Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 11

Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 - 11 Ðufitir Hákon Már Örvarsson sem keppti fyrir íslands hönd í stóru matreiðslukeppninni í Lyon í Frakklandi og hreppti bronsið segir hér lesendum Dags frá ýmsum leyndarmálum í sam- bandi við réttina sem hann töfraði fram. „Eg fékk rúmlega tveggja kílóa barra og fimmtán kílóa lambsskrokk til að matreiða úr handa 12 manns og sú vinna mátti ekki taka meira en fimm klukkustundir og þrjá- tíu og fimm mínútur. Ég bafði afar góðan mann með mér, Friðgeir Inga Eiríksson matreiðslunema, enda hlaut hann önnur verðlaun aðstoðarmanna. Allt var gert frá grunni á staðnum og kostaði milda skipu- lagningu og hlaup. Þetta var nánast eins og íþróttakeppni." - Hvaða aðferðum beittuð þið svo? „Ég eldaði lambið á þrjá vegu og notaði í það hækilinn, hrygginn, frampartinn og brisið. Brisið er lítið þekkt hér heima en góðgæti í hugum margra erlendis. Það er með allt aðra og ljósari áferð en venjulegt Iambakjöt, afar meyrt og mjúkt.“ - Hvemig er það matreitt? „Það er verkáð á ákveðinn hátt. Fyrst skolað rosalega vel, soðið upp á því með vatni, salti og ediki og skolað mjög vel aftur. Síðan er það soðið í kryddsoði við vægan hita í 15-20 mínútur, látið kólna niður í soðinu og himnur hreins- aðar utan af pökkuð og soðin í 60 gráðu heitu vatni í einn og hálfan tfma. Þá verður kjötið jafnt soðið og meyrt, Síðan brúnuðum við rúll- una á pönnu og skárum niður. Eg rak mig á það þegar ég kom út að franska lambið er dálítið öðruvísi en það ís- lenska. Við megum sannarlega vera ánægð með okkar því íslenska kjötið er bæöi lit- fcgurra og meyrara. En þegar ég var búinn að átta mig á því hvernig ætti að elda það franska þá varð það virkilega gott." Vömbin gerði lukku - Si'o ertn með fmmlega meðhöndlun á hæklinum, segðu okkurfrá henni. „Þetta er mín útfærsla á íslensku kjöt- súpunni og ég bar þennan rétt fram í heilli lambsvömb sem setti mikinn svip á fatið. Hækilvöðvarnir eru bragðmesta kjötið af lambinu og voru í fomu máli kallaðir bisk- upseistu. Ég tók kjötið af beinunum og sauð í vatni með heilum gulrótum, rófum, sellerírót og lauk í stórum bitum - jafnmik- ið af grænmeti og kjöti. Utí þetta bjó ég til Fiskdiskurinn: Þar eru barri, humar og jarðsveppir í aðalhlutverkum. Með eru bornar kartöfiur með rjómasoðnum sveppum, steinselju, shallottlauk, hvítlauk, maukuðum tómat og basil ásamt krydduðu guirótamauki og sósu. það bera 30 Bronsið í höfn og ástæða til að brosa. mynd: karl b. úrvarsson Kjötréttafatið er meira en meter ÉÞ™/ og þurfti *°™ennjð meö þgð fram. inn i salinn til dómaranna 11 ^^nTTöZar slpmmíð á diska. Kúlan I því. Þetta skárum við niður í bita og þræddum upp á teina með forbökuðum, brasseruðum vöðva úrbógi, lökkuðum með • portvínsgljáa og panneruðum upp úr Croutons, sem eru stökkir brauðteningar. Þannig varð þetta mjög meyrt en stökkt að utan og með góðri sósu. Þess má geta að rétturinn var borinn fram í listavcrki úr silfri sem smíðað var af Akureyringnum Friðriki Frey Flosasyni." íslenskt já takk! - Jæja, næsti réttur takk! „Já, þá er það hryggurinn. Filleinu var rúllað utan um lundina, rúllan vacúm- sérstaka kryddblöndu úr kanilk negull, franskri kr\dd- blöndu, kórianderfræi, fersku. timjan, fersktu rósmarin og anísstjörnu. Kiyddið yar vafið í klút ogsoðið með. Eftir tveggja Urna suðu viö mjög'vægari bita á kjötið ari vera það nicyrt að mnður mer það sundur með höndunum og rótar- grænmétið er marið með galfli, ekkert of fint. Það er svitað. a ipönnu í smjöri með shallotflaúk og hvítlaÚK, fi'nt söxuðum. All- fir Vokvi -er að mestu látinn' gufa upp úr grænmetinu og soðið sem var í pottinum er soðið niður í kjarna þannig að úr því verði ’á-\. óí UU CHí ttigrtU dl. Síðan er öliu blandað saman, soð- inu, grænmetinu og kjötinu og blandan smökkuð til með salti og pipar. Þetta er sett inní vömbina sem búið er að hreinsá rnjög vef.og þerra og hnýtt mjög vel fyrir þannig að úr verðí hnöttur. Þessu næst er vömbin gufusoðin í 10-15 minútur. f tvöföldum potti, lökkuð upp og bökuð í ofni aðrar 10-15 mínútur. Þá er hún orðin gljáandi. Á miðju fatinu hvíldi umtelövv \ teá .R.m v\$»s ,\^(ViVo\|Aö,nvuti(\3 o.\(\v álveó rvrvc.n na ,vnrtfe varteu vWtrt .^vtn U\i hún í silfurbolla sem bnúturinn gekk ofan í og þegar farið var að skammta skar ég á hana og blöndunni var ausið á hvem disk.“ - Hvað með sósuna og meðlætið? „Sósan með kjötinu var löguð úr beinun- um úr skrokknum og með þessu bar ég kartöflur af þremur tegundum, hverri upp af annarri. Neðst voru kartöflur sem búið var að merja með gaffli og kóngasveppum, næst var kartöflumús með jarðsveppum og efst þunn kartöfluskífa, pressuð og ofnbök- uð. Einnig vorum við með Iang- tímaeldaðan tómat, fylltan með grænmeti, einkurn ætiþistlum og papriku, krydduðum með basil.“ íslensk hafmeyja - Pldssið í blaðinu er að þrengjast en hvernig fórstu með barrann? „Það var gríðarlcg vinna lögð í hann. Barrinn er mjög fallegur fiskur og mildls metinn erlendis og bragðið er þannig að það býður upp á marga möguleika í eldamennsku." - Þú ert með silfursmíð á fiskdiskin- um líka. „Já, þetta er íslcnsk hafmeyja. Litlir hreistraðir pottar sem sporðurinn stendur upp úr. Smíð Friðriks Frcys eins og lambið. I þeim er mjög góður réttur. Það er humar og barri sem ég eldaði saman í Extra Virgin ólífuolíu, sigtaði fiskinn frá olíunni og hrærði sundur með gallli, blandaði saman við hann nvjög fínt skorinni grænmetis- bliindu úr kúrbít, fennel, papriku, engi- fer, shallottlauk, chili, hvítlauk og ólífum. Þessi blanda gaf fína fyllingu og gott bragð. Þétta svitaði ég í potti, kryddaði með sjávarsalti og pipar og hellti sósu vfir úr freyðivíni, eggjarauðum og söltu smjöri og gljáði með gasbyssu. Annars er þetta allt nokkuð flókið og uppskriftirnar tækju heilt blað ef við birtum þær allar.“ GUN. launarétti Vömbog brís í verð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.