Dagur - 14.02.2001, Page 11

Dagur - 14.02.2001, Page 11
MIÐVIKUDAGU R 14. FEBRÚAR 2001 - 11 ERLENDAR FRETTIR Clinton er besti banda- maður Bush forseta Háttemi fráfarandi forseta og samstarfs- inaiiiia hans auðvelda Bush mjög að festa sig í sessi sem lands- föður. Bill Clinton hefur revnst Bush forseta haukur í horni á fyrstu vikum v'aldaferils hans. Eftir mikinn vandræða- gang og vafasöm úrslit forsetakosninganna var almennt litið svo á, að Bush væri illa að sigrinum kominn og vafasamt að hann ætti nokkurn rétt á að setjast að í Hvita hús- inu. Vafalítið dró það mjög úr sjálfstrausti for- setans og gerði honum erfitt fyrir að fóta sig í valdamesta embætti sem veröldin hefur upp á að bjóða. En fráfarandi for- seti kom honum til hjálp- ar. Síðan hann lét af emb- ætti hefur Clinton gert hvert glappaskotið af öðru með góðri aðstoð eigin- konu og samstarfsmanna. Oilug dagblöð, eins og NewYorkTimes og Washington Post, sem ávallt hafa stutt við bakið á Clinton, hafa nú snúist gegn honum og saka hann um að skaða flokk sinn og orðstfr með vafasömu framferði. A meðan á embættistöku Bush stóð fyrir framan þinghúsið létu aðstoðarmenn Clintons eins og götustrákar og unnu skemmdar- verk á tölvukerfi Hvíta hússins, sprautuðu lími í læsingar að skjalahirslum og skemmtu sér við fleira í þeirn dúr. Eftir emb- ættistöku Bush flutti fráfarandi forseti hápólitíska ræðu á Andrewsflugvelli og sagðist koma aftur og skipaði áhöfn for- setaflugvélarinnar, seni hann hafði ekki ráð yfir lengur, að fljú- ga til NewYork. Fylgdarlið Clint- ons lét greipar sópa um alla þá muni sem ekki voru naglfastir í flugvélinni. Það var ekki eftir teppi né koddi, borðbúnaður og ekki einu sinni hreinlætisvörur í flugvélinni eftir að liðið yfirgaf liana í New York. Það sem ekki var naglfast var horfið. Á síðustu stundum forsetafer- ilsins gaf Clinton hátt á annað hundrað sakamönnum upp sakir og hreinsaði mannorð þeirra. Komu þá upp hagsmunatengsl sem vart þola dagsbirtuna. Síðan kom í ljós að Clinton- hjónin höfðu á brott með sér rándýrar gjafir sem Hvíta hús- inu bárust á valdaskeiðinu. Þar var húsbúnaður af öllu tagi. Þeg- Clintonhjónin yfirgefa Hvíta húsið. „Afsakið“ segir rummungurinn þegar hann yfirgefur sviðið með feng sinn. „Orðstír Clintonfólksins er pottþéttur" segir önnur smáfígúran neðst tl vinstri. Hin svarar „Svo að þau komi örugglega aidrei tii baka“. ar að var f’undið skiluðu þau ein- hverju aftur, annað var greitt fyr- ir og einhverjar mublur og teppi hirtu þau rétt sisvona. Sem geta má nærri hafa póli- tískir andstæðingar gert sér mik- inn mat úr öllu þessu. Þótt sögu- sagnirnar af framkomunni séu ef til vill ýktar eru þær ekki bornar til baka og enginn biðst afsök- unnar. Hið síðasta er, að Clinton leigði 770 fermetra skrifstofu- húsnæði á 56. hæð í Canergie Hall Tower, sem er á dýrasta hluta Manhattan. Ríkið átti að borga leiguna. Þegar að var fundið, að ársleigan var 800 þús- und dollarar, eða um 68 millj. ísl. kr, bauðst Clinton til að greiða helminginn úr eigin sjóð- um. En í gær snérist honum hugur og er nú að skoða hús- næði í blökkumannahverfinu Harlcm, sem kostar ekki nema brot af því sem flottheitin við Central Park eru verðlögð á. Stanley Greenberg heitir mað- ur sem sá um skoðanakannanir fyrir Clinton á sínurn tíma og vann fltyrir Gore meðan á kosn- ingabaráttunni stóð á síðasta ári. Hann dregur ekki dul á það, að Gore gerði mistök þegar mikið lá við, svo sem í sjónvarpseinvígun- um við Bush. En hann naut eigi að síður mikillar tiltrúar