Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 11
X^nr LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000- 11 m % Alltaf í studi. Hér.stfgur Bról dans við dóttur sína, Svanfríði. Sungið við raust i fimmtugsafmæli Bróa. Gulla við hljóð- færið í Markús- arkirkjunni í Feneyjum. Þar var stranglega bannað að taka myndir en starfsmaður kirkjunnar þótt- ist h'ta undan. i Porscate, ung og ástfangin. Söngur og hljóðfæraleik- ur skipar stóran sess í lífi Guðlaugar Hestnes og Arnar Arnarsonar á Hornafirði sem í daglegu tali eru nefnd Gulla og Brói og stofan þeirra ómar iðulega af söng. Brói syngur í Karlakórn- um Jökli og hefur verið formaður hans í átta ár en Gulla er undirleikari kórsins og raddþjálfari. „Ég segi alltaf að tengdafaðir minn, Orn Ingólfsson og söngfé- lagar hans, Ásgeír Gunnarsson og Skafti Pétursson hafi skólað mig til í undirleik. Þótt ég væri búin að fara gegn um tónlistarskóla þegar ég llutti hingað hóf ég feril minn sem undirleikari með þ\n' að spila undir hjá þeim heiðurs- mtínnum," segir Gulla brosandi um leið og hún her inn rjúkandi kaffi og jólasmákökur en Brói bregður hinum n\'ja diski Smára- kvartettsins á fóninn. Gulla gerir meira en starfa með karlakómum, hún stjórnar líka Gleðigjöfunum, kór eldri horgara á Höfn sem stofnaður var fvrir sjö árum. Hún var kirkjuorganisti um tíma og þegar mikið liggur \ið, eins og nú fyrir jólin leggur hún Samkór Hornafjarðar lið. Auk þess kennir hún við Tónlistar- skólann og kemur þar ungum músíköntum á legg. „Það er þó alveg sama hvað ég afreka, það segja allir: „Þetta getur Gulla af því hún er svo vel gift" og það eru orð að sönnu." segir Gulla hlæj- andi. Bætir svo við: „I alvöru tal- að, hvernig hefði þetta getað gengið ef hann Brói hefði verið leiðinlegur og ekki haft gaman af þessu? Raddþjálfun karlakórsins fer að nokkru fram hér heima hjá okkur og svo fer Brói með sem hjálparmaður þegar Gleðigjafarn- ir leggjast í söngferðalög." Vissi hvað hún var vel gift Brói stundaði sjóinn í áratugi seni vélstjóri en er kominn í land tyrir nokkrum árum og tekinn við starfi kirkjuvarðar. Hann er spurður hvort hann hafi aldrei verið hræddur um frúna þegar hann var úti á sjó, vitandi það að hún væri með alla þessa karla inni á gafli. „Nei, ég man aldrei til þess,“ svarar hann og bætir við glettnislega. „Ég vissi auðvitað hvað hún var vel gift!" Hann segir sönglífið mest hafa bitnað á einkadóttur þeirra, Svanfríði, þar sem foreldramir hafi iðulega ver- ið uppteknir á kvöldin. „Hún gat ekki einu sinni horft á sjónvarpið, þvt' það var í stofunni þar sem söngæfíngarnar stóðu. En hún kvartaði aldrei. Nú er hún að læra tónlistarkennslu sjálf, svo ekki virðist hún hafa fengið nóg.“ Bauð henni upp á appelsín Brói flutti sem drengur til Horna- (jarðar frá Vopnafirði en Gulla ólst upp í Reykjavík. Hvernig skyldu þau svo hafa kynnst? Gulla lýsir því: „Við kynntumst í Þórscafé. Ég fór þangað með stelpu og þá var Brói þar ásamt Lýð Ægissyni. Stelpan sem ég var með þekkti Lýð og stikaði beint að borðinu til hans. Brói sýndi strax sína sönnu heiðursmanna- takta, dró fram stól handa mér og bauð mér upp á appelsín. Þetta var síðla hausts 1973. Svo skildu leiðir upp úr áramótum en þá var