Dagur - 14.02.2001, Síða 1
Verð í /ausasölu 150 kr.
84. og 85. árgangur -31. tölublað
Sala Kísilidjuimar
mikilvæg tímamót
Tveggja ára söluferli
lokið. Kísilduftverk-
smiðja imin rísa á
gniniii úreltrar Kísil-
iðju. Sveitarstjóriuu
segir söluna vera mjög
merkilegt og jákvætt
skref fyrir laudsbyggð-
ina.
Greina mátti mikla eftirvæntingu
hjá starfsmönnum Kísiliðjunnar í
gær þegar þeir voru boðaðir til
starfsmannafundar með ýmsuni
ráðamönnum og þ.á.m. viðskipta-
ráðherra. Tilefni fundarins var sala
Kísiliðjunnar til AUied EFA. Er-
lenda fyrirtækið hyggst reisa kísil-
duftverksmiðju á næstu fjórum
árum í stað hefðbundinnar vinnslu
og má fullyrða að starfsmönnum
hafi létt verulega þegar tíðindin
voru túlkuð sem svo að mcð þessu
skrefi væri í raun verið að tryggja
framtíð starfsmannanna fremur en
stefna í tvísýnu.
Eins og Dagur hefur áður greint
frá, virtist sem fullsnemmt væri
fyrir fylgjendur verksmiðjunnar að
fagna framlengdu \dnnsluleyfi á
nýjum svæðum í Mývatni. I ljós
kom nefnilega að tap hafði verið á
verksmiðjunni um hríð og hafði
endurnýjun og viðhald setið á hak-
anum í ljósi þeirrar óvissu sem fyr-
irtækið hefur búið við. Nú liggur
fyrir að Celite Corporation sem á
48,56% í fyrirtækinu telur fjár-
munum sínum best varið með
sölu. Framtíðarhorfur í kísilgúr-
framleiðslu í óbreyttri mynd eru
Spenna var í Kísiliðjunni í gær þegar boðað var til starfsmannafundar með iðnaðarráðherra og fleirum. Valgerður
Bjarnadóttir segir aö heimamenn hafi ekkert að óttast heldur sé sala Kísiliðjunnar jákvætt skref. - mynd: brink
taldar tvísýnar og selur Celite allan
hlut sinn ásamt ríkinu sem átti
51% í fyrirtækinu. Ríkisstjórnin
hefur ákveðið að andvirði eignar-
hluta ríkisins renni til uppbygging-
ar á svæðinu en það munu vera
um 60-70 milljónir.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra fagnaði áfanganum í gær
og sagðist fullviss um að stigið væri
heilladrjúgt skref. I sama streng tók
Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri
í Mývatnssveit. Hann sagðist ekki
óttast að framtíð fyrirtækisins yrði
tvísýnni nú þegar kjölfestan sem
fylgir ríkiseignum væri úr sögunni.
Viðuikeiming fyrir
starfsfólk
„Þetta er merkilegt skref, enda
hafa fyrirtæki ekki verið þekkt fyr-
ir að fjárfesta úti á landi. I hveiju
er verið að íjárfesta í Mývatns-
sveit? Það er verið að fjárfesta í
þekkingu sem liggur fyrir og það er
mikil upphefð og viðurkenning fyr-
ir það starfsfólk sem hér starfar,"
sagði Sigbjörn.
Athygli vekur að vinnan við
þessa íyrirætlun hefur staðið yfir í
tvö ár þótt lágt hafi farið og að
þeirri vinnu hefur sveitarstjórinn
komið líkt og ráðuneytismenn.
fjárfestar og forkólfar Kísiliðjunn-
ar. Aðspurður hvort ekki sé hætta á
að fyrirtækið standi pólitískt veik-
ara nú þegar ríkið hefur dregið sig
út, bendir Sigbjörn á að ríkið eigi
ekki að vera og sé engin félags-
málastofnun sem eigi að búa til at-
vinnu. Hann telur að sóknarfæri
fyrirtækisins eflist til muna við
breytinguna, enda hafi fyrrverandi
eignaraðild verið flókin og að
sumu leyti gert mönnum erfitt fyr-
ir. - BÞ
Sjá meira á bls. 5
Nær
Samkvæmt svari Sólveigar Péturs-
dóttur dómsmálaráðherra við fyrir-
spurn Péturs Blöndals hafa 22 ör-
yggislyrirtæki fengið leyfi til starf-
semi sbr. reglugerð frá 1997 um
öryggisþjónustu. Talið er að á milli
180 og 190 öryggisverðir starfi um
þessar mundir á landinu öllu, að
ótöldu öðru starfsfólki hjá öryggis-
fyrirtækjum.
