Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 12

Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 12
Ð^ur LÍF OG STÍLL 12 - LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 Og frúin hlær í betri bil. myndir: brink Útvarpið virkar vei. Allt í botn og geisladisk i græjurnar. En með hvaða hljómsveit? Bílinninn er rúmgóður - til dæmis fínt pláss fyrir barnastól. Ef út I það fer. þús. kr. verða vaxtagjöld og annar kostnaður af því á sjö ára tímabili tæplega 800 þús. kr. Það er því auðsætt að dýrt er að eiga og kaupa draumabíl - ekki síst fyrir unga námsmenn. Ef bflinn fer í gang... „Við erum hvorugt með bíla- dellu, erum frekar áhugafólk um íþróttir," segir Atli Viðar, sem er á kafi í fótbolta og Eva í handboltanum. „Margir strákar á mínum aldri eru hinsvegar al- veg helteknir af bíladellu og vita hina ótrúlegustu hluti um bíla. Eg er hinsvegar alveg blankur að þessu ieyti, mér dugar ef minn bíll fer í gang - ef ekki þá fer ég með hann á verkstæði." Að sögn Pálma Björnssonar, sölumanns nýrra bíla hjá Höldi hf. á Akureyri, er mikið urn að ungt fólk sé að kaupa sér bíla, spánýja úr kassanum. Og af þeim bílum sem Höldur selur, það er frá Heklu hf., hafa VW Golf og VW Polo notið mestra vinsælda að undanförnu. „Það hefur ekki verið mikið mál fyrir krakkana að fjárfesta í bílum, en það má vera að þetta breyt- ist ef Iánareglur verða hertar,“ segir Pálmi, sem segir evrópska bíla hafa verið að sækja á þá japönsku í vinsældum á undan- förnum árum eftir forystu hinna japönsku á síðstu árum. Það er meðal annars vegna verðsins - sem nú er orðið mun jafnara en áður var. -SBS. © Dagdraumar um eftir- iætisbílinn rættust. í klukkutíma. Bílinn er auðvelt að kaupa, en dýrt og ef til vill erfitt að borga. Golf er vinsæll meðal ungra ökumanna. Þau eru eitt ílottasta parið á Akureyri og þurfa því að eiga flottan bíl. Eitthvað sem hæfir þeim. Auraráðin leyfa slíkt þó ekki og þá gildir að hugsa af skynscmi og í samræmi við það sem buddan býður. En slær nokkur á móti óskastund í einn klukkutíma og því að fá að taka í bíl dagdraumanna, setjast undir stýri og ímynda sér að bílinn væri sinn. Kíkt í skottið. Vann vel og þýður í akstri Þau Eva Þórunn Vignisdóttir og Atli Viðar Björnsson eru bæði nemendur við Verk- menntaskólann á Akureyri. Að- spurð voru þau ekki í vafa um að VW Golf væri draumabílinn sinn og að þau myndu fjárfesta í slíkri skruggukerru ef fjárráð- in leyfðu. Að eignast götujeppa að hætti bankastjóra eða kvóta- kónga eru allra stærstu draum- arnir í bílamálunum, og ólík- legt að þeir rætist á allra næstu árum. „Eg hef einu sinni áður tekið í Golf, það var á leiðinni utan frá Dalvík og hingað inn á Ak- ureyri. Mér fannst bílinn vinna afskaplega vel á þessari leið og vera þýður í akstri. Nei, ég var ekkert að gefa í - hélt mig bara á lögbundnum hraða og var í kringum hundraðið þótt það væri leikandi hægt að koma honum enn hraðar," segir Atli Viðar. - Eva segist sömuleiðist hafa heillast af Golfinum þegar hún sat í með Atla í nefndri ökuferð. „Það er gott að vera farþegi í svona bíl," segir hún. Dýrt að kaupa draumabflinn Skötuhjúin ungu eiga í dag bíl af gerðinni Nissan Almera, ár- gerð 1997, sem þau keyptu í september á sl. ári á 900 þús. kr. „Þessi bíll dugar okkur ágætlega og við komumst allra okkar ferða á honum. En það má vel vera að við kaupum okkur eitthvað flottari bíl þegar við höfum lokið stúdentspróf- inu í vor. Við erum að flytja suður og ætlum að vinna þar í einhvern tíma,“ segir Eva. Þegar skóla lýkur, vinnan tekur við og auraráðin rýmka er raunar ekki svo óyfirstíganlegt að kaupa draumabílinn. VW Golf einsog þau Eva og Atli skoðuðu hjá Höldi hf. á Akureyri í vikunni kostar 1.635 þús. kr., en einsog gerist í bílaviðskiptum í dag eru greiðslukjörin afskap- lega sveigjanleg og lánamögu- leikar margir. Hægt er til dæm- is með lánum tryggingafélag- anna að fá allt að 70 til 75% kaupverðs lánuð út til sjö ára, sem gerir þá að mánaðarleg greiðsla af láninu er að jafnaði um 25 þús. kr. Utborgun í upp- hafi þyrfti að vera um 400 þús. kr, en á móti fengist lán uppá 1.235 þús. kr. Því má svo bæta við að sé kaupverð bfls tekið að láni hjá tryggingafélögunum er skilyrt að þeir séu kaskótryggðir, og þau iðgjöld eru árlega um 80 þús. kr. Annað sem ber að taka með í reikninginn er vaxta- prósenta, sem er nær 15% og sé tekið lán uppá röskar 1.200 Vélin í bílnum er innpökkuð, en er engu að síður dúndur kraftmikil. Og sé stigið þétt á bensíngjöfina skilar VW Golf bílnum í snarheitum frá reit A yfir á reit B. í klukkutíma

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.