Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 14

Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 14
B 74 - LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 Vil sjá borgina ilma af menningu og trú „Miðborg Reykjavíkur hefur augljóslega byrj- að að kólna á undan- förnum árum,“ segir sr. Jóna Hrönn, sem ásamt fjölda fólks hefur stað- ið fyrir öflugu trúarlegu starfi í miðborg Reykjavíkur. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir hcf- ur gengt starfi miðborgarprests í tvö og hálft ár og þeir sem hafa fylgst með þessu þróunar- starfi hafa séð hversu mjög það hcfur vaxið. Fjöldi fólks hefur lagt hönd á plóginn í miðborg- arstarfi KFUM og K og f viðtal- inu við Jónu Hrönn kemur fram að margir eiga þá hugsjón að sjá miðborg Reykjavíkur lifna við og dafna. Þá tekur tómhyggjan völdin - Af hverju trúarlegt starf í mið- borg Reykjavíkur? „Einu sinni hevrði ég það sagt að borgir dæju innan frá. Það er nokkuð merkileg stað- hæfing. Firring borgarsamfé- lagsins kristallast í miðborg- inni. Þangað safnast auðurinn og þangað safnast eymdin. Miðborg hverrar höfuðborgar er lýsandi fyrir sjálfsmynd við- komandi þjóðar. Þar opinberast sú sýn sem þjóðin hefur á sjálfa sig og það líf sem hún lif- ir. Kirkja sem ekki er áberandi í miöborg höfuðborgar er víkj- andi í samfélaginu. Því hefur miðborgarkirkja mikilvægu hlutverki að gegna varðandi þróun þjóðfélagsins og framtíð kristninnar í landinu. Ef kirkj- an hopar frá miðborginni, þá fá eyðingaröflin lausan tauminn og manneskjur standa eftir án málsvara, mennskan í mannlíf- inu missir sitt varnarþing. Þá tekur tómhyggjan völdin og miðborgin verður flakandi sár, sem ber vitni öllum sem koma, að hér búi fátæk þjóð sem ekk- ert á nema peninga og skort." - Er miðborg Reykjavíkur að deyja? „Miðborg Reykjavíkur hefur augljóslega byrjað að kólna á þennan hátt á undanförnum árum. A fáum árum hefur verslun minnkað og vínveit- íngastöðum fjölgað. Einnig hafa nektardansstaðir hafið starfssemi sína i miðborginni með áberandi hætti. Híð glað- væra athafnalíf hversdagsins hefur færst meira inn í hverfin og kringlurnar. En þegar kvöld- ar og urn helgar færist líf í mið- borgina sem einkennist að mestu af neyslu, tómhyggju og innantómu ráfi. Að vísu finn ég að á allra síðustu misserum hafa borgaryfirvöld sýnt mikinn vilja til að breyta þessari ímynd. Og ég veit að þeir sem Kolaportshópurinn sem messar á kaffistofunni í Kolaportinu einn sunnudag í hverjum mánuði, messaði úti undir berum himni á Kristnihátíð á Þingvöiium, þar sem þessi mynd er tekin. völdin hafa í borginni vilja sjá borgina ilma af menningu, list- um, mannlífi og trú. Og það þráir fólk í fslensku þjóðkirkj- unni einnig. Svo við eigum í raun öll samleið í þessari bar- áttu.“ Predikað á kassanum - Hvernig helgilmld er hægt að hafa í miðborg? „Fyrst og fremst á miðborgar- starf að vera með boöun á göt- unni í hinu iðandi mannlífi. Við eigum yndislegar kirkjur í og við miðborgina, eins og Dómkirkjuna, Hallgrímskirkju og Neskirkju. Þessar kirkjur bjóða upp á marg skonar þjón- ustu og helgihald í miðborg- inni. Einnig hafa þessar kirkjur styrkt miðborgarstarft KFUM og K með mjög áþreifanlegum hætti. Það verður að bjóða upp á fjölbreytt helgihald, þar sem tekið er mið af ólíkum bak- grunni fólks, hvað varðar aldur, tungutak, tónlist og lífsstfl. Fræðsla, helgihald, stuðningur og sálgæsla er þjónUsta kirkj- unnar f miðborginni, sem þess- ar sóknarkirkjur veita svo sann- arlega. Miðborgarstarf KFUM og K hefur einnig þessu hlnt- verki að gegna, jafnframt því að þróa helgihald í hinu iðandi mannlífí." - Standið þið d kassa niður d torgi og predihið? „Það er nátlúrulega ógæt leið. A undanförnum fjórum árum hefur miðborgarstarf KFUM og K verið með opið hús fyrir ungt fólk á föstudags- kvöldum og fram á nótt. Þar er tekið á móti unglingum í mið- horginni og þeim veittur við- gjörningur og sjálfboðaliðar í starfinu eiga samtal við þá sem heimsækja húsið. Við viljum að í miðborginni finnist velviljað og allsgáð fullorðið fólk sem leitast eftir því að mæta ung- Iinguin af umhvggju og í trú. Jafnframt höfum við gefið bæði ungu AA fólki og kristilegri skólahreyfingu pláss í húsinu ásamt mörgum öðrum sem vinna að forvarnarstarfi." Kirkjuna út til fólksins - Tók fólk þvt vel þegar þið fóruð að messa í Kolaportinu? „Kolaportið er merkilegur staður. Þar iðar allt af Iitríku mannlífi og þess vegna er það mjög spennandi að fá að koma inn á þann vettvang með helgí- hald kirkjunnar. Fyrir tveimur árum hófum við messuhald í Kolaportinu, en nú á vormiss- eri var tekin sú ákvörðun í samráði við stjórnendur Kola- portsins og hana Jónu á kaffi- stofunni Kaffiport að fá að koma síðasta sunnudag hvers mánaðar og messa. Hjónin fjöl- hæfu Þorvaldur Halldórsson og Gréta Scheving hafa séð um að vera allt í senn kirkjuklukkur, kór og orgel. Messan er ekki löng, rétt rúmur hálftími, en þar er það létt sveifla í helgri alvöru sem mótar andrúmsloft- ið. Fólk situr og nýtur góðra veitinga og tekur þátt á eigin forsendum. Þetta hafa verið al- veg einstakar stundir, ekki síst fyrir okkur sem fáum að koma í Kolaportiö og þjóna, því það er bæði dýrmætt og hollt að fá að yfirgefa kirkjubvggingarnar og mæta fólki þar sem það er statt í dagsins önn. Það er nefnilega þannig að kirkja Jesú Krists er kirkja á ferð. Hún skilgreinir engan inn eða út, hefur engin )'tri mörk, en augljósa miðju. Miðjan er Jesús Kristur. I Ijósi þess er Kolaportið alveg frábær vettvangur fyrir helgihald." Byltingarmessur unga fölksins - Byltingarmessur unga fólksins hafa einnig mælst velfyrir. „Við höfðum verið með svo- kallaðar miðbæjarmessur í Dómkirkjunni, en á þessu hausti breyttum við nafninu og héldum messu sem við kölluð- um byltingarmessu unga fólks- ins og stóð Dómkirkjan einnig að því með okkur. Við fengum til liðs við okkur ungt fólk úr kristilegri skólahreyfingu, æskulýðssambandi Reykjavík- urprófastdæmis og miðborgar- starfinu og fengu þau frjálsar hendur við að undirbúa messu alveg eftir sínu höfði. Þau völdu tónlist sem þau hafa gaman af, lengu til dæmis heil- míkla rokkhljómsveit til þess að spila og Rut Reginalds kom og söng með hóp af unglingum. Það var mjög gaman að fá að vinna með þessu unga fólki, þau eru svo kröftug, skemmti- leg og hugmyndarík og þora að fara óhefðbundnar leiðir. Þess vegna ætlum við að halda ótrauð áfram með þessar öfl- ugu messur. Það er alveg ör- uggt að unglingarnir okkar hafa allt sem þarf til að skapa helgihald með sínu eigin tungutaki, tónlist og Iífsstíl." Götumessa á Þorláksmessu - Þið hafið verið með götumess- ttr í haust. „Miðborgarstarfið og kvenna- kirkjan tóku höndum saman í haust og héldu götumessur á Laugaveginum á löngum laug- ardögum. Messurnar voru ein- faldar að forminu til. Við geng- um fylktu liði um Laugaveginn og sungum við dynjandi harm- onikuleik. Síðan var staldrað við og predikað á miðjum Laugaveginum. A Þorláks- messu munum við svo hafa helgistund í Austurstræti eins og á síðustu tveimur árum. Við fáum Léttsveit Kvennakórsins til liðs við okkur og syngjum jólasálma og flytjum jólaguð- spjallið og vonum við að boð- skapur jólanna fái að hljóma inn í jólaösina. Aðferð Jesú var einföld. Hann kom þangað sem fólkið var. Við viljum reyna að til- einka okkur verklag hans." -w

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.