Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 14

Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 14
74 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 TEk^tnr Nýr sjúkdómur herjar á unglinga Glerungseyðing er alvarlegur sjúkdómur vegna mikils sársauka sem hann veldur, meðal annars þegar tennurnar komast í snertingu við kalda og heita drykki. Glerungseyðing er nýr sjúkdómur hjá íslensk- um unglingum, sem hefur þróast með lífs- stílnum að vera sísúp- andi á gosdrykkjum og súrum drykkjum. I átján ár hefur Tannverndarráð lagt áherslu á það við landann að hirða tennur sínar vel með því að halda sérstakan tann- verndardag í febrúarmánuði á ári hverju. Það er heldur ekki að ástæðulausu, því eins og fram kemur í tilkynningu frá Tann- vemdarráði, sýna nýlegar rann- sóknir að fimmti hver unglingur á Islandi sé með glerungseyð- ingu á byrjunarstigi og er aðal- orsökin talin vera ávaxta- og gosdrykkjaþamb alla daga. Þema tannverndardagsins í ár er: Glerungseyðing á yfirborði tanna. Vemdum tennur barnanna „Til þess ná á góðum árangri í forvörnum gegn tannskemmd- um Jandsmanna er mikilvægt að sem flestir leggi hönd á plóg,“ segir ennfremur í fyrrnefndri til- kynningu. A heimasíðu Tann- verndarráðs erað finna fræðslu- efni fyrir foreldra og aðstand- endur, sem hvetja þá til að byrja snemma að huga að og leggja stund á tannvernd barna sinna. Fyrsta heimsókn til tann- læknis ætti að vera þegar barnið er orðið níu mánaða gamalt, þó ekki sé nema til að fá holl ráð og leiðbeiningar. Síðan þegar jaxlar koma fram er rétt að skorufylla þá sem fyrst - það borgar sig, einnig peningalega. Reiknið ekki með því að bömin ykkar séu fullfær um að hreinsa tenn- ur sínar hjálparlaust, minnsta kosti til 10 ára aldurs. Vitað er að væri meiri flúor í umhverfi okkar svo sem í drykkjarvatninu hefðu tann- skemmdir ekki náð þeim hæð- um hér á landi sem raun ber vitni. Ef æskilegt magn flúors er í nánasta umhverfi tann- anna þarf mun hærra sýrustig en ella til þess að valda skemmdum á þeim. Flúor í hæfilegu magni veitir tönnum vernd án þess að skaða al- menna heilsu. Flúor í hvaða formi sem er kemur ekki eitt og sér í veg fyrir tannskemmd- ir. Skynsemi í mataræði og samviskusamleg munnhirða þurfa einnig að fylgja. Forvamir: nokkur heiiræði Borðið sykursnauðan og holl- an mat á matmálstímum og forðist sæt millimál. Látið ávexti og grænmeti koma þar f stað. Takmarkið sælgætisát við eitt skipti í viku hið mesta. Best væri þó að vera alveg án þess. Munið að tannskemm- andi fæða er einnig fitandi. Burstiö tennur af kostgæfni kvölds og morgna. Hvert barn þarf að eiga sér sinn eigin barnabursta og hann þarf að endurnýja á þriggja til fjögra mánaða fresti. Farið með börn a.m.k. tvis- var á ári til tannlæknis til eft- irlits með munnhirðu og tönnum. Sum börn kunna að þarfnast tíðari heimsókna. Notið flúortannkrem við tannburstun en þó ekki meira hverju sinni en sem nemur innihaldi lítillar baunar. Einnig mætti miða magnið við nögl litla fingurs barnsins. Glerungseyðing veldur sársauka Fyrrnefndar rannsóknir sem gerðar voru á fimmtán ára ung- lingum og sýna glerungseyðingu á byrjunarstigi, er sláandi stað- reynd sem ekki er hægt að líta framhjá. Eina meðferðin við glerungseyðingu eru nauðsyn- legar viðgerðir og kostnaðar- samar endurbætur á tönnum. Auk þess er glerungseyðing al- varlegur sjúkdómur vegna mik- ils sársauka sem hann veldur, meðal annars þegar tennurnar komast í snertingu við kalda og heita drykki. Það er því full ástæða fyrir foreldra barna og unglinga, sem og unglingana sjálfa að huga alvarlega að neyslumynstrinu. Vatn svalar þorsta mun betur en gos eða djús, auk þess sem það er ekki fitandi. -W Heilsumolar í Drykkir fita frekar Þrátt fyrir víðtækar viðvaranir við „föld- um“ hitaeiningum í gosdrykkjum lítur út fyrir að orkumiklir drykkir hafi aldrei ver- ið vinsælli. Staðfest var í rannsókn sem gerð var við Purdue háskólann í Banda- ríkjunum og birt var í ritinu lnternational Journal of Obesty, að mun auðveldara er að drekka of margar hitaeiningar en að borða þær. I rannsókninni var 15 mönn- um gefið sælgæti (Jelly Beans) eða gos- drykki sem innihéldu jafnmargar hitaein- ingar í fjórar vikur. Þeir sem fengu sæl- gætið hneigðust til að bæta fyrir sælgæt- isátið á ýmsan hátt en þeir sem fengu gosdrykkina fannst eins og þeir hefðu ekki borðað neitt aukalega og þeir þyngd- ust.