Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 7

Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 7
 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 -7 Það kom sér heldur ekkert illa þegar ég var strákur að fylgjast með því hvernig faðir rninn vann. Hafi ég einhvern tíma haft rómantískar hugmyndir um starf rithöfundarins þá hurfu þær við að fylgjast með vinnu- lagi pabha. Hann sat við og vann mjög skipulega. Ég gerði mér því snemma ljóst að ritstörf eru mikil vinna." - Ertu búinn að velja skriftirn- ar sem aðalvinnu þína? „Tvímælalaust." - En þú gerðir það ekki áður, eða hvað? „Þörfin fyrir að skrifa var alltaf þarna. Aður fyrr réði ég mér ekki eins mikið og ég geri núna. Núna hef ég ekki við neinn að sakast nema sjálfan mig ef ég bý ekki til þann tíma sem ég þarf. Það er alveg klárt mál að öttnur vinna verður að lúta fyrir skrift- unum." - Og þetta er ekkert erfitt val? „Það er mjög auðvelt.'1 - Aðalpersónan í Slóð fiðrild- anna er kona, fannst þér þegar þú skrifaðir þá bók að þtí þyrftir að setja þig sérstaklega inn t hug- arheitn konu eða hugsaðirðu bara utn að þií værir að skrifa um manneskju? „Ég hef mikið verið spurður um þetta fyrir vestan og útskýr- ingar manns eftir á eru næstum því eins mikill skáldskapur og bækurnar sjálfar. Maður gerir sér ekki alveg grein fyrir því hvernig persóna verður til. En ég held að ég geti sagt í fullri einlægni að ég settist ekki niður og hugsaði: „Nú er kominn tími til að skrifa um konu". Sköpun Di'su var ekki áhlaup heldur kom hún til mín eins og sögu- efni gerir, tók sér bólfestu í koll- inum og lét mig ekki í friði fyrr en hún var komin á blað. Hún réð ferðinni frá upphafi og ég leit ekki öðruvísi á en svo að ég væri að segja sögu og miðla rödd konu sem hafði fullskapast í kollinum á mér og eignast þar sitt sjálfstæða líf, Ásdís er manneskja og kona og konur eru engar kynjaverur. Maður byrjar ferilinn í móðurkviði og sem hetur fer á maður ekki hara samskipti við karlmenn í lffinu. Hinsvegar verð ég að segja um Ásdísi að enginn karakter minna hefur verið jafn lengi að hverfa úr huga mér.“ - Notarðu persónur sem þi't þekkir úr raunveruleikanum í skáldverk þín? „Éögmál skáldskaparins ríkir vitaskuld en maður notar alltaf eitt og annað og í Slóð fiðrild- anna notaði ég ýmislegt úr móð- urfjölskyldu minni. Mamma var dóttir héraðslæknis á Kópaskeri og fór í Verslunarskólann. Ég notaði mikið bréf hennar til for- eldra sinna og bréf þeirra til hennar. Þetta gerði ég til að ná ákveðinni undirstöðu, hafa fast land undir fótum. En lífshlaup móður minnar var gjörólíkt lífs- hlaupi Ásdísar. 1 samskiptum Ásdísar við móður sína, sem eru erfið, hafði ég uppsprettu ann- ars staðar frá, úr því sem við köllum hið raunverulega líf. Maður notar semsagt eitt og annað. Ég segi sturidurh að maður noti eyfað af einum og augað af öðrum." Hverfulleiki og blekking - Vitneskjan um hverfitlleika lífs- ins er mjög áberandi í verkum þtnum, sú hugsun aö lífið sé stutt og það eigi að nyta það vel. Er þetta nokkuð sem þú fórst snemma að veltáfyrir þér? „Smásaga sem ég skrifaði tví- tugur og birtist í Níu iyklum fjallar um þetta efni sem ég held að hafi snemma orðið mér hug- leikið. Svo er það þannig að eftir því sem maður eldist því hraðar finnst manni tíminn líða. Oll þekkjum við að það eru komin jól að nýju og okkur fannst síð- ustu jól vera nýliðin. Þetta ber alltaf að dyrum hjá mér: að maður verði að nýta tímann, að enginn sé eilífur og það þýði ekkert að segjast ætla að gera hlutina seinna." - Trúirðu því að dauðinn sé endalok? „Ég veit ekki hverju skal trúa. Menn lifa í minningum annarra. Trúi ég á framhaldslíf? Ég er ekki viss um það. Allavega ætla „Innblástur í mínum huga er í hlutfalli við það sem maður er bú- inn að hafa fýrir hlutun- um. Ef maður er að leggja sig fram og ein- beitir sér þá veitist manni það sem ég vil kalla náðarstundir. Hlutirnir veitast manni léttari og maður fær hugmyndir sem geta skipt sköpum. Náðar- stundirnar eru sem bet- ur fer margar og eru af- leiðingar fyrirhafnar.