Dagur - 14.02.2001, Side 13

Dagur - 14.02.2001, Side 13
MIDVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 - 13 gur óbreyttu kerfi á því í september. Enn á ný vék Sverrir að fjölskyldufyrirtæki formanns Framsóknarflokksins, fyrrum sjávarútvegsráðherra. Hann benti á að auðlindamálin væru ekki afgreidd innan flokks- ins, þau yrðu rædd á komandi flokksþingi. En Kristinn var mjög afdráttarlaus í málflutningi sín- um. Setja á í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign og taka ætti upp hagnýtingarrétt gegn gjaldi fyrir hin tímabundnu afnot. Kristinn sagði útilokað að fram- lengja núverandi kerfi án breyt- inga. A síðasta flokksþingi Fram- sóknarflokksins hefði verið álvkt- Guðjón Arnar Kristjánsson, segir að „hingað tii hafi kvótabraskið verið eyðibyggða- stefna." að að óeðlilegt væri að einstakir aðilar gætu fénýtt endurnýjanleg- ar auðlindir í eigin þágu og nauð- svnlegt væri að koma í veg fyrir slíkt. Kristinn sagði að takmarka þyrfti að sumir útvegsmenn hefðu tekjur af öðrum útvegs- mönnum, þannig að einn hluti þeirra þyrfti að greiða hinum hlutanum verulegt fé. Byggðarlög yrðu illa úti og ekki hægt að byggja upp stöndugar útgerðir ef menn þyrftu að greiða óhemju fé Svanfríður Jónasdóttir, Samfylking- unni, sagði nauðsynlegt að skýra réttarstöðu eigenda auðlindarinnar með stjórnarskrárákvæði til annarra útvegsmanna á öðrum stöðum. „Sú leið að framlengja núver- andi ástand er ekki viðunandi. Það verður að breyta þessu. Það verður ekki gert nema með því að innkalla heimildir af þeim sem hafa þær fyrir og endurúthluta á jöfnum grundvelli. Það er engin önnur leið til til að jafna stöðu manna og til menn hætti vera leiguliðar annarra manna," sagði Kristinn. Páll Pétursson sagðist alltaf hafa verið andvígur veiðileyfagjaldi. Það væri skattur á landsbyggðina. ,?Hagræða sig í hel“ Arni Steinar Jóhannsson, vinstri grænum. sem sæti á í kvóta- nefndinni, sagði starfið hafa verið heillavænlegt skref, sem ekki breytti því að auðsöfnun ætti sér stað á fárra manna hendur og byggð að hrynja víða um land. „Þjóðin sættir sig ekki lengur við kvótakerfið". Skýrsla væri eitt, en hitt eftir sem væri notkun stjórn- valda á skýrslunni. „Stefnan er eftir og þar stendur hnífurinn í kúnni". Benti hann á að ekki væri hægt að tala um sátt ef almenn- ingur „þarf sífellt að fara í mál við stjórnvaldið til að gæta réttar síns". Arni taldi að í orkugeiranum stefndi í sömu vandamál og með sjávarútveginn. „Við höfum alls ekki rætt þessi mál öll í þaula, þannig að ljóst sé hvar þingmenn og þingflokkar standa". Arni sagði að hann og hans flokkur teldi nauðsynlegt að gera grundvallar- breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu. Menn væru nú „að hag- ræða sig í hel". Byggðakvóti „iimihaldslaust hjal“ Guðjón Arnar Kristjánsson, Frjálslyndum, sagði að Vestfirð- ingar hefðu löngum haft litlar mætur á kvótakerfinu. Ekki síst nú þegar fiskveiðirétturinn væri seldur burt í stórum stíl og sjó- menn og fiskvinnslufólk sæti eft- ir réttlaust. „Hingað til hefur kvótabraskið verið eyðibyggða- stefna," sagði Guðjón og taldi nefndina ekki á réttri leið að boða framseljanlegar aflaheimildir og alls ekki að setja alla báta undir kerfið. Ef bátarnir færu undir kerlið væri náðarhöggið fallið og ríkisstjórninni þá að „takast að leggja af byggð með því að drepa niður frumkvæði og kraft íbú- anna". Tómas Ingi Olrich, Sjálfstæðis- flokki, taldi að allt tal um byggða- kvóta væri innihaldslaust hjal. Kvóti yrði ekki tekinn af einu byggðarlagi til að aflienda öðru. Gjaldtaka væri skattur af lands- byggðinni sem spillti stöðu út- vegsins. Svanfríður Jónasdóttir, Sam- fylkingunni, sagði nauðsvnlegt að skýra réttarstöðu eigenda auð- lindarinnar með stjórnarskrárá- kvæði - og b'ka þeirra sem hafa af- not af henni, að þeirra réttur og skyldur liggi ljósar lyrir,"Endur- skoðun kvótakerfisins getur ekki farið fram án tillits til skýrslu auðlindanefndarinnar" sagði Svanfríður og sagði að enginn ætlaði sér að hlaupast undan þeim merkjum. „Er það gjafakvóti?“ Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði að oft hefði verið reynt að endurskoða kvótalögin, stundum hefði það tekist vel, stundum sæmilega, stundum illa. „Eg hcf alltaf verið andvígur veiðileyfagjaldi. Það er skattur á landsbyggðina," sagði Páll og vildi þá frekar fyrningarleiðina. Páll sagði hagsmuni stangast á, hags- munir hlutabréfaeigenda hefðu komið inn en hagsmunir sveitar- félaga og fiskvinnslufólks verið bornir fvrir borð. Hann nefndi at- vinnuleysi á nokkrum stöðum og í því sambandi að yfir þriðjungur botnfislsafla væri fluttur óunninn úr landi. Páll sagðist vilja fyrna eitthvað af kvótanum og taka aukningu á kvóta frá og festa hana á sveitarfélögin. Ogmundur Jónasson, vinstri grænum, sagði sterkan frjáls- hyggjutónn vera í skýrslunni. Nú- verandi kvótakefi hafi leikið byggðarlögin grátt og stuðlað að misrétti. Hann sagði rétt að mörg útgerðarfyrirtæki byggju við mikl- ar álögur - en ekki frá ríkinu held- ur frá einstaklingum sem seldu eða Ieigðu kvóta. Vilhjálmur Egilsson, Sjálfstæð- isflokki, sagði varðandi veiðileyfa- gjald, að grundvöllur þess væri að umframhagnaður væri til staðar. Sagði Vilhjálmur að umræðan urn svokallaðan gjafakvóta væri á villigötum og nefndi að hlutabréf í Samherja hefðu verið keypt fyr- ir 3 milljarða. „Er það gjafakvóti?" spurði Vilhjálmur. Slá fótuniun uiidan fólld Lúðvík Bergvinsson, Samfslking- unni, sagði að eina samkomulag- ið innan auðlindanefndarinnar, þar sem hann hefði átt sæti, var um að auðlindirnar sameiginlegu skyldu vera í raunveruiegri þjóð- areign, að þær lendi ekki í hönd- um örfárra útvalinna, sem og um að gjald yrði greitt f\'rir nýtingar- réttinn. Kristinn H. Gunnarsson kom aftur í pontu og vék sérstaklega að orðum Vilhjálms um kaupin í Samherja. Þar hefðu ákveðnir að- ilar ke) pt fyrir þrjá milljarða, sem væri ekki gjafakvóti, heldur það sem seljandinn hafði. Kristinn sagði að innkalla ætti allar heim- ildir í áföngum og jafna aðstöðu manna. Innkalla ætti um þriðj- ung heimildanna, eða fjórðung, 3-5% á ári, og láta sveitarfélögin fá það. „Það er engin hemja að stjórnvöld slái fæturna undan fólki," sagði Kristinn. Steingrímur J. Sigfússon, vin- stri grænum, sagði að hann hefði lýst yfir ánægju með skýrsluna sem slika, en rnikið verk væri óunnið. „Það verður að fara að bóla á einhverri endurskoðun kvótanefndar," sagði Steingrímur og minnti á að kjörtímabilið væri senn hálfnað. Sagðist hann sann- færður um að ættu minni sjávar- bvggðir að eiga einhverja framtíð yrði að tryggja þeim lágmarks grunnréttindi. Hvar eru Davíd og HaUdór? Sverrir og Arni ráðherra luku um- ræðunni. Sverrir sagðist sérstak- Iega sakna nærveru foringja stjórnarflokkanna, Davíðs og Halldórs. Það gæti verið skiljan- legt að Halldór þvrði ekki að vera nærstaddur af ótta við að þurfa að svara til um fjölskyldufyrirtæk- ið sem mulið hefði verið undir. Sverrir kallaði Tómas lnga „sér- stakan þingmann Samherja á Ak- ureyri. Hann minnti á þrjá millj- arðana í Samherja - af hverjum var ke)pt og á hverja dreifðust milljarðarnir - á tiltekin hjón og börn. Arni sagði að umræðan og skýrslan snérust um að ná sátt. Taldi hann ljóst af orðum Svan- fríðar að hún hyggðist hlaupa undan merkjum, með því að spyrða saman stjórnarskrárbreyt- ingu og lagabreytingu, enda yrði ekki hvort tveggja gert í einu, vegna eðli stjórnarskrárbreytinga. Sagði hann Iagabreytingar framundan auðvitað fara eftir því hvernig miðar í kvótanefndinni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.