kjós- enda, eins og kom á daginn þeg- ar talið var upp úr kjörkössun- um. Greenberg fygldi Bush í kosningaleiðöngrum um öll Bandaríkin. Hann segir nú, að í öllum fylkjum hafi hann hitt fólk sem sagðist gjarn- an vilja kjósa Gore, en gæti það ekki vegna fram- komu Clintons i embætti. Á sínum tíma héldu nokkir fréttaskýrendur því fram að Clinton væri Gore fjötur um fót, en lítið var á þá hlustað. Fréttir berast af því, að eftir kosningarn- ar hafi þeir félagar rifist heiftarlega og kennt hvor öðrum um hrakfarirnar. En víst er að eftir Moniku- hneykslið og vafasama svardaga forsetans, kóln- aði mjög á milli samherj- anna. Þá laug Clinton að varaforseta sínum eins og öllum öðrum. Fréttaritari breska blaðsins Guardian í Washington heldur því fram, að í Evrópu njóti Clinton trausts og aðdáun- ar, en litið sé á Bush sem van- hæfan kjána. I Bandaríkjunum er þcssu öðruvísi farið, eins og sjá má á úrslitum kosninganna, þar sem sáralítill munur var á lý'lgi frambjóðendanna. Háttsemi Clintons við lok for- setaferilsins og eftir að bann lét af embætti hcfur vakið upp andúð, sem kemur Bush mjög til góða. Ohjákvæmilega er hann borinn saman við forvera sinn, sem á farsælan stjórnmálaferil að baki og er síbrosandi glæsi- menni. Bush er nú sá ráðsetti landsfaðir sem hvorki skrökvar né stelur húsgögnum. Hann er maðurinn sem hægt er að treysta, en Clinton er útmálaður sem ótíndur götustrákur. Eftir átta ára leiðsögn Clint- ons hafa repúblikanar meiri- hluta í báðum þingdeildum og ráða Hvíta húsinu þar að auki í fvrsta sinn í hálfa öld. Það er ekld nerna von að demókratar séu hugsi. - OÓ Skylmingaþrælliim sigurstranglegur BEVERLY HILLsf - Kvik- myndin um rómverska skylm- ingaþrælinn - „Gladiator" - kemur langsterkust út úr til- nefningum til Óskarsverðlauna í ár, en myndin fær allt í allt 12 útnefningar. Meðal þeirra flokka sem tilnefningar koma í eru að Russell Crowe sé besti leikarinn og að Ridley Scott sé besti leikstjórinn. Aðrar mynd- ir sem tilnefndar eru í flokkn- um „besta rnyndin" eru mynd kfnverska leikstjórans Ang Lee „Crouching Tiger, Hidden Dragon,“ en sú mynd fær allt í allt 10 tilnefningar í hinum ýmsu flokkum. I þessum flokki, þ.e. besta myndin eru einnig tilnefndar myndirnar „Chocolat,“ „Erin Brockovich", og „Traffic". Tilnefningar sem besti leikarinn fengu auk Crowe, þeir Tom Hanks fyrir „Cast Away“, Javier Bardcm fyrir „Before Night Falls“, Ed Harr- is fyrir „Pollock" og Geoffrey Rush fyrir „Quills". Tilnefningar sem besta leikkonan blutu m.a. Julia Roberts fyrir „Erin Bronkovich“, Laura Linney fyrir „You Can Count on me“, Ellen Burstyn fyrir „Requien for a Dream", Juliett Binoche fyrir „Chocolat“, ogjoan Allen fyrir „The Contender". Óskarsverðlaunin verða veitt þann 25 mars. Englar alheimsins, íslenska myndin sem send var í forvalið var ekki tilnefnd sem ein af bestu erlendu mynd- Russell Crowe í hlutverki sínu sem skyimingaþræii. Hyimdai skilar methagnaði Samkvæmt ársreikningum Hyundai Motor Company, sem birtir voru í vikunni, nam velta kóreska bifreiðaframleiðandans 14,5 milljörðum dollara á síðasta ári, eða um 1.160 milljörðum íslenskra króna og hefur velta fý'rirtækisins því aukist um 28% á milli ára. Þar af voru bifreiðar fluttar út á erlenda markaði fyrir um 6,2 milljarða dollara, sem er um 26% aukning frá árinu áður. Sala á innlandsmarkaði, sem nam 8,3 milljörðum dollara, jókst á sama tíma um 29%. Samtals jókst heildarsala Hyndai MC um 23% frá árinu 1999, eða úr rúmlega 1.230 þúsund í 1.513 þúsund bifreiðar. Hagnaður fý rir