Dagur - 14.02.2001, Síða 17

Dagur - 14.02.2001, Síða 17
MIDVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 - 17 MENNINGAR LÍFID Gunnþóra Gunnarsdóttir Astkonur og Sýnd veiði að hætta Sýningum á tveim- ur góðum leikritum í leikhúsum borgar- innar Iýkur föstudaginn 16. febrúar. Annað þeirra Ástkon- ur Picassos sem er er á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins, þar sem sex af ástkonum þessa fræga listamanns stíga fram og segja frá stormasömu og ástríðufullu lífi með meistar- anum. Leikritið var frumsýnt í nóvember sl. Hitt leikritið sem er að ljúka göngu sinni á fjölununi að sinni er Sýnd veiði. Það er í Iðnó og einnig þar eru það konur sem bera uppi sýning- una. Þær eru þrjár talsins og á einni kvöldstund í lífi sínu opinbera þær drauma sína, væntingar og vonbrigði. Eigin- mennirnir koma mjög við sögu og endirinn er drama- tískur. Sýnd veiði hefur verið sýnd síðan í október. Leirker í Gallerí Fold Nú stendur yfir sýning á verk- urn Magnúsar Þorgrímssonar leirlistamanns í haksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg. Á sýn- ingunni sem er sjötta einka- sýning Magnúsar eru eld- og reykbrennd leirker. Sýningin stendur til 18. febrúar og er opin virka daga frá 10-18, laugardaga 10-17 og sunnu- daga 14-17. V______________________________/ jjmL (AÞPltWj Hvar verður hugsun til? HORN HQM- þekldng, ný SPEKIIMGSIIMS llu|sun; Hvín' v'erður þetta til? I heilanum, segja menn. Vísindamenn okkar vita ótrú- lega mikið um heilann og þeir fullyrða margir að allt sem við skrifar nokkurn tím- ann eftir að vita um tilveruna verði til þar: Allt bvggist á einu líffæri einnar tegundar á einni jörð á útjaðri í einni vetrar- braut, einni vetrarbraut í hópi hundrað þúsund milljóna vetr- arbrauta. Flestir þykjast þekkja heilann og starfsemi hans. Að- eins örfáir menn vita svo mikið um heilann að þeir vita að þeir þekkja hann ekki. Það verður oft niðurstaða manna að heil- inn sé eins konar vél sem held- ur okkur gangandi lfkt og bíll- inn okkar. Maðurinn á auðvelt með að skilja vélar og þess vegna halda einfeldningar að allt í tilverunni gangi eins og vél. Hvemig heiliim skapar Menn halda að það sé nóg að vita hvernig Irumur heilans tengjast, líkt og hinir einstöku hlutar vélarinnar, til að þeir þekki starfsemi heilans. Menn halda að það sé nóg að þekkja hringferil rafboðanna en við þurfum að vita miklu meira. Við þurfum að þekkja hina innri gerð og tilgang þeirra, vita hvernig heilinn vex og þró- ast. Við þurfum að vita hvernig heilinn skapar. Það er ekki hlutverk vélar að skapa, heil- inn skapar. Allt er þetta raunar of flókið fyrir ntannlega vits- muni. En hvar verður hugsun raunveridega til? Ætli við verð- um ekki að halda að hún eigi sér víðari grundvöll. Allt líf okkar og það sem við tengj- umst fæðir hana af sér. En við sjáum ekki betur en hugsun, sem mannlegur hugtakaveru- leiki, verði tjl endanlega í heil- anu m. Heili konuimar stærri Mannfjöldinn árið 2000 er mörgum áhvggjuefni. En frum- urnar í mannsheilanum eru samt mcira en helmingi stærra samfélag en mannkynið eins og það er nú. Og tengingar þessara frumna eru fleiri en allir þeir menn sem lifað hafa á jörðinni í hundrað árþúsundir eða frá þeim tíma sem þessi heili varð til. Heili konu er hlutfallslega stærri en karlmannsheili. Heili fóstursins er tiltölulega stærstur en minnkar hlutfallslega eftir því sem vitið vex. í fortíðinni hafa nienn lengi velt því fyrir sér hvernig þessi heili hefur orðið til og hvers vegna. Heilar svipaðrar eða sömu gerðar sýna gjörólíka hæfni manna. Menn segja að umhverfið hafí mótað hann. Það umhverfi var fyrst og fremst um- hverfi safnara og veiðimanna. Og hvers vegna stöðvaðist vöxtur heilans fyrir hundrað þúsund árum. Hvernig stendur á því að þótt vit manna og þekking virðist hafa vaxið, fyrst og fremst á þessum tíma þá hefur heilinn ekki stækkað? Þvílíkra spurninga spyrja menn vegna þess að þeir eru svo vanir því að biðja ævinlega um meira og stærra. Það er íhugunarefni hvort það geti ekki komið löng tímabil í þróun sem hugtökin meira og stærra eiga alls ekki við. Er heilinn ekki nógu stórt samfélag í bráð. Er fæðing barns ekki nógu erfið þótt höfuðið sé ekki stækkað? Hver fruma hefur þjón og þúsirnd sendisveina Við sögðum að frumum heilans væru helmingi fleiri en