Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 12
/ FÍT / Muninn bókaúlgáfa 12. / 2000 / 005 JÓLALÍFIÐ í LANDINU ^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmammmammm 12 - LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 'Dagur Hreinn S. Hákonarson fanga- prestur þjóðkirkjunnar er manna kunnugastur aðstæðum þeirra sem sitja bak við lás og slá. Hann var spurður livernig jól væru í fangelsum landsins. „Allir menn eru tilfinningaverur og fangar upplifa sitt ófrelsi mjög sterkt þegar jól ganga í garð. Eðlilega hugsa þeir til heimila sinna og bernskujóla og oft er mikill tregi og söknuður í slíkum bugsunum. Jólin eru jú bátíð þar sem fjöl- skyldur koma saman, skiptast á gjöfum og borða góðan mat. Því eru jól og fangelsi, í mínum huga, miklar andstæður. Sameining fjölskyldunnar annars vegar og aðskilnaður frá fjölskyldunni hins vegar.“ Taka vel undir í söngnum - Er eliki annríki hjá fangapresti umjólin? „Jú, jólaboðskapurinn nær að sjálfsögðu eyrum fanga og þrátt fyrir sínar erfiðu aðstæður þá gleðjast þeir líka á jólum. Eg fer í öll fangelsi hér á suðvesturhorn- inu og messa á aðfangadagskvöld. Byrja á Litla-Hrauni sem er lang- stærsta fangelsið á landinu og þar eru nú 55 fangar. Þar er jóla- messa kl. 16-17. Þá koma félagar úr Kirkjukór Selfoss og organisti og halda uppi söng. Svo eru guðs- þjónustur í Hegningarhúsinu \ið Skólavörðustíg kl. 18 og Kópa- vogsfangelsinu kl. 19. Lionsmenn hafa farið í fangelsið á Kvía- bn'ggju á aðfangadag ásamt prestinum á staðnum, sr. Karli Matthíassyni og fangelsið á Akur- eyri er oft heimsótt af prestum staðarins. Fangarnir mæta yfir- leitt ágætlega í messurnar og taka undir í söngnum." - Iivemig Itður sv.o hátíðin hjá þeim? ... „Það er hátíðamatur á borðum, menn fara í betri föt og hafa jóla- legt í kring uni sig eftir því sem kostur er. Flestir fá pakka frá fjöl- skyldum sínum og vinum og einnig eru ýmis félagasamtök sem gefa föngum gjafir. Svo horfa þeir á sjónvarp, hlusta á tónlist og hringja í ættingja sína en heim- sóknir eru ekki Ieyfðar til fanga á aðfangadag. Hina hátíðisdagana eru þær heimilar en menn þurfa að vera búnir að sækja skriflega um að fá aðstandendur í heim- sókn því móttökuherbergið er ekki stórt og því þarf að skipu- leggja heimsóknirnar." Jólin notuð til að telja niður - Borða fangar innan hvers fangelsis satnan á jólunum? „Fangelsinu á Litla Hrauni er skipt f 11 manna deildir og fangar á hverri deild borða saman. Yfirleitt er göður andi í hópnum þó svo menn séu í fé- lagsskap sem þeir hafa ekki valið sér sjálfir og oft þurfi menn að sýna umburðarlyndi." - Er mikið um fjölskyldufólk i fangelsum? „Meiri hluti fanga eru karlar á aldrinum 25-35 ára. Margir eiga þeir konur eða sambýlis- konur og börn sem koma í heimsókn um hátíðirnar. Það kemur líka fyrir að mæður sitji inni um jólin og jafnvel afar og ömmur. Þctta fólk er svipt frelsi sínu og sett til hliðar tímabundið. Jólin eru vissulega viðkvæmur tími í lífi þess og eru því oft notuð sem viðmiðun þegar tíminn er reiknaður út sem eftir er innan múranna. Menn heyrast oft segja: „Nú á ég bara ein jól eftir," eða það sem er enn betra: „Þetta eru sfðustu jólin mín hér." GUN. „Allir mertn eru tilfinningaverur og fangar upplifa sitt ófrelsi mjög sterkt þegar jól ganga igarð, “ segir Hreinn S. Hákonarson fangelsisprestur mynd: e.ól. Ingveldur Maríon Hannesdóttir er fjórtán ára og hún var að skcmmta sér á „litlu jólum" Barnadeildar Hringsins í þrettánda sinn þegar blaðamaður hitti hana. „Spítalinn er búinn að vera mitt annað heimili frá fæðingu," segir hún og bætir við: „Hér þekki ég flesta og starfsfólkið er allt vinir mínir." - Hvað er það setn hrjáir þig? „Eg veit það ekki alveg en ristillinn minn er farinn og garnirnar starfa ekki eins og þær eiga að gera.“ Fimm sinnum á spítala um jólin - Hefurðu oft legið hér inni utn jólin? „Fimm sinnum." Hvernig ftnnst þér það? „Það er alveg ágætt. Það kemur trúður í heim- sókn og allt gert til að skemmta manni. Svo hafa for- eldrar mínir verið hér líka. En ég hef ekki getað borðað mikið af jólamatnum, enda hef ég oft verið fastandi. Eg var alveg fastandi í eitt ár þegar ég var tveggja-þriggja ára. Var bara með næringu í æð.“ - Þú lílur vel út núna. „Takk. Eg tek alltaf næringu á kvöldin og bún hjálpar heilmikið. Annars væri ég örugglega ekki hér." - Máltu borða eitthvað af sælgætinu sem jólasveinn- innyar að gefa þérfullan polui af áðan? „Ég má ckki borða súkkulaði. Það er bara einn brjóstsykur og tvær karamellur sem ég má borða af þessu." Hvorki mikið fyrir föt né dót - Hver erti eftirminnileguslu jólin á spítalanum? „Þegar ég fékk sjónvarpiö. Það var þáttur uni mig í sjónvarpinu og ég var spurð þriggja spurninga. Ein þeirra var hvað mig langaði mest af öllu að fá í jóla- gjöf og ég svaraði „sjónvarp". Viku seinna fékk ég sjónvarp. Það var æðislega gaman." - Ertu á spítalanutn nútta eða komstu bara á jóla- skemmtunina? „Eg kom bara á skemmtunina en ég er búin að vera hér á spítalanum í níu mánuði á þessu ári. Núna er ég heima og hef verið í 9. bekk í Réttar- holtsskóla í haust." - Svo þú getur vonattdi verið heitna þessi jól. „Eg voit aldrei \ið hverju ég má búast. Eg dett stundum niður og þá fer ég beint hingað. Það koma upp sýkingar og alls konar vesen." - Áttu von á einhverri spennattdi jólagjöf t ár? „Nei, ég á allt sem ég þarfnast og er hvorki mikið fyrir föt né dót. Mig langar bara að halda lífi. Það er það eina sem skiptir máli." GUN. Ingveldur Marion hefur verið fimm sinnum á spítala á jólum og líkað ágætlega þótt ekki hafi hún alltafgetað borðað mikið afjólamatnum. mynd: hari

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.