200 öryggisverdir
Securitas hf. er stærsta
öryggisþjónustufyrirtækið á
Islandi með 130 öryggis-
verði. Starfa auk þess 25-
27 manns að jafnaði í
tæknideild og 15-20
manns við skrifstofustörf.
Hjá Oryggismíðstöð Is-
lands hf. starfa 52 einstak-
lingar, þar af 22 öryggis-
Sólveig
Pétursdóttir.
verðir, en 30 manns starfa
við skrifstofu- og tækni-
störf. Hjá Vara ehf. eru 20
starfsmenn. Önnur öry'gg-
isþjónustufyrirtæki eru
rninni og sum hver einung-
is með tvo til þrjá starfs-
menn. Miðað við þessar
upplýsingar þykir óhætt að
segja að um 300 manns
starfi í þessum atvinnugeira.
Arið 2000 voru heimiluð stöðu-
gildi lögreglumanna yfir landið allt
666. Við þessa tölu iná svo bæta
26 stöðum lögreglustjóra. Að með-
töldum öðrum störfum hjá lög-
regluembættum telur ráðherra
óhætt er að segja að um 800
manns séu í störfum tengdum lög-
gæslu í landinu. - PÞG
Bogi Ágústsson fær á baukinn.
„Klapp, klapp.
Afram, áfram66
Gissur Pétursson varaformaður
Utvarpsráðs lét bóka óvenjulega
bókun á fundi ráðsins í gær varð-
andi fréttastofnu Sjónvarps. 1
bókun Gissurar segir orðrétt:
„Vegna samræðna á síðasta út-
varpsráðsfundi við fréttastjóra
Sjónvarpsins um fagmennsku í
vinnubrögðum fréttastofunnar,
eftirf\lgni, snerpu og frumleika í
efnistökum, vil ég óska frétta-
stofunni til hamingju með að
hafa brugðist skjótt við. I síðustu
viku flutti fréttastofan ítarlega
frétt í aðalfréttatíma um hjóna-
skilnað bandarísku kvikmynda-
Ieikaranna Tom Cruise og Nicole
Kidman. Takk fyrir. Klapp,
klapp. Afram, áfram."
Tengsl við Sjálfstæðisflokk
Hins vegar var fréttastofan
áfram til urnræðu á umræddum
fundi Utvarpsráðs, og sérstak-
lega það sem Bogi Agústsson
fréttastjóri sagði í þættinum Silf-
ur Egils þann 4. febrúar sl. þar
sem umræðuefnið var tengsl
fréttastofunnar og Sjálfstæðis-
flokksins. I bókun sem Mörður
Arnason, einn ráðsmanna Iét
gera á lundinum segir m.a.:
„Mér þykir óviðkunnanlegt að
fréttastjórinn skuli af því tilefni
nefna átta starfsmenn á Sjón-
varpi og Utvarpi og draga þá í
pólitíska dilka. Þegar um þessa
hluti er rætt manna á meðal er
raunar algengt að tengja einstak-
linga við pólitíska flokka og við-
horf. Reyndur sjónvarpsmaður
hlýtur þó að vita að spurningin
varðar fyrst og frcmst frétta-
stefnu, sjálfsmynd fréttastofunn-
ar og hver forysta henni er veitt.
Eg fer fram á að fréttastjórinn
Iáti af því að benda á vinnufélaga
sína sem pólitíska fjarvistarsönn-
un en skoði þess í stað eigin
vinnubrögð."
og fullkomið stereo
myndbandsfæki
^SAWISUNC