Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 4

Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 4
M EN N1N GARLÍFÐ \ 4 - LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 t Sniglaveislan Olaf Jóhann Olafsson Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson. Leikmynd og búningar: Elin Edda Árnadóttir Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Aðstoðarleikstjórn: Randver Þorláksson Leikendur: Gunnar Eyólfsson, Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Hrefna Hallgrímsdóttir. Samstarfssýning við Leikfélag íslands. Frumsýning: föstud. 02.02.kl.20.00 UPPSELT 2. sýning: laugard. 03.02.kl.20. UPPSELT 3. sýning: sunnud. 04.02.kl.16.00 örfá sæti laus Takmarkaður sýningafjöldi á Akureyri Kortasalan í fullum gangi! I f-l-'lluúiMni B i iliv.iu 1 linipjniliiÉíJirilfcnÉ.iiri ILEIKEÉLA6 AKUREYRAR f Miðasalan opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13:00- 17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Leikfélag Húsavíkur Fröken Nitouche í leikstjórn Sigurðar Hallmarssonar Laugardag 3. febrúar kl. 16.00. Miðasala í síma 464 1129 símsvari allan sólarhringinn I íslenska smiðju BÓKA- HILLAIM Elías Snæland Jónsson ritstjóri Þótt margt í lífí og starfi Richard Wagners hafí löngum verið umdeilt, fer ekki á milli mála að hann er eitt af frumlegustu tón- skáidum sögunn- ar. Hið mikla verk hans um Niflungahring- inn er í fjórum löngum hlutum (Rínargullið, Valkyrjan, Sieg- fried og Ragnarök) sem í heild sinni taka um fimmtán klukku- stundir í flutningi. I atburðarás og texta þessa mikla verks birt- ast hetjur og goð frá tímum nor- rænnar heiðni. Ahrif verksins hafa verið slík að víða um lönd hafa margir eina fróðleik sinn um þennan forna goðaheim úr Niflungahring Wagners. Þótt Wagner hafi skapað afar frumlegt meistaraverk hefur lengi verið ljóst að hann sækir fyrirmyndir sínar í fornar ritað- ar heimildir. Margir hafa gengið út frá því sem vísu að þar væru Niflungaljóðin þýsku helsta fyr- irmyndin, en Islendingar hafa fundið meiri skyldleika með ís- lenskum fornritum. Og nú hef- ur Árni Rjörnsson, þjóðhátta- fræðingur, skrifað stórmerkilega bók um Niflungahringinn og ís- lenskar fornbókmenntir þar sem hann sýnir fram á það með rækilegum samanburði hversu mikið Wagner studdist við ís- lensk rit við smíði þessa þrek- virkis. íslenskar uppsprettur Árni hendir á það á einum stað í bókinni að vinnubrögð Wagners við samningu texta Niflunga- Teikning af dauða Siegmunds í Valkyrjunni. R/chard Wagner: byggði mikið á íslenskum fornbókmenntum. hringsins hafi um margt verið svipuð og Halldórs Laxness við ritun Islandsklukkunnar. Eins og margir muna hefur ýmislegt verið skrifað um aðföng þeirrar merku bókar sem sýnir texta- uppsprettur í eldri ritum. Það dregur á engan hátt úr mikil- fengleik Islandsklukkunnar; sýnir einungis að Halldór leitaði víða fanga í skáldsögu sem á rætur í raunverulegum atburð- um og einstaklingum. I bókinni um Wagner og Völs- ungana fer Árni í gegnum texta Niflungahringsins lið fyrir lið og útskýrir hvað sé frá Wagner sjálfum komið og hvað úr forn- um heimildum svo sem Snorra Eddu eða Völsungasögu. Þetta er stórfróðleg samantekt sem nýtist jafnt unnendum Nifl- ungahringsins og áhugamönn- um um íslenskar fornbók- menntir. I heild fær lesandinn afar góða innsýn bæði í nor- ræna goðaheiminn og þá veröld sem Wagner skóp á þeim grun- ni. Þessi ítarlegi samanburður leiðir Árna til þeirrar niður- stöðu að af aðfengnum hug- myndum í efnisþræði, tilsvörum og umhverfislýsingum Nifl- ungahringsins sótti Wagner Iangflestar úr eddukvæðum, Snorra Eddu og Völsungasögu auk nokkurra atriða úr Þiðreks sögu og Niflungaljóðum. í meg- intexta bókarinnar færir hann rækilega sönnur á þessa niður- stöðu. Árni leggur réttilega áherslu á að með þessum samanburði er á engan hátt verið að draga úr af- reki þýska tón- skáldsins. „Ur þessum frum- gerðum smíðar Wagner sína eig- in vésögn, velur úr og lagar eftir eigin höfði svo að úr verður rökleg atburðarás og samhengi. Þessi úrvinnsla Wagners er óneit- anlega afar snjöll og ítrekað skal að hin aðfengnu minni eru ekki nema hluti af öll- um skáldskapn- um" (bls. 189). Það er margt annað f þessari ágætu bók en samanburðurinn á Niflungahringnum og íslensk- um bókmenntum fornum. Árni fjallar þannig