ég nýkomin úr aðgerð þar sem önnur hnéskelin var tekin af mér. Brói fór heim til sín á Hornafjörð og kvaddi með þeim orðum að við sæjumst eftir vertíð. Það þýddi að minnsta kosti fjórir mánuðir og ég sá fyrir mér dauflcgan vetur. Svo var það nokkmm döguni seinna að móðir hans hringdi í mig og bauð mér austur." „Hún hefur viljað fara að losna við mig að heiman," læðir Brói að, hlæjandi. Gulla: „Eg var í gifsi frá klofí niður á tær og var fíutt í sjúkra- körfu til þessa bláókunnuga fólks. Brói var revndar í landi þegar ég kom og allir tóku mér mjög'vel. Enda hef ég eiginlega ekki farið héðan altur." Brói: „Ég ætlaði aldrei að húa hér. Það var Gulla sem tók slíku ástfóstri við staðinn að hún vildi hvergi fara." Ekki á syngjandi fyllerí Aðspurð kveðst Gulla aldrei hafa verið alvarlega hrædd um Bróa á sjónum en segist þó hafa fagnað og fór að vinna í kirkjunni. En hvernig skyldi hann pluma sig í embætti kirkjuvarðar. Brói: „Ég kann mjög vel við þetta starf þótt maður losni kannski ekki svo glatt við sjó- mannsbakteríuna. Það er bcst að vera ekkert að þvælast á sjó til að magna hana ekki upp. Morgnarn- ir byrja samt yfirleitt á því að ég fer niður á bryggju, kíki inn á vigt og tek púlsinn." Skyldi hjónabandið hafa tekið breytingum við það að hann kom í land. Því svarar Brói: „Hjóna- bandið hefur alltaf gengið vel hjá okkur. Ef slest hefur upp á vin- skapinn hefur það helst verið í sambandi við áfengisdrykkju. Maður hefur kannski stundum verið of lengi að syngja einhvers staðar." Aðspurður hvort mikil drykkja fylgi karlakórsstarfi svarar Brói: „Nei, en það eru margir sem halda það. Að vísu var það kannski meira á árum áður. Nú þekkist ekki að menn drekki á tónleikaferðum. Fá sér kannski eitt glas en menn fara ekki á syngjandi fyllerí." Gulla: „Ég er búin að ferðast með þessum körlum næstum á hverju ári síðan „75 og get fullyrt að aldrei hafa orðið leiðindi. Áður fvrr var sofið f flatsængum í sam- komuhúsum, skólum eða sjó- mannaheimilum og kannski var í rauninni enn meiri stemning vfir því - en á síðari árum búum við á hótelum eða gistiheimilum á okk- ar ferðalögum." Geisladiskur og Ítalíuferð Brói segir það geta verið erilsamt að vera formaður kórs, þegar mik- ið standi til. „I f)Tra stóðum við bæði í útgáfu geisladisks og Ital- íuferð og ég hafði töiuvert að gera í sambandi við útgáfuna en sér- stök ferðanefnd var kosin fyrir ut- anlandsferðina sem skilaði góðu starfi. Það er góður húmor í körlunum, enda er svona félags- skapur ekki fyrir neina fýlupúka, hann krefst svo mikillar sam- heldni. Oft mæðir líka mikið á fjölskyldum kórmanna. Þarna eru ungir rnenn með lítil börn, menn að byggja og í ýmsum störfum. Þeir sleppa sjóferðum fyrir sönginn og taka sér launa- laus frí frá vinnu þegar með þarf. Það er líka ótrúlega skemmtilegt að halda tónleika og gefa öðruni hlutdeild í því sem nienn hafa lagt sál sfna f að æfa. Það myndast uppskeru- stemning." Gulla: „Kórastarf er gefandi starf. Það er alltaf stórkostlegt þegar fólk hópast saman og nær þessum samhljómi sem allt bygg- ist á.“ • GUN. því mjög þcgar hann kom í land Brói pq.Gujlavid stofuflygilinn sem mikið er notaður. mynd: gun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.