Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 8

Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 8
8 - LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 Vgfur Dekraðu við sjálfan þig Það væsir greinilega ekki um þessar dekrudu dömur og herra, sem hafa komið sér vei fyrir í hiéi milli baðs og nudds ísetustofu heiisuiindarinnar og gæða sér á gómsætum veigum. Það þykir alveg ómissandi að hafa eitthvert iekkert nesti meðferðis á dekurdegi, t.d. osta- eða grænmetisbakka og sumar heiisustofur bjóða upp á slíkar veitingar á staðnum. Myndin er tekin í heilsulindinni Abaco á Akureyri. Það þarf ekki að kosta mikið að láta dekra við sig. Að dekra við sjálfan sig á líkama og sál er eitthvað sem allir ættu þó að leyfa sér að gera af og til, það gerir engum neitt nema gott eitt. Sú var tíðin að talað var um það í frekar neikvæðri merkingu þegar einhver dekraði við einhvern og var þá gjarnan sagt um þann sem dekraður var að hann/hún væri dekurbarn eða dekurskjóða eða eitthvað annað í þá áttina. En tímarnir breytast og mennirnir með og í dag þykir ekkcrt tiltöku- mál að dekra við sjálfan sig og aðra. I re)Tid er nú svo komið að dekur er orðið svo sjálfsagt að margir hafa tekið upp á þeirri venju að halda sérstaka dekur- daga með reglulegu millihili. „Dekraðu við sjálfan þig", er setning sem her oft fyrir sjónir, ekki sýst í auglýsingum. En hvað er dekur? Dekurklúbbar Það er sjálfsagt mjög einstaklings- hundið hvað hverjum finnst vera dekur. Sumir segjast ætla að dekra við sjálfan sig með því að leyfa sér að eyða heilum degi í lestur góðra bóka. Enn aðrir dekra við sjálfan sig með því að fara í góðan göngutúr út í nátt- úruna, eða liggja í heitu baði við kertaljós. Að dekra við sjálfan sig snýst þó oftast um það að við- komandi láti eitthvað eftir sér, sem hann/hún er ekki vanur/vön að gera. Alltof algengt er að heyra fólk sem komið er á miðj- an aldur tala um að það hafi aldrei látið dekra við sig á heilsustofum, þó það hafi oft hugsað um það. Að dekra við sjálfan sig á líkama og sál er eitthvað sem allir ættu þó að leyfa sér að gera af og til, það gerir engum neitt nema gott eitt. Þess eru dæmi að stofnaðir hafi verið dekurklúbbar, þar sem konur og eða karlar, fara reglu- lega saman í minni eða stærri hópum á heilsuræktarstofur og eða -stöðvar og láti dekra við sig þar með ýmsum hætti. Einnig hefur það orðið æ vinsælla með- al hjóna, para, vinahópa, sauma- klúbba og vinnufélaga, að gera sér dagamun með þessum hætti óg gjafabréf að dekurdegi á heilsuræktarstofu eru vel þegnar tækifærisgjafir. Hægt er að láta dekra við sig með ýmsum hætti eins og fyrr segir og kennir ýmissa grasa í þeim efnum þegar skyggnst er inn í dekurlífið í landinu. -w Ómissandi að Ijúka vinnuvikunni á aekri Það er oft líf og fjör hjá körlunum á föstudagskvöldum á sólbaðsstofunni. Karlar kunna líka að dekra við sig eins og konur. Dekur í góðum fé- lagsskap á sólbaðsstof- um hefur notið mikilla vinsælda, bæði hjá kon- um og körlum. Hlátrasköllin berast alla leið fram í anddyri, þar sem ég bisast við að klæða mig úr skónum og ég hugsa með mér, hvað sé eiginlega í gangi. Ég er á leiðinni í ljós, en ég hringdi ekJ<i á undan mér til að panta tíma, kom bara við svona upp á von og óvon. I afgreiðsl- unni tekur á móti mér karlmaður og gott ef ég sé ekki bregða fyrir spurnarglampa í augunum á hon- um. Attu iausan tíma? spyr ég. Núna? spyr hann á móti. Já, segi ég og skil ekki alveg ákafann í spurningu hans. Því miður, segir þá afgreiðslumaðurinn, föstudag- ar eru fráteknir fyrir karlmenn, en má ekki bjóða þér tíma á morgun, laugardagar eru nefni- lega fráteknir fyrir konur. Rúntað milli gufú og potts Eg þáði ti'mann á laugardeginum, en forvitni mín var vakin og ég spurði afgreiðslumanninn spjör- unum úr um tilkomu þessa fyrir- komulags. Þetta geröist þara smátt og smátt, tjáði afgreiðslu- maðurinn mér, að karlar fóru að koma saman í hópum annars veg- ar og konur hins vegar. Það var því orðið ansi þröngt á þingi hér stundum, auk þess sem hér er aðeins ein gufa og ekkí allir tilbúnir að deila henni með hinu kyninu. Við fórum því að skipta tímunum í gufunni á milli karla og kvenna og þar með var kominn vísir að því sem orðið er í dag, að karlar eiga föstudaga fyrir sig og kon- ur laugardaga. En hvað eru menn og konur að gera heilu og hálfu dagana á sólbaðs- stofu? spurði ég. Nú„ það er auðvitað farið í Ijós, svo er það gufan og loks heiti potturinn. (Það skal tekið fram að heiti potturinn er staðsettur í hcil- mildu rými, þar sem eru bæði borð og stólar, auk þess sem stærðarinnar sjónvarpstæki hef- ur verið komið fý'rir upp á einum veggnum í hæfilegri fjarlægð). Svo er verið að rúnta á milli guf- unnar og pottsins með viðkomu í sturtunni á meðan spjallað er um daginn og veginn eins og konum og körlum er Iagið. Svo er aöstaðan við borðin líka vin- sæl, bæði til að kæla sig niður og eða gæða sér á nestinu sem gjarnan er haft meðferðis. Sungið í sturtu Já, þeir kunna svo sannalega að sníða þjónustuna að þörfum við- skiptavinanna á sólbaðsstofum eins og á öðrum heilsustofum. Svo er þetta frekar ódýrt dekur. Hann sagði mér líka afgreiðslu- maðurinn að mörgum þætti orðið ómissandi að ljúka vinnuvikunni á þennan máta. Ég vildi fá að vita hvort engum hefði dottið í hug að blanda hópunum saman, þ.e. konum og körlum svona af og til, til tilbreytingar. I lann sagði að vissulega hefði sú hugmynd kom- ið upp, en þegar upp var staðið, kom í Ijós að viðskiptavinirnir kunna betur við sig í þeirri stemmningu sem myndasl meðal þeirra kynsystra og -bræðra. Karl- ar vilja til dæmis geta hafið upp raust sína óhindrað í sturtunni og gera það óspart og það eru svo sannalcga elnilegar raddir sem berast manni til e)Tna úr sturtu- klefunum skal ég segja þér, segir afgreiðslumaðurinn að lokum og breytt bros færðist yfir andlitið á honum. -w ‘■6n>y/ 'i 'ðilídirirti no 't>l*jn?mr;>!fl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.