Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 9

Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 9
 LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 2001 -9 Endurfæðing í nýjum líkarna DEKURLÍFIÐ í LANDINU Eftir sex tíma dekur er tilfinn- ingin eins og að vera endur- fæddur í nýjum líkama. Hafi einhver sem aldrei hefur stigið fæti inn á heilsustofu fengið gjafabréf upp á sex tíma í dekri í tækifærisgjöf á slíka stofu, ætti sá hinn sami ekki þurfa að kvíða því að fara, sökum þess að viðkom- andi haldi að hann/hún eigi eftir að þurfa að Iiggja lárétt á bekk allan tímann. Nei, það er sko öðru nær. Þetta gjafabréf kann að vera upphafið að þeirri mestu sælu sem viðkomandi hefur nokkru sinni upp- lifað. Hvað er svo verið að gera í heilar sex klukkustundir. Við skulum fylgjast með ferlinu í heilsulindinni Abaco og fræðast nánar um það. Dekur í sjávarfangi Fyrst af öllu fær viðskiptavinurinn af- hentan dúnmjúkan frotteslopp og inni- skó, sem verður hans eign í þessa sex tíma. Þá er að velja hvort á að fara í Ieir- baðið eða sjávarbaðið, en hvort tveggja eru efni unnin úr sjávarfangi, frostþurrk- uðum sjó, þara, þangi og þess háttar. Sé leirinn valinn, er hann borinn á líkamann frá tám upp að hálsi. Því næst er Iagst í svokallaðan gufuhjálm og honum lokað, en höfuðið stendur útúr. Gufan streymir síðan í gegn, þ.e. kemur inn á öðrum staðnum og fer út á hinum. Passað er upp á að vel fari um viðkomandi og er tónlist leikin og eina ljósið í herberginu kemur frá kertum, en kertaljós koma oft við sögu í ferlinu. Leirinn hefur bæði slakandi og styrkjandi áhrif á Iíkamann, hann hreinsar upp úr húðinni dauðar húðfrumur, auk þess að vera grennandi. Sjávarbaðið hefur sömu áhrif á húðina, en munurinn er sá að viðkomandi liggur í stóru sérútbúnu baðkari með vatnsnuddi. Líkaminn er nuddaður í pörtum, þannig að aðeins er hluti af nuddinu í gangi í einu, sér fyrir fætur, sér fyrir bak og svo framvegis. Þá er einnig boðið upp á svokallaða cellu-Ieirmeðferð og er eins og nafnið gefur til kynna til þess gerð að vinna á cellu-húð. Leirinn er borinn á húðina kaldur og hitnar' svo upp í líkamshita meðan á virkni hans stendur. Einungis er borið á svæðið frá hnjám upp undir i 4. ' V-lg / andlitsbaði er settur maski á andlitið sem hentar hverri húðtegund fyrir sig. Leirinn og sjávarbaðið hafa bæði slakandi og styrkjandi áhrif iíkamann, auk þess að vera grennandi. Hægt er að láta tattóvera á sig augabrúnir, linur á augnlokin og varalínu. hendur og er líkaminn vafinn inn í þar til gerða vafninga og gengur meðferðin und- ir nafninu „Vafningar“. Öllum þessum spa-meðferðum fylgir létt nudd á eftir og tekur öll meðferðin, baðið og nuddið, um það bil eina og hálfa klukkustund. Fyrir þá sem vilja meira nudd er auk þess hægt að óska eftir djúpnuddi eftir baðið hjá lærðum sjúkra- nuddurum og tekur þá meðferðin öll um tvær klukkustundir. Næsta skref í ferlinu er fótameðferð. Þeir. segja sem upplifað hafa, að þeim líði eins og barni sem sé að stíga í fæturna í fyrst sinn eftir þá meðferð. Eftir að búið er að hreinsa burtu harða húð, er fæturn- ir nuddaðir og á þá borið undravert gel sem ilmar af myntu og hefur þann eigin- Ieika að þeyta burtu allri þreytu í fótun- um auk þess sem bjúgur hverfur eins og dögg fyrir sólu. Stjórnborð snyrtisérfræðingsins Eftir að hafa gætt sér á léttum kræsing- um í notalegri setustofu, er komið að því að hressa upp á andlitið. Stjórnborð snyrtisérfræðingsins er fullkomin tölva, útbúin öllum nauðsynlegum tækjum og tólum sem snyrtisérfræðingurinn þarf á að halda