Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 10

Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 10
LÍFIÐ í LANDINU ™ JBM LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 2001 Loftur á ættamóti á Ströndum i hitteð- fyrra. I baksýn er Grímsey á Stein- grímsfirði. Á læknisstofunni hjá pabba. Loftur með Margréti dóttur sína. Nýteg mynd af systkinunum. Margrét, Hildur, Magnús Steinn og Maria. Arið I95g, Læknakandídat- inn Loftur, iengst til hægri á mynd- inni, í hópi hjúkr- unarfræðinga. Næst honum stendur Hiin Gunnarsdóttir, sem varð eigin- kona hans Tekur við starfi og Loftur Magnússon hefur í ára- tugi rekið augnlæknastofu á Akureyri. Nú hefur hann dregið sig í hlé en Margrét dóttir hans tekið við starfi hans og stofu. Sitthvað fleira en augnlækn- ingarnar og skyldleikinn sam- einar þau. Alþekkt er að börn fylgi foreldrum sínum eftir í starfsvali og þar er læknastéttin engin undantekning. Þó má segja að Margrét Loftsdóttir á Akureyri geri gott betur en að fylgja þessari hefð, því hún valdi sér auglækningar sem sérgrein en á því sviði hefur faðir hennar, Loftur Magnússon, starfað um átatugaskeið. A síðasta ári tók Margrét við Iæknastofu föðurs síns f verslunarmiðstöðinni Kaupangi, en hann hefur nú Iátið af störfum sakir aldurs. Vandvirkur og umhyggjusamur „Mér sýnist Margrét standa sig nokkuð vel sem læknir. Það litla sem ég hef séð til starfa hennar og blaðað í skýrslum þá finnst mér hún taka hlutina föstum tök- um og skilgreina þá rétt,“ sagði Loftur, þegar blaðamaður settist niður með þeim feðginunum í vikunni. Margrét tekur í sama streng þegar hún er spurð um læknisverk föður síns, hann hafi verið og sé vandvirkur og umhyggjusamur. Þau at- riði skipti alltaf miklu máli í starfi læknis- ins ætli hann að ná árgangri og sinna sín- um sjúldingum vel. „Til augnlækna sækir fólk á öllum aldri," segir Margrét. „Ung börn vegna meðfæddra augngalla eða tileygðar, en þau eldri oft vegna sjónlagsgalla, oftast nærsýn. Síðan miðaldra fólk sem þarf að huga að lesgléraugum, en stærsti hópur- inn eru þó hinir öldruðu. Algeng er ský- myridun á augnsteini, sem er auðvelt að lækna með því að skipta um augnstein. Gláka er lúmskur sjúkdómur og mikil- yægt að að greina hann á byrjunastigi, því þá eru úrræðin sem læknar eiga mörg. Síðan er það svo að þrátt fyrir miklar framfarir í læknavísindunum á síðustu árum og áratugum er erfitt að fást við ellihrörnun í augnbotnum. Hún er al- gengasta orsök þess að fólk missir lessjón á efri árum. Þá getur sykursýki verið hættuleg sjón manna, sérstaklega ef sjúk- dómurinn byrjar snemma á ævinni." Hrappseyingur gerist læknir Loftur Magnússon er fæddur árið 1931 vestur í Dölum og er alinn þar upp, en einnig f Hrappsey á Breiðafirði og við Steingrímsljörð á Ströndum. Arið 1954 útskrifaðist Loftur frá Menntaskólanum á Akureyri og eftir það lá leið hans í læknadeild Háskóla Islands. Arið 1964 fór hann til Svíþjóðar f framhaldsnám í augnlækningum, en hann segir að góð kynni sín af Kristjáni Sveinssyni augn- lækni hafi ráðið nokkru um það val. Ytra bjó fjölskyldan til 1972, en þá var stefnan sett heim til Islands. „Það var sumarið 1971 á norrænu augnlæknaþingi sem þá var haldið hér á landi að ég hitti Gissur Pétursson, augnlækni á Akureyri. Þá komum við okkur saman um að ég kæmi hingað til Akureyrar honum til aðstoðar," segir Loftur. Þetta varð raunin og eftir þetta var vinna Lofts á Akureyri með þeim hætti að hann var í 75% starfi á eigin stofu en í 25% starfi við Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri. Þá fór hann regululega í lækn- ingaferðir