Dagur - 14.02.2001, Page 8
8- MIÐVIKUDAGUR 14. F E I! R Ú A II 2001
SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
Birgir
Guömundsson
biggi@dagur.is
„Verstar eru
greinar „þjóð-
kunnra manna"
um „þjóðkunna
menn“. Þar hafa
formúlurnar
minnsta merk-
ingu. Þær segja
lítið um hinn
Iátna en heilmikið
um hirðsiði sam-
félagsins, kureis-
isleg látalæti þar
seni eltkert er
eins og það sýn-
ist“.
kveðið
Þaö er alltaf gaman að heyra dýrt kveðnar
vísur en sífellt sjaldgæfara er nú að heyra vel
orta vísu t.d. sléttubönd. Þessi kúnst er þó
sfður en svo útdauð eins og Skarphéðinn As-
björnsson hjá Rarik í Húnaþingi hefur sann-
að mjög eftirminnilega en hann samdi á dög-
unurn gátu undir yfirskriftinni: Hver er mað-
urinn? Gátan/vísan er svona:
Svanna heillar, aldrei á
amorsbrögðum klikkar.
Manna beslur, sjaldan sá
sætir vafa ykkar.
Maðurinn sem ort er uni er Guðmundur Eiríksson í Bröttuhlíð í Svartár-
dal, sem margir þekkja af merkilegum hatti sem hann gengur iðulega með.
Og eins og vísan ber með sér er Guðmundur mikill gleðimaður og sjarmör.
Ahugamenn um góðar vfsur og sléttubönd eru eflaust þegar búnir að lesa vís-
una aftur á bak líka, en fyrir hina sem óvanir eru má líka skrifa upp vísuna
þannig:
Sætir vafa ykltar sá
sjaldan, bestur manna.
Klikkar amorsbrögðum á
aldrei, heillar svanna.
Sigurður Þór
Guðjónsson, rit-
höfundur í grein
um minningar-
greinar í Morgun-
blaðinu í gær.
Skilaboð imgliðaraia
Því hefur oft verið haldið fram að ungliðar stjórnmálaflokkanna séu óragari
en aðrir við að segja opinberlega það sem hinir eldri í flokkunum eru að
hugsa. I Ijósi slíkra kenninga, og raunar í Ijósi þess að mörgum framsóknar-
mönnum á Alþingi leið illa undir umræðum um útboð á grunnskólakennslu
í f\'rradag, er fróðlegt að lesa hvað ungir framsóknarmenn segja um þessi mál
á vefsíðu sinni, Maddömunni: „En þegar farið er að ræða um útboð á
kcnnslu grunnskólanemenda finnst Maddömunni of langt gengið og að
framsóknarmenn séu farnir að gefa fullmikið eftir í samstarfi sínu við sjálf-
stæðismenn. Góð sátt hefur verið um það hingað til að áður ríki og nú sveit-
arfélög sjái um rekstur og starfsemi grunnskólanna í landinu. Ef fara á að
brjóta á þessari sátt er kominn tími til fyrir framsóknarmenn að staldra við
og spyrja sig þeirrar spurningar hvort þetta stjórnarsamstarf sé þess virði að
halda því við.“
■ fína og fræga fólkið
John Travolta kemur
sterkur inn í „Prampid66
Það er mál manna að það
kunni að verða talsverð keppni
um það hver hlýtur Osk-
arsverðlaunin í ár, en hins
vegnar virðist það ekki ætla að
verða nein spurning um hver
muni hreppa „Prumpið" -
verðlaunin um verstu myndina
í ár. Þar hefur myndin „Battle-
field Earth" eða „Orrustuvöll-
urinn jörðin", sem er vísinda-
drama, fengið átta tilnefning-
ar, og ber höfuð og herðar yfir
allar aðrar myndir. Meðal
„Prump - tilnefninga" myndar-
innar má nefna að John
Travolta er tilnefndur sem ver-
sti leikarinn, eiginkona Tra-
volta, Kelly Preston er tilnefnd
sem versta leikkona í auka-
hlutverki, og myndin skartar
auk þess tilnefningu sem
myndin með versta handritið
og verstu leikstjórnina. Gullnu
prumpverðlaunin, eða „The
Golden Raspberry Awards“
sem veitt hafa verið í
Hollywood í um 20 ár fyrir -
verstu frammistöðuna í kvik-
myndaheiminum verða afhent
þann 24. mars, daginn fyrir
Oskarsverðlaunaafhending-
una.
Aðrar kvikmyndir sem fengið
hafa margvíslegar tilnefningar
til Prumpverðlauna eru: „Book
of Shadows: Blair Witch 2“,
„Flintstones í Viva Rock Veg-
as”, „LittJe Nicky", og „The
Next Best Thing”.
Madonna sem í fyrra var út-
nefnd sem versta Ieikkona ald-
arinnar kemur nú sterk inn í
Prumpið aftur fyrir túlkun sína
á einstæðri móður í myndinni
„The Next Best Thing.”
Sylvester Stallone, sem líka
er góðkunningi Prumpverð-
launa er einnig tilnefndur fyrir
endurgerðina á myndinni „Get
Carter." Stallone var jú í fyrra
valinn versti leikari aldarinnar.
En það eru þó miklu fleiri
sem koma við sögu Prump-
verðlaunanna að þessu sinni
og á þeim lista eru m.a. Mel-
anie Griffith lyrir leik sinn í
„Cecil B. Demented", Demi
Moore fyrir leik sinn í „Passion
og Mind“, Kim Basinger fyrir
leik sinn í bæði „I Dreamed of
Africa“ og „Bless the Child".
