Dagur - 14.02.2001, Page 5

Dagur - 14.02.2001, Page 5
MIDVIKVDAGVR 14. FEBRVAR 200 1 - S Tk&pr. FRÉTTIR Kanamir vildu ekki selja fyrr Ágreiningiu: var inilli bandaríska fyrirtækis- ins og íslenska ríkisins um hvort selja ætti Kís- iliðjuna á sínuiii tíma. Framkvæmdastjóri er bjartsýnn á hag nýrrar framleióslugreinar. ennirna Kaup Allied EFA á Kísiliðjunni við Mývatn af ríkinu og Celite Cor- poration eru bundin ýmsum skil- yrðum. Þar á meðal er fyrirvari um samþykkí Alþingis en samkvæmt Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráð- herra vill ríkisstjórnin tnggja eins og kostur er áframhaldandi at- vinnu við Mývatn og iðnaðarráðu- neytið hafi metið kísilduftverk- smiðju við Mývatn vænlcgan kost. Allied EFA leitaði fyrst til ríkis- ins um hugsanleg kaup á verk- smiðjunni árið 1998 en ekkerl varð af því þá. Viðræður voru í gangi á milli ríkisins, Celite og Allied EFA árið 1999 cn þær Iciddu ekki heldur til sölu Kísiliðj- unnar. A síðasta hausti tók Celite aftur upp váðræður við Allied EFA og leiddu þær til þeirra samninga sem nú liggja lyrir. Allied EFA er fyrirtæki í eigu EFA (Eignarhalds- félagið Alþýðubankinn) og Allied Resource Coqroration. Byggt á sömu lóð Ef niðurstaðan verður jákvæð mun nýja verksmiðjan rísa á lóð Kísiliðj- Starfsmenn Kísiliðjunnar bíða eftir fréttum af örlögum sínum á fundi síðdegis í gær. - mynd: brink unnar. Auk þess verður sett á stofn viðræðunefnd milli Allied EFA og ráðuneytisins um frekari iðnaðar- uppbyggingu félagsins hér á landi. Alliecí EFA hyggst stofna félagið Promeks á íslandi til að kaupa Kís- iliðjuna \'iö Mývatn og eiga og reka fyrirhugaða kísilduftverksmiðju. Aformin eru í stuttu máli þannig að kísilgúr verði framleiddur, að fengnu nýju námaleyfi, til ársloka 2004 með möguleika á framleng- ingu um allt að tvö ár. Ekkert er öruggt Hvernig metur Gunnar Öm Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ktsiliðjunnar, stöðuna? „Ekkert er öruggt í viðskiptum en þessir nýju aðilar eru að koma hingað til að byggja upp. Þcir eru að kaupa aðstöðu og fyrirtæki í fullum rekstri og hafa fullan hug á að halda þeim rekstri áfram. Það er aldrei hægt að meta stöðuna til fulls en ég er mjög bjartsýnn og tel að þarna séu sóknarfæri. - En nú var þessi kísilduftmögu- leiki lil skoðunar áður en sii vinna skilaði engu? „Það.var vegna þess að eigendur voru ekki tilbúnir að selja. Þá voru mjög flóknir samningar milli am- eríska eigandans og íslenska ríkis- ins og þeir samningar gerðu það að verkum að annar aðili gat ekld selt ef hinn aðilinn sagði nei." - Hvernig tengirðu þessi skref niina umræðu um náttúruvemd? „Eg tengi það tvennt í sjálfu sér alls ekki. Hér er um áhugaverðan fjárfestingarkost að ræða, blómlegt iðnaðarfyrirtæki með gott starfs- fólk. En þessir aðilar kaupa ekki nema vegna þess að þeir telja að þeir fái Ieyfi til að nota þessa að- stöðu áfram," segir Gunnar Orn. Þess má geta að verð Kísiliðj- unnar er talið frekar hagstætt fy'rir kaupendur af þeim sem til þekkja. - BÞ Jóhann Ársælsson. Brejtmgar hjaRank Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra boðaði á mánudag að nýtt frumvarp um skipan raforku- mála rnyndi senn verða lagt fram, sem hefði í för með sér miklar og afgerandi breytingar á mörgum sviöum, fyrst og fremst vegna til- skipunar ESB. Rarik hefur undir- búið skipulagsbreytingar vegna til- skipunarinnar, en ráðherra hafnar því að verið sé með því að fækka störfum á landsbyggðinni og færa störf til höfuðborgarsvæðisins. Ráðberra sagði þetta á þingi sl. mánudag þegar hún svaraði fyrir- spurn Jóhanns Arsælssonar Sam- íylkingunni urn málið og kvaðst ráðherra hafa orðið vör við „draugagang" og víða mikinn óróa í málinu. Jóhann spurði ráðherra í tilefni af fréttum um tilflutning á störf- um hjá Rarik og fækkun starfs- manna á Iandsbyggðinni. Þá vitn- aði Jóhann í bókun sveitarstjórnar Búðahrepps um skerta þjónustu og aukið óöryggi íbúanna, sem rafmagnsveitustjóri hafi brugðist hart við og borið til baka. Jóhann sagðist hafa heimildir fyrir því að þessar „skipulagsbreytingar væru á fullri ferð“. Jóhann gagnrýndi harðlega að skipulagsbreytingar hefðu hafist án undanfarandi um- ræðu á þingi. - ri>(, Fataútsolumar enn til hj argar Svo er góðum fataútsöium fyrir að þakka að vísitala neysluverðs hækkar aðeins um 0,2% í febrúar. Verðlag á innlendri al- mennri þjónustu hef- iir hækkað líkt og hensinið síðustu 12 mánuði - en innflutt- ar vörur aðeins 1-2% þrátt fyrir mikla gengislækkun. Svo er góðum fataútstölum fyrir að þakka að vísitala neysluverðs hækkar aðeins um 0,2% í febrú- ar, cn hefði hækkað þrefalt meira án þeirra. Hagstofunni reiknast til að verð á fatnaði og skóm hafi lækkað um tæp 7% milli mánaða í viðbót við rúm- lega 4% iækkun í janúar - sem samanlagt hefur lækkað vísitöl- una um 0,6% þessa tvo mánuði. Verðbólga síðuslu 12 mánaða mælist 3,3%. íbúðaverð enn að hækka Verðhækkanir milli mánaða voru yfirleitt fremur hólJegar, utan hvað rekstrarkostnaður heimilis- bílsins hækkaði um 2,2% vegna bensíns og viðgerða og bílverð 1%. Húsnæðiskostnaðurinn hækkaði líka talsvert; viðhald tæp 3%, húsalciga 1,3% og íbúðaverðið hækkaði enn um 0,6% milli rnánaða. Allar þessar hækkanir jöfnuðust hins vegar út með um 6% verðlækkun á ávöxtum, grænmeti og garðá- vöxtum, sem varð til þess að matarreikningurinn lækkaði lít- illega milli mánaða. Þjónusta hækkað líkt og bensínið Nær 7% verðhækkun á almennri þjónustu, er eitt af því sem at- hygli vekur þegar verðþróun síð- ustu 12 mánaða er skoðuð, enda litlu minni en alræmdar bensín- verðshækkanir (7,8%) á sama tíma. En þetta tvennt skýrir hátt í helming allrar verðbólgu á tímabilinu. Hins vegar eru bú- vörur og grænmeti aðeins rúm- Iega 1% dýrari en fyrir ári. Og merkilegt er að sjá - í ljósi mikill- ar gengislækkunar krónunnar undanfarna mánuði - að nýr bíll kostar nú aðeins 1,6% meira en í febrúar í fsrra og aðrar innflutt- ar vörur hafa aðeins hækkað kringum um hálft prósent. — HEI Gatnagerðargjaldið hækkað 14 23% Gatnagerðargjald í ReyKjavík verður frá 3.747 kr. á fernietra' (í fjölbýli) upp í 11.470 kr. m2 (í einbýli) eftir hækkun sem borgarráð hefur sam- þyklvt. Hækkunin frá núgildandi gjaldi er hlutfallslega mest í fjölbýli (22,5%) en minnst í einbýli (7,1%). Borgarstjórn er þó heimilt að gefa af- slátt frá þessari gjaldskrá vegna sér- hæfðs félagslegs húsnæðis í eigu stofnana, félaga eða félagasamtaka. I Reykjavík er gatnagerðargjald miðað við gölffermetra í húsbvggingum. Þrátt fyrir framangreinda hækkun vantar ennþá mikið á að gatnagerð- argjaldið standi undir kostnaði við gatnagerð í borginni. Athugun borg- arverkfræðings á kostnaði við gatnagerð í Grafarholti sýndi að gjaldið hefði þurft að riéma um 13.000 kr. á m2 í einbýli, um 10.300/m2 í rað- og parhúsum og rúmlega 5.000 I<r./m2 í fjölbýli, eða um 35% hærra en það hefur nú \erið ákveðið. Samkvæmt þessu þyrfti t.d. gátnagerðargjald fyrir 250 m2 einbýlishús að vera næstum 3,3 milljónir eða um 400 þús.kr. hærra en það hefur nú verið ákveðið. Og fyrir 100 m2 íbúð í fjöl- býli þyrfti um 500 þús.kr. gjald í stað 375 þús. samkvæmt ákvörðun. - HEl Kleppsvík dýpkuö fyrir 194 milliómr Borgarráo hefur samþykkt að taka um 194 milljóna tilbooi ístaks hl’. í dýpkun Kleppsvíkur 2001-2003. Alls bárust sex tilboð í þetta verk og átti ístak það eina sem var undir kostnaðaráætlun (rúmlega 92%). Hæsta boð átti hins vegar Van oard ACZ upp á 782 milljónir, fjórum sinnum hærra en tilboð lstaks og tvö önnur erlend tilboð voru upp á 331 milljón og 327 milljónir - eða ríflega 100 milljónum yfir hæsta ísíenska tilboð- inu. Verkið er boðið út sameiginlega af Reykjavíkurhöfn og Orkuveitu Reykjavíkur. Meginhluti verksins er dýpkun aðsiglingarinnar að Klepps- vík og-dýpis við alla hafnaraðstöðu á þeim stað. En samhliða dýpkun þarf að grafa niður og ganga frá 132.000 kw háspennustreng Orkuveitunnar, sem þverar fýrirhugað dýpkunarsvæði. Háspennustrengurinn var lagður 1973 og er ein af meginaðfærslum raforku til Reykjavíkur. Á götum borgarinnar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.