Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 17
 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 - 17 Fluguveiðar að vetri (198) Hvað er svona gaman? Um daginn var ég í stuttu viðtali við fréttakonu um hók mfna Fluguveiðisögur. I lokin spurði liún: Hvað er svona gaman við að veiða? Já, hvað er það? A vefnum llugum.is segja margir sögur af I tilefni jólanna birti ég brot úr þessum sögum, ef þau kynnu að útskýra hvað er svona gaman við að veiða. Jón Halldór var í Þingvallavatni...: „Heiðrinum borgið, þrjár fallegar bleikjur komnar á grillið fyrir konuna! Veiðigyðjan var ekld á sama máli því ég fæ magnaða töku. Allt á útopnu. I>að syngur út af Orvis hjólinu mínu langleið- ina niður á undirlínu. A ha urriði! ? Hann hlýtur að stökkva? Stökktu - ekkert stökk. Nei, þetta er ekki urriði. Risahleikja „núna slæ ég metið mitt" ég er viss um það! Þessa má ég ekki missa. Hjartað slær örar, einbeitingin algjör. Eg er eitt með stöng - ekkert annað kemst að. Hert á bremsunni - Jón ekki missa hana of langt frá þér!“ Heiður, veiðig)ðja og spenna. „Eg er eitt með stöng"! Hvað þarf meira á venjulegum sunnudegi fyrir fjölskyldumann úr höfuð- FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar mikilli íþrótt. borginni? Og svo reyndust vera tvær bleikjur á færinu! ralcjeir Skagfjörð láðí í þá storu... Vak náf ...eftir að hafa sest niður, íhugað málin og drukkið kókó einn með sjálfum sér, þá fæddist herstjórnarlist- in: „Púpan lenti með þungu skvampi og línan kom um leið í hlykkjum á móti mér. Ég dró hratt inn til að rétta úr línunni og þegar hún var að byrja að reka niður lyrir mig þá gerðist það. Á dauða mínum átti ég von, Jón Halldór veiðlmaður með tvær sem tóku báðar í einu þegar hann lifði æsiiegustu stund sumarsins. en að hún tæki í fyrsta kasti, það hvarflaði ekki að mér. Ég var ekki tilbúinn þegar hún svoleiðis negldi agnið að ég hélt að línan myndi sIitna.HvíIík negla! Ég tók strax fast á henni og svei mér þá, um tíma hélt ég að ég væri með lax. Svo kom hún upp úr og næstum dansaði á sporðinum upp eftir ánni. Það var eins og hún væri virkilega svekkt \fir því að hafa látið blekkjast. Ég tók á öllu til að halda ró minni." Þessi síðasta setning segir allt sem segja þarf um hvílík átök fylgja veiðum: „Ég tók á öllu til að halda ró minni"! Hermann Hermannsson var óvanur að veiðum... ...en tókst samt að slá í gegn: „Náunginn tók upp boxið sitt og ég valdi einhverja gula flugu og hnýtti á fyrir hann, að því loknu sagði maðurinn við mig: „Jæja drengur, sýndu mér hversu klár þú ert" og ég kastaði út í streng- inn og viti menn laxinn nánast stökk á fluguna, þvílík taka. Þessu átti ég engan veginn von á og var svo undrandi að ég átti ekki orð, það eina sem mér datt í hug var að rétta manngreyinu stöngina sem og ég gerði og lét þau orð fylgja: „Svona gera þessir reyndu þetta" ( ég nýgræðingur- inn sem varla vissi hvað á var, hvað þádreldur að ég þckkti flug- ur og aðstæður). Náunginn land- aði þarna 10 punda hrygnu". Þarf að hafa fleiri orð um það hve gaman er að geta skemmt öðrum? Óiafur Magnússon lenti í fiskleysi... ... en þá tók lax: „Ég tók strax á móti en átti í erfið- leikum með lausu línuna, og missti svolítinn slaka á fiskinn. Hugsaði með mér að nú væri hann far- inn, strekkti samt á og fann að enn var fast f honum. Nú var ég kom- inn