Dagur - 14.02.2001, Page 6

Dagur - 14.02.2001, Page 6
6 - MIDVIKUDAGUR 14. FF.BRÚAR 2001 ÞJÓÐMÁL m**em Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjori: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo og 800 7060 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i.ooo KR. Á mánuði Lausasöluverð: ibo kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: valdemar@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVíK)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páli Reyniss. (AKUREYRI)460-6191 Valdemar Valdemarsson Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRi) 551 6270 (REYKJAVíK) Útboð á bömiun í fji’sta lagi Sjálfstæðisflokkurinn leggur vaxandi áherslu á að hleypa einka- fyrirtækjum á heilbrigðis- og menntakerfið. Hingað til hafa aðr- ir flokkar staðið gegn slíkum atlögum að mestu, enda talið það stefnu sína að standa vörð um rétt allra landsmanna til að hafa jafnan aðgang að velferð og menntun. Það hefur þannig Iengi verið sameiginleg grundvallarstefna mikils meirihluta þjóðarinn- ar að börn eigi að fá samskonar menntun í grunnskólum lands- ins án tíllits til búsetu, fjölskylduhátta, trúarbragða eða peninga- Iegrar afkomu. Þjóðin hefur hafnað því að gert sé upp á milli barna að þessu leyti; þau eigi öll sama rétt. En það kann brátt að heyra sögunni til. í öðru lagi Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði standa fyrir alvarlegri atlögu að jafnrétti allra til samræmds grunnskólanáms með því að láta einkafyrirtæki taka að sér stjórn eins grunnskólans í bænum. Kostnaðurinn af rekstri þessa skóla verður að sjálfsögðu greidd- ur af almenningi, en eyðsla skattpeninganna verður í höndum þeirra sem best bjóða. Guðmundur Arni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði, hefur kallað þessa fyrirætlan útboð á börnum. Það er réttnefni. Þarna er af pólitískum ástæðum verið að leyfa einkaaðila að bjóða í menntun barna á grunnskólaaldri. í þriðja lagi Þótt skattborgararnir greiði kostnaðinn af þessum nýja skóla eins og öðrum grunnskólum, hlýtur hann að verða rekinn út frá hagnaðarforsendum, því væntanlega ætla þeir sem bjóða í rekst- urinn að hafa eitthvað fyrir sinn snúð. Sá hagnaður verður ekki mældur í jafnrétti barna til náms heldur peningum. Ummæli menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins bera með sér að hann mun fagnandi leyfa þetta útboð. Þótt sumir þingmenn hins stjórnarflokksins hafi lýst efasemdum og sagt þessa fyrirætlan andstæða stefnu Framsóknarflokksins, bendir ekkert til þess að þeir ætli að setja samstarfsflokknum stólinn fyrir dyrnar. Því miður. Elías Snæland Jónsson. Sameinaðir sj álfstæðismeim Það gladdi Garra að sjá að sjálf- stæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur hafa vaknað til lífs- ins og eru farnir að gagnrýna Reykjavíkurlistann af fullum krafti. Það hefur nánast ekkert heyrst þaðan undanfarna mán- uði og misseri nema ámátlegt væl endr- um og sinnum. En nú er minnihlutinn semsé allt í einu far- inn að láta heyra í sér og stendur meira að segja sameigin- lega að því að veita Reykjavíku rlistanu m aðhald. Öðru vísi Garra áður brá! Og málið sem nær að sameina sjálfstæðismenn er auðvitað flugvallarmálið. Málið sem sundrað hefur öllum öðrum pólitískum fylkingum virðist semsé hafa náð að sameina - loksins - sjálfstæðismenn í borg- arstjórn. Inga Jóna Þórðardóttir. ekki áttaði sig á því hvað fclst í málflutningi R-listans. Nýjai upplýsingar Sjálfstæðismenn benda nefni- lega á að atkvæðagreiðslan um flugvöllinn sé einungis við- horfskönnun og ekki bindandi íýrir fram- tíð vallarins. Auk þess benda þeir á að flugvöllurinn muni