Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 - 7 hef ég verið á krossinum en þú komst mér af honum svo ég gæti gengið hérna með þér.“ Svo skildu leiðir og þeir kvöddust. Þessi saga minnir kirkjuna á að utangarðsmaður getur kallað Krist af krossinum og úr rústum kirkjunnar. Finnst þér ég vera mikill andkirkjumaður með því að minna á þessa sögu?“ - Nei, þú ert áminnandi og það er mikilvægt. En snúum okkur að veraldlegri málum. Hefurðu fundið það sem ritstjóri Morgun- blaðsins að jní hafir mikil völd í samfélaginu? Pú verður að svara mér heiðarlega. „Það er sagt í bók sem kom út íyrir jólin að ég hefði hótað mönnum að eyðileggja þá í gegnum Morgunblaðið. Eg reikna með að Morgunblaðið beri þess vitni að það hefur ver- ið unnið að öðru en því undan- farin fjörutíu ár. Ég mundi aldrei taka þátt í að eyðileggja menn, slíkt hefur aldrei hvarflað að mér. Við upplifum öll annað fólk með okkar hætti, og þú upplifir mig sjálfsagt öðruvísi en allir aðrir, en það er ekki þarrneð sagt að upplifun okkar á öðru fólki sé endilega rétt. Mér er kunnugt um að margir hafa upplifað mig sem mikinn valdamann og í sumum tilfellum hefur það bara verið mátulegt á þá. Eg tel mig miklu frekar hafa upplifað mig sem skotspón alls kyns óánægju og fmyndunar heldur en sem yf- irmann og valdhrokamann í þjóðfélaginu. Að þessu leyti hef- ur það komið mér skemmtilega á óvart að ég hef haft meira þan- þol en ég hefði getað ímyndað mér sjálfur að skáldið þyldi. Eg Iít á mig sem skrifandi mann sem hefur löngun til að upplifa með sínum hætti annað fólk og er aðdáandi manneskjulegrar kviku og góðmennsku." - Pú myndir náttúrulega aldrei viðurkenna það fyrir mér ef þér hefði verið fjarstýrt af stjómmála- mönnum, „Jú, það myndi ég gera.“ - Hefur það gerst? „Það er ekki ástæða til að segja fjarstýrt en ég hef fengið rangar upplýsingar og það er sennilega í eina skiptið sem ég hef átt þátt í að valda annarri manneskju miklum sársauka. Við voruni með baksíðufrétt um að óregla væri á gjaldeyrismál- um Guðmundar Jörundssonar útgerðarmanns. Við treystum heimildinni. Upp úr þessu talaði Guðmundur við mig og þarna á Golgata f lífi hans urðum við perluvinir og þar reis upp ein- hver mesta og besta vinátta sem ég hef öðlast í lífinu. Þennan misskilning Morgunblaðsins þurfti til þess, en hann var leið- réttur í blaðinu um leið og sann- leikurinn kom í ljós. Eg hef aldrei gleymt þessu og reyndi að bæta úr því eins og ég hafði mátt til." - Nií ertn að láta af staifi rit- stjóra Morgunblaðsins, hvað tek- ur þá við? „Það tekur allt við nema helg- ur steinn. Helgur steinn er fyrir álfa og ósýnilegt fólk og ég ætla mér ekki að verða ósýnilegur. Hitt er annað að ég hef verið ósýnilegur sem ritstjóri og skáld að því leyti að ég hef ekki eltst við að komast í fjölmiðla. Reyndar hef ég frekar dýrkað ósýnilega manninn í þjóðfélag- inu en þann sýnilega. Og er það ekki einmitt í anda Ijóðsins? En vegna spurningar þinnar langar mig að minna á það sem Hemingway sagði - hver ný bók er upphaf, en ekki endir." hvörfum og skírskotunum og tel að margræðni sé eitt helsta að- alsmerki góös skáldskapar. Tómas Guömundsson sagði ein- hvern tíma við mig undir Iokin að hann legði minna upp úr rími en hrynjandi eftir því sem árin færðust yfir, og ég get vel skilið það. Hrynjandi, ekki síður en líkingar, er hornsteinn alls góðs skáldskapar og líklega sá þáttur hans sem úrslitum ræður um það hvort skáldinu tekst að yrkja sig frá prósa og áhrifum annarra skálda og eignast sitt eigiö per- sónulega göngulag. Því það er mikilvægast af öllu að maður sé nú ekki að ganga eins og allir aðrir. Þessar hugmyndir um skáld- skapinn sem ég hef verið að lýsa fvrir þér skipta mig öllu máli. Jónas í Starrdal sagði mér frá því að enginn hcfði hlaðið jafn- fallega vegakanta og Guðjón í Laxnesi. Þessi hleðsla er glitr- andi list Halldórs Laxness í Sjálfstæðu f'ólki og Ljósvíkingn- um. Hún ummyndast úr vega- lagningunni inn í hina miklu vegalagningu glitrandi listar. Og það er ekki tilviljun. En það er áreiðanlega rétt að ég er fagur- keri og þjáist af því og ég reikna með því að það valdi alls kyns ofnæmi hjá mér í sambandi við það sem ég sé og les.