Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 18

Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 18
JÓLALÍFIÐ í LANDINU 18 - LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 Fræknir flugkappar. Stjórn Flugsafnsins á Akureyri í flugskýlinu þar sem safnið er t/l húsa. Frá vinstri talið; Sigurður Aðalsteinsson, Haukur Jónsson, Svanbjörn Sigurðsson, Kristján Víkingsson og Arngrímur B. Jóhannsson. mynd: sbs. Wa’ i V i V : ; 1 1 / Flugsafnið tekur flugið Flugsafnið á Akureyri geymir margan dýrgrip- inn úr íslenskri flugsögu. Nú hyggja forráðamenn þess á frekari landvinn- inga með húsakaupum og öðru. Flugsafnið er að taka flugið. Saga flugsins á Islandi spannar ekki marga áratugi, en er engu að síður merk. Halda má því f’ram með nokkrum sanni að munum og minjum sem tengjast þessari sögu hafi ekki verið haldið til haga sem skyldi, sem kannski er skiljanlegt því í erli nútímans huga fæstir að því að dagurinn í dag er orðin að sögu á morgun. En nú hafa nokkrir flugáhuga- menn norðan heiða tekið hönd- um saman og hafa sett upp Flug- safnið á Akureyri, þar sem er að finna gamlar flugvélar sem eiga sér inikla sögu að haki og einnig er í safninu fjöldi mvnda og ann- arra merkra muna úr íslenskri flugsögu. Vagga flugsins á Akureyrí „Mér finnst að mörgu leyti rök- rétt að llugsafni sem þessu sé val- inn staður á Akureyri," sagði Svanbjörn Sigurðsson, sem er formaður stjórnar safnsins. „Hér var árið 1937 stofnað Svifflugfé- lag Akureyrar, sem er enn starf- andi og er einn aðila að Flugsafn- inu. I sviffluginu og þar með fé- laginu hófu margir þeirra kappa sem sfðar urðu frægustu flug- stjórar landsins feril sinn og þar get ég meðal annars nefnt Jó- hannes Snorrason og Arngrim Jó- hannsson. - Það var svo sama árið og Sviflugfélagið var stofnað sem Agnar Koofod Hansen, þá korn- ungur flugmaður, kom hingað norður og fékk Vilhjálm Þór, kaupfélagsstjóra KEA og fleiri menn hér í bænum, í lið með sér til þess að stofna flugfélag. Þetta var Flugfélag Akureyrar, sem síðar varð Flugfélag Islands. Það er því Gamlar minningar rifjaðar upp. Angrímur Atlantastjóri við stýrið á Beehcecraft H-45 á Akureyri, en þessi flugvél var á sinum tíma I eigu Tryggva Helgasonar sem rak Norðurflug á Akureyri. mynd: -sbs. um mikla stækkun skýlisins þar sem hægt væri að koma mörgum af kjörgripunum úr íslenskri llug- sögu lýrir. Segir hann að áhugi ráðamanna á að styrkja þetta framtak blási mönnum kappi í kinn, en ekki síður mikill áhugi fófks á því að skoða safnið. Þær flugvélar og sviflugur sem nú þegar eru komnar í skýli Flug- safnsins á Akureyri eru sjö talsins, þar á meðal fjórar sviflugur og sú elsta er frá árinu 1937. Af ein- stökum flugvélum má meðal ann- ars nefna vél sem ber skráningar- stafina TF - LBP sem er af gerð- inni Auster MK 5A árgerð 1944. Þessi flugvcl var flutt hingað til lands gagngert til sjúkraflutinga og var hún í eigu Björns Pálsson- ar, en er nú í eigu Sigurðar Aðal- steinssonar. Saga hennar var sögð í grein hér í Degi sl. sumar. - Af Endur fyrir löngu. Þessi mynd var tekin á árunum fljótlega eftir stríð, hér er verið að setja í gang flugvél af gerðinni Tiger Moth DH 82 sem ber skráning- arstafina TF-KBD. Nú vinna Akureyringarnir Kristján Vikingsson og Viðir Gíslason að endursmíði þessarar frægu flugvélar. engin fjarstæða að scgja að vagga flugsins á Islandi sé að mörgu leyti hér á Akureyri," segir Svan- björn. Flugsafnið á Akureyri er sjálfs- eignarstofnun. Að því standa Vél- flugfélag Akureyrar, Svifflugfélag