Dagur - 14.02.2001, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 - 21
V.
’ayur.
WOJI^fÍB^ÐIÐ
Sameinað sveitar-
félag lítur vel út
Skuldastaða nýs sveitarfélags væri í lægri kantinum, peningaleg staða jákvæð og skatttekjur þokkalega háar,
þannig að nýtt sveitarfélag með um 3.800 íbúa ætti að skapa tækifæri i framtíðinni. Myndir er frá Húsavik.
Stefnt er að því að
kjósa um sameiningu
sjö sveitarfélaga í
Þingeyjarsýslu 3. nóv-
ember n.k. Sameinað
sveitarfélag teldi um
3800 íbúa og á mikla
möguleika til framtíð-
ar, að dómi formanns
sameiningamefndar.
Sveitarfélögin sjö sem eiga aðild
að „stóru“ sameiningarnefndinni
í Þingeyingarsýslum íunduðu að
Ýdölum í fyrri viku, og voru
mættir fulltrúar frá Húsavík,
Skútustaðahreppi, Aðaldæla-
hreppi, Reykjahreppi, Tjörnes-
hreppi, Kelduneshreppi og Öxar-
fjarðahreppi. Farið var vfir stöðu
mála og samþykkt að tillaga uni
sameiningu lægi lýrir 3. apríl n.k.
„Eftir það fer tillagan til umræðu
í viðkomandi sveitarstjórnum í
tvígang, án þess þó að sveitar-
stjórnir taki afstöðu til hennar
efnislega, og raunar gera lögin
beinlínis ráð fyrir því að sveitar-
stjórninar taki ekki efnislega af-
stöðu heldur samþykki einungis
að kosningar fari fram og hvenær
verði kosið. Það er sem sé íhú-
anna að taka ákvörðun um sam-
einingu, þeirra er valdið í þcssu
mali, en ekkí sveitarstjórnanna
sem slíkra," segir Reinhard
Reynisson, hæjarstjóri á Húsavík
og formaður sameiningarnefnd-
ar.
Hann sagði að á fundinum að
Ýdölum hefðu aðilar virst tiltölu-
lega jákvæðir fyrir sameining-
unni. „En auðvitað komu fram
alls konar athugasemdir og
spurningar. Og á þessum loka-
spretti erum við einmitt að fá
fram sjónarmið sveitarstjórnar-
manna og viðbrögð þeirra við
einstökum atriðum í skýrslunni.
Áður en við lokum skýrslunni
munum við svo óska formlegra
viðbragða frá viðkomandi svéitar-
stjórnum, m.a. hvort þær vilja,
sem stjórnvöld, koma einhverju
sérstöku í framfæri í tengslum
við skýrslugerðina."
Stefnt að að kosningum um
sameiningu í sveitarfélögunum
sjö 3. nóvember n.k. Og ef sam-
eining verður samþvkkt á öilum
stöðum verður sveitarstjórn fyrir
hið nýja sveitarfélag kjörin í al-
mennum sveitarstjórnarkosning-
um í maí 2002.
Áhætta?
Það kom ýmsum undarlega fyrir
sjónir að í frétt í DV á mánudag
var haft eftir Reinhard að hann
vonaði og vildi reyndar ekki trúa
öðru en „að þessi sveitarfélög
taki þá áhættu að sameinast."
Víkurbláðið bar þessi orð undir
hann og spurði hvort hann væri
virkilega þeirrar skoðunar að
menn væru að leggja út í áhættu
með sameiningunnir „Þetta hef
ég að sjálfsögðu aldrei sagt og
hér hefur eitthvað skolast til.
Þarna hlýtur að eiga aö standa
„að taka þá ákvörðun að samein-
ast," því ég hef aldrei notað orð-
ið áhættu í sambandi við samein-
ingu sveitarfélaga á svæðinu,"
sagði Reinhard.