“ - Reiðistu þá? „Eg get orðið hryggur ef ég sé að því er hampað sem mér finnst ekki vera list heldur kraft- lyftingar." - Pú vilt ekki nefna dæmi? „Nei, ég vil ekki nefna dæmi en aftur á móti hef ég góða við- miðun, þá bestu sem ég þekki til að meta skáldskap. Ef mig lang- ar til að hafa ort kvæðiö sjálfur þá er það gott. Ef ég hefði viljaö skrifa skáldsöguna þá er hún góð. Ég get nefnt dæmi. Ég las skáldsögu eftir Pétur Gunnars- son sem var heldur hljótt um. Hún heitir Efstu dagar og það fór fögnuður um mig við lestur- inn, ekki síst vegna andrúmsins, en það er hvað mikilvægast i skáldskap. Ég hefði mjög gjarn- an viljað skrifa þá sögu sjálfur. En það er ekkert oft sem ég hefði viljað skrifa það sem ég les og æ sjaldnar eftir því sem ég eldist." Ólistrænn markaður - Mig langar til að spyrja þig um margfræga andiið þína á verð- launurn. Stafar hún af því að þér finnst að listamenn eigi að vera hógværir og ekki halda sýningar á sjálfum sér? „Það er dálítið mikið til í því og ég held að það hafi alltaf fylgt ljóðskáldinu viss virðing fyrir þeirri einveru sem býr í umhverfi ljóðlistar. Eins og þú getur ímyndað þér hef ég sem blaðamaður orðið vitni að yfir- gengilegum hégómaskap lista- manna og stjórnmálamanna og fengið mig fullsaddan. Þegar maður hefur lifað lungann af ævi sinni í slíku umhverfi þá spyr maður sig hvort nokkuð skipti máli í sambandi við skáld- skap annað en skáldskapurinn sjálfur. Það er annað fólk sem veitir verðlaun og af hverju skyldi það skipta mann máli? Verðlaun geta verið uppörvandi og selt bækur, en mig varðar bara ekkert um það. Eg hef efni á því að selja engar bækur. Það eru forréttindi að hafa efni á því að þurfa ekki að gera út á mark- aðinn því markaðurinn er ólist- rænn. Hann er froðan sem fljót- ið safnar við víkur og hólma og hverfur meðan fljótið heldur áfram að renna. Eg hef fengið verðlaun og við- urkenningar sem ég hef þegið og hef tekið þátt í Norðurlanda- samkeppni af því að ég er með íslenska fánann á brjóstinu og það hefur mér alltaf fundist notalegt og mikilvægara en að vera þar með mynd af sjálfum mér. Eg tók því einnig fagnandi að vera settur í heiðurslauna- flokk Alþingis. Þegar ég sá að vinir mínir á vinstra væng treystu sér til að styðja mig þá þótti mér vænt um það og mat það. Verðlaun eru bara leikur. Mér finnst gott að hafa ekki efni á að taka þátt í því happdrætti. Hvað segir þú um þetta? Ertu á móti þessari skoðun minni?“ Ég er sammála því að verð- laun séu leikur en mér finnst þau vera skemmtilegur leikur. „Gott og vel, ég get vel tekið undir það, en þá verða menn að gera sér grein fyrir því að þau eru leikur og ekkert annað. En það er tilhneiging til að leggja alltof mikið upp úr þeim.“ Leitin að guði - Er guð til í þínum huga? „Við höfum leitað að guði eins og okkur er fært. Faðirinn sem Kristur boðaði er mér nægileg niðurstaða við spurningu sem aldrei verður svarað, að minnsta kosti ekki í þessu lífi. Meðan svo er læt ég mér Krist nægja. Eg hef ekki komist lengra. Ég er þeirrar skoðunar að Kristur sé spcnnistöð milli þess sem við getum ekki skilið og þess sem við þráum, að guð sé til og sé al- góður guð okkar allra. Þegar menn eru að fárast yfir jólunum og kaupæðinu finnst mér að þeir ættu fremur að hugsa um það, að jólin eru við- brögð við kærleika guðs og þess vegna mikilvæg. Þegar jólin nálgast finnst mér sem heimur- inn sé altekinn af þessum kær- leika. En ég veit líka að menn drepa náunga sinn á aðventu. „Mér er kunnugt um að margir hafa upplifað mig sem mikinn valda- mann og í sumum til- fellum hefur það bara verið mátulegt á þá. Ég tel mig miklu frekar hafa upplifað mig sem skotspón alls kyns óá- nægju og ímyndunar heldur en sem yfirmann og valdhrokamann í þjóðfélaginu.“ Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að vera mjög gagnrýnin á eigin trúarbrögð og ég er líka þeirrar skoðunar að það sé kirkj- unni til góðs að við séum óhrædd við að veita henni að- hald með þeim hætti að hún geti risiö upp og sé því alltaf ný. Ég vil nefna dæmi. Bandaríska blökkuskáldið Langston Hughes skrifaði eitt sinn smásögu um utangarðsmanninn Sergant, stóran og mikinn hlökkumann, sem átti sér hvergi skjól. Kvöld eitt leitaði Sergant að svefn- plássi en fann ekki. Þá kom hann að kirkju og ætlaði að fara inn en hún var lokuð. Hann réðst á kirkjudyrnar og reif þær upp. Lögreglumenn komu á vettfang og toguðu Sergant frá kirkjudvrunum. Hann náði taki á einum steininum sem bar kirkjuna uppi og svo fór að kirkj- an hrundi yfir mennina. Sergant, sem var heljarmenni, stóð upp úr rústunum, hristi af sér og gekk áfram. Þegar hann hafði gengið nokkurn spöl heyrði hann marr í snjónum við hliðina á sér. Hann leit við og sá þann sama Krist og hafði blasað við honum í kirkjunni. Kristur var kominn niður af krossinum og sagði við hann: „Já, Sergant, þetta þurfti til þess að ég kæm- ist af krossinum. I tvö þúsund ár „Ég lít á mig sem skrifandi mann sem hefur löngun til að upplifa með sínum hætti annað fólk og er aðdáandi mann- eskjulegrar kviku og góðmennsku."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.