með alla aukalínu inn og fór að vaða í land í ró- legheitum. Þá kom þessi ótrúlega roka, ég hef aldrei heyrt veiðihjólið mitt syngja eins hátt og þegar þessi roka kom og veiðifélaginn sem sat uppi í bíl í 30 metrafjarlægö og var að reykja vindilinn sinn sagðist hafa heyrt þennan líka söng í hjólinu. Þegar rokunni linnti lengst niður á broti, hinumegin í ánni, lak lax- inn af. Þetta var stórkostleg stund í fiskleysinu." Stórkostleg stund í fiskleysinu! Segið svo að veiðimenn séu ekki þakklátir! Geir Thorsteinsson náði stórlaxi... ...í Norðurá og varð heldur betur undrandi: „Enn gerist ekkert. Ég er kominn með fluguna í aðal- strauminn og gef línuna út þannig að hún renni vel niður röstina án mótstöðu og gef því góðan slaka á vegferð flugunnar niður straum- röstina. Síðan byrja ég að draga inn. Allt fast! Andsk.... nú hef ég fest í botni hugsa ég. Svo viss er ég um það að ég kippi í. Þá fer botninn af stað." Botninn reyndist stærsti flugukixinn í Norðurá í sumar. Aldrei má missa vonina, allt getur gerst! Sjálfur lenti ég f sjónarspili... ...sem aldrei gleymist: „Bungan breyttist í öldu sem færðist út frá bakkanum eins og skafl sem rís þvert á straum. Ég lýg því ekki: fet á hæð var þessi vatns- skafl sem skrokkurinn ýtti á undan sér. Svo sprakk vatnið. Gusa stóð í loftið. Fyrst lamdi hann sporðinum til hægri og Iét allan skrokkinn fylgja með. Svo lamdi hann sporðinum til vinstri, og enn fý'lgdi allur skrokkurinn. Það sá ég ekki fyrir vatnsgusunum, bara sá að svo hlyti að vera, því upp úr strókn- um stóð sporðurinn andartak. Þá kom hann eins og tundur- skeyti úr kafi, þrábeint upp f loftið, hreinsaði sig allur upp úr vatnsgusunum og sýndi sig. Hamingjan sanna. Um leið og hann lenti strekktist á línunni, en ekki lengi því hann rauk upp úr vatninu aftur, enn sá ég allan skrokkinn flengjast upp og lenda með dynk. Sjö pund skullu nið- ur og þá gat slagurinn hafist." Þrjátíu óborganlegar sekúndur sem aldrei gleymast. Hvað er svona gaman við að veiða? Jólabridgeþrautir Dags Jólamót Bf. Hafnaríjarðar og Sparisjóðs Hafn- arfjarðar verður haldið í Hraun- holti, Dalshrauni 15, miðvikudag- inn 27.des. og hefst ld. 17.00. Skráning í s. 555 3046 - 861 2791 - 565 3050 eða traustih@centrum.is Minningarmót Harðar Þorsteinssonar verður spilað í Þönglabakkanum föstudaginn 29.des. og hefst kl. 17.00 Skráning bridge@bridge.is eða á staðnum. Þá fer jólamót Bridgefélags Akurevrar fram 30. desember og hefst kl. 10.00 á Hótel KEA. I jólafríinu er eldd úr vegi að dunda sér við bridgeþrautir og fá lesendur bér tvö stykki til að stytta sér stund- ir yfir hátíðirnar. Svörin fýlgja á eftir cn sannir spilarar gefa sér góðan tíma áður en svaranna er Ieitað. Jólaþraut 1 4 86 4 ’ ÁK875 4 ► 895 4 • G62 4 N ¥ V A ♦ A S * ÁKDGT: 4 ’ 64 4 ► Á84 4 k K4 Suður spilar 6 spaða án þess að andstæðingarnir skipti sér af sögnum. Vestur spilar út trompi. Hver er vinningsleiðin í sveita- keppni? „Beibíproblem" fyrir lengra komna en þegar spilið kom upp klúðraði sagnhafi því á skömmum tíma. Hann byrjaði á að hreinsa tromplitinn með því að spila spaða þrisvar og kastaði laufi. Þá spilaði hann hjarta á ás og tók hjartakóng. Eftir það var draum- urinn úti. Allt spilið 4 ■ 86 4 ' ÁK875 4 ► 895 4 ■ G62 4 952 N * 74 ¥ D2 ¥ GT93 ♦ K95 ♦ DT75 4- DT873 S * G62 4 ' ÁKDGT3 4 ’ 64 ♦ A84 * K4 Spilaleiðin