Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 16

Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 16
16 - LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 Sue Ellen á Bridgehátíð! Þau stórtíðindi hafa orðið að Sue Ellen er væntanleg á Bridgehátíð. Reyndar er hér ekki átt við gell- una tauga- veikluðu í Dallas þáttun- um heldur eig- inkonu Johns Solodar, sem vann Bcrmúda- skálina fyrir Bandarikin árið 1981. Þá kemur Hjördís Ey- þórsdóttir að vestan ásamt Bandaríkjakonunni Carol Sanders, sem er margfaldur heimsmeistari kvenna bæði í tvímenningi og sveitakeppni. Skráning á Bridgehátíð er í síma 587 9360 eða www.bridge.is og er síðasti skráningardagur fimmtudagur- inn 8. febrúar. Ljósbrá hafði það Sveit Ljósbrár Baldursdóttur varð sigurvegari á íslandsmót- inu í parasveitakeppni sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi. Alls tóku 24 sveitir þátt í mót- inu sem fór hið besta fram und- ir stjórn Antons Haraldssonar. Mótið var mjög jafnt og spenn- andi en sveit Ljósbrár Baldurs- dóttur seig framúr keppinaut- unum í næstsíðustu umferðinni og sigraði nokkuð örugglega með 148 stigum. I sveitinni spiluðu auk Ljósbrár, Esther Jakobsdóttir, Sverrir Armanns- son og Asmundur Pálsson. Þrjár sveitir urðu jafnar að stigum í 2. - 4. sæti en skv. reglugerð var þeim raðað eftir Bucholz-stigum. Lokastaðan: 1. Sv. Ljósbrár Baldursdóttur 148 2. Ritarar og smiðir /Una Sveinsd. 127 3. Sv. Önnu ívarsdóttur 127 4. Sv. Jacqui McGreal 127 5. Sv. Bjarkar Jónsdóttur 118 6. Lifandi Vísindi /Ólöf Þorsteinsd. 113 Að lokum má geta þess að elsti keppandinn í mótinu var 82 ára en sá yngsti 18 ára. FráBR Þriðjudaginn 23. janúar var spilaður einskvölds tvímenn- ingur með þátttöku 10 para. Spilaður var Howell tvímenn- ingur, 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 108 og efstu pör voru: 1 .-2. Björgvin Már Kristinsson - Aron Þorfinnsson 122 1.-2. Harpa Fold Ingólfsdóttir - Vilhjálmur Sigurðsson jr 122 3. Helgi Jónsson - Helgi Sigurðsson 121 4. Böðvar Magnússon - Ómar Óskarsson 118 5. Ljósbrá Baldursdóttir - Asmundur Pálsson 114 íslandsmeistarar árið 2001 i parasveitakeppni. Sveit Ljósbrár Baldursdóttur. Frá Húsavík Landsbankamótið - aðalsveita- keppni Bridgefélags Húsavíku stendur nú yfir. Staða efstu sveita eftir 4 umferðir er þannig: 1. Sveit Björgvins Leifssonar 94 stig 2. Sveit Friðriks Jónassonar 71 stig 3. Sveit Þóris Aðalsteinssonar 66 stig Staða efstu para í fjölsveitaútreikningi: Óli-Pétur 18,21 Björgvin-Sveinn 17,50 Sveinn- Þórólfur 17,50 Sparisjóðsmenn leiða Fjórum spilakvöldum af sex er lokið í Akureyrarmótinu í sveita- keppni. 10 sveitir taka þátt og eí staða eftstu sveita sem hér segir: 1. Sparisjóður Norðlendinga 225 stig 2. Gylfi Pálsson 218 3. Frímann Stefánsson 199 4. Grettir Frímannsson 193 Hæstir i „bötlernum" eru Reynir-Björn en Pétur-Grettir eru í 2. sæti. Erfitt spil? Spil átta reyndist mörgu AV-par- inu erfitt í sögnum sl. þriðju- dagskvöld á spilakeppni Bridge- félags Akureyrar. Skoðum það: Vestur/enginn 4 • Á762 1 ’ KT72 4 ► D4 4 » 943 4 KG N ♦ T954 * r G84 ♦ GT7632 V A ♦ ÁK5 4 KDG65 S 4 ÁT2 <* ' D83 y ’ AD9653 4 ► 98 4 * 87 Eins og sjá má eru dágóðar líkur á að sagnhafar vinni láglitaslemmu en flestum reyndist erfitt að komast í geim yfirhöfuð eða þá rétt geim. Einhver pör spiluðu 3 grönd sem er sennilega ljótasti samn- ingur sem lengi hefur sést og enn ljótara er að sumir fengu að vinna þau! Fleiri spiluðu þó bút í láglit og a.m.k. eitt par villtist í spaðasamning á 4-2 fittið. Ekkert af þessu er gott. Misjafnt var hvort suður blandaði sér í sagnir en að því gefnu að suður haldi kyrru fyrir má áætla að sagnröðin byrji á eftirfarandi nótum: Vestur Norður Austur Suður ltígull pass lspaði pass 21auf pass 2hjörtu pass 31auf pass ? Vestur Iýsir a.m.k. 5-5 í láglitunum og nú er komið að austri að taka ákvörðun eftir biðsögn hans á 2 hjörtum. Vissulega eru spilin ekki heill- andi, marflatt og lágmarks opn- unarstyrkur. Hitt er ljóst að ekkert hefur komið fram í sögnum sem bendir til að makker stöðvi hálitina. Það kann að orka tvímælis í tví- menningi hvað gera skuli en þótt fáir hafi fundið það við borðið, virðist stökk í láglita- geim vera fýsilegasti kosturinn undir öllum kringumstæðum í sveitakeppni. Meginrökin sem austur verður að virða er að all- ir punktar hans eru í litum makkers. TV£R FLÍKUR IEINNL. HETTUR THERMO varmanærfötin eru í raun tvær flíkur í einni. Tveggja laga spunatækni flytur rakann frá líkamanum og heldur þér heitum og þurrum. Notaöu Thermo nærfötin / næsta feröalag, þú sérö ekki eftir því. www.sportveidi.is Sportvömgerðin Heildsala-smásala Mávahlíð41, Rvík, sími 562-8383 Krossgáta nr. 223 Lausn ................. Nafn .................. Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 223 I krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags, (Helgarkrossgáta 223) Strandgata 31, 600 á Akureyri, eða í faxsíma sem er 460 6171. Lausn- arorð í krossgátu 222 var KENNSLUBOK og vinn- ingshafi er Gígja Hjalta- dóttir, sem býr í Hrísalundi 12h á Akureyri. Hún fær senda bókina Steinar í brauðinu eftir Jón Helga- Vinningshafi fær senda bókina Steinar i brauð- inu eftir Jón Heigason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.