skatta jókst um 58% eða úr 393 milljónum í 619 milljónir dollara. Að sögn Chung Mong-Koo, stjórnarformanns HMC, leiðir uppgjör ársins 2000 í ljós enn eitt metárið hjá Hyndai, sem sýnt hefur stöðuga veltu-aukningu á síðastliðnum árum. Hann segir að árangri síðasta árs verði, þrátt fyrir ýmis samdráttareinkenni á hclstu mörkuðum, fvlgt eftir með metnaðarfullum áætlunum fyrir yfirstandandi ár, enda hafi fyrirtækið margsinnis sýnt fram á að sem bifreiðaframleiðandi búi það yfir nauðsynlegum sveigjanleika til að laga sig að breyttum markaðsaðstæðum hverju sinni. 126 tilnefiimgar til friðarverðlauna Nobels OSLO - Samkvæmt bráðabirgðatölum norsku Nobelsnefndarinnar hafa 126 tilnefningar um friðarverðlaun borist nefndinni, en frestur til að skila inn tilnefningum rann út á dögunum. Meðal þeirra sem tilnefndir eru eru Rauði krossinn, sem raunar vann fyrstu friðarverð- launin fyrir 100 árum, hin bannaða Falun Gong hreyfing í Kína, Mannréttindadómstóll Evrópu og aðalritari Sameinuðu þjóðanna Kofi Annan. Að sögn talsmanns Nobelsnefndarinnar eru tilnefning- arnar nú orðnar 126 og þar af eru 28 þeirra stofnanir. ■ FRÁ DEGI TIL DflGS MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 45. dagur ársins, 320 dagar eftir. Sólris kl. 9.26, sólarlag kl. 17.59. Þau fæddust 14. feb. • 1404 Leon Battista Alberti, ítalskur arkitekt og Endurreisnarmaður. •1819 Christopher Latham Sholes, bandarfskur u ppfi n n i ngam a ð u r. • 1867 Þórarinn B. Þorláksson listmálari. • 1869 Nadezhda Konstantinovna Ivrup- skaya, rússnesk byltingarkona, eigin- kona Leníns. • 1913 James Riddle Hoffa, bandarískur verkalýösleiðtogi. • 1925 Guðni Guðmundsson fyrrverandi rektor. • 1927 Tómas Helgason prófessor. Þetta gerðist 14. feb. • 1404 Leon Battista Alberti, ítalskur arkitekt og endurreisnarmaður. •1819 Christopher Latham Sholes, bandarískur uppfinningamaður. • 1867 Þórarinn B. Þorláksson listmálari. • 1869 Nade/hda Konstantinovna Krup- skaya, rússnesk byltingarkona, eigin- kona Leníns. •1913 James Riddle Hoffa, bandarískur verkalýðsleiðtogi. • 1925 Guðni Guðmundsson fyrrverandi rektor. • 1927 Tómas Helgason prófessor. Vísa dagsins Sól og máni sýnir öld, sama vitnar manna geð, allir dagar öðlast kvöld, inn til þessa so hefur skeð. Jón Sigurðsson Dalaskákl (um 1685-1720) Afmælisbam dagsius Enski kvikmyndaleikstjórinn Alan Park- er hefur gert tjöldann allan af bíómynd- um sem eru afar ólíkar innbyrðis, allt frá Bugsy Malone sem hann gerði árið 1976 til Ösku Angelu fyrir rúmu ári. Af öðrum myndum má nefna Midnight Express, Fame, The Wall, Birdy, Angel Heart, Mississippi Burning, Commit- ments og Evita, og finnst ýmsum erfitt aö koma auga á eittnvað sameiginlegt með öllum þessum mvndum. Alan Parker er fæddur í London þann 14. febrúar árið 1944. Daúðinn er ekki svo skemmtilegur að maður eigi að sitja heima og bíða eftir bonum. Fríður Guðmundsdóttir Heilabrot Hvað er allt í kringum mann en sést þó ekki; hefur engan munn en lætur þó stund- um í sér heyra svo um munar; engin leið er að grípa í það, en þó getur maður fundið greinilega fyrir snertingu þess? Síðasta gáta: Hvers vegna er eftirfarandi þrentur orðum raðað með þessum hætti: súkkulaðiverksmiðja, pappakassar, íþróttaf- réttamenn? Lausn: Orðunum cr raðað eftir fjölda tvöfaldra samhljóða, þ.e. súKKulaðiverk- smiðja, paPPakaSSar, íþróTTafréTTa- meNN. Vefiir dagsins Á heimasíðu Manneldisráðs er meðal ann- ars hægt að meta hollustu eigin mataræðis: wvvw. ma n ne Idi. i s

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.