verða í Vatnsmýrinni Iram til 2016 og at- kvæðagreiðslan muni engin áhrif hafa á þá staðreynd. Hér eru á ferðinni nýjar og afar mildl- vægar upplýsingar. Reykjavíkurlistinn er greinilega svo ófaglegur í öllum sínurn mál- flutningi að honum hefur ekki einu sinni tekist að koma lýð- skruminu til skila til lýðsins! Fullyrða niá að einungis örfáir hafi áttað sig á þvf að R-Iistinn Atkvæðagreiðsla Raunar er það nú ekki svo ein- falt að flugvallarmálið sem slíkt hafi náð að sameina minnihlut- ann undir forustu Ingu Jónu Þórðardóttur, heldur er það frek- ar meðferð R-Iistans og at- kvæðagreiðslan um flugvöllinn sem sameinar sjálfstæðismenn- ina. Og í þessari sameiningu sjálfstæðismanna er eitt orð sem öðrum fremur virðíst virka sem sementið í málflutningi þeirra. Þetta er orðið „lýðskrum". At- kvæðagreiðslan um flugvöllinn er „lýðskrum" og málatilhúnað- ur Reykjavíkurlistans er allur eitt allsherjar „lýðskrum". En það sem Garra þykir þó markverðast í hinni óvæntu gagnrýni eru þó upplýsingamar um í hverju lýð- skrumið felst, því Garri er einn þeirra - eflaust fjölmörgu - seni telur viðhorfskönnun sína vera bindandi, enda hefur allt annað mátt skilja á íjölmörguni um- mælum talsmanna hans um skeið. Þá hefur það líka tekist illa hjá R-Iistanum að koma þeim fyrirætlununi sínum á framfæri að það eigi að flytja völlinn fyrir 2016. Þvert á móti hefur það iðulega komið fram hjá borgarstjóra og fleirum að hann eigi að vera til 2016! Þannig að getuleysi R-listans er algert! Hann getur ekki einu sinni komið eigin lýðskrumi á framfæri við almenning! Garri hlýtur að fagna nýfenginni sam- einingu sjálfstæðismanna, því annars er eins víst að lýðskrumið í þessu máli hefði alfarið farið framhjá honum!! — GARRl ODDUR ÓLAFSSON SKRIFAR í heimi stjómmálanna rekur hver rokufréttin aðra. Allar fjalla þær uni kjiir varaformanns Framsóknar- flokksins, seni fram fer í næsta mánuði. Þingmenn flokksins ryðj- ast út úr skápunum hver um annan þveran og tilkynna framboð. Aðrir liggja undir feldi og hugsa sítt ráð og enn aðrir taka á móti fjöldaá- skorunurrí aðdáenda sinna þar sem þeir eru hvattir til að gefa kost á sér. Fréttaflutningurinn af þessu ofsa- spennandi innanflokksmáli fram- sóknar er einna líkastur því að'for- setakjör séu í nánd, umsókn um að- ild að Evrópusambandinu cða eitt- hvað viðlíka. Flokksdeildir reka áróður fyrir frambjóðehdum og því er komið á framfæri að varaformaður Ilolddns verði að koma úr kjördæmi sem er svona eða hinsegin í Iaginu og verði að vera af tilteknu kyni, sem er eðli- legt þar sem pólitískur rétttrúnaður er orðinn innmúraður í framsókn. Þannig cru þrír af sex ráðherrum Valdastreita í Framsókn flokksins kvenkyns og stefnt er að því að jöfnuður ríki í öllum deildum og framboðum flokksins. Það er að segja kynjajöfnuður. Þetta gengur bærilega eins og sjá má á röðuninni í ráð- herrastólana. Formúlan Enginn efast um að fram- sókn er einlægur jafnrétt- isflokkur. En samkvæmt formúlunni, að sumir séu jafnari en aðrir, herst flokkurinn af alefli gegn jöfnun atkvæðisréttar. Sumir þingmenn hafa mun færri atkvæði á bak við veldi sitt en aðrir. Þegar kemur að hlutaskiptum sjáv- aralla fá nokkrir allt en aðrir ekkert. Sjávarplássum er bættur skaðinn með því að skaffa þeim símavörslu. Þannig ná þau jafnrétti við hug- búnaðarmógúlana lýrir sunnan. Talið er að þrír þingmenn fram- sóknar íhugi ekki framhoð til vara- formannskjörs. Einn þeirra er Hall- dór formaður. En í þeim sviftingum sem nú standa yfir í flokknum, dettur engum í hug sá möguleiki, að varafor- maðurinn sé ekki endi- lega þingmaður og jafnvel ráðherra líka. I ölllu jafnréttishjalinu fer