Akureyrar, Flugmódelfélag Akur- eyrar, Islenska llugsögufélagið, Flugfélag Islands, Flugleiðir, Flugfélagið Atlanta og íslands- llug. Stofnfé safnsins er 1,5 millj- ónir króna, og í stofnskrá safnsins segir að starfsvæði safnsins nái til landsins alls. Hlutverk safnsins er að safna, varðveita og sýna muni sem tengjast upphafi flugs á Is- lands, sögu og þróun þess. Einnig er markmið safnsins að safna myndum; „ ... og skrá sögu flugs- ins og aðra þá þætti sem hafa menningarsögulegt gildi fyrir flugsöguna. Þá skal Flugsafnið eftir atvikum fá flugminjar lánað- ar til sýninga," segir í stofn- skránni. Sjö flugvélar og hafa augastað a fleirum Þann 24. júní sl. sumar var Flug- safnið á Akureyri formlega opnað. Það er til húsa í flugskýli á Akur- eyrarflugvelli, sem síðustu ár hef- ur verið í eigu Islandsbanka. Stjórn safnsins hefur síðustu misserin verið í viðræðum við vf- irvöld um að eignast skýlið og hafa ýmsar leiðir í því sambandi verið skoðaðar og málið velkst fram og til baka í kerfinu. Nú hins vegar hyllir undir þá lausn að safniö sjálft kaupi skýlið af bankanum og verður kaupverðið sem eru 12 milljónir króna greitt á tíu árum. ,Á meðan munum við sjálfsagt ekki mikið geta okkur hrært," segir Svanbjörn, sem þó hefur strax látið gera teikningar öðrum vélum sem eru í einkaeigu og aðstandendur safnsins hafa augastað á að tengist safninu með einum eða öðrum hætti eru Cessna 140, árgerð 1947, er ber skráningarstafina TF - AST og er í eigu Gests Einars Jónassonar útvarpsmanns og fleiri; vél af gerðinni Tiger Moth DH 82 sem er enn í endursmíði. Þessi vél sem ber skráningarstafina TF- KBD og er í eigu Kristjáns Vík- ingssonar tannlæknis og Víðis Gíslasonar, en vélar þeirrar teg- undar voru mikið notaðar á veg- um Flugskóla Akureyrar og sá sem helst var þá í llugkennslunni var Gísli Olafsson, sem í áratugi var yfirlögregluþjónn á Akurevxi. - En það eru ekki síður fiugvélar sunnan heiða sem aðstandendur flugsafnsins hafa áhuga á, vélar sem skipa stóran sess í flugsögu Islands og Akureyrar. Sagan skapast frá degi til dags Meðal stjórnarmanna Flugsafns- ins er Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og stjórnarformaður Atl- anta. Hann tengist sögu flugsins á Akureyri mikið, þvf sjálfur var hann aðeins fjórtán ára garnall þegar hann hóf nám í sviflugi árið 1954. Og hefur æ síðan verið í fluginu „af lífi og sál", en suður yfir heiðar fór hann 1958 og byrj- aði þá nám í vélfluginu. „Flugsafnið á Akureyri er annað ri'eggja slíkra safna á landinu, hitt er á Hnjóti í Orlygshöfn viö Pat- reksfjörð en vandinn við það safn ,er hve úrleiðis það er. Safn á Ak- ureyri hefur því miklu meiri möguleika," segir Arngrímur sem kveðst sjá fýrir sér að á safninu nyðra gætu ineðal annars verið margar sögufrægar flugvélar Is- Iendinga, og þær sem í Ifughæfu ástandi cru yrðu gerðar út að norðan til sýninga á flugvöllum víðs vegar um landið. I þessu sambandi nefnir Arngrímur meðal annars Douglas DC 3 llugvél Landgræðslu ríksins, sem í ára- tugi var í eigu Flugfélags Islands. Einnig vél sem er í eigu Flugsögu- félags Islands og ber skráningar- stafina TF-ORN, en sú vél sem er um sextíu ára gömul er sömu gerðar og fyrsta vél Flugfélags Ak- ureyrar sem stofnað var (yrir sex- tíu og þremur árum síðan. „En annars eigum við líka að huga að yngri flugvélum og mun- um, því sagan er ekki aðcins fyrir aftan okkur - hún er líka við hlið okkar og skapast frá degi til dags,“ sagði Arngrímur Jóhannsson að síðustu. -SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.