Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 18

Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 18
LÍFIÐ í LANDINU 18- LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 Dauðaþrá skáldkonu Kolbrún skrifar Rithöfundurinn og gagnrýnandinn Dorothy Parker ávann sér frægð fyrir napurt háð og leiftrandi fyndni. Hún var afar sérstæður persónuleiki sem naut lítillar hamingju og gerði nokkrar misheppnaðar tilraunir til að fyrirfara sér. Dorothy fæddist árið 1893 í New Jersey. Móðir hennar lést þegar hún var fimm ára og hún átti óhamingjusöm bernskuár á heimili föður síns og stjúpu sem hún fyrirleit. Um tvítugsaldur kynntist hún drykkfelldum verðhréfasala, Edwind Pork Parker, sem gekk í herinn í fyrri heims- styrjöldinni og sneri heim í stríðsiok orð- inn háður morfíni eftir að hafa komist í morfínbyrgðir herdeildar sinnar. Dorothy fékk vinnu hjá Vanity Fair þar sem hún gerðist leiklistargagnrýnandi. Hún vakti lljótlega athygli fyrir miskunn- arlausa dóma sína. Hún mælti með Ieik- sýningu nokkurri af því það væri svo af- skaplega gott að prjóna meðan hún stæði yfir, „og ef þið prjónið ekki skuluð þið hafa með ykkur hók,“ sagði hún. I dómi um aðra sýningu sagðist hún ekki ætla að nefna nafn höfundar eða leikara, þar sem hún vildi ekki segja til þeirra. „Stundum finnst mér að það geti ekki verið satt, það geti ekki verið til svona vond Ieikrit," sagði hún í einni gagnrýni sinni. „I fýrsta lagi mvndi enginn skrifa þau og í öðru lagi myndi enginn setja þau á svið.“ Hún sagð- ist lifa hundalífi vegna allra þeirra ömur- legu leikrita sem hún þyrfti að horfa á. Mikilvæg vinátta Meðal samstarfsmanna Dorothy á Vanity Fair var Robert Benchley sem var virtur leikhúsgagnrýnandi og rithöfundur. Hann sagði orðin frægu: „Það tók mig fimmtán ár að komast að því að ég hefði enga hæfileika til skrifta en þá gat ég ekki hætt vegna þess að ég var orðinn of frægur." Benchley og Dorothy urðu nánir vinir og vináttusambandið við hann var kannski mikilvægasta samband í Iífi hennar, og örugglega það einlægasta, en þau voru ekki elskendur. Bæði voru eitur- tungur. Þegar fræg 1 lollywoodleikkona sem hafði hvað eftir annað komist í frétt- ir vegna viðburðaríks ástarlífs lést skyndi- lega sagði Benchley: „Loksins sefur hún ein." Dorothy gaf vini sínum ekkert eftir í meinlegum athugasemdum og þegar Benchley færði henni þær fréttir að Calvin Coolidge forseti, sem þótti heldur deyfðarlegur maður, væri Iátinn sagði hún: „Hvernig vissu þeir það?“ Dorothy þoldi ekki Gertrude eiginkonu Benchleys og lýsti henni sem konu sem líkleg væri til að borða afkvæmi sín. Þegar Dorothy var sagt lát Benchleys árið 1945 svaraði hún með orðun- um: „Það er alveg frábært." Ger- trude taldi orðin béra vitni tim kaldlyndi Dorothy og fyrirgaf henni aldrei, en orðirí vöru sögð í biturleika af lífsþreyttri kónu sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að allt færi á verri veg. Eftir misheppnað ástarævintýri með blaðamanninum Charles MacArthur skildi Dorothy við eig- inmann sinn og flutti á Alonquin hótelið. Þar eyddi hún eftirmið- dögum við hringborð ásamt vinum sínum úr hópi listamanna. Þeir sem fylltu þennan hóp voru flestir dry'kkfelldir einstaklingar sem bjuggu við óhamingju í einkalífi og nokkrir úr hópnum áttu eftir að látast langt um aldur fram. Scott Dorothy Parker. Hún samdi stórgóðar smásögur og Ijóð og var einnig harðskeyttur gagnrýnandi. Fitzgerald sem var kominn í afvötnun á þessum tíma sagði við Robert Benchley: „Bob, veistu ekki að drykkja jafngildir hægum dauðdaga." „Er einhver að flýta sér?