lítið íýrir hugmyndum um valddreifingu. Is- lensku stjórnmálaflokk- arnir eiga það allir sam- merkt, að þjappa valdinu saman og að flokksstjórn og rfkisstjórn sé nokkurn veginn það sama þegar svo vill verkast. Undantekning er Sjálf- stæðisflokkurinn, sem cr svo hepp- inn að eiga Kjarlan Gunnarsson að. Ráðherrar þurfa ekki að hafa áhyggjur af flokksstarfí meðan hans nýtur við. Stórmálið milda Svo vill til, að þegar framsókn seint og um síðir sér ljósið og innleiðir pólitískan rétttrúnað molnar fýlgið af flokknum. I kosningum og skoð- anakönnunum fækkar jieim óð- fluga sem telja að flokkurinn eigi erindi í stjórnmálabaráttuna, svo- kallaða. Það herðir aðeins rétttrún- aðin n. Nokkru eftir síðasta flokksjiing forðaði varaformaðurinn sér í skjól- gott embætti. Sýnilega hefur ekki borið á, að llokkurinn hafi beðið neinn skaða af. En allt í einu er varaformannskjörið orðið að stór- máli sem skyggir á allt annað stjórnmálastarf í landinu. Framtíð flokks og þjóðar veltur á þvj, hvort varaformaðurinn verður ráðherra að austan, kona úr ein- hverju kjördæmi Reykjavíkur, dreif- býlisjöfur að vestan eða einhver önnur sort af framsóknarmann- eskju. Hverju það breytir reynir undirritaður hvorki að skilja né út- skýra. Undir framsóknar- merki. Fyrirhverra hluta sahir veiikir Sighvats Björg- vinssonar minnst sem stjómmálamanns? Margrét Frímannsdóttir varafomiaðiirSamJylldngarinnar. „Stjórnmálamanns- ins Sighvats Björg- vinssonar verður minnst fyrir margt. Sem formaður Al- þýðullokksins gengdi hann lykil- hlutverki í því ferli að stofna Sam- fýlkinguna, sinnti málinu af einurð og ég efast um að aðrir hefðu gert það betur af hálfu hans Ilokks. Oll- um þeim störfum sem Sighvati eru falinn gegnir hann af mildlli trú- mennsku. Sem hcilbrigðisráðherra var hann umdeildur, líklega |ió helst vegna þess að hann hafði kjark til þess að taka á ýmsu, sem aðrir höfðu látið undir höluð leggj- ast að gera.“ Eiríkur Finnur Greipsson sparisjóðsstjóri á Flateyri. „Það merkasta sem Sighvatur Björg- vinsson gerði í stjórnmálunum var efalítið að reyna að ná íslenskum vinstri mönnum saman í eina fylkingu. Það hvernig síðan tókst til er önnur saga, þó mér finnist sérstakt að Sighvatur skyldi ekki ætla sér þar forystusæti. Sem þingmaður Vestfirðinga tel ég að Sighvatur hafi verið okkur trúr og ekki staðið sig verr en aðrir þing- menn okkar í að leysa úr ýmsum brýnum hagsmunamálum kjör- dæmisins." Magnús Leópoldsson fasteignasali. „Eg er nú ekki verri í mér en svo að ég vil trúa að sú fræga ræða sem Sighvatur flutti á Alþingi snemma árs 1976 hafi einfaldlega ver- ið tilkomin vegna þess að hann var gabbaður. Hún á sér í stórum dráttum séð enga stoð í raunveru- leikanum. Kjarni hennar var m.a. að gera Olaf Jóhannesson þáv. dómsmálaráðherra tortrvggilegan vegna rannsóknar Geirfinnsmáls- ins þegar verið var að reyna tengja Klúbbinn við það mál. - Eg þekki Sighvat ekki persónulega, en mér hefur verið sagt að hann sé dug- mikill í hverju |iví sem hann tekur sér fýrir hendur og vona að það sé satt." SigurikirE. Guðmundsson fv. framkv.stj. ogAIþýðufloksmaðnr. „Við Alþýðuflokks- fólk hljótum að verða honum ævin- lega þakklát lyrir að hafa fórnað körft- úm sínum allt frá unglingsárum í þágu flokksins. Eg tel jafnframt að Sighvatur sé tímamótamaður í íslenskum stjórnmálum því hann hafði forgöngu uni að sameina ís- Ienslca jafnaðarmenn í einn flokk, Samfýlkinguna, eftir að hreyfing þeirra klofnaði 1938. Sighvatur átti mikinn atbeina að ])ví að markmiðið náðist, enda þótt margir fleiri leggðu hönd á plóg - s.s. Margrét Frímannsdóttir."

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.