Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 5

Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 - 5 Hugmyndirnar þuita að virka „Um listina“ er yfirskrift sýningar Hlyns Helga- sonar myndlistarmanns, sem hann opnar í Lista- safni ASÍ við Freyjugötu klukkan tvö í dag. Sýn- ingin er í þremur hlutum og í hverjum hluta er Ijósi varpað á listina í lífi samtímans. „Já, hugmyndin að sýningunni var að íhuga stöðu listarinnar í dag,“ segir Hlynur. „Það er í sjálfu sér ekki svo mikið félagslegt við- fangsefni, þó sum verkanna séu félagsleg Iíka. Og listin er auðvit- að félagsleg í eðli sínu. Reyndar eru verkin allt að fjögurra ára gömul. Þetta hefur verið lengi að gerjast." Hlynur notar margvíslega miðla í list sinni, málverk, Ijósmyndir, myndhönd, hljóðupptökur og vef- inn. ,Já, mér finnst að maður eigi að tjá sig á fjölbreyttan hátt. Láta tjáninguna mótast af hugmynd- inni en ekki gefa sér fyrirfram tjáningarmöguleikana." - Þannig að þú notar bara það sem þér dettur í hug? „Já, alla miðla sem mér finnast skemmtilegir. Maður verður að hafa gaman af þessu líka.“ Mvndin á bakvið yfirborðið I Asmundarsal sýnir Hlynur svo- nefnd ferlismálverk, þar sem áherslan er lögð á sjálfa athöfnina „að mála málverk" en ekki á áferðarfallegt yfirborð sem hylur vinnuna að baki. „Þau eru máluð eftir ákveðnu kerfi, þannig að pensillinn rennur alltaf þvert yfir flötinn, það eru engar pensilstrokur aðrar en þær sem kerfið segir til um. Svo eru þetta þunnir litir sem mynda lag- skiptingu og staflast hvetjir ofan á aðra þannig að þú sérð sögu mál- verksins. En þar með dettur sjálft yfirborð málverksins út, því þetta eru bara gegnsæ lög og yfirborðið er ekkert annað en samnefnari af öllum lögunum. Venjulega er endanlega niðurstaðan sú að vinnan á bak við yfirborðið er hulin.“ - Skipuleggurðu þá fyrirfram hvemig þií ætlar að gera hvert verk? „Reglan er bara sú að ég nota jafn mikið af lit í hverja blöndu, og síðan gerist þetta á löngum tíma. Eg mála eina umferð í einu á gólfinu, læt hana þorna, svo nokkrum dögum seinna gríp ég í það, tek aðra liti, og útkoman ræðst af þessari reglu. En útkom- an verður samt að vera falleg eða aðlaðandi þannig að fólk nenni að skoða það sem er á bak við.“ Málverk án teikningar - En geturðu þá nokkru ráðið um útkomuna þegar þú fy'lgir þessum ákveðnu regluin? „Jú, ég hef ákveðið val. Ég vel hvaða liti ég nota hverju sinni og hvaða leið ég ætla að fara yfir flötinn í það og það skiptið. Og ég vel auðvitað hvenær ég hætti. En ég get ekki teiknað í málverkið. Flest málverk eru teikning líka, menn eru að teikna með penslin- um. Þessi málverk eru algjörlega án teikningar." - Hvað segir þetta um lislina? „Þetta er í sjálfu sér bara listin og lffið, listin er lífið. Listin er þörf til þess að gera eitthvað, og með því að skrásetja þá aðgerð finnst mér það segja eitthvað um listina sjálfa. Þessa hvöt sem ligg- ur þarna að baki.“ Eitt af því sem kemur sterkt fram í þessum málverkum er lík- ingin við minnið. „Maður málar lag, og annað ofan á og svo sífellt fleiri. Lögin eru áfram til staðar en þau verða alltaf örlítið huldari af næsta lagi sem kemur yfir. Svo hverfur eitthvað alveg, og verður óskýrt með tímanum." Lýöræðislegur skúlptúr I grylju safnsins er sýning á „lýð- ræðislegum ljósmynda- og hljóðskúlptúr" sem heitir Stöpull og Qallar um lítinn stöpul sem lengi hefur staðið ónotaður áð baki listasafnsins. „Þetta verk er svolítið í sam- hengi við önnur verk sem ég hef verið að gera undanfarið,“ segir Hlynur. „Þá hef ég verið að búa til verk úr skoðunum almennings. Ég gerði til dæmis verk á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar, sem var veflistaverk. Ég talaði \dð íbúa við hornið og spurði þá um álit þeirra á að búa á þessum stað. Þetta voru vídeó tekin úr stigaganginum, þannig að það sást fordyri fólksins, og svo fylgdi hljóðið sem var stutt brot af því sem fólk sagði um það hvernig væri að búa á þessum stað. Annað verk gerði ég á Hlemmi síðastliðið sumar. Þá talaði ég við forstjóra eða forstöðumenn stofn- ana í kring og bað þá að segja mér hvað þeim fyndist