Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 23

Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 23
\ V,UC- P. 3 r I^wr. LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 2001 - 23 íjj V«Bi / . 'hJDJjJ U j SKAKMDLAR UMSJÓN: HALLDOR B. HALLDÓRSSON Jón Viktor bestur! íslandsmeistarinn Jón Viktor Gunnarsson sigraði á Skák- þingi Reykjavíkur með 9 vinn- inga af Í 1 eftir hárða og spennandi keppni en Hafn- firðingurinn knái Sigurbjörn Björnsson fékk reyndar jafn marga vinninga og Jón en þar sem hann er „Gaflari" þá er Jón Viktor Revkjavíkurmeistari 2001. Jón Viktor byrjaði illa en eftir hana sagði hann ein- faldlega á góðri fslensku (ég ætla að bötta þetta mót) og ekki gekk það nú svo illa hjá stráknum. Sýnir þettá glöggt keppnisskapið sem að strákur- inn býr yfir. Sigurbjörn tefldi einnig mjög vel og sýndi það að Hafnfirðingar eru ekl<i alltaf jafn vitlausir og þeir líta út fyrir að vera! I þriðja sæti varð svo sjálfur forseti Heiðrúnar, Björn Þorfinnsson, með 8 vinninga en hann leiddi mótið framan af en eitthvað klikkaði úthaldið á endasprett- inum. Aðrir sýndu ekki nægiiegan stöðugleika til að halda sér í toppinum en það voru helst stigalægri skákmenn sem að komu á óvart og má þar nefna sigurvegarana í stigaflokkun- um þá Guðna Stefán Péturs- son og Dag Arngrímsson í undir 2000 stiga flokknum og Helga Hauksson í undirlóOO flokknum. Þess má til gamans geta að Guðni Stefán hækkaði um hvorki meira né minna en 11 6 stig á mótinu! Jón einn efstur! Segja má áð Skákþing Akur- eyrar fari jafnt af stað. því að aðeins einrí keppandi hefur sigraði í báðum skákum sínum í A-flokki til þessa en það er Jón Björgvinsson. Jón hefur teilt vel og hafa sigrar hans verið nokkuð öruggir. Með '1 'A vinning eru svo þeir Gylfi Þór- hallsson, Halldór Brynjar og Þór Valtýsson en skák þeirra Gylfa og Þórs er sú fjörugasta til þessa þótt hún sé kannski ekki sú best teflda! í B-flokki er Haukur Jónsson eini kepp- andinn sem hefur tvo vinninga en þeir Sveinbjöjrn Sigúrðssón og Eymundur Eymundsson hafa unnið einu skák;sína'éh< þeir eiga eftir að tcljá saman frestaða skák. I jórða.-aimférð fer fram á morgun, sunnudag, klukkan 2. Eftirfarandi staða kom upp í annari umferð á SÞA á þriðjudagskvöldið og hafði greinarhöfundur hvítt á Sigurð Eiríksson. Ég takli stöðu mína unna en fljótfærnin getur eyðilagt marga gleðina! 2,. ii a i. rp- £.. . & . . 0 ' - & ' a w iö W D\.cfa 23,D.a7? Df5! 24.Re6 Hxg2+ og jal’ntefli var samið enda þvingar svartur það auð- veldlega frarn með þráskák. FII\JA 06 FRÆGA FOLKIÐ Kennedyar horfa á Kennedya í vikunni lögðu þekktir bandarískir stjórnmála- menn dægurþras og póli- tík til hliðar og skelltu sér á bíó, Sama dag og Ed- ward Kennedy, öldungar- deildarþingmaður, gagn- rýndi George W Bush harðlega fyrir val sitt á innanríkisráðherra, fór þessi sami Édward með fjölmarga Ijölskvldumcð- limi sína, þar á meðal konu sína Victorfu, í huggulega heimsón í hvíta húsið - og er trúlega langt síðan slíkur flokkur gegn- heilla demókrata kom þangað í einu lagi í for- setatíð repúblikana! Tilefnið var að Kenn- edyarnir voru að koma að horfa á nýja mynd, „Þrett- án dagar“, sem fjallar um Kúbudeiluna 1962 en auk þeirra sáu myndina Bush sjálfur og nokkrir vina hans. Fréltir herma að sannkölluð bíóstemmning hafi verið í Hvíta húsinu, og hoðið hafi verið upp á pulsur, ham- borgara og súkkulaðibitakökur á meðan menn horfðu á myndina. 