„Ef einhver áhætta er til staðar
þá felst hún kannski í því að sam-
einast ekki. Við þurfum á sam-
einingu að halda og þetta er bara
einn liður í því að styrkja stöðuna
á svæðinu svo við getum fariö að
vinna sent ein heild. Þrátt fyrir
gott samstarf þessara sveitarfé-
laga á mörgum sviðum, þá beit-
um við okkur öðruvísi og betur ef
við erum formlega í sama liði."
Reinhard sagði og að samein-
ingarnefndin væri húin að fara
yfir rekstur og efnhag sveitarfé-
laganna sjö eins og þetta kernur
fram í ársreikingum 1999. „Þar
kemur í Ijós að varðandi skatt-
tekjur, rekstrargjöld og efnahag,
þá lítur þetta sveitarfélag nokkuð
vel út, í sanranburði viö sambæri-
leg sveitarfélög og eins lands-
meðaltal. Skuldastaða er í lægri
kantinum, peningalég staða já-
kvæð og skatttekjur þokkalega
háar, þannig að nýtt sveitarfélag
með um 3.800 íbúa á að nu'nu
mati veruleg tækifæri í framtíð-
inni." - JS
Starfsfólk frá lögbýl-
um fær ekki bætur
Hluti af starfsfólki Rifóss á ekki rétt á atvinnuleysisbótum vegna búsetu á
lögbýlum, ef til samdráttar kemur vegna laxadauðans á dögunum.
„Þetta Rifósdæmi í Kelduhverfi
er töluvert alvarlegt og ég hef
áhyggjur af því. Sérstaklega
vegna þess að hluti af því fólki
sem hyggt hefur afkomu sína að
hluta á vinnu hjá Rifósi, á líklega
ekki rétt á bótum. Þetta eru fyrst
og fremst konur úr sveitinni sem
eru aðilar að búum með virðis-
aukaskattsnúmeri og er því
a.m.k. alveg á mörkunum að eigi
rctt á atvinnuleysisbótum."
Þetta sagði Páll Pétursson, fé-
lagsmálaráðherra eftir fund með
aðilum úr sveitarstjórnum og at-
vinnulífinu í Þingeyjarsýslum í
síðustu viku þar sem uppsagnir
og áföll í atvinnulíflnu á svæðinu
voru til umræðu.
Aðalsteinn Arni Baldursson,
lormaður Verkalýðsfélags Húsa-
víkur er sammála Páli hvað þetta
mál varðar.“I fléstum tilfellum
eiga bændur á Iögbýlum engan
rétt eða mjög takmarkaðan rétt
til atvinnuleysisbóta. Þess vegna
situr fólkið sem hefur verið að
vinna í Rifósi og kann að missa
vinnuna í fyrirsjáanlegum sam-
drætti vegna áfallsins á dögun-
um, ekki við sarna borð og venju-
legir launþegar við sömu að-
stæður. Eg get nefnt nokkur
sambærilegt dæmi um þetta. Til
dæmis um tvær konur sem unnu
í mötuneyti við heimavistarskóla
og misstu báðar vinnuna. Onnur
bjó í húsi við hliðina á skólan-
um, en hin á lögbýli þar skammt
frá og maður hennar var með
20-30 rollur og virðisaukaskatts-
núrner. Sú fyrrnefnda fékk fullar
atvinnulevsisbætur en hin engar
af þvi að hún bjó á lögbýli með
virðisaukaskattsnúmeri.
Það er fnll ástæða til að skoða
mál af þessu tagi betur því það
er lftið réttlæti í svona löguðu,"
sagði Aðalsteinn Baldursson. - |s
Eldfimar silki-
húfur?
Blað alls mannkyns greindi
nýverið frá „eldfimu máli" í
bæjarráðinu á Húsavík. Mál-
ið varðaði slökkviliðið, en
hagyrðingurinn H.K. telur
það kannski snúast um það
helst hvernig raða skuli silki-
húfunum og ályktar því svo
um málið:
Enginn skilur afhvetju það
stafar
og okkur virðist