Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 2

Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 HELGARPOTTURINN Pessa dagana er unnið hörðum höndum að 20 ára afmælisblaði Sportveiðiblaðsins, sem koma á út í maf. Blaðið verður 130 síður og verður ýmislegt skemmtilegt efni þar, m.a. við- töl við Pálma Gestsson leikara og Þórar- in Sigþórsson tannlækni. Þórarinn hefur ekki veitt fjölmiðli viðtal um veiðiskap, en þar verður rætt um maðk- og fluguveiði. Þórarinn hefur verið sá fengsælasti í fjölda ára í laxveið- inni. Sfðan verður hellingur af greinum um veiðiskap, hvort sem það er stang- eða skot- veiði. Aldrei hefur verið gefið út jafn stórt og fjölbreytt blað hérlendis um veiöiskap eins og afmælisblaðið verður. Þeir gömlu sykurmolar, Einar Örn Bene- diktsson og Sjón, hafa fengið það verðuga verkefni að sjá um nýjan íslenska vef, sem gerð- ur verður sérstaklega fyrir enskumælandi áhugamenn um skyndiferðir til hinnar svölu Reykjavíkur. Flugleiðir munu vilja verkefnið, og þeir félagar eiga að sjá um menníngarlegt inni- hald vefjarins, enda vel inni í stefnum og straum- um hjá svala liðinu. Einar Örn Benediktsson. Ýmsir hafa síðustu daga gerst liðsmenn Búkollu, sem er félag það sem stofnað hefur verið til stuðnings íslensku kúnni og berst gegn innflutningi úr hinum norskum systrum þeirra. Félagaskráin er birt í heild sinni á heimasíðu félagsins og meðal þeirra sem þar hafa sett nöfn sín eru þingmennirnir Drífa Hjartardóttir, Árni Johnsen, Sigríður Jóhannesdóttir og Þuríður Bachman. Einnig eru í Búkollu Atli Rúnar Halldórs- son blaðamaður, Baltsar Samper listmál- ari, Kristján Bersi Ólafsson fv. skólameist- ari og Matthías Bjarnason fv. ráðherra - auk fjölda bænda í öllum fjórðungum. Það vakti athygli gesta á Bessastöðum f gær þegar fslensku bókmenntaverólaunin voru afhent að Einar Már Guðmundsson rit- höfundur var þar fjarverandi, enda þótt bók hans, Draumar á jörðu, væri ein þeirra sem tilnefnd var til verðlaunanna í flokki fagur- bókmennta. Sem kunnugt er var það Gula húsið eftir Gyrði Elíasson sem fékk verð- launin. í helgarpottinum segja menn um þetta mál að þetta geri enn meira áberandi þá fjarlægð sem er milli íslensku bókmennta- verðlauanna og Einars Más, en á sínum tíma voru Englar alheimsins þar ekki einu sinni til- nefndir - enda þótt bókinni og höfundi hennar hafi í seinni tíð hlotn- ast meiri frami og virðing en öðrum íslenskum bókum Margt gesta var á Bautanum á Akureyri í fyrra- kvöld þegar staðurinn var opnaður að nýju eft- ir endurbætur innanstokks, sem þar hafa verið gerðar. Að þessu er mikill sómi fyrir eigendur staðarins, þá Hallgrím Arason og Stefán Gunnlaugsson. En þó svo staðurinn sé kom- inn í nýjan búning verður matseðillinn áfram með líku sniði, að minnsta kosti fram á vorið þegar staðurinn heldur upp á 30 ára afmæli sitt. Á seðlinum hafa einnig verið öll þessi ár réttir einsog til dæmis Bautasneið og Smiðju- borgari og verða áfram, því í hugum fólks eru þessir réttir og Akureyri eitt og hið sama. Forsætisráðherra vor kemur vfða við - að því er fréttir herma. Síðustu daga hefur hann verið á ferð f London í einkaerindum, en þegar hann kemur heim aftur til þess að stjórna „hinu bláfá- tæka riki," einsog hann komst sjálfur að orði í Bermúdaraeðunni frægu um árið verður hann meðal annars veislustjóri á árshátíð Stangveiði- félags Reykjavíkur, sem er um næstu helgi. Há- tíðin sú þykir einhver sú snobbaðasta sem hald- in er á landinu, en til þess aó létta andrúmsloft- ið búast menn við að Davíð segi sögur af fræg- um veiðiskap hans og Jón Steinars Gunn- laugssonar í Svartá í Húnaþingi, þangað sem þeir félagar fara ár hvert. Sú spurning sem Akureyringar hafa helst spurt sig að síðustu daga er hver verði arftaki Ósk- ars Þórs Halldórssonar, sem fréttamaður Stöðvar 2 nyrðra; en hann lætur af störfum um næstu mánaðamót, Enn hefur ekkert verið upp- lýst um málíð, en ýmsir telja þó ekki ólíklegt að Bjarni Hafþór Helgason verði fenginn aó nýju til starfans, eftir að hafa síðustu