Dagur - 14.02.2001, Síða 2

Dagur - 14.02.2001, Síða 2
2 - MIÐVIKUDAGU R 14. FEBRÚAR 2001 . FRÉTTIR milljóna val Vatnsmvrina Þann 17. mars verður kosið um flugvöllinn í Reykajvík. um Vilt þú að íliigvöllur veröi í Vatnsmýrinni eftir 2016 eöa að flugvöllurmn fari eru spumingamar sem lagðar verða fyrir borgarbúar í uin 30 milljóna kosningum 17. mars. Borgarráð Rcykjavíkur hefur ákveðið að gefa Reykvíkingum kost á að kjósa um framtíð Vatnsmýrarinnar þann 17. mars nk. Að tillögu stýrihóps sem ann- ast útfærsluna kjósa borgarbúar um þessa tvo kosti: „Vilt þú að flugvöllur verði í Vatnsmýrinni eftir árið 2016?“ eða „Flugvöll- urinn fari úr Vatnsmýrinni eftir 2016.“ Velji fólk fyrri kostinn getur hann átt við um núverandi eða breyttan flugvöll að öllu eða einhverju leyti í Vatnsmýrinni. En verði síðari kosturinn ofan á hafa kjósendur ekkert um það að segja hvert völlurinn verður fluttur. Borgarráð ákvað í gær að niðurstaða kosninganna verði bindandi ef annað þessara skil- yrða verður uppíýllt: A.m.k. 3/4 hlutar atkvæðisbærra manna taka þátt í henni, eða a.m.k. 50% þeirra greiða atkvæði á sama veg. Áætlað er að kosningarnar kosti borgina a.m.k. 30-32 milljónir króna. Rafræn kosning Kosningin verður rafræn og borgarbúar geta kosið á hverjum hinna 5 kjörstaða sem þeim finnst þægilegast: Ráðhúsinu þar sem verða 10 kjördeildir, Kringlunni með 6 kjördeildir og Laugarnes-, Selja- og Engjaskóla þar sem 3-4 kjördeildir verða í hverjum skóla. Til að upplýsa borgarbúa sem best fyrir valið hafa borgaryfir- völd opnað vefsíðu (flugvollur.is) um flugvallarmálið, sem jafn- framt er hugsaður sem vettvang- ur til skoðanaskipta um Reykja- víkurHugvölI. Auk þess sem þar er að finna margvíslegar skýrslur og gögn sem málið varða gefst hagsmunaaðilum kostur á að kynna viöhorf sín á vefnum og einstaklingum að senda fyrir- spurnir og fá þeim svarað. Auk þess verður 4 síðna kynningar- bæklingi dreift inn á öll heimili í borginni. Og síðast en ekki síst verður opinn fundur í Ráðhús- inu sunnudaginn 18. febrúar kl. 14 sem sjónvarpað verður um allt Iand. Áætlað er að sjálfar kosningarnar muni kosta um 18 milljónir króna en upplýsinga- starfsemin um 12-14 milljónir. - HEI Björk timefnd Björk Guð- mundsdóttir var ckki tilnefnd til Óskarsverðlaun- anna fyrir leik sinn í hinni um- deildu kvikmynd Myrkradansarinn, eins og ýmsir höfðu spáð, en hins vegar fyrir lag sem hún samdi fyrir myndina. Það heitir „I’ve seen it all“ og er tilnefnt sem eitt af fimm bestu lögunum í kvikmynd á síðasta ári. Texta- höfundurinn, Sjón, er líka til- nefndur. Englar Alheimsins var heldur ekki tilnefnd til Óskarsverð- Iauna. Nafii piltsins sem lést Maðurinn sem lést eftir umferð- arslys á mótum Drottningar- brautar og Þórunnarstrætis á Ak- ureyri sl. sunnudag hét Magnús Brynjar Guðjónsson. Hann var tvítugur að aldri, til heimilis að Móasíðu 6a á Akureyri og lætur eftir sig unnustu. Slysið varð um miðjan dag á sunnudag og lést maðurinn á sjúkrahúsi í Reykja- vík aðfaranótt mánudags af völd- um áverka sem hann hlaut. - SBS. Björk Guð- mundsdóttir. Átta prósent mun- ur er oí mikið Hart er nú deilt um hvort taka beri innlendum eða erlendum tiiboðum í skipasmíðaiðnaði. Forstjóri Ríkiskaupa harðorður í garð Fé- lags jámiðnaðar- manna en segir að fé- laginu verði svarað málefnalega. Forstjóri Ríkiskaupa, júlíus Sæ- berg Olafsson, segist vera hneykslaður á orðum Hjálmars W. Arnasonar, alþingismanns og formanns iðnaðarnefndar Al- þingis í Dcgi í gær þar sem hann segir m.a. að útboðið á hreyting- um á varðskipunum Ægi og Tý sé algjört klúður og óskiljanlegt af hverju ekki var farið að dæmi margra annarra Evrópuþjóða og láta útboðsgögnin vera á móður- málinu, þ.e. fslensku. Júlíus seg- ir augljóst að leiða verði formann iðnaðarnefndar Alþingis í allan sannleika um eftir hvaða reglum sé unnið á Ríkiskaupum. „Við erum að vinna í því að svara fyrirspurn frá Félagi járn- iðnaðarmanna vegna ákvörðunar Ríkiskaupa að ganga til samn- inga við pólska skipasmíðastöð um viðgerðir á varðskipunum, og sú tilkynning kemur til fjölmiðla jafnsnemma og til Félags járn- iðnaðarmanna. Það er ekki langt í það. Við munum svara því mál- efnalega. Járniðnaðarmennirnir sendu sína fyrirspurn þar sem spurt var m.a. hvort Ríkiskaup væru að taka hagstæðasta tilboð- inu um leið til Ijölmiðla og til okkar, og það er alveg nýtt að upplifa það að opinber bréf séu svo mjög opinber eins og þarna varð raunin á.