1 myndinni er Kúbudeilan dramatíseruð og Cevin Kostner í hlutveri sínu sem John F. Kennedy i myndinni „Þrettán dagar“. sjálfur Kevin Costner Ieikur John F. Kennedy, sem þá var forseti Bandaríkjanna og var í aðalhlutverki í deilunni sjálfri. En auk forsetans koma fleiri Kennedyar við sögu í myndinni, t.a.m. Róbert Kennedy, bróðir forsetans og hægri hönd. Það er almennt talið að aldrci hafi verið meiri hætta á kjarnorkustyrjöld en einmitt þegar Kúbudeilan stóð yfir. '4 BARNAHORNIÐ Teiknið eftir númerum Eí þú dregur línu eftir númerunum, i réttri röð, þá kerrtur í ljós af Éverju þessi mynd er. S.vo er náttúrulega tilyalið að lita myndina þeg- ar þú ert búíri(n)! - 34 .10 * ;•* ft «3 *>’• *4* * - '5 ‘,1 tr y «• tt. O, •5ö V) ‘Ht .34 • tt . & 5g. .51 ?ý./D 5S. .54 • ■ , 31. 30. •3S . .14 „ W W ‘TS . *. *3(. .. 'U , Sl . .40 Aðeins tveir alvea eins ífótt allar þessar glæSfegu endur virðist'í fljótu bfagði vera eins, þá eru þó bara tvær þeirra alveg eins. Getúr þú fundið hverjar það eru. Og svo. má auðvitað, eins og alltaf, lita fuglana á eftir hvern með sínum hætti! Brandarar „Mamma! Kennslukonan spurði mig í dag hvort ég ælti nokkur yngri systkini sem ekki væru byrj- uð í skóla.“ „Og hvað sagði hún þegar þú sagðist vera einkabarn?" „Hún sagði að það væri nú ósköp gott." Tvær vinkonur á tali: „Veistu hvað karlmenn og bjórflöskur eiga sameiginlegt?" „Nei, það veit ég ekki." „Hvoru tveggja er tómt frá hálsi og upp úr.“ STJORNUSPA Vatnsberinn Gefðu gaum að norskum kveð- skap. Aldrei er góð fósturvísa of oft kveðin. Fiskarnir Þú ferð á ókeypis námskeið hjá al- þjóðasamtökum haughúsaframleið- enda. Gott er að vera frændi Gústa Berg. Hrúturinn Ekki segja nokkrum manni frá símtalinu sem þú áttir í gær. Það lek- ur allt í blöðin þessa dagana. Nautið Þú sendir opið bréf til Hæstaréttar sem lokar því um- svifalaust á grund- velli 47. greinar leyndarlaga. Tvíburarnir ísraelsmenn kjósa Ariel Sharon. Þú kýst Sharon Sto- ne, en láttu frúna ekki vita. Krabbinn Það hleypur á snærið hjá þér um helgina og þér halda engin bönd þegar þú losnar úr viðjum vanans. Ljónið Öldurnar lægir í einkalífinu eftir hið óumflýjanlega uppgjör. Og ástin blómstar sem aldrei fyrr. Meyjan Kynlífið kemst í ■ samt lag eftir að þið fjárfestið í still- anlegum raf- . magnsrúmbotni frá Lostadún hf. Vogin Sumir fara seint í háttinn í kvöld. Og hafa ekki fótaferð aftur fyrr en á fimmtudag. Beð- málin blómstra. Sporðdrekinn Já, það eru vissu- Ie<ja stundum draumur að vera með dáta. En hef- urðu prófað skáta? Bogamaðurinn í dag er tími til að skapa. Að hika er sama og tapa. Þú minnir á hrapandi apa. Streingeitin Betra er að vera þolinmóður en laf- móður á eftir til- gangi lífsins. Lífið er látlaus bið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.