“ ég ekki að haga lífi mínu eins og ég fái annað tækifæri." - I bókum þínum eru- vtða per- sónur sem lifa af ýmsum ástæð- um í blekkingu. Hefurðu kynnst mörgufólki setn lifir þannig? „Já, já. Menn reyna að þekkja stjörnur og atóm og allt þar á milli en kannski er erfiðast að þekkja sjálfan sig. Það er sann- arlega ekki hlaupið að því og blekkingar auðvelda fólki oft líf- ið. En blekkingar eru margskon- ar og það er til dæmis alveg óþarfi að velta því endalaust íyT- ir sér að lífið endi í dauða. Mað- ur verður ansi niðurdreginn ef maðurinn einblínir á þá niður- stöðu, þá skiptir ekkert máli því maður drepst hvort eð er. Þannig að blekkingar geta stundum komið sér vel.“ - Ntí hafa Islendingar sérstakt dálæti á löndum sínum sem vegnar vel t útlöndum. Ert þii aldrei í vafa um hverjir eru raun- verulegir vinir þtnir og hverjir eru bara viðhlæjendur? „Nei, það geri ég mér alveg ljóst, ekkert síður erlendis en hér heima. Einhver spurði mig um daginn hvað ég héldi að menn þyrftu að hafa til að bera í þessu viðskiptastússi. Þeirri spurningu og þinni get ég svarað með því að það sakar ekki að menn séu góðir mannþekkjarar." Þjóðfélag andstæðna - Þú býrð t Bandaríkjunum og manni finnst mjög oft að skugga- hliðar þess þjóðfélags sétt ansi margar. „Ég er.búinn að búa í Banda- ríkjunum í nítján ár en heima- höfninn er alltaf Island. Hér eru ræturnar og hér erum við mikið, bæði á sumrin og þegar tækifæri gefst og hver veit hvort við verð- um ekki meira hér þegar fram líða stundir. Ég hef búið í New York í ell- efu ár og New York er nokkuð sérstakt fýrirbæri, eiginlega þjóðfélag út af fyrir sig. Þarna eru miklar andstæður, maður sér auðlegð og fátækt hlið við hlið, maður sér menntun og fá- fræði horfast í augu og maður horfir á þessa óskaplegu bók- stafstrú sumra sem halda á bibl- íunni i annarri hendi og byssu ( hinni. Stundum er þetta hið furðulegasta þjóðfélag. En það er líka margt gott um það að segja. Innflytjendur njóta til dæmis fleiri tækifæra þarna en víða annars staðar. Það spyr enginn: Hverra manna ertu? Þú þarft ekki að sýna ættartréð. Þetta er innflytjendaþjóðfélag og mótast af því en á sama hátt er það líka frumstætt og óskaplcga einfeldningslegt á margan hátt." - Hvenær kemur næsta skáld- saga út? „Ef Guð lofar næ ég kannski að Ijúka uppkasti á þessu ári og þá finnst mér nauðsynlegt að hafa ár til að leggja hlutina frá ntér, koma að þeim aftur, snurfussa, hugleiða og krukka í textann. Ég neita að láta nokkra jólamarkaði stjórna þvf hvenær ég lýk bókinni og það eru for- réttindi að þurfa þess ekki.“ - Um hvað er sú bók? „Ég er nú svo hjátrúarfullur þegar ég er að skrifa að ég vil ekki ræða efnið mikið. Þvf er alltaf hvíslað að manni að mað- ur eigi ekki að ganga að því vísu að maður hafi allt í hendi sér. En í sambandi við þessa sögu fékk ég efnivið í hendurnar sem tók mig traustatakí, og lét ritig ekki í friði fyrr en ég byrjaði að eiga við hann. Kvöld eitt sat ég með manni sem ég þekki fvrir vestan og hann sagði mér mágn- aða sögu af fjölskyldunni sem ég er að setja á blað. Ég hef þurft að viiina þó riökkra heimildar- vinnu við samningu þessarar bókar, enda gerist sagan fyrr á öldinni. Bókin verður auðvitað skáldskapur en kveikjan er mjög eindregin. Við sjáum hvað úr verður en vonandi lýk ég henni á næstu tveimur árum." „Ég neita að láta nokkra jólamarkaði stjórna því hvenær ég lýk bókinni og það eru forréttindi að þurfa þess ekki.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.