Dagur - 03.02.2001, Side 17
X^Mir
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 - 17
Þntugar keriingar
- og enn grúpp-píur
Andi fyrri hluta níunda
áratugarins svífur yfir
vötnum í söngleik
Verslunarskólans VAKE
ME OP before you go
go, sem frumsýndur
verður í næstu viku.
Þar munu lög Duran
Duran, Wham og
Europe hljóma með ís-
lenskum textum.
Blaðamaður Dags leit
inn á æfingu í Loft-
kastalanum.
„Mér finnst ferlega gaman að
sjá unglingana ganga um í föt-
um sem eru nauðalík þeim sem
maður gekk í sjálfur á þeirra
aldri. Þeim finnst þetta svo
fyndið og hállærislegt en ég er
að reyna að hanga í því að vera
stoltur af minni fortíð - það er
töluvert erfið barátta," segir
Gunnar Helgason, sem stýrir
stykkinu. „Eg get alltaf sagt
þegar afkáralegustu húningarn-
ir koma: „Svona átti ég“, „Bróð-
ir minn átti svona", eða „Þetta
þekki ég!““ Gunni kveðst vera
„Duran Duran bolti" og í VAKE
ME OP sé verið að flytja uppá-
haldstónlistina hans. „Maður
er í dálítið miklu nostalg-
íukasti," segir hann.
- Hefurðu haft yfir svona stór-
um hópi að ráða áður?
„Já, í fyrra hér hjá Versló.
Reyndar eru aðeins fleiri núna.
Það er ekkert mál. Krakkarnir
eru svo agaðir og jákvæðir og
það fleytir þeim ansi Iangt. Það
sem er erfiðast er að tíminn er
ansi naumur hér í Loftkastal-
anum. Við höfðum bara tvær
vikur til að koma öllu saman og
búningarnir eru ekki allir
komnir. Þetta er svolítið bratt."
- Þurfið þið að skrapa saman
fatnað úli um allau hæ eða haf-
ið þið aðgang að einhverju
safni?
„Það er bara verið að róta í
kistum og koffortum hjá vinum
og velunnurum og svo var aug-
lýst líka.“
- En þi'i ætlar að vera búinn
að pússla öllu saman eftir viku.
„Nei, ég ætia að vera búinn
að því á mánudaginn. Ég vil fá
fólk til að horfa á okkur á
þriðjudaginn, svo er gener-
alprufa á miðvikudaginn og
frumsýning á fimmtudag.“
Vill afstýra
skilnaði foreldranna
Þá vitum við það og næst er
formaður nemendamótsnefnd-
ar, Kári Gauti Guðlaugsson,
tekinn tali. Hann segir nefnd-
ina hafa byrjað í mars á síðasta
ári á því að ráða til sín fagfólk.
Hallgrímur Helgason bafi orðið
fyrir valinu sem handritshöf-
undur því textarnir sem hann
þýddi fyrir skólann í fyrra hafi
verið svo góðir. Gunnar bróðir
Æsa að svæfa Tomma. í hlutverkunum eru Védís Hervör Árnadóttir og Þorvaldur Davíö Kristjánsson en þau leika tvö af fimm
aðalhlutverkum i VAKE ME OP before you go go. Það skal tekið fram að á myndinni eru þau ekki komin í réttu búning-
ana. myndir: hari
hans hafi líka staðið sig vel
sem leikstjóri í fyrra og Jón
Olafsson hafi fyrir löngu áunn-
ið sér traust sem tónlistarstjóri.
Svo hafi Guðfinna Björnsdótt-
ir, systir hinnar landsfrægu
Selmu, valist sem dansahöf-
undur með hælileikana í gen-
unum og Sigurður Kaiser sem
útlits-og ljósastjóri enda með
reynslu í faginu. En út á hvað
skyldi sýningin ganga? „Sögu-
þráðurinn fjallar um hann
Tomma, sem fer aftur í tímann
til að afstýra því að foreldrar
hans skilji. Þá er hann kominn
inn í þetta '80-’85 tímabil og
kynnist allskonar fólki. Það eru
heilmiklir íítusar kring um það
og tónlist og dans cr drjúgur
hluti af sýningunni."