ár starfað sem _ málpípa íslandsbersanna. Bjarni Hafþór Helgason. Hafsteinn Hannesson og Sigrún Pétursdóttir i hlutverkum sínum I þættinum Tiðindalaust I kirkjugarðinum, sem gerður er eftir sam nefndri sögu Jónasar Árnasonar. mynd: þok Gamlar perlur á fjalimar Þættir úr meistarastykkjunum Manni og konu, Hart í bak og Dúfnaveislunni eru meðal þess sem eldri borgarar í leikfélaginu Snúði og Snældu færa upp og frumsýna á sunnudaginn 4. febrúar, í Ásgarði, Glæsibæ kl. 17.00. Sýningin heitir Gamlar perlur. Leikstjóri hjá Snúði og Snældu j>etta árið er Bjarni Ingvarsson. Hann lýsti sýningunni svo: „Við erum jiarna með fjóra mismunandi þætti fyrir hlé. Þrír jieirra eru brot úr stærri verkum en sá fjórði er leikgerð eftir sögunni Tíðindalaust í kirkjugarðinum eftir Jónas Árna- son. Hann fengum við hjá Banda- lagi íslenskra Ieikfélaga, hafði verið hluti af dagskrá sem einhversstaðar hafði verið sett upp um skáldið Jónas. Fimmti [iátturinn, Loksins ein er erlendur gamanleikur sem tvær úr leikfélaginu okkar þýddu. Þetta er því fruniflutningur á hon- um hér á landi.“ Einn þáttur á hverju sviði - Eru þetta alveg sjálfstæðir þættir eða spinnið þið þá eitthvað saman? „Þættirnir eru vissulega sjálf- stæðir í eðli sínu og þættirnir fjórir fyrir hlé eru leiknir á mismunandi stöðum í húsinu. Sýningin hefst á því að hver þáttur er uppstilltur á sínu sviði og svo eru kynnar sem labba á milli þeirra og kynna [>á fyr- irfratn. Þegar þeir hafa lokið sinni yfirferð byrjar fyrsti þáttur." - Þarf fóllt svo að horfa í aðra áit þegar annar þáttur byrjar? „Já, fólk þarf að horfa á svona þrjá vegu, þó ekki alveg í hálfhring. Þessir fjórir þættir fyrir hlé eru allir nánast í sauðalitunum. Bákgfunn- urinn er dökkur, húningarnir á þeim nótum líka og lýsingin svolítið baðstofuleg. Svo eftir hlé kveður við annan tón og uppstillingunni er breytt í salnum. Þá er leikið á upp- hækkuðu sviði fyrir enda salarins og |iar eru miklir litir og mikið ljós.“ - Fólh gengur semsagt eklii að sæt- inu sínu vísu efiir hlé. „Nei, Ásgarður er auðvitað ekki venjuleg Ieikhússbygging og því jiarf að beita ýmsum ráðum og hug- arflugi til að nýta húsnæðið sem best. Svo er alltaf spurning hvernig til tekst." Sumir að stíga sín fýrstu skref - Eru Gamlar perlur fjölmenn syn- ing? „Það eru um 20 manns sem taka þátt og flestir af þeim fara á svið. Sumir hafa leikið í öllum leikritum Snúðs og Snældu en þarna er líka fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á leiksviðinu þótt komið sé á átt- ræðisaldur." - Ertu með mikla öldunga þarna ’Tnndríborðs? . „Já, sumir eru kornnir fast að átt- ræðu. I raun má segja að það sé al- veg ótrúlegt að fólk á þessum aldri skuli geta lært allan þann texta sem ]iaö þarf að fara með þarna. Auðvit- að þarí það að hafa talsvert fyrir því en það er líka tilliúið að leggja mik- ið á sig. Þetta er í fjórða skipti scm ég leikstýri hjá þessu félagi og það kemur mér eiginlega alltaf jafn mik- ið á óvart hvað þetta gengur vel. Nú er fólk aðeins farið að stressast íýr- ir frumsýninguna en því fylgir h'ka ýmislegt gott.“ - Hvað er sýningin löng? „Hún er nákvæmlega einn og hálfur tími. Klukkutími fyrir hlé og hálftími eftir hlé. Þetta er fullgild leiksýning og við munum flytja hana tvisvar í viku á næstunni." GUN. MENN VIKUNNAR BAULAR! Það hefur lítið verið um afreksverk í.majuiheimuin í liðinni viku, en þeim mun meiri tíðindi af kúm. Hin þjóðlega Búkolla, sem haldið hefur lífi í íslands börn- um frá því á landnámsöld, hefur sloppið með skrekk- inn. Ekkert verður af því að hinir óþjóðlegu norsku fósturvísar verði í hana reknir. Það mun því áfram takast að halda íslensku kúnni jafn kynhreinni og hún var hér um árið þegar hún kom fyrst til landsins - frá Noregi! Búkollu hefur þannig tekist að varðveita hreinleika kynstofnsins betur en mannskepnunni og fær því þann heiður sem venjulega fellur í skaut manneskju - að verða maður vikunnar! Hið hreina kyn Búkollu er ekki lengur I hættu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.