Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 8
I -J s ILi'jJALÍrJÐ J LAjJÐJi'J U > LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 Ð^utr Þetta er uppáhalds I sálmabókinni er að finna mikinn fjölda fallegra sálma, sem sjaldan eða aldrei er fjallað um í fjöl- miðlum. Dagur hafði samband við hóp valin- kunns smekkfólks og innti það eftir hver væri uppáhaldssálmurinn þeirra eða hvaða sálm þau myndu velja sem fallegasta sálminn í sálmabók- inni. Ekki var óskað eftir því að fólk veldi jóla- sálm frekar en það vildi, allir sálmar voru með! Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tónskáld Ég leita stöðugt að Ijóðum til þess að semja við og ekki síst trúarlegum. Hér áður fyrr las ég gjarnan Þjóðlagasafn Bjarna Þorsteinssonar í þessum til- gangi en í seinni tíð - í sam- vinnu við Collegium musicum og Sumartónleika í Skálholti - hef ég einnig skoðað gömul handrit sem verið er að rann- saka og leita í að óbirtum lög- um og Ijóðum. Einhverra hluta vegna hallast ég að gömlum skáldskap þegar ég er í sálma- leit, má til dæmis nefna sálma sr. Einars Sigurðssonar í Eydöl- um sem ég hrífst auðveldlega af. Ég á mér marga uppáhalds- sálma en einn kom strax upp í hugann þegar þú minntist á þetta mál við mig, hann er eftir Húsafells-Bjarna og fj'rsta er- indið (af fjórtán) er svona: Gæzkuríkasti græðari minn, gefmér í hjartað andann þinn, kveik þar inn logandi Ijóma; skilningarvitin skörp gjör mín, skær svo ég kunni orðin þín læra, lesa og róma ó guð, ó guð, græð mig spilltan vegi afvilltan veraldar-ranna, Ijena mér aumum þitt Ijósið Ég las þetta fyrst fyrir u.þ.b. átta árum og það hitti mig beint í hjartastaö, ég held það hafi verið önnur línan sem hafði þessi áhrif á mig. Ég samdi strax laglínu við fyrstu sex Ijóðlínurnar en það var eitt- hvað í hljómferlinu sem ég vissi ekki hvernig ég átti að leysa svo ég lagði það til hliðar, en fyrir tveimur og hálfu ári fór ég að vinna í því aftur og þá gekk allt upp, ég kláraði það og ef ég man rétt færði ég Þor- gerði Ingólfsdóttur það að gjöf í tilefni af 30 ára starfsafmæli hennar með Kór Menntaskól- ans í Hamrahlíð. Bjarni Hjarðar deildarforseti Rekstardeildar Háskólans á Akureyri: Sálmur úr trúarlífinu hefur verið mér hjart- og hugfólginn frá barn- æsku. Hann Ijallar urn synd og náð sem höfundurinn Kolbeinn Tumason, goðorðsmaður á Víði- mýri í Skagafirði, d. 1208, hafði ríka ástæðu til að leiða hugann að. Margt er falið í stirðu formi og er hann sem flestir okkar elstu sálmar með sínu Iagi. Heyr, himna smiður, hvers skáldið hiður, komi mjiík til mín miskunnin þín. Þvt heit eg á þig, þií hefur skaptan mig, ég er þrællinn þinn þú ert Drottinn minn. Guð, heit eg á þig, að græðir mig, minnst, mildingur, mín mest þurfum þín. Ryðþú, röðla gramur, ríklyndur ogframur, liölds hverri sorg úr hjartaborg. Gæt, mildingur, mín, mest þurfum þín helst hverja stund á hölda grund. Set, meyjar mögitr, máls efni Jögur, öll er hjálp af þér, í hjarta mór. 152 •-tiSfUÍ), i.Min döllu ^Kk,,iin 20S " rtuit »*«•”" • ... \,v ■ i>..'.'' o». ísM’. >>>! '1% ii)9 ú»',; "U V"T.w'- "Ht: & msm °E blöðÖ| ‘WJc'ö , sk.6-. >í ! . bú,/iöUu°« "„Ua w ’’'b-1'ou Varta nijtr u , • r"a. bir ’™' "'iim PáU b; V> s.>>"' : * <5:;3>,rK.. ó»< N» . . n>" ,^<r V •UcJ"" .ii l"’i, \ itt.et*1'"' - jcí." v", \.o""'" ,,\>ft o" \,\c»>" • ÓVC’ ,c">' *.c »'>>>;••. 'ov.c'" ‘ ■ ■■ O'. >> "'c' 1 ,\ \,i'"cí' w* jiVffr W' "f'k,i> "'cf ■ ■ li ' 'yí Guðrún Ebba Ólafsdóttir formaður Félags grunnskólakennara Ég hef stundum velt því fyrir mér hver væri minn uppáhaklssálmur og hvaða sálm ég myndi t.d. vilja láta syngja þegar ég verð jörðuð. Ég þekld auðvitað eins og aðrir Islendingar marga sálma en fyrstu æviárin mín sótti ég sam- anlegt fleiri guðþjónustur en ég hef gert eftir að ég varð fullorðin. Ég fæddist í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum þar senr pabbi minn þjónaði mörgum kirkjum. Sálmurinn sem stendur upp úr í mínum huga er eftir Davíð Stef- ánsson og heitir „Ég kveiki á kert- um mínum". Sálmurinn er sung- inn á föstudaginn langa og kannski vegna sérstöðu dagsins er hann svona einstakur í mínum huga. Textinn er svo lýsandi að ég sé atburðinn fjTÍr augum mér. Og þó að atburðurinn sé í eðli sínu ekld fallegur, Kristur með kross- inn á Hausaskeljastað, þá er sálmurinn fallegur. Kannski höfð- ar hann til mín vegna orðanna „Ég villlist oft af vegi“. En ég vil þó fyrst og fremst gera lokaversið að mínu. (Fyrsta og síðasta vers eru hér að neðan.) Ég kveiki á kertum mínum yið krossins helga tré. I öllum sálmum sínum hinn seki beygir kné. Ég villtist oft afvegi. Ég vakti oft Qg bað. - Ntí hallar helgum degi á Hausaskeljastað. Égfell aðfótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínttm ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þinum ástareldi fá allir heimar Ijós. Sólveig K. Bergman fréttastjóri Skjás 1 Lokaversið í Passíusálmi 25 eftir Hallgrím Pétursson er án efa minn uppáhalds- sálmur. Ekki vegna þess að hann innihaldi svo háleitan boðskap, eða af því hægt er að ímynda sér að það sé bráðskemmtilegt að heyra smámælta fara með hann. Ætli ég hafi ekki ver- ið fimm ára þegar amma mín, María Helgadóttir, kenndi mér þennan sálm. Ég man ennþá hvað ég var montin þegar ég gat þulið hann upp eins og páfagauk- ur fyrir liana. Það var svo ekki fyrr en löngu seinna að ég uppgötvaði að þetta er snilldarlega vel samið. Son Guðs ertu með sanni, sonur Guðs,Jesú minn, son Gttðs, syndugum manrít sonar arf skenktir þinn, son Gttðs einn eingetinn. Syni Guðs syngi glaðttr sérhver lifandi maður heiður í hvert eitt sinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.