um þróun mannlífs á Hlemmi. Úr þessu bjó ég til textahringi sem ég málaði á stéttina og síðan var hægt á vefn- um að fá mynd af fólkinu og raddir þar sem það sagði frá,“ segir Hlynur. „Þetta hér er líka staðbundið verk. Þessi stöpull er leifar frá því Ásmundur og kona hans voru hérna, en hann hefur ekki verið notaður lengi og stendur bara þarna eins og gamalt minjamerki liggur við, er næstum orðinn það eftir allan þennan tíma. Ég tók myndir af sjónarhorni fólks í ná- grenninu af stöplinum og bað það um að segja mér hvað það vildi gera við þennan stöpul. Þannig að fólkið er í raun og veru með orðum að búa til skúlptúr um stöpulinn. Ég skapa umgjörðina en fólkið skapar innihaldið. Og svo í þriðja lagi er ég með myndir sem teknar eru úr sömu átt en nær stöplinum þannig að hann sést, því á mörgum myndanna sér maður ekki stöpulinn," segir Hlynur. „Ég vildi líka fá fólkið inn í þetta hús, tengja þetta fólk inn í safnið. Margt af þvf hefur ekki komið inn í þetta hús árum sam- an.“ Miklabraut og Ondólfsstaðir Þriðji hluti sýningarinnar er sýnd- ur í tveimur sjónvarpstækjum. „Já, ég er með tvö vídeóverk í herbergi þar sem eru sýnd mál- verk eftir Kristján Davíðsson. I öðru verkinu er mynd í miðramma sem teldn var þegar keyrt er frá Artúnshöfða eftir Miklubraut út á Granda. Hljóðið er bara tónlistin sem var í útvarp- inu á þeim tíma sem ég var að taka myndina. Bak við þetta eru klipptar senur sem teknar eru á táknrænum stöðum í borginni, byggingum og ýmsu sem bregður íyrir. Þetta er svona mynd í mynd, myndirnar koma á bak við miðrammann þar sem ferðin eftir Miklubrautinni sést. Þetta er því ferð í eina átt en síðan skjóta ýmsar hugsanir upp kollinum á bak við. Hitt vídeóið er mynd sem tekin var á Norðurlandi, í eldhús- inu á Öndólfsstöðum og þar er allt mjög einfalt. Miðmyndin er tekin út um gluggann af um- hverfinu þar. A bak við er svo mynd sem tekin er af ferðalagi í tólf mínútur hringinn í kringum herbergið sem er gamalt lúið eld- hús. Þarna er því öðru vísi sýn á Iífið, þessi rólegi tími meðan hitt er í eilífri spennu.“ Hversdagsleikinn í öðru Ijosi - Listin xnrðist ganga mikið út á það núna aðfá hugm)nidir, ferskar hugmyndir, koma með öðru xrisi sýn á alls konar hluti. „Já, hún gerir það dálítið. Að fá örlítið að hræra í hlutunum, sýna þá frá öðru sjónarhorni. Hluti sem eru kannski hversdagslegir í eðli sínu. Aðeins að upphcfja þá getum við sagt. En hara aðeins, ekki mikið.“ - Halda þessum hversdagsleika um leið? „Já, halda tengingunni við það sem við könnumst við sem hvers- dagslíf. Ég held að það sé voða- lega mikilvægt að listin verði aldrei of Ijarlæg. Jafnvel þótt hún komi með þessar hugmyndir sem fólki finnast fjarlægar, þá verður þetta alltaf að vera lagskipt. Auð- vitað þarf að hafa djúpar hug- myndir því annars er hún ekkert nema yfirborðið, en eins og mál- verkið þarf að vera lagskipt þá þarf listin að vera líka aðlaðandi á einhvern hátt þannig að fólk hafi einhverja ástæðu til þess að setja sig inn í þessar hugmyndir. Hún þarf að vera á mörgum plönum til þess að virka. Og það er kannski galdurinn við þetta. Það er ekkert mál að gera flott yfirborð, en spurningin er hvernig hefur það einhver áhrif. Og svo er á hinn bóginn ekkert mál að gera list sem er gífurlega útpæld og hrika- lega flókin en enginn skilur neitt í neinu. Þetta eru kannski frábærar hugmyndir, en það fer alltaf í taugarnar á mér þegar fólk er að gera listaverk sem er bara fyrir listamenn, sem fólk tengir sig ekk- ert við. Þótt það geti verið mjög góðar hugmyndir sem slíkar.'1 - En fólk þarf þá að hafa ein- lxvem aðgang að hugmyndunum. „Já, vissulega, en samt sem áður, hugmyndin er sú að gera þetta samt. Fólk kemur inn á sýn- ingu og sér fyrst yfirborðið, en svo rýnir það nær og þá þarf að vera eitthvað sem vekur áhuga. Svo verður fólk auðvitað að vera með einhvern bakgrunn, hafa eitthvað til að byggja á. Þetta er svipað og í bókmenntum, fólk leggur ekkert beint í Laxness. Þú getur auðvit- að reynt það, en þá þarftu að leggja miklu meiri vinnu í það.“ -c;b

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.