er einföld. Að spila litlu hjarta frá báðum höndum í fjórða slag. Eftir það er spilið bandavinna og nægur samgangur til að kasta einum tígli í 5. hjart- að. Það eina sem banar spilinu er 5-1 eða 6-0 lega í hjarta (harla ólíklegt). Agæt regla er að telja vinnings- slagina áður en haldið er af stað. Þegar sagnhafi áttar sig á að það eru tveir tapslagir á tígul verður hann að finna möguleika á niður- kasti og sá möguleiki er aðeins í hjarta. Jólafrí hjá Bridgesambandinu. Skrifstofa BSÍ verður lokuð frá og með föstudeginum 23. des. til og með þriðjudagsins 2. jan. Bridgesamhand Islands óskar öllum Iandsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Þrátt fyrir jólalokun á skrif- stofunni verður hægt að stytta sér stundir í jólafríinu með Töskubridge. Allar upplýsingar milli jóla og nýars í s. 588 8785. Bridgesamband Islands óskar spilurum gleðilegra jóla og far- sældar á nýju ári, með þökk fyrir samstarfið á liðnu ári. Undir það tekur umsjónarmað- ur bridgeþáttar Dags. Jólaþraut 2 4 4 ¥ KT06 ♦ 863 * ÁG854 N V A S * ÁKDG876 ¥ ÁG ♦ 2 * DT9 Aftur sex spaðar. Útspil: tígul- kóngur. Hvernig er best að spila? Byrjendur svína kannski laufi og fara niður á spilinu, en rétt leið er að trompa tíguldrottning- una sem vestur spilar í öðrum slag. Taka síðan trompin og kasta laufi f blindum. Nú eru tveir efstu teknir í hjarta og viti menn, hjartadrottningin er önnur og því fara tvö lauf niður í hjarta. Lík- urnar á 5-2 legu eða 6-1 með drottningunni blankri cru ekki miklar en það kostar ekkert að prófa hliðarmöguleikann. Allt spilið: 4 ■ 4 4 ’ KT06 4 > 863 4 ■ AG854 4 32 N 4 T95 ¥ 85432 ¥ D7 ♦ KDG4 ♦ ÁT975 * 32 S * K76 4 - ÁKDG876 4 ’ ÁG ♦ 2 4r DT9 Hjálpað til Mörg dæmi eru um að andstæð- ingar hjálpi til þegar kemur að slemmuþreifingum. Dobl á fyrir- stöðusagnir eru t.d. vopn sem snúast gjarnan í höndum þeirra sem beita 1 >eim. Auðvitað geta slík dobl ieiðbeint makker um nauðsynleg útspil en stundum doblar sá sem sjálfur á út og er þá refsað fýrir. Dæmi um þetta er spil sem kom upp í hraðsveitakeppni Bridgefélags Aku rcyrar fyrir skömmu. Suður/Allir 4 ’ K986 4 ’ 54 4 > Á4 4 • KG763 4 T2 N 4 AGT873 ¥ 2 ¥ T8732 ♦ KDG965 V A ♦ T5 * Á842 s 4 4 DG7543 4 ' AKD96 ♦ - 4r D9 Suður á mildl spil og frá hans sjónarhóli kemur slemma vel til greina eins og sagnir þróast. Suður Vestur Norður Austur lspaði 2tíglar 3tíglar pass 4 tíglar dobl redobl pass 4 spaðar pass pass pass Eins og sjá má tryggir hjartaút- spil 3 slagi fyrir vörnina (stunga) þannig að banvænt er fyrir sókn- ina að fara upp á 5. sagnstigið. Margir guldu fyrir en vestur lagð- ist á sveif með andstæðingunum og kom í veg fyrir það. Innákoma hans á 2 tíglum nýtist norðri ágætlega til að gefa góða hækkun í spaða og með fyrirstöðusögninni 4 tíglum, lýsir suður veildeika í laufi. Enn er samt hugsanlegt að NS séu á leið í frekari könnun á 5. sagnstiginu en heldur versnar í því þegar norður getur redoblað 4 tígla til að sýna ásinn sem er ónýtt spil. Eftir það virðist óhætt að blása af akkar vonir um slemmuna og sú varð reyndin við borðið og skilaði stórri sveiflu þar sem hitt parið klifraði of hátt upp. Hér hlýtur autsur réttláta refsingu. Less is sometimes more eins og þar stendur. Gleðileg jól Allir fá þá eitthvað fallegt - í það minnsta kerti og spil!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.