuaðferðin hafi verið mér höfuðatriði. Einhverrra hluta vegna skrifaði ég eina skáklsögu sent cr hrein heim- ildasaga og aðra skáldsögu þar sem ég blanda andstæðum strangra heimilda saman við hálfgerðan surrealisma, en það hafa fáir aðrir verið svo vitlausir rioicí ribnsj tjtiui 'J-LLHB ÍL.U\112U\1L j var búinn að leggja einhverjar milljónir í þetta fyrirtæki. En líkt og margoft hendir í erfiðum stöðum kemur Iausnin eins og óviljandi. Það sýnir sig nú að þessi heimasíða fer að vinna fvr- ir skuldum. Nú liggur það fyrir að þessi þrjú þúsund klukkutím- ar sem ég eyddi í að byggja upp heimsíðuna hafa borgað sig. I>egar ég hætti sjálfur að geta unnið fer heimasíðan með handritunum mínum að vinna fyrir skuldum sínum, þannig að ekki hefur enn þurft að gera mig upp. Hún færir mér enn engan tekjuafgang en forðar mér frá gjaldþroti. Það er góðs viti. Og það eru einmitt þær ýtrustu kröfur sem höfundur á að gera. Að hafa næði til að skoða og hugsa án þess að setja sig á hausinn með því. Eg gef semsé ekki út á netinu en ég skrifa á netinu. Þar geymi ég handritin mín. Vonandi opn- ast möguleiki, ekki bara handa mér heldur öðrum rithöfundum líka. Ef rithöfundur skrifar hand- rit sín á netinu eru þau ekki Iengur bara einkamál höfundar síns heldur líka til í mörgum milljónum eintaka. Hann getur fengið ráð frá öilum heiminum í sköpunarferlinu sjálfu. Hann getur sent hvaða útgefanda sem er, hvar í veröldinni sem er text- ann sinn og spurt hvort honum lítist á þetta, og jafnvel samið við hann um útgáfu á stundinni, ef hinum líst á textana. Á sama tíma er hann í raun veru á bak við heiminn. Það er þetta scm ég er að vona að sé skref í áttina að lausninni, að höfundurinn geti fengið sinn gamla frið og sitt gantla næði án þess að ofurselja sig gleymskunni." - Vtkjum aðeins að hfsskoðun- um þtnum, ertu guðleysingi? „Stundum hef ég haldið að ég væri það en málið er ekki svo einfalt. Eg var afskaplega trúað barn. Eg ólst upp hjá afa mínum og ömmu og amma mín sá um trúaruppeldi mitt. Hún var ein- læglega trúuð alþýðukona, kom- in af prestaættum og afskaplega stolt af þ\a. Hún sagði alltaf við mig: „Geiri minn, þegar þú verð- ur orðinn prestur...". Hún fór með mig í kirkju á hverjum sunnudegi og lét mig biðja bæn- ir á kvöldin og hausinn á mér er ennþá fullur af alls konar mið- aldasálmum og margt af þeim er merkilegur skáldskapur. Þegar ég var líu ára dó hún. Þá kyssti ég á kalt ennið á henni þar sem hún lá á líkbörunum og trúin gufaði upp úr hausnum á mér. Eins og áþreifanlegur strókur. Eg fann þetta þarna á staðnum. Eg hef aldrei getað trúað eftir það. En ég hef síðan verið að öfunda fólk sem trúir. Með sama hætti og ég öfunda fólk sem hefur músíkgáfu. Þetta er tilfinning sem mig skortir, en ég þóttist þekkja hana þegar ég var barn." - En hvaða hugmyndafræði hefur komið þér t gegnum lífið? „Eg veit ekki hvort hugmynda- fræði kemur manni í gegnum lífið. Ég veit að trúarþörfin er til og ég veit að hugmyndafræöi fullnægir henni ekki." - Þú hefur kannski hara reynt að gera þitt besta sem einstak- lingur? „Það eina sem kemur manni í gegnum lífið er að nenna á fæt- ur á morgnana og amla svo eitt- hvað og dunda. Vinnan er það sem öllu bjargar. Eg veit ekki al- veg ennþá hvernig ég fer f gegn- um dagana, nú þegar vinnuþrek- ið er búið. Vonandi kemur sljó- ieikinn þá og bjargar manni. Þannig að sjónvarpsdagskráin fullnægi öllum þörfum. Ha?“ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 - 7 að revna þá blöndu. Það sem ég gerði í kvikmyndum var heimild og hali ég einhvern tíma haft einhverja teoríu eða hugmynda- fræði í sambandi við bókmenntir þá er það sannfæring mi'n um að skáldskapurinn liggi í raunveru- leikanum og sé hvergi annars staðar til." - Ertu ánægður með íslenskar bókmenntir samtímans? „Eg les orðið voða lítið og ef- ast þó um að aðrir lesi mikið meira. Það sem mér finnst skuggalegast í sambandi við bókmenntir seinustu árin er að allir þykjast vera að lesa. Mér \dtanlega helur klukkutímunum í sólarhringnum ekki verið fjölg- að. Þeir eru enn bara 24. Við höfum orðið svo mikið af tíma- frekri afþreyingu að ég sé enga ástæða fyrir fólk að þykjast lesa jafn mikið og það gerði þegar bókin var eina afþreyingin. Staðreyndin er sú að fólk kaupir bækur í þrjár til fjórar vikur á ári, bækurnar fara upp í hillur og eru ágætis veggskraut og líklega eins konar stöðutákn. Bókin hér og nú er svona í álíka stöðu og Bretaveldi, hún er fyrr- verandi heimsveldi. Eg held að það sé sjálfsblekking að bókin sé enn stórveldi á Islandi. Mig dreymir um að höfundurinn leiti sér að öðrum hæverskari og lítil- látari stað til að vinna á heldur en í þessu fyrrverandi heims- „Ég ber lotningu fyrir hugtakinu „skoöun“, í þeirri gömlu góðu merkingu að skoðun sé niðurstaða af því sem maður hafi verið að skoða, athuga, rann- saka. Ég hef alltaf lagt áherslu á að fólk fái að segja frá skoðunum sín- um og þeir erfiðleikar sem ég blessunarlega hef lent í um dagana hafa oft stafað af þess- ari afstöðu minni“ veldi. Skilurðu hvað ég meina?“ - Skýrðu það aðeitts betur lít fyrir mér? „Eg vil að höfundurinn bara skrifi og sé helst hvergi til nema í sínu ljóði.“ - Og taki ekki þátt t auglýs- ingamennsku? „Eg held að auglýsinga- mennskan sé afskaplega óholl. Og ég veit ekki betur en undan- farinn aldarfjórðung hafi hver króna sem græðist á bókaútgáfu runnið til auglýsingastofanna og fjölmiðlanna og ekkert orðið eft- ir hjá útgefendum. Svo ágætir sem útgefendur eru og svo vel sem þeir vinna þá eru þeir búnir að keyra sig inn í vonlausa blindgötu." - Þetta hefur verið nokkuð slæml um þessijól. „Þetta jólabókaæði er eins og að horfa upp á sína nánustu deyja á hverju einasta ári, aftur og aftur.“ - Konan þtn sagði t sjónvarps- viðtali um daginn að hún væri enn kommúnisti, á það sama við um þig? „Eg hef aldrei verið kommún- isti. Ég hef lesið um kommún- isma og var talinn nærri honum um tíma en ég hef aldrei rekist vel í flokki. Síst þó árin mín austantjalds. Eg hafði samt aldrei persónustyrk til að vera anarkisti. Eg var og verð alltaf áhorfandi sem segir frá því sem hann sér.“ Handrit á netinu - Ntí heldur þú úti netsíðu. Flvert er markmið þitt tneð þvt'? „Strax og internetið kom fór ég að vinna að könnun á netút- gáfu. Upphaflega var ég semsé með hugmyndir um að stofna útgáfu á netinu en það var óðs manns æði - ég sá það ekki alveg skýrt fyrr en ég var búinn að missa heilsuna og starfsgetan komin niður í ekki neitt. Það blasti við mér gjaldþrot því ég „Það eirta sem kemur manni i gegnum iifið er að nenna á fætur á morgnana og amla svo eitthvað og dunda. Vinnan er það sem öllu bjargar."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.