Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 - 5 Da^wr Uppreisn samviskunnar Arnar Jónsson í hlutverki Kreóns konungs, sem hikar ekki við að dæma Antigónu til dauða fyrir að óhlýðnast lagaboði hans. mynd: pjetur Þjóöleik- húsið frum- sýnir á ann- an jóladag Antigónu eftir Sófókles í leikgerð og leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. Það er Halldóra Björnsdóttir sem leikur Antigónu og Arnar jónsson sem leikur Kreón, hinn óbilgjarna konung sem Antígóna gerir uppreisn gegn. Þetta 2.500 ára gamla leikrit gerist á ófriðar- tímum, og í uppfærslu Þjóðleik- hússins minnir margt á þær borgarastyrjaldir sem ríkt hafa á ofanverðri tuttugustu öld. „Þegar maður fær þennan texta í hendurnar þá finnur niaður strax hvað hann er nú- tímalegur," segir Arnar Jónsson. „Og það helgast bara af því að manneskjan hefur nú ósköp lítið breyst á þessum 2.500 árum. Það hefur eiginlega ekkert gerst innan í henni. Hún glímir enn við sömu vandamálin. Að því leyti er þetta verk nánast eins og sprottið beint upp úr okkar sam- tíma.“ „Þetta leikrit hefur verið túlk- að á svo marga vegu í gegnum aldirnar,“ segir Kjartan. „Það hefur verið sett upp þannig að Kreon sé maður réttlætisins en Antigóna vandræðamanneskja sem ógnar jafnvæginu í samfé- laginu." - Er það hannski algengara?, „Nei, ekki á okkar öld að minnsta kosti," segir Kjartan. „ Hitler og Stalín og Mússólíni hafa oft verið nefndir samtímis þegar Kreón berst í tal. En okk- ur fannst hann reyndar vera mildu manneskjulegri þegar við fórum að skoða verkið og vinna það. Kreón er kannski ein dramatískasta persónan í verk- inu vegna þess að hann breytist. Antígóna kemur með alveg eit- urvilja inn í leikritið og heldur honum út í gegn. En Kreón aft- ur á móti iðrast og það eru þessi dramatísku hvörf sem gera leik- ritið að harmleik." Ríkislög og guðalög „Þetta leikrit er angi af miklu stærra verki í rauninni, því þessi saga Antígónu og Kreóns byrjar hjá Sófóklesi tveimur leikritum fyrr,“ segir Arnar. „Já, og jafnvel ennþá fyrr,“ bætir Kjartan við. „Því grísku leikritin tengjast öll meira og minna vegna þess að þau gerast öll á goðsögulegum tíma. Per- sónurnar eru svona hálfguðir, mitt á milli guða og manna, og tengjast allar á einn eða annan hátt. Það er ein konungsfjöl- skyldan sem tekur við af annarri." - Eru þeir ekki Itka að vísa í sinn samtíma? „Það vitum við ósköp Iítið um,“ segir Kjartan, „en mann grunar það. Antígóna er til dæmis álitin vera skrifuð árið 441 fyrir Krist, og þá hefur sam- félagið í Aþenu breyst úr því að hafa verið höfðingjavald í það að vera algjört lýðræði. Kreón kon- ungur í Þebu er hins vegar full- trúi laga og reglna. Þar eru það lögin sem hafa tekið við, en Antígóna er fulltrúi gamalla gilda þar sem hið guðlega vegur þyngst. Hann talar um lög rfkis- ins, hún talar um guðalög. Þarna eru kannski átök þeirra tíma í verkinu." Rödd samviskunnar - Þessi vísun í guðalög er kannski það sem passar hvað verst við nú- tímann? „En samt eru kannski einhver siðalög sem okkur finnast vera ofar mannasetningum," segir Arnar. „Já, samviska okkar er gjarnan ofar lögum ríkisins," segir Kjart- an. „Við sjáum þessa þörf Antigónu þannig að það sé sam- viskan sem segir henni að ganga þessa Ieið." „Okkur finnast til dæmis ekki allar lagasetningar af hinu góða,“ bætir Arnar við, „og svo höfum við Guðinn, öðru nafni Hæstarétt, til þess að skera úr. Stundum finnst okkur hann skjóta mjög skökku við í sínum úrskurðum. En svo voru þessar gleðifréttir í Morgunblaðinu, að öryrkjarnir hafi unnið sitt stríð. Þar var eitthvað sem kom við samvisku þjóðarinnar. Þetta er kannski pínulítið af sama toga, þannig að það þarf aldrei að seilast mjög langt, verkið er alls staðar mjög nálægt okkur." Lífið í frumskóginum Þeir féiagar Shere Khan og Tabaskví, tígrisdýrið ógurlega og sjakalinn undirföruii. mynd: pjetur Borgarleikhúsið frum- sýnir á annan í jólum Móglí eftir sögum Rudyards Kiplings um drenginn Móglí sem villtist inn í frumskóginn og ólst þar upp á meðal „hinna frjálsu úlfa“. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson en það er Friðrik Friðriksson sem leikur Móglí. Islenskir krakkar þekkja söguna af Móglí sennilega fyrst og fremst úr Disneymyndinni Skóg- arlíf, en hún er um margt frá- brugðin leikgerð llluga. BÍaðamaður Dags ræddi við tvo af leikurunum, þá Gunnar Hanson og Jóhann G.Jóhanns- son. Gunnar leikur tígrisdýrið Shere Khan en Jóhann er í hlut- verki sjákalans Tabáskví, en sú persóna er ekki í Disneymynd- inni. „Tabaskví ægileg afæta," segir Gunnar. „Hann er handbendi tígris- dýrsins," bætir Jóhann við. „Já, hann er þessi týpíski hjálparkokkur vonda karlsins," segir Gunnar. „Shere Kahn er sá sterki sem enginn í rauninni al- mcnnilega þorir í.“ „Og Tabaskví er heilinn á bak við, plottarinn," segir Jóhann. „Já, en hann er heigull," segir Gunnar. „Hann skýlir sér á bak við vöðvana. En svo á hann það oft til að tala af sér. Fara aðeins yfir strikið og móðga Shere Kahn. Það er skemmtilegt sam- band þeirra á milli." „Það er alltaf svo skemmtilegt að gera vondu karlana dálítið fyndna, hálfgerða kjána," segir Jóhann. Grípandi tónlist Leikgerð Illuga Jökulssonar er unnin beint upp úr sögu Kiplings. „En þetta eru bara tveir fyrstu kaflarnir úr bókinni sem leikritið er unnið upp úr,“ segir Jóhann. „Og þannig er Disneymyndin líka, bara tveir fyrstu kaflarnir. 1 fyrsta kaflanum eru átök Móglís og tígrisdýrsins, og svo lendir Móglí í öpunum í næsta kafla bókarinnar." „Þetta er reyndar mjög svipuð leikgerð og Leiklistarskólinn setti upp fyrir tveimur eða þrem- ur árum," segir Gunnar. „Það var líka leikgerð llluga,“ bætir Jóhann við. „Hann er hú- inn að laga hana aðeins til og breyta henni svolítið. Það var þriðji bekkur leiklistarskólans sem setti hana upp þá. Og ein af þeim leikurum er með okkur núna. Það cr Jóhanna Vigdfs Arnardóttir sem leikur kyrkislönguna Kaa.“ „Svo var ný tónlist samin fyrir verkið," segir Gunnar. „Hún er eftir Óskar Einarsson, og er mjög skemmtileg og grípandi, lylgir anda verksins." Öfugt við teiknimyndina er kyrkislangan Kaa ekki sífellt að reyna að seðja hungur sitt með mannsbarninu Móglí, heldur kemur hún Móglí þvert á móti til liðs á örlagastund og bjargar honum úr klóm apahyskisins. „Aparnir eru ansi hreint stjórnlaus hópur, sem er bæði mjög fyndinn en getur Iíka veriö dálítið hættulegur," segir Jó- hann. „Svona stjórnlaus massi." Gaman á æfingum Leikararnir í sýningunni eru raunar llestir af yngri kynslóð- inni. „Það eru tveir ellismellir," segja þeir Jóhann og Gunnar. „Aðrir eru svona á þrítugsaldri." Með ellismellunum eiga þeir við Theodór Júlíusson sem leik- ur björninn Balú og Ellert A. Ingimundarson sem leikur hlé- barðann Baghíra. Þeir tveir taka Móglí upp á arma sína, tryggja honum \ást í úlfahópnum og verja hann þegar úlfarnir snúast gegn honum. Þeir Gunnar og Jóhann eru sammála um að það hafi verið mjög gaman að æfa þetta leikrit. „Afstaða leikstjórans hefur verið mjög skemmtileg," segir Jóhann. „Af því að við erum að fara að sýna börnum, þá skiptir svo miklu máli að kátína okkar smiti út frá sér, að það sé gaman hjá okkur. Framan af lékum við okkur j' alls kyns boltaleikjum bara til að komast í rétt form fyrir hverja æfingu. Það var ein- hvern veginn álltaf útgangs- punkturinn að ef við hefðum gaman af því sem við höfum ver- ið að gera, þá væru miklu meiri líkur á því að.við gætum smitað einhverri alvöru ánægju til á ho rfe ndanna. “ -GB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.