Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 6
% % 6 - LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 „Það er áreiðanlega rétt að ég er fagurkeri og þjáist af því og ég reikna með þvíað það valdi alls kyns ofnæmI hjá mér ísambandi við það sem ég sé og les.“ Skáldskanur Matthías Johannes- sen lætur af starfi rit- stjóra Morgun- blaðsins um áramótin. í viðtali ræðir hann um lifsskoðanir sínar, skáldskapinn og hugmyndina um guð. - Vtkjum fyrst að skdldskap þín- um, hufa einhver yrkisefnin verið þér kærari en önnur ú ferlinum? „Sérstök hugðarefni hafa leit- að á mig gegnum tíðina, ekki þau sömu í dag og þegar ég var ungur. Aður fyrr stóð hugur minn nær dramatískri spennu og þá miklu fremur en síðar í tengslum við þjóðsögur. Þegar ég lít til baka sé ég að ég hef allt frá fyrstu tíð verið með hugann við arfleifðina. Og þegar maður er ungur hugsar maður mikið um ástina og hverfulleikann en þegar maður er eldri sættir mað- ur sig við hverfulleikann og tek- ur honum jafnvel af gleði. Ég er orðinn sáttur við að árstíðirnar eru bara fjórar - þannig verður maður að lifa. Maðurinn á að lifa sem hluti af nátlúrunni, sætta sig við það hlutskipti og taka því með fögnuði. Það er ærin ástæða til að fagna því að hafa verið til og engin ástæða til að sýta það með nokkrum hætti. Ég hef sagt að ég setjist ekki niður til að yrkja. Ég hef líkt skáldinu við tré sem fyllist af fuglum og tréð fer að syngja án þess að stjórna söngnum. Það er með manninn eins og skóginn, hann á sitt blómaskeið en einnig sinn vetur. Bandaríska skáldkon- an Emily Dickinson líkti vetrin- um við ljóshærðan morðingja. Þetta er dramatísk og svartsýn líking og ég vil ekki tala á þann veg heldur lít ég á veturinn sem eðlilegt fyrirbrigði sem kemur inn í Iíf okkar og á sínar ævin- týralegu hliðar. Ég held mikið upp á heim- spckinga sem ég skil. Ég skil Nietzsche, ég skil Kierkegaard og ég skil Pascal. Pascal sagði eitt sinn: „Ég hugsa, þess vegna er ég.“ Maðurinn hefur það fram yfir tréð að hann hugsar og þess vegna er hann. Þess vegna held ég að það sé mildu sárara að vera maður en tré, þótt mað- urinn, tréð og fætur fílsins séu úr sama efni, geimryki sem er afleiðing af hvellinum mikla. Þegar ég lít í kringum mig og hugsa um okkur lífverurnar íinnst mér ég stundum heyra þennan hvell í genum okkar. Það hefur hvarflað að mér að efnið sé lifandi, það hugsi og segi: „Ég þarf að þróast með þessum hætti af því ég ætla að „Eins og þú getur ímyndað þér hef ég sem blaðamaður orðið vitni að yfirgengilegum hé- gómaskap listamanna og stjórnmálamanna og fengið mig fullsaddan. Þegar maður hefur lifað lungann af ævi sinni í slíku umhverfi þá spyr maður sig hvort nokkuð skipti máli í sambandi við skáldskap annað en skáldskapurinn sjálfur." verða fugl af þessari gerð“ eða: „Ég þarf að þróast með þessum hætti af því ég ætla að verða maður.“ Þessi heimspeki mín er kannski afskaplega vond heim- speki en hún er ekkert verri en sú heimspeki sem ég skil ekki. Ég er ekki að segja að það eitt sé merkilegt sem maður skilur en ég vil halda því fram að það komi ekki að sök.“ Ofnæmi fagurkerans - Þú talar eins og fagurkeri, ertu fagurkeri? „Ég held það Kolbrún. Skáld eiga aldrei að vera fulltrúar vonds smekks. Ég hef verulegar áhyggjur af því innra með sér að smekk fólks sé farið að hraka og að skáldskapurinn hafi verið notaður til að koma á framfæri alls kyns félagsfræði sem ég tel ekki koma honum neitt við. Til dæmis hafa verið gefnar út skólabækur þar sem aðaláhersl- an hefur ekki verið Iögð á skáld- skapinn heldur alls kyns félags- fræðilegar greiningar á því að þetta kvæði sé gott af því það fjallar um sjóinn, annað kvæði sé gott af því það fjallar um landbúnaðinn, og svo framvegis. Ég trúi ekki á svona greiningu á skáldskap. Kvæði er gott af því það er gott. Þetta er svona ein- falt mál fyrir mér og við eigum ekki að hafa annan boðskap fram að færa en boðskap listar- innar. Stundum þegar ég sé sumt af því sem talið er til mik- ils skáldskapar þá dettur mér í hug að við séum aðallega sér- fræðingar í því sem Eggert Ólafsson var að kenna okkur. Hann notaði skáldskapinn eins og mcnn nota auglýsingar og fræðsluefni í dag. Þetta var skilj- anlegt á Ijölmiðlalausum tímum en nú geta menn leitað sér þess- ara upplýsinga f gegnurn fjöl- miðla en þeim á ekki að miðla í gegnum Ijóð. I skáldskapnum eiga menn að komast í snertingu við kviku mannsins, mystíska leit hans og þann grun sem ýtir undir hug- myndaflug og drauma. Skáld- skapur er ástríða og ástríða er leiðin að gleði og fögnuði. Ég tel að kvæði sem fjallar um dauð- ann veiti alveg jafnmikla gleði og k\'æði sem Ijallar um ástina, ef það er glitrandi listaverk. Al- veg eins og kvæði sem fjallar um ástina og er ákaflega vont kvæði er miklu dapurlegra kvæði en nokkurt kvæði um dauðann. I Ijóðlist hef ég mesta unun af hinum frjálsa leik ímyndun- araflsins og samspili forms og hugsunar og ekki síst Iíkingum sem Aristóteles fullyrðir að séu langmikilvægastar í skáldskapn- um. Ég er sannfærður um að þar hefur hann rétt að mæla. Ástæðan er sú að líkingar eru það eina sem ekki verður fengið frá öðrum, og eru oft og tíðum merki um mikla hæfileika. Ég hef einnig gaman af óvæntri notkun orða í skáldskap, mynd-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.