á þéttbýlisstaði á Norðurlandi, var til að mynda alltaf eina viku ársfjórð- ungslega á Húsavík. Loftur lét af störfum við FSA sumarið 1998 þegar hann varð 67 ára og hætti svo rekstri stofu sinnar síðla árs 1999 - þó hann eigi reyndar enn húsnæði stofunnar og helstu Iækninga- tæki. A útmánuðum í fyrra tók Margrét dóttir hans við starfinu á stofunni og er starf hennar í líkum skorðum og í tíð föð- ur hennar. Læknislist er göfug iðja „Ég byijaði hér um það bil hálfu ári eftir að pabbi hætti, en það verður auðvitað að koma fram að móðir okkar er Hlín Gunn- arsdóttir hjúkrunarfræðingur," segir Mar- grét, sem er elst Ijögurra systkina. Hin eru Magnús Steinn, sem er ráðinn söngv- ari og leikari við Musikteatern f Malmö í Svíþjóð; þá Hildur, kvikmyndafræðingur og blaðamaður á Morgunblaðinu, og yngst er María, sem er grafískur hönnuð- ur á auglýsingastofunni Nonna og Manna í Reykjavík. „Systkini mín eru sem sagt öll f nokkuð skapandi störfum og list- greinunum, en ég í lækninum. Sem er þó vissulega upp að vissu marki listgrein, oft er talað um læknalist sem göfuga iðju.“ - Margrét lauk námi við Iæknadeild Há- skóla Islands og starfaði næstu árin þar á eftir við hinar ýmsu deildir sjúkrahúsa í Reykjavík. Kveðst með því hafa verið að leita eftir því hvaða sérgrein myndi henta sér best. Arið 1992 fór hún svo að vinna á augndeild Landakotsspítala og ílerigdist þar í þrjú ár. „A þeim tíma sá ég að augnlækningar væru nokkuð skemmtileg sérgrein og að þær ættu líklega nokkuð vel við mig. Ég ákvað því að velja þær, en var samt líka veik fyrir því að velja barnalækningar. Sjálfsagt hafði það áhrif að pabbi starfar við augnlækningar, en það réði samt sem áður engum úrslitum um val mitt og ég var engum þrýstingi beitt - hvorki af hon- um né öðrum,“ segir Margrét, sem fór utan til framhaldsnáms í Damörku árið 1996 og var þar í Iandi næstu fjögur árin. Var lengst af í Kaupmannahöfn, en einnig í Hróarskeldu og Næstved, sem er bær syðst á Sjálandi. Á augnlæknaþing um allan heim Utan vinnunnar eiga Loftur og Margrét sitthvað sameiginlegt, ekki síst áhuga á ferðalögum. „Ég hef mestan áhuga á ferðlögum hér innanlands, en áhugi Mar- grétar á þeim er takmarkaður ennþá. En ég trúi því að sá áhugi vakni síðar,“ segir Loftur. Nánar inntur eftir ferðum sínum segist hann hafa gengið með góðum fé- lögum víða um landið, helst Qarri alfara- vegum. Einnig á flest fjöll við Eyjaíjörð; til dæmis fjórtán sinnum á Kaldbak, oft- ast á skíðum. - Margrét hefur farið víða um erlendis og oft sameinað nytsemi og gaman í slíkum ferðum með þvf að fara á augnlæknaráðstefnur, sem eru haldnar á áhugaverðum stöðum. Má í þessu sam- bandi meðal annars nefna alþjóðlegt augnlæknaþing, sem haldið var í Toronto í Kanada fyrir fáum árum og þau feðginin sóttu saman. „Maður þarf á engan hátt að verða eft- irbátur kollega sinna þótt maður búi hér á Akureyri," segir Loftur - en það er sam- eiginleg skoðun þeirra Margrétar að öll þjálfun í starfinu byggist mikið á því að Iesa erlend fagtímarit, sækja augnlækna- þing reglulega og vera í góðu sambandi við kollegana bæði hér heima og heiman. Fyrst og síðast sé það þó samviskusemi í öllu starfi sem skipti máli eigi góður ár- angur að nást. -SBS. Margrét og Loftur á augnlæknisstofunni í Kaupangi á Akureyri, en Margrét er nú tekin við rekstri hennar afföður sínum, sem dregið hefur sig ! hlé sakir aldurs. Sá ég að augniækningar væru sérgrein sem ætti við mig. Sjálfsagt hafði pabbi áhrif, en hann beitti mig engum þrýstingi, segir Margrét m.a. hér i viðtaiinu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.