(Newsday) Fáðu góðan svefn Svefnleysi dregur úr andlegri og líkam- legri orku. Því ættu allir að gæta þess að sofa reglulega til þess að ná að hvílast eins og þörf er á. Reyna að forðast allt sem truflar svefninn, eins og að drekka kaffi á kvöldin eða borða mat sem inni- heldur koffein. Forðist að hafa áhyggjur íý'rir háttatímann eóa horfa á sjónvarp langt fram eftir kvöldi. Reynið að koma ykkur upp föstum venjum með því að fara að sofa á svipuðum tíma. Einnig er mælt með því að kveikja mikið af ljósum á morgnana þegar maður vaknar. Þá fær heilinn skilaboð um að það sé kominn morgunn. Eftir nægan og góðan svefn líður ykkur betur, þið verðið sterkari, haf- ið meira úthald og verðið glaðari í lund.(Los Angeles Times) Nýju einkamálin KYNLIF skrifar Barlómur ein- hleypra er með öllu ástæðulaus síðan hinn ágæti vefur einkamal.is var opnaður á síðasta ári. Sá misskilningur að það séu bara sinnisveikir pervertar sem ____________ kynnast gegnum netið hefur nú endanlega verið hrakinn. A einkamálavefnum eru tæplega 10.000 notendur skráðir, meðal- aldurinn er 27 ár og að sjálfsögðu eru karlmenn þar í miklum mcirihluta, eða um 75% not- enda. Konur virðast eitthvað feimnar við að nota þennan mið- il til kynna en þær sömu fara jafnvel heim af balli með bláó- kunnugum án þess að blikna eða líta um öxl. Þegar siglt er um vefinn detta við og við inn gagnslausar en jafnframt bráðskemmtilegar upp- lýsingar um ýmsa tölfræði sem tengist notendum. Það eru t.d. 122 rauðhærðar konur skráðar á einkamal.is, meira en hálf millj- ón skilaboða hefur flogið milli notenda og vinsælasta auglýsing- in hefur verið skoðuð 11.207 sinnum! Leiðbeiningar Nú skal ég vera voðalega al- mennileg og útskýra fyrir lesend- um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á einkamal.is. Fyrst fer maður í forvitnisheimsókn og les nokkr- ar auglýsingar að gamni. Fólk semsagt auglýsir undir dulnefrii og ræður sjálft hversu miklar upplýsingar það gefur upp. Dul- nefnin eru það fyrsta sem sést svo að það skiptir dálitlu máli hvernig það cr valið. Eg mundí t.d. ekki fyrir mitt litla líf háfa samband við menn með dulnefni eins og gamligraði, égvilríða eða giftur69. Nöfn eins og tylerdur- den, góðistrákur og dccius eru líklegri til að fanga athygli mína. Þetta er nú bara mín skoðun og að sjálfsögðu ber ég fulla virð- ingu fyrir konurn, sem mundu falla fyrir gamlagraði og félögum. EI forvitnis heimsóknin Ieiðir eitthvað áhugavert í ljós er næsta skref að skrá sig á vefinn. Skrán- ingin er að sjálfsögðu að kostnað- arlausu og algjörlega undir dul- nefni, sem skyldi valið af kost- gæfni. Skemmtilegast er að lesa auglýsingar sem hafa verið skrif- aðar af hugarins frjósemi og það er óhætt að segja að all nokkrir andríkir menn hafa Iátið gammin geysa í þeirn. Aðrar eru aðeins minna spennandi, eins og til dænjis. þcssi: „Giftur maður ósk- ar eftir að kynnast stúlkum á aldrinum 18 til 18 og hálfs með kyrilíf í huga, öllum svarað." Eða þessi hér: „20 ára strág vil kinast stelpum sem láda rfða í ras. Eg er mjög gráður.” Skilaboðin Eftir að skráningin er runnin í gegn um leiðslurnar geta svo , sambönd byrjað að þróast. Fyrir Otengdaf? konur dugar líklega að sitja róleg- ar í 1-2 mínútur og ættu þá að vera komin í kring um 40 bréf í skilaboða- hólfið og hægt að byrja að flokka sauð- ina frá höfrunum. Það er mjög sérstakt að öli samskipti fari fram á ritmáli, þá er útlit hins aðilans ekki truflandi þáttur (hvort sem það er óvériju gott eða slæmt) og hægt er að fá hugmynd um hvort massinn milli eyrna hans er í virku eða ____ óvirku ástandi. Þetta finnst a.m.k. sumum mikilvægt. Ef óvenju illa stafsett bréf koma í hólfið er góð kurteisisregla að inna viðkomandi eftir því hvort hann sé Ies-/skrifblindur áður en honum er kastað út af sakra- mentinu. Það er til hellingur af sætum, lesblindum mönnum, stelpur. Sjáiði bara Bubba! Það er til hellingur af sætum, lesblindum mönnum, stelpur. Sjáiði bara Bubba! nokkra aðra staði til að hitta menn: World Class í Austur- stræti (þar sem 75% notcnda virðast vcra karlkyns, rétt eins og á einkamal.is), hinn sívinsæla stefnumótastað Nóatún og að sjálfsögðu sundlaugarnar um helgar, þar sem helgarpabbarnir svamla um með afkvæmunum. Fyrir þær sem ekki eru enn bún- ar að fá sér tölvu má benda á Raguheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsrdðgjafi ú persona.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.