Þeir sem vinna til Prumverð-
launa fá sérstaklega sprautu-
málaðan gullbikar, en þetta
eru yfirleitt talin minnst eftir-
sóknarverðu verðlaun, sem
kvikmyndaleikari getur fengið!
John Travolta er tilnefndur sem versti leikarinn og kona hans Keiiy
Preston sem versta leikkona í aukahiutverki. Hér má sjá þau hjóna-
korn í frumsýningarsamkvæmi myndarinnar en á milli þeirra stendur
Quentin Tarantino.
ÍÞRÓTTIR
Petersons níu
sÍTimun valiim
í Dagsliðið
Þegar fjórtán umferðum er lokið í
Nissandeild karla í handknattleik,
hefur Lettinn Alexander Peter-
sons, örvhenta skyttan í frábæru
liði Gróttu/KR, níu sinnum verið
valinn í Dagsliðið og hefur nú
tveggja stiga forskot á Litháann
Savukynas Gintaras, leikstjórn-
anda Aftureldingar, á toppi Dags-
listans.
Næstur á Dagslistanum, í þriðja
sæti, er Einar Örn Jónsson, horna-
maðurinn knái úr Haukum og hef-
ur hann verið valinn fimm sinnum
í liðið, einu sinni oftar en þeir
Andreas Stelmokas, KA, Guðjón
Valur Sigurðsson, KA og Róbert
Gunnarsson, Fram.
Þar sem aðeins fjórum umferð-
um er ólokið í Nissandeildinni,
eru þeir Petersons og Gintaras,
einu leikmennirnir sem eiga raun-
hæfa möguleika á að vinna Dags-
bikarinn, sem gefinn er af fyrir-
tækinu Markómerki í Hafnarfirði,
þar sem Einar Örn getur aðeins
jafnað muninn við Petersons.
Verður Petersons að teljast líkleg-
ur sigurvegari með sama áfram-
haldi, en hann átti frábæran leik,
bæði í vörn og sókn í stórsigrinum
gegn FH um helgina og skoraði
þar sjö mörk í öllum regnbogans
litum.
Alls fimmtíu og tveir leikmenn
hafa til þessa verið valdir í
Dagsliðið og eru flestir frá Hauk-
um, eða alls sjö, en oftast hafa
leikmenn Aftureklingar verið vald-
ir í liðið, eða alls fímmtán sinnum,
einu sinni oftar en leikmenn
Hauka, sem eru í öðru sætinu.
Staðan á Dagslistanran:
o-----------------------
Alexander Petersons, Gr./KR
O-----------------------
Savukynas Gintaras, UMFA
o—----------------------
Einar Örn Jónsson, Haukum
O-----------------------
Andreas Stelmokas, KA
Guðjón Valur Sigurðss., KA
Róbert Gunnarsson, Fram
O-----------------------
Bjarki Sigurðsson, UMFA
Gunnar Berg Viktorss., Fram
Roland Eradze, Val
Þorv. Tjörvi ÓJafsson, Hauk.
0-----------------------
Bergsveinn Bergsveinss., FH
Birkir Ivar Guðmundss., Stj.
Eduard Moskalenko, Stjörn.
Gintas Galkauskas , UMFA
Halldór Ingólfsson, Haukum
Heimir Örn Arnason, KA
Hilmar Þórlindsson, Gr./KR
Hörður Flóki Ólafsson, KA
Maxim Fedioukine, Fram
Páll Þórólfsson, UMFA
Valdimar Grímsson, Val
O-----------------------
Alexander Arnarson, HK
Aliaksandr Shamcuts, Hauk.
Arnar Pétursson, Stjörnunni
Bjarki Sigurðsson, Val
Bjarni Fritzson, IR
Bjarni Frostason, Haukum
Bjami Gunnarsson, Stjörn.
O—--------------------
Davíð Ólafsson, Gróttu/KR
Einar Gunnarsson, Haukum
Erlendur Stefánsson, IR
Gísli Guðmundsson, IBV
Guðmundur Pedersen, FH
Hálfdán Þórðarson, FH
Héðinn Gilsson, FH
Hlynur Morthens, Gró./KR
Hrafn Margeirsson, IR
lngimundur Ingimundars., ÍR
Jóhann G. Jóhannsson, KA
Jón Andri Finnsson, IBV
Konráð Olavson, Stjörnunni
Magnús M. Þórðars., UMFA
Njörður Arnason, Fram
Ólafur Sigurjónsson, IR
Óskar Armannsson, Haukum
Sebastían Alexanderss. Fram
Snorri Guðjónsson, Val
Sverrir Björnsson, HK
Valgarð Thoroddsen, Val
Valur Arnarson, FH
Viktor Guðmundsson, FH
Zoltan Belányi. Breiðablik
Staðan eftir félögum:
Afturelding........... 15
Haukar................ 14
Grótta/KR ............ 13
KA.................... 13
Fram.................. 11
Valur.................. 8
FH..................... 7
Stjarnan .............. 7
ÍR .................... 5
ÍBV ................... 2
HK..................... 2
Breiðablik............. 1
Dagsliðið
14. iimferð
Alexander
Petersons
Gróttu/KR
Savukynas
Gintaras
UMFA
▼
Eduard
Moskalenko
Stiörnunni ^
Nissandeild
karla
Gunnar Berg
Viktorsson
Fram
Jóhann G.
Jóhannsson
KA
Konráð
Olavson
Stjörnunni