við vinnu sína. Eftir litun og plokkun augabrúnanna, pikkar snyrtisér- fræðingurinn á tölvuna og tekur upp kælitæki sem strokið er y'fir rauða og auma svæðið eftir plokkunina og allur sviði hverfur. Þess má einnig geta í sam- bandi við litun á augabrúnum, að hægt er að fá þær tattóveraðar, sem og augnlok og varalínu og getur það komið sér vel t.d. fý'rir þá sem eru með skallabletti á auga- brúnum, eða jafnvel alveg búnir að missa þær. Næst er það sjálft andlitsbaðið sem er hreinsun og nudd og við tölvuna eru tengdar allar þær græjur sem þarf að nota við það, svo sem eins og fílapenslaryk- suga. Eftir baðið er hægt að fá svokallað face-lift, þar sem notaðar eru blöðkur sem einnig eru tengdar við stjórnstöðina. Og rúsínan í pylsuendanum er bjúgmeð- ferðin, þar sem viðskiptavinurinn er tengdur snyrtisérfræðingnum órjúfanleg- um böndum í orðsins fyllstu merkingu. Meðferðin fer þannig fram að viðskipta- vinurinn fær í hendurnar einskonar pinna sem hann/hún þarft að halda á á meðan á meðferðinni stendur og snyrti- sérfræðingurinn festir blöðku ofan við úlnliðinn á sjálfum sér og setur upp sér- staka hanska. Það er svo hreint ótrúleg, en notaleg tilfinning sem viðskiptavinur- inn finnur þegar titrandi hendur snyrti- sérfræðingsins strjúka y'fir andlitið á hon- Endurfæðing í nýjum líkama Endapunktur meðferðarinnar er svo förð- unin. Bæði er hægt að fá handsnyrtingu og andlitsförðun. Handsnyrtisérfræðing- arnir í Abaco nota svokallað Bio Sculpt- ure Gel til að móta neglurnar í fullkomið form, langar eða stuttar, allt eftir vilja hvers og eins. Gelið styrkir hæði og nærir neglurnar og auðvelt er að hreinsa það af. Förðunarfræðingarnir nota Biguine snyrtivörur til að gefa andlitinu glæsilegt útlit og er hægt að velja um dag- eða kvöldförðun. Þeir segja sem reynt hafa að tilfinning- in eftir að hafa Iátið dekra við sig í hálfan dag sé ólýsanleg, hreinlega eins og að vera endurfæddur í nýjum líkama. -w Dekur eftir púlið Það er hvatning að púla og svitna, þegar vitað er að það verður dekrað við mann í pottinum á eftir. „Fólk drífur sig á æfingu til að geta farið í pottinn," sagði við- mælandi minn á Planet puls. „Það er nefnilega regla hér, að enginn fer í pottinn, nema fara fyrst á æfingu.“ En hvað skyldi vera að gerast svona spennandi í pottinum, sem fær fólk til að púla og svitna fyrir. Þjónað í pottinn „Þegar fólk kaupir sér kort í líkamsrækt er innifalið í verð- inu nudd og andlitsmaski í heita pottinum eftir æfingar. A hverjum degi og mörgum sinn- um á dag, ef því er að skipta er hægt að fá axla-, háls- og höfuðnudd í heita pottinum. Lærðir fastráðnir nuddarar eru alltaf til staðar til að nudda viðskiptavinina og tekur nuddið í pottinum um það bil fimm mínútur, en auk þess er að sjálfsögðu boðið upp á heilnudd. Auk nuddsins er boð- ið upp á andlitsmaska, einnig í pottinum og ræður fólk því Dægilegt iíf í pottunum á Planet puls eftir erfiðar æfingar. hversu oft í viku það vill fá hann. Gufuböðin eru staðsett við hliðina á pottunum og er áhrifaríkt fyrir þá sem eru með andlitsmaskann að skella sér þangað inn svolitla stund til að auka áhrifamátt maskans." Veitingaþjónusta er í pottana og þarf viðskiptavinurinn að- eins að tilkynna það í afgreiðsl- unni að hann/hún sé á leið í pottinn og óski eftir þjónustu í pottinn. „Fólk vill hafa þetta svona,“ var svarið þegar spurt var, hvort einhvern tímann væri gerður dagamunur á dekrinu. „Það er stöðug umferð allan daginn og greinilegt að fólk kann þessari dekurþjónustu vel.“ -W

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.