Kári lýsir vinnuferlinu svo:
„Fyrst bjó Jón til lista yfir ein
130 lög frá þessum árum og úr
þeim voru valin einhver 20 eða
„Þetta gengur mjög vel í krakkana, þeir eru fljót/r að ná hlutunum og leggja sig
100% fram, “ segir Guðfinna Björns, dansahöfundur, sem hér er ásamt Gunnari
Helga leikstjóra að leggja fólkinu lífsreglur
Herdís Hervör syngur Save a prayer, sem á íslensku hljómar:
svo. Svo bjó Hailgrímur til
handritið og tiltók bara hvernig
lag ætti að spila á hverjum
stað; „hér á að vera fjörugt
lag“, „hér á að vera rólegt lag“
og síðan var þessu pússlað
saman"
- Geturðu nefnt eitthvað að
frægum lögum sem verða tekin?
„Þetta eru allt þekkt lög frá
Duran Duran, Wham, Steve
Wonder, Europe og fleirum.
Við erum komin með eitt lag í
útvarpið. Út á lífið, heitir það.
Svo kemur út diskur í næstu
viku með 10 lögum úr sýning-
unni, sem tekin eru upp með
hljómsveit í stúdíói."
Kári segir flesta krakkana í
aðalhlutverkunum hafa áður
tekið þátt í Verslósýningum.
Milli 20 og 30 manns fari á
svið í VAKE ME OP, en í heild-
ina séu - þa& l-30-f40-mattn9
sem komi að verkefninu. „Allar
nefndir innan skólans eru
virkjaðar með einhverjum hætti
enda erum við mjög stolt af
sýningunum okkar," segir
hann.
Braketískan
frábær
Guðfinna Björnsdóttir fékk það
hlutverk að búa til dansana í
verkið. „Ég var líka með það
verkefni f fyrra en áður höfðu
systur mínar séð um það í
mörg ár og ég fylgst með. Þetta
er mikil vinna en ■ ótrúlega
skemmtileg. Við byrjuðum í
september að taka yfir 100
manns í prufur í dansi og úr
þeim hópi voru 16 valdir. Það
var erfitt því það eru rosalega
margir hæfileikaríkir krakkar í
þessum skóla. Þetta var auðvit-
að bara „happa og glappa" að-
ferð en þeir komust inn sem
voru í bestu formi þennan dag.
Margir þeirra sem urðu fyrir
valinu voru í sýningunni í fyrra
en við tókum líka inn nýtt fólk.
Það verður alltaf að vera ein-
hver endurnýjun. Ég hefði
gjarnan viljað vera með 30
dansara en það er bara, því
miður, ekki pláss.“
Guðfinnu þykir tímabilið
skemmtilegt sem verið er að
minnast, lögin hress og brake
tískan frábær. „Þetta gengur
líka mjög vel í krakkana, þeir
eru fljótir að ná hlutunum og
leggja sig 100% fram. Mér
finnst þeir rosa duglegir, þeir
vinna dag og nótt.“
Algerar skellur
Þegar litið er yfir sviðið sést að
töfrateningurinn lilglaði scm
oft bar fyrir augu upp úr ‘80 er
notaður sem leiktjald, ýmist
heill eða skiptur og býður upp
á marga möguleika. Hann er
hugmynd Sigurðar Kaiser, sem
er í óða önn að koma ljósunum
á rétt ról. En þarna eru tvær
yngismeyjar kátar, María Þórð-
ardóttir og Lydía Grétarsdóttir.
Hvaða hlutverki skyldu þær
gegna í hinu stóra stykki?
„Við erum grúpppíur og heit-
um Jódís og Glódís. Við erum
algerar skellur, hlæjum og fífl-
umst svo mikið á sviðinu að við
erum farnar að láta svoleiðis
allsstaðar."
- Nú eruð þið að festast í
grúpppíurullunum? Þá líst mér
nú ekki á þið fáið bankastjóra-
stöður í framtíðinni.
„Það væri verra. En það er
búið að vera ótrúlega gaman að
taka þátt í þessu. Við erurn
báðar að leika, svo er önnur
líka að dansa og hin að syngja."
- / hvernig búningum verðið
þið?
„Við verðum í ógeðslega
flottum vatteruðum gulljökkum
með axlapúðum. Svo verðum
við í hjólabuxum og örugglega
einhverjum kjólum. Við lend-
um reyndar í einhverjum bún-
ingaskiptum."
„Já, við verðum nefnilega þrí-
tugar kerlingar í lokin - og enn-
þá grúpppíur.... en nú hjá sin-
fónúmni!" ----1---CLIN.