Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 23.12.2000, Blaðsíða 9
Inga Eydal söngkona og hjúkrunarfræðingur Þegar ég fór að hugsa um fegurstu sálmana |iá einhvern veginn leitaði hugurinn strax að jólasálmunum. 1 þeim er oft að finna mesta trúarhit- ann og kveðskapurinn ljómar af and- ríki og stemningu jólanna. Þannig er t.d. um sálminn sem mér kom fyrst í hug en það er sálmurinn ,,Gleð þig særða sál“ eftir Stefán frá Hvítadal. Þegar ég var í kór Barnaskóla Akur- eyrar var það hluti af jólastemning- unni að æfa jólasálma og syngja á elliheimilum hæjarins og eins sung- um við alltaf í fjölskyldumessu á annan í jólum í Akureyrarkirkju. Þar söng ég fyrst og hreifst af þessum sálmi en við sungum reyndar ekki lag Sigvalda Kaldalóns sem oftast er notað heldur afskaplega fallegt lag sem mig minnir að hafi verið eftir Birgi Helgason stjórnanda kórsins. Og ég held að ég gleymi aldrei hvað mér, barninu, fannst stórkostlegt að fá að vera uppi á kórloftinu í Akur- eyrarkirkju og fá að syngja þessi stór- kostlegu og máttugu orð þriggja síðustu erindanna. Flutl er orðsins orð, þagna hamarshögg. Yfir stormsins storð fellur Drottins dögg. Lægir vonsku vind, slekkur beiskju bál Teygar lífsins lind mannsins særða sál. Kveikt er ljós við Ijós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjömum stráð, engillfram hjáfer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. Guð er eiltf ást, engu hjarta’ er hætt. Rt'ltir eilifást, sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð sem gaf þakkið hjálp og hltf. Tæmt er húmsins haf, allt er Ijós og lif. Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður á Akureyri. Ég hef mikið uppáhald á sálminum „I dag er glatt í döprum hjörtum". Fyrir því liggja þær ástæður að þetta er ekki eiginlegt sálmalag heldur er þetta fallega lag fengið að láni úr Töfraflautu Mozarts. Einnig finnst mér fagnaðarboð- skapur jólanna og kristinnar trúar skýr og fagur í texta Valdemars Briem. I mínum huga er kristin trú trú gleðinnar, vonarinnar og Ijóss- ins. „Oss Drottins hirta kringum skín.“ Ekki minnst á jólum I dag er glatt i döprutn hjörtum, þvi Drottins Ijótna jól. / niðamyrlirum nætur svörtum upp náðar renuur sól. Er vetrar geisar stonnur striður, þá stendur hjá oss Jriðarengill blíður, og þegar Ijósið dagsins dvín, :,: oss Drottins hirta kringum skín. :,: Oss öllum tnikinn fögnuð flytu r sá friðarengill skær: Sá Guð, er hæst á himni situr, er hér á jörð oss nær. Sá Guð, er rxður himni háum, hann hvílir nú idýrastalli lágum, sá Guð, er öll á himins hnoss, :,: varð hold á jörð og Irýr með oss. :,: Ó, dýrð sé þér í hæstum hæðum, er hingað komst ájörð. A meðan liftr lífíæðum, þig lofar öll þín hjörð. Á meðan tungan tná sig hræra, á meðan hjartað nokkuð kann sig bæra, hvert andartak, hvert æðarslag :,: Guðs engla s)ngi dýrðarlag. :,: Björn Bjarnason menntamálaráðherra: I sálmabókinni segir, að höfundur þessa sálms sé þýskur og ókunnur, en Sigurbjörn Einars- son biskup hefur íslenskað sálminn og höfðar hann sterkt til mín í einfaldleika sínum og einlægri trú. Nefni ég hann, þegar beðið er með skömmum fyrirvara, að ég nefni mér hugleikinn sálm, því að hann kom mér fyrst í huga af mörgum fallegum. Jóla- og nýárssálm- ar vekja allir sterk hughrif og kveikja minning- ar um stundir með ástvinum, iífs og liðnum. Sömu sögu er að segja um skírnar- eða útfar- arsálma, en þessi sálmur, sem ég nefni hér, er mér skýr áminning um kjarna trúarinnar, traustið á Jesú og þar með hið fallegasta og besta, sem kristin trú boðar. Blómkrónur anga, brosa móti sólu, bamsaugað tæra þófegur skín. Blómið munfalla, brestur hvert auga, birtan þtn, Jesús, aldrei dvín. Bjartur er mátti, blitt skín sól í heiði, blikandi stjama er hýr að sjá. Sltærar þií lýsir, Ijós heimsins, Jesús, Ijómi Guðs dýrðar himnifrá. Fegurð og ptdi allt á hitnni ogjörðu einum þér hneigir og skin af þér. Hvert sein ég leita, hvað sem ég þrái, hjarta míns gimsteinn vertu mér. Dýrlegi Jesús, Drottinn allra heima, duftinu klæddur, Guðs einkason, þig vil ég elslza, einum þér fylgja, anda míns heilsa, lífog von. Hinzt þegar kallið kemur burt afheimi, kannastu við tnig og lýstu mér. Síðasta hugsun hjarta míns veri: hleilagi bróðir, dýrð sé þér. Fögttr er hliðin, frítt um völl og liaga, fagurt er vorið, sem lífgar allt. Jesús erfégri, hærri og hreinni, sem hjartað hfgar, snautt og luilt. Ólöf Kolbrún Haróardóttir óperusöngkona Það er ekki auðvelt að gera upp á milli þeirra sálma sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Lok jólaaðventu hefur þó óneitanlega áhrif á val mitt í dag og einnig það að um þessar mundir er ég mikið að syngja í tilefni jólanna og er þakldát fS’rir að fá að taka þátt í að skapa jólastemningu með fólki í hinum ýmsu hóp- um auk þess að verða vitni að yfirfullum tón- leikasölum þar sem gestir koma sérstaldega til að sækja sér jól í hjarta. I þvi sambandi hef ég sérstakt uppáhald á þýðingu Sigurðar Björns- sonar á jólasálminum O, helga nótt. Erindin tvö eru ein sterkasta lýsing á þeim tilfinningum sem hærast í mínu eigin hrjósti við nálægð jólanna. Það er lfka stórkostleg til- finning að fá að syngja svona texta fyrir fólk og verða um leið vitni að því hversu sterk áhrif hann hefur. Sálmurinn er f\rst og fremst lýsing á at- hurðum hinnar fyrstu jóianætur og því hvern- ig fæðing frelsarans og látlaus umgjörð henn- ar á að hvetja okkur til að sameinast í bæn um einhug og frið. O Helga nótt, þin stjarnan bliluir blíða þá barnið Jest'ts, fæddist hérájörð. I dauðamyrkntm daprar þjóðir striða uns Drottinn birtist sinni barnahjörð. Ntí glæstar vonir gleðja hrjáðar þjóðir því guðlegt ijós afháutn hitnni skín. Föllum á kné, nú fagna himins englar frá barnsins jötu, blessun streymir blitt og hljótt til þin, 0 nótt, ó helga nótt Ó heilaga nótt ! Vort trúarljós það veginn okkur visi hjá vöggu hans við stöiuium hrærð og klökk. Og kyrrlát stjama kvöldsins öllum lýsi, er koma vilja hér i bæn og þökk. Nií konungurinn Kristur Drottinn fæddist, hann lutllar oss i bróðurbæn til sín. Föllum á kné, nú fagna himins englar frá háum stalli, lífsins yndi ijóma fagurt skin, O nótt, ó helga nótt Ó heilaga nótt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.