um Wagner sjálf- an og hvernig og hvenær hann samdi þetta stærsta verk sitt, og setur það einnig í samhengi við merka atburði í Evrópu og á Is- landi á sama tíma. Hann lýsir því hvernig þýsk þjóðarvitund varð til og efldist og segir frá kynnum Þjóðverja af íslenskum fræðum. Þá rekur Árni í megin- atriðum hvernig Islendingar kynntust Wagner og verkum hans. I heild er þetta stórfróð- leg bók. Hún er líka aðgengileg í uppsetningu og vel mynd- skreytt. WAGNER OG VÖLSUNGAR. Höfundur: Árni Björnsson. Útgefandi: Mál og menning. Nútíma Robinson Crusoe KVIK- MYNDIR Cast Away Sambíóin, Borgarbíó Ak- ureyri. Leikstjóri: Ro- bert Zemeckis. Aðalhkutverk: Tom Hanks og Helen Hunt. Bandarísk, 2000 skrifar Samhíóin og Borgarbíó Akureyri hafa tekið til sýninga eina af vinsælustu mynd- um f Bandaríkjunum um þessar mundir, Cast Away, sem er þegar komin þar yfír 200 milljón doll- ara múrinn. Aðalhlutverkið er f höndum tvöfalds Oskarsverð- launahafa, Tom Hanks, sem fékk Golden Globe verðlaunin fyrir hlutverk sitt. Aðalkvenhlutverkið leikur annar Óskarsverðlauna- hafi, hin skemmtilega Helen Hunt. Leikstjóri myndarinnar er Ro- bert Zemeckis. Síðastliðið ár var gott fyrir Zemeckis. Hann leik- stýrði tveimur af vinsælustu myndum ársins. Auk Cast Away leikstýrði hann Michelle Pfeiffer og Harrison Ford í spennuþryll- inum What Lies Beneath síðast- liðið sumar. Cast Away fjallar um mann sem neyðist til að lifa á eyðieyju eftir að flugvél hans brotlendir. Myndin hefst á því að við kynn- umst póststarfsmanninum Chuck Nolan (Tom Hanks). Tom Hans í hlutverki Chuck. Hann lifir góðu lífi. Hann er ánægður í starfi sínu, sem felst í því að fljúga með hraðpóst á milli landa, á elskulega vini og fjöl- skyldu. Hápunktur lífs hans er samt sambandið við kærustuna, Kelly (Helen Hunt). Rétt áður en Chuck fer í venju- bundna vinnuferð gefur hann í skyn að hann vilji giftast Kelly er hann kemur til baka. Á leiðinni lendir flugvélin í miklum stormi og brotlendir. Chuck er sá eini sem lifir af en þegar hann hefur rannsakað umhverfið kemur í Ijós að hann er fastur á eyðieyju. Hann sættir sig fljótlega við hlut- skipti sitt vegna þess að hann trúir því að einhver muni finna hann. Robinson Crusoe Flestir þekkja söguþráð myndar- innar úr einni þekktustu skáld- sögu allra tíma, Robinson Crusoe eftir Daniel Defoe. Robinson Crusoe var ein fyrsta skáldsagan sem skrifuð var, og segir frá dvöl manns á eyju einni eftir að skip hans ferst. Vinskap- ur hans og Frjádags (Fridáy) er líklega minnisstæðasti hluti bók- arinnar. I Cast Áway er sagan færð í nútímann. Myndin byijar vel og samband Chuck við kærustuna og nánustu vini er fagmannlega gert. Flug- slysið er einnig sannfærandi. Fyrstu atriðin á eyjunni eru líka góð. Gott dæmi er þegar Chuck reynir að komast um borð í skip sem hann sér. Þá eru tilraunir hans við að kveikja fyrsta eldinn virkilega skemmtilegar. Þær eru hápunktur myndarinnar. Því miður eru skemmtilegu at- riðin of fá og flest í fyrri hlutan- um. Seinni hlutinn er verri og á stundum lítt áhugaverður. Myndin verður langdregin, enda mjög löng. Hugmyndirnar eru greinilega húnar er líður á mynd- ina og Chuck eyðir miklum tíma f að tala við sjálfan sig. í staðinn fírir að einblína á dvöl Chucks á evjunni hefði mátt leggja meiri áherslu á hver áhrif „dauði“ Chuck hafði á vini hans, sérstaklega Kelly. Áhorfandinn fær ekkert að vita um ástand hennar fyrr en í lokin. Hanks og Hunt Þar sem myndin gerist að miklu leyti á eyjunni, veltur mikið á Tom Hanks. Hanks stendur sig ágætlega, sérstaklega er hann kveikir sinn fyrsta eld og í atrið- unum fyrir flugslysið. Leikur hans versnar er líður á myndina en það er að hluta til vegna hug- myndaleysis handritsins. Helen Hunt er ágæt í hlutverki Kelly en hlutverk hennar mætti vera stærra. Samleikur hennar og Hanks er góður. Cast Away er á heildina litið ekki ekki eins góð og hún hefði getað orðið og húast hefði mátt við af þremur Óskarsverðlauna- höfum (Zemeckis, Hanks og Hunt). Hún er of langdregin og einhvern veginn býst maður við betri mynd frá fagmanni eins og Zemeckis. Samt efast ég ekki um að aðdáendur Hanks, og jafnvel Hunt, munu skemmta sér, en aðrir verða líklega fyrir nokkrum vonbrigðum og mun syfja er líður á myndina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.