“ svaraði Benchley þurrlega. Skáldskapur og lífsleiði Dorothy hafði byrjað að yrkja ljóð á ung- lingsárum og eitt af fyrstu ljóðunum sem birtist eftir hana á prenti hófst á orðun- um: „Eg hata konur. Þær fara í taugarnar á mér." Hún sagðist daglega biðja eftirfar- andi bæn: „Góði Guð, láttu mig hætta að skrifa eins og kona. I Jesú nafni. Arnen." Fyrsta ljóðabók hennar Enough Rope sem kom út árið 1927 varð metsölubók. Smásaga hennar Big Blonde vann O Henry verðlaunin sem besta smásaga árs- skýringu að hún vissi ekki hvernig ætti að matreiða það. Hún lærði aldrei á bíl og sagðist að ekkert gæti fengið sig til að kaupa sér útvarp. Hún var ákaflega drykkfelld og drakk til að eyða óskaplegri kvíðatilfinningu sem gagntók hana svo oft. Hún talaði stöðugt um að lífið væri ekki þess virði að því væri lifað og gerði nokkrar misheppnaðar tilraunir til að fyr- irfara sér. Seinni eiginmaður hennar var leikarinn Alan Campbell sem var ellefu árum yngri en hún. „Enginn í veröldinni hefur fengið mig til að hlæja jafn mikið og Dorothy," sagði hann eitt sinn. Dorothy var mjög hamingjusöm fyrstu árin í hjónabandinu og dró mjög drykkju sinni. Hjónin störf- uðu saman í Hollywood um hríð þar sem Dorothy skrifaði kvikmvndahandrit. Hjónin stofnuðu félag í Hollywood sem barðist gegn fasisma og Dorothy sagði vinum sínum að hún væri sósíalismi. Eftir tveggja ára hjónabandi varð hún barnshafandi 43 ára gömul. Fæstir þeirra sem þekktu hana töldu hana gott efni í móður. „Hún var frábær við hunda,“ sagði einn vinur hcnnar, „hundur gat ekki svarað henni eða sagt betri brandara en hún. En ég held að hún hefði orðið mjög leið á móðurhlutverkinu. Hún hafði enga þolinmæði." Það reyndi aldrei á móður- hæfileika hennar því hún missti fóstrið. Hún varð barnshafandi á nýjan leik en missti það fóstur sömuleiðis. Drykkja hennar óx mjög. Hún skildi við eigin- mann sinn en giftist honum aftur eftir örfá ár en skildi við hann á ný ári síðar. Róttækar stjórnmálaskoðanir Á McCarthy tímanum var Dorothy grun- uð um kommúnisma og þegar FBI út- sendarar mættu á heimili hennar og spurðu hana hvort hún hefði einhvern tíma íhugaö að taka þátt í samsæri um að steypa stjórn Bandaríkjanna svarði hún: „Eg get ekki einu sinni fengið hundinn minn til að halda sig á mottunni. Lít ég út fyrir að vera manneskja sem gæti steypt ríkisstjórninni?“ Hún fór þó ekki leynt með róttækar stjórnmála- skoðanir sínar og var vegna þeirra sagt upp vinnu í Holfywood. Hún sneri sér þá að bók- menntagagnrýni og fór þar ekki mjúku leiðina meðan önnur leið var fær. Hún tók á ný upp sam- band við fyrrum eigin- mann sinn, Alan Camp- bell sem var ekki einungis orðinn forfallinn drykkju- maður heldur bruddi ró- andi lyf í gríð og elg. Dag einn kom Dorothy að honum látnum í rúminu. Hann hafði tekið inn of stóran skammt af róandi lyfjum. Kona nokkur vott- aði Dorothy samúð sína með orðunum: „Hvað get ég gert fyrir þig?“ „Utveg- aðu mér nýjan eigin- mann,“ svaraði Dorothy. Konan sagði Dorothy að svar hennar yæri það ruddalegasta og ósmekk- legasta sem hún hefði nokkru sinni heyrt. „Fyrir- gefðu," sagði Dorothy, bá -í staðinn út í Dorothy naut ekki mikilíar hamingju um ævina en hamingjan-’'- ar u . , Ijómar afhenni á þessari mynd, sern er tekin afhenni og . ■ '1 'r<-111°8, auFl“ Alan Campbellskömmu eftir hjónaband þeirra árið 1934. la.n, mt;r s.am ° u met --------<■-------------------------r--------- skinku og osti. Dorothy með kjölturakka sínum árið 1962. Á þessum tirha sagði hún að hefði hún einhverja sómatilfinningu ætti hún að vera dauð þar sem flestir vinir hennar hefðu þegar kvatt lífið. ins 1929. Hún var ekki afkasta- mikill höfundur og var allt upp í sex mánuði að skrifa smásögu. Sögur hennar lýsa einmanaleika, grimmd, sambandsleysi kynjanna og einangrun kvenna, og eru full- ar af kaldhæðni Ifkt og Ijóð henn- ar. Hún var ekki húsleg kona. Ein- hver sagði að hún hefði frekar svelt sig en soðið sér egg. Alla ævi át hún beikon hrátt og gaf þá Dauði Alans gerði hana gamla. Hún hríðhoraöist, varð.40 kíló og að sögn kunningjakonu leit luin út fyrir að vera hundrað ára. Hún bjó á hótclher- bergi og eyddi tímanum f drykkju og gláp á sápuóperur. Flún lést af völdum hjarta- áfalls árið 1967. Einn vinur hennar skrif- aði öðrum vini: „Ef það er einhver til- gangur með lífinu þá er hún núna ein- hvers staðar að láta sér. Ifða vel, en það tókst henni svo illa meðan hún var bér, og ég vona að hún sé í félagsskap Robert Benchleys."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.