Dagur - 14.02.2001, Page 16

Dagur - 14.02.2001, Page 16
16- MIDVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 JJML lanWm Snert hörpu mína þeirra er barokkharpa. Hún hefur afar fallegan hljóm og ég er farin að læra á hana líka.“ Barokkharpan nýtist Gunn- hildi vel í sérstakri sveit sem hún spilar í, sem reyndar er blokkflautusveit. „Þetta er renesansblokkflautusveit, og í henni er leikið á 15 flautur, allt frá þremur metrum niður í 30 sentimetra. Ég leik á hörpuna milli laga hjá flauturunum, ásamt lútuleikara," segir hún og kveðst vera að fara í tón- leikaferð með vorinu til Þýska- lands, Austurrríkis og Tékk- lands með þessari hljómsveit. „Mjög fljótlega vlssl ég að þetta væri það sem mlg langaði að gera," segir Gunnhildur Elnarsdóttlr um hörpuleiklnn. mynd: £ ÓL. mér og hafi þeir verið kvíðnir þá Þrettán ára gömul ákvað hún að verða hörpuleikari og aðeins átján ára að aldri hélt hún út í heim til að læra á þetta elsta hljóðfæri veraldarsög- unnar. Gunnhildur Einarsdóttir heitir hún ogvar stöddhér á landi nýlega að spila með Kammersveit Reykjavíkur á opnun- artónleikum Myrkra músíkdaga. „Mamma heldur að það hafi ver- ið vegna lagsins „Snert hörpu mína himinborna dís,“ sem ég fékk svo mikinn áhuga á þessu hljóðfæri. Það lag heillaði mig þegar ég var barn," segir Gunn- hildur brosandi. Hún kveðst hafa byrjað að læra á hörpu 12- 13 ára að aldri. „Elísabet Waage kenndi mér en hún býr mestan hluta ársins í Hollandi svo ég fékk bara hörputíma þegar hún var á landinu. En hún er svo yndisleg og góður kennari að eftir hvern tfma efldist áhugi minn og ég styrktist í þeirri ákvörðun að verða hörpuleikari. Eg vildi komast í stöðugt nám en það var ekki hlaupið að því hér á landi." TiIParlsar 18 ára Gunnhildur tók framhaldsskól- ann á þremur árum og lauk stúdentsprófinu 18 ára til að geta farið utan. Fyrst lá leiðin til Parísar. En hvernig skvldi þvf hafa verið tekið af foreldrunum að missa hana svo unga út í hinn stóra heim? „Þeir virtust ekkert kippa sér upp við það. Að minnsta kosti varð ég ekki vör við það. Þeir styðja við bakið á hafa þeir haldið því fy'rir sig sjálfir." Kunnir þú eitthvað í frönsku áður en þúfórst út? „Nei, að vísu var ég búin að læra smávegis frönsku í menntaskólanum en það dugar skammt þegar til Parísar er komið. Frakkar eru, eins og all- ir vita, mjög ákveðnir í að tala bara frönsku og af því leiðir að maður verður að læra að bjarga sér á þeirra niáli, sé rnaður í Frakklandi. Maður bara neyðist til þess.“ Fékkstu góðan hörpukenn- ara í París? „Já, kennarinn var góður en kerfið var mér ekki hagstætt. Mér fannst ég nú ekkert há- öldruð en það fyrsta sem ég heyrði þegar ég kom út var að ég væri of gömul. Frakkar eru mjög fastir í því að fólk eigi að byrja ungt að spila og ég var sett í bekk með fólki sem hafði verið að læra frá þriggja eða fjögurra ára aldri. Ég var eitt ár í þessum skóla og komst ekki áfram næsta ár. Það voru von- brigði og ég stóð á dálítlum krossgötum..“ Tónlistarmaður sem spilar á hörpu Frekar en gefast upp færði Gunnhildur sig til London og komst að hjá mjög góðum kenn- ara en kveðst ekki hafa getað verið þar nema í hálft ár. Námið hafi verið dýrt og skólagjöld í Bretlandi mjög há. Enn þurfti hún að staldra við og taka ákvörðun um framhaldið. Hafði heyrt af góðum kennara í Amsterdam og sótti um hjá hon- um. „Ég er mjög heppin að hafa tekið þá ákvörðun. I skólanum í Amsterdam fæ ég góða, alhliða tónlistarmenntun. Ég vil fremur líta á mig sem tónlistarmann sem spilar á hörpu en hörpuleik- ara,“segir hún. Það er eitthvað heilagt við hörpur. Eru þœr ekki dýr hljóð- færi? „Jú, þær kosta svona 1-3 milljónir. Ég festi kaup á einni fyrir þremur árum í London. Það varð ekki hjá því komist. Harpan er meðal elstu hljóð- færa sögunnar. Hún er komin frá boganum. Það var bara bætt í hann strengjum. Sú gerð sem hörpunnar sem nú er algengust er samt ekki nema rúmlega aldargömul. En áður hafa margar gerðir komið fram, ein í kvartett, flautusveit og dúett Gunnhildur segir mikla barokk- hefð í Hollandi og einnig sé þar mikið að gerast í nútímatónlist. Hvort tveggja eru svið sem hún hefur mikinn áhuga á. Hún kveðst vera í kvartett með þrenr- ur öðrum stelpum, tveimur þýskum og einni ástralskri. Þær hafi haldið tónleika í Þýskalandi í haust og stefni á fleiri tónleika- ferðalög. „Við spilum blöndu af miðaldatónlist og nútímatónlíst sem við fáum tónskáld til að skrifa fyrir okkur, auk þess sem við útsetjum sjálfar. Hljóðfærin cru tvær blokkflautur, marimba og harpa." Eins og greina má er nóg að gera hjá stúlkunni sem á að minnsta kosti tvö ár eftir í skólanum í Amsterdam. Auk þessa kveðst hún vera að skipu- leggja tónleika, ásamt vini sín- um þar sem leikið verði á hin ýrnsu hljóðfæri sem hún hefur safnað að sér frá Víetnam, þar sem foreldrar hennar búa um þessar mundir. „Þetta eru alls konar flautur og fleiri skemmti- leg hljóðfæri," segir hún. Nú ert þú búin að búa erlendis í 5 ár. Megum við ekki eiga von á að fá þig alkomna heim einhvern t.íma? „Það er erfitt að spá. Ég kom hingað núna til að spila í fyrsta skipti með hljómsveit og það með fólki sem ég hef verið að hlusta á síðustu 10 - 12 árin. Þjið var frábær tilfinning. Þegar maður horfir hér yfir sundin og íslensku fjöllin þá langar mann ekki að útiloka það að eiga heima hér.“ -gun. Þriðji hver íslendingur fær krabbamein í tilefni af 50 ára afmæli Krabbameinsfélags Islands efnir félagið til ráðstefnu um krabba- mein og vinnandi fólk í dag, miðvikudaginn 14. febrúar í Salnum í Kópavogi. Markmið ráðstefnunnar er að vekja at- hygli á þeim vanda sem skapast og þeim úrræðum sem þurfa að vera til staðar þegar starfsmaður greinist með krabbamein. Rætt verður um viðbrögð stjórnenda og vinnufélaga, um veikindarétt, endurhæfingu og starfsmanna- stefnu. Að sögn Ragnars Davíðs- sonar, verkefnísstjóra hjá Krabbameinsfélaginu, fær þriðji hver Islendingur krabbamein þannig að mikilvægt er t.d. fyrir atvinnurekendur að átta sig á því hvað við er að eiga. Ráðstefnan hefst með ávarpi Vigdísar Finnbogadóttur fyrr- verandi forseta íslands, sem er ráðstefnustjóri, en hún er verndari Krabbameinsfélags ís- lands. Þá mun Laufey Tryggva- dóttir faraldsfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu ijalla um batnandi lífshorfur krabba- meinsssjúklinga og Einar Arn- alds rithöfundur segja frá eigin reynslu af krabbameini. Krist- inn Tómasson yfirlæknir hjá Vinnueftirliti ríkisins lýsir að- stæðum starfsfólks sem fær krabbamein. Ari Skúlason framkvæmdastjóri ASÍ mun Qalla um veikindarétt starfs- fólks og hvað tekur við er hon- um sleppir. Sjónarhóll stjórn- anda og áhrif á starfsemi fyrir- tækisins verður umfjöllunarefni Iljördísar Ásberg starfsmanna- stjóra Eimskips og Jón Aðal- björn Jónsson verkefnisstjóri áfallahjálparteymis Skref fyrir skref ræðir um stuðning við samstarfsfólk. Þá mun Vilmar Pétursson félagsráðgjafi hjá IMG velta þeirri spurningu upp hvort hægt sé að staðla um- hyggju. Jónas Ingimundarson sér um tónlistarflutning. -bþ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.