“ - En voru möguleikar á því að taka innlendum tilboðum fremur en því pólska fyrst munurinn var ekki meiri en raun ber vitni? „Munurinn var rúmar 7 millj- ónir króna og það er heilmikill munur ef litið er á heildartöluna, eða 8% munur. Út frá þeim fræð- um sem okkur ber að vinna eftir er 1% munur kannski eitthvað sem menn geta horft fram hjá, alls ekki rneira," segir júlíus Sæ- berg Ólafsson, forstjóri Ríkis- kaupa. - GG Þjóðarskönmi verði útrýmt „Jafnréttisráð fagnar því frum- kvæði sem felst í launakönnun Verzlunarmannafélags Reykja- víkur og úrvinnslu gagna til að meta kynhundinn launamun. Ráðið beinír því til annarra stétt- arfélaga að athuga möguleika á að framkvæma svipaðar athugan- ir innan sinna véhanda. Jafn- framt vekur Jafnréttisráð athygli á þvf að allt frá útgáfu rannsókn- ar Jafnréttisráðs „Launamyndun og kynbundinn Iaunamunur" árið 1995 hafa athuganir sýnt mjög svipaðan launamun kynja,“ segir í ályktun frá ráðinu. Ennfremur segír að Iaunamun- ur sem ekki verði skýrður með öðru en mismunandi kynferði fái ekki staðist lög. „I þessu ljósi er full ástæða til að skoða enn og aftur hvað unnt er að gera til að útrýma þeirri skömm sem felst í því að konum eru greidd lægri laun en körlum fyrir sambærileg störf." Ráðið skorar á aðila vinnumarkaðarins og stjórnvöld að leita allra ráða til að finna lausn á þessum vanda. - BÞ Dómui' kiósenda ekki lýðskrum „Rosalega eru borgarbúar vit- lausir, samkvæmt þessari ályktun minnihlutans," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, aðspurð um þá gagnrýni minnihluta D-listans í borgarstjórn að Reykjavíkur- listinn sé „að slá ryki í augu borgarbúa” með fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um framtíð Reykj avíku rfl u gval I a r. D-listinn kallar atkvæða- greiðsluna lýðskrum og segir borgarstjóri það eldd koma á óvart að minnihlutinn skuli taka þennan pól í hæðina. „Þessi mál hafa verið til um- ræðu frá því haustið 1999, þegar ákvörðun var tekin um að fara út í atkvæðagreiðsluna. Eg get ekki litið á það sem lýð- skrum þegar mál eru lögð í dóm kjósenda, ekki síst í ljósi þess mikla áhuga sem er á málinu og á því að taka þátt í þessari ákvörðun.” Borgarstjóri hafnar þeirri gagnrýni sem réttmætri að atkvæða- greiðslan verði dýr, en hún á að kosta um 30 milljónir kióna. „Ég verð ekki vör við að minnihlutinn sjái eftir þeim peningum sem fóru í kosninguna um sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness. Var þó þátttaka af hálfu horgarbúa lítil. Áhuginn á flugvalíarmálinu er hins vegar mikill og búist við mikilli þátttöku. Almennt má segja um málið að llugvöllurinn hefur verið deiluefni allt frá upphafi. Það hefur háð uppbyggingu og þróun flugvallarins að það hefur aldrei verið ákveðið með afgerandi hætti hvort hann eigi að fara eða vera,“ segir horgarstjóri. - FÞG Dregið saman hjá Frjálsa Ákveðið hefur verið að hætta starfsemi markaðssviðskiptasviðs Frjálsa fjárfestingarbankans í framhaldi af kaupum Kaupþingis hf. á meirihluta hlutafjár í bankanum. Frá og með deginum í dag, 14. febrúar, mun Frjálsi fjárfestingarbankinn hætta miðlun markaðs- verðbréfa.svo og eigin viðskiptum með skráð verðbréf. Þá hafa þrfr starfsmenn markaðsviðskiptasviðs Frjálsa nú hætt störfum fyrir bankann og eru komnir í störf á svi|)uðu sviði hjá Kaupþingi hf. - SBS. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.