mann- kvnið á jörðinni árið 2000. En þar með er ekki sagan sögð. Þetta eru yfirstéttarfrumur og hver þeirra hefur þjón til að mata sig. Auk þess hefur hver fruma um þúsund sendisveina sem eru á sífclldum þönum, sumir með fréttir og upplýsingar handa heilafrumunni, aðrir með skipanir og fyrirmæli á efna- máli, eitthvað út í þetta víð- lenda heimsveldi sem nefnist mannslíkami. Þessi sérstaka fruma okkar þarf að vita hvað allar hinar eru að gera og teng- ingar hennar eiga sér raunar engin takmörk. Mótsagnir og óleystar gátur Enginn heilafræðingur árið 2000 skilur nema lítið brot af allri þessari starfsemi. Lengi ríkti krafan um meira og stærra í sambandi við vöxt heilans. Okkar nánasti ættingi á jörð- inni, górillan, hefur heila sem er um það hil fimm hundruð rúmsentimetrar. í þrjár ármillj- ónir var heilinn að þróast upp í það að verða eitt þúsund og fjögur hundruð rúmsentimetrar. Þetta er hraður vöxtur. Hver kynslóð hefur að jafnaði hætt við sig um hundrað og fimmtíu þúsund heilafrumum. Það sem við vitum um heilann árið 2000 er fullt af mótsögnum og óleyst- um gátum. Hér eru enn stór verkefni handa þriðja árþúsundinu. Það helsta sem við vitum um heil- ann er að ekkert okkar notar nema lítið brot af stærð hans og getu. Þegar stund flýgur of hratt Flestir sem komnir eru af barns- aldri þekkja sjálfsagt þá tilfinn- ingu að þeim finnst að með árun- um, sem tíminn líði æ hraðar. Við verðum fullorðin, miðaldra, roskin og gömul í nánast sviphendingu og þetta minnir jafnframt á að tíminn sem viö höfum hérna meg- in landamæra er ekki takmarka- laus. Þetta er andstætt því sem var einkennandi í Iífi flestra í bersku, þegar tíminn var alltaf svo lengi að líða. Enda vorum við þá alltaf að bíða eftir einhverju, en við slíkar kringumstæður verður tíminn lengi að líða. Þetta er svipaö þeirri tilfinn- ingu að sitja á biðstofu læknis. Hafa ekki annað til að stytta stundina með en blaða í gömlum og snjáðum eintökum af Séö og heyrt, þar sem á hverri síðu eru myndir af þeim sem voru stjörnur í hitteðfyrra. Sem okkur llestum finnst að hafi verið nánasl í gær, enda þótt tvö ár séu í raun talsverð- ur tími. MENNIIVGAR VAKTIN Sigurður Bogi Sævarsson skrifar langt Hvert í annars slóð Ferming, lok gunnskóla, bílpróf, stúdentspróf, lffsförunautur, há- skólapróf, barneignir fasteigna- kaup og ævistarf. Ætli þetta séu ekki þau nokkurn veginn þau helstu markmið sem \að setjum okkur flest ung um að ná - oft ómeðvitað. Við erum föst í viðj- um vanans og fetum hvert í ann- ars slóð. Mörgum tekst að ná markmiðunum og komast klakk- laust í áfangastað, enda þótt ferðalagið sé oft þyrnum stráð og virðist vera í land. En sé raunsæi haft að leiðarljósi er kapallinn hjá flest- um genginn upp um eða upp úr þrítugu. El'tir það verður lífið ein allsherjar þeysi- reiö - þar sem tíminn líður hratt af því við höfum ekki lengur eftir neinu að bíða. Nema helst reikningum næstu mánaðamóta. Á síðustu áruni hafa sálfræðingar í sífellt ríkari mæli hvatt fólk til þess að Ástæða þess ad tíminn lídur æ hraðar þegar lengra fram á ævina líður kann að vera sú að lífið sé hjá flestum svo skemmtilegt. Hratt flýgur stund þegar allt leikur í lyndi, segir m.a. hér í greininni. gera lífið innihaldsríkara. Að við finn- um okkur eitthvað skemmtilegt til að dunda okkur við í tómstundum frá dag- legum störfum, sem líka þurfa að vera skemmtileg. Því væri heillaráð íyrrir fólk að gera að sérstöku kcppikefli að fara til dæmis í draumaferðina 35 ára, kaupa draumahúsið um fertugt og svo framvegis. Allt er þetta þó undirorpið því hvað íjárhagurinn leyfir. Markmið þurfa ekki að vera nákvæmlega eins og hér er að framan lýst, meginatriðið er að við höfum eitthvað til'að stefna að sem hægir á æðibunugangi lífsins. Lífið er svo skemmtHegt Onnur ástæða þess að tíminn líður æ hraðar þcgar lengra fram á ævina líður kann að vera sú að lífið sé hjá flestum svo skemmtilegt. Hratt flýgur stund þeg- ar allt leikur í lyndi. Sjálfum finnst mér lífið yfirleitt harla skemmilegt - og tím- inn hefur liðið hratt. Því þarf maður að hiðja um grið gagnvart hraðferð tímans og slík sáttargjörð verður líka hest tiyggð með því setja sér markmið. Þá er eftir einhverju að bíða - rétt eins og á Iækna- stofunni. sigurdur@dagur. is

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.