Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 19

Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 19
X^ÍT' LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000- 19 -v Sálmasöngur. í kirkjum landsins verða sálmar sungnir um komandi jól, þar á meðal sá sem er nr. 82 í sálmabókinni; Heims um ból. Lagið við sálminn er sungið í mörgum löndum og er nánast alþjóðlegt, en hvervar sá íslenski menntamaður sem á 19. öld samdi við lagið Ijóðið sem við öll kunnum? Á Pollinum. Stjórnendur Samherja voru kampakát- ir í september sl. þegar nýtt fjölveiðiskip fyrirtækis- ins kom til heimahafnar í fyrsta sinn. Skipið er nefnt eftir einum af forvígismönnum útgerðar á Ak- ureyri um langt skeið, en sá var skipstjóri og síðar forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa. Hvað hét hann - og þar með skipið? Ástfangin. Blaðamannafundur ársins er efalítið sá sem þau Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Mousaieff héldu á Bessastöðum í maí og sögðu þjóðinni þar að þau væru ástfangin. Þama rugla saman reitum bresk hefðarmær og strákur frá Þingeyri, sem komist hefur til æðstu metorða. Hvaða ár er hann fæddur? Sæl er sumartíð. Sjálfsagt hafa menn heyjað vel á sólríkasta sumri aldarinnar, sem í minnum er haft sakir einstakrar veðurblíðu uppá hvern dag. Sum- ars þessa minnast þó margirvegna þess að þó sól skini voru á lofti blikur ófriðar síðari heimsstyrjaldar - og hefur þetta stundum verið nefnt sumarið fyrir stríð. Hvert er ártalið? Vilmundur. Frá 1931 til 1959 gengdi Vilmundur Jónsson embætti landlæknis og lét þar kveða að sér. Áður en Vilmundur tók við þessu embætti var hann læknir í einum af höfuðstöðum landsbyggð- . arinnar þar sem hann veitti forstöðu sjúkrahúsi, sem þá var sagt hið fullkomnasta á landinu. Hvar var það? Eldur í Eyjum. Eldgos í Vestmannaeyjum hófst þann 23. janúar 1973 og lagði í auðn og setti undir þrítugan hamarinn austurhluta Heimaeyjar, sem að flestra mati var fallegasti hluti eyjunnar. En hvað er nefnt fjallið sem myndaðist í þessu eldgosi og gnæfiryfir bæinn? LAND OG ÞJÓÐ l - 'v' I Sigunðup Bogi Sævarsson skrifar Jóla- getraun Líkt og fyrri ár cr efnt til jólagetraunar hér í Dcgi undir merkjum þáttar- ins „Land og þjóð“. Spurt er um ýmis þekkingaratriði úr fréttum og lslandssög- unni. I verðlaun eru þrjár góðar bækur sem JPV-forlag leggur til. Bækurnar eru Undir bárujárnsboga eftir Eggert Bernharðsson sagnfræðing, Steinn Steinarr - Leit að ævi skálds og Svína- hirðirinn eftir Þórhall Þorsteinsson. Eru efni þessara bóka í nokkru samræmi við efni þátt- arins, fjallað er um landið og þjóðina. Svör við þessum tólf spurn- ingum skal senda til Dags fyrir 17. janúar næstkomandi og er ut- anáskriftin eftirfarandi: Dagur Land og þjóð - jólagetraun Strandgötu 31 600 Akureyri. Svör: 1.. Hagalín. Um Halldór Laxness léku á sinni tíð stormar, enda komu verk hans við kaun þjóðarsál- arinnar. Heldur betur varð bókin Sjálfstætt fólk, sem kom út 1934 -1935, umdeild - og Guðmundur G. Hagalín skrifaði aðra skáldsögu sem beint og óbeint var mótsvar. Hvað hét þessi saga Hagalíns? Fyrir austan. Kaupstaðurinn sem hér er horft yfir er einn þriggja þéttbýliskjarna í Fjarðabyggð fyrir austan. Þetta byggðarlag stendur við samnefndan fjörð og yfir gnæfir fjallið Hólmatindur. Stjórnandi stærsta atvinnufyrirtækisins í byggðarlaginu er nefndur Allir ríki, sem lætur af störfum um áramót. Hvert er byggðarlagið? Systkinin. Á Alþingi eiga sæti fyrir Framsóknar- flokkinn systkinin Ingibjörg og ísólfur Gylfi Pálma- börn. Þau koma hvort úr sínu kjördæminu, en eru þó bæði frá sama staðnum á landinu þar sem ann- að þeirra býr enn í dag. Hver er sá staður sem hér er spurt um? i Fljótshlíð. Kirkjustaðurinn hér á myndinni er einn af þeim stöðum sem er aðalsögusvið Njálssögu og svo þótti kappanum sem þar bjó hlíðin vera fögur að hann snéri til baka þegar hann hafði til útlegðar verið dæmur og einmitt það varð honum að falli. Þetta er að sjálfsögðu Gunnar Hámundarson, sem bjó hvar? Dalirnir heilla. I júní í sumar var formlega opnaður í Haukadal í Dölum bær sem er tilgáta um hvernig bær Eiríks rauða hafi verið, en tilgátubær þessi er þar sem bú Eiríks var. í kjölfar opnunar bæjarins lét víkingaskipið íslendingur svo úr höfn í Búðardal. En hvað heitir staðurinn þar sem áðurnefndur tilgátu- bær er? Svalur og Valur. Svo voru þeir kallaðir félagarnir Valur Valsson og Bjarni Ármannsson þegar bank- arnir sem þeir veittu forstöðu voru sameinaðir sl. vor og tók samein- ingarferlið aðeins tvær vikur. Hvað heitir hinn nýi sameinaði banki, sem eftir sameininguna hefur al- gjöra yfirburðastöðu á fslenskum fjármálamarkaði? 3.. 4.. 5.. 6.. 7.. 8.. 9. 10.. 11.. 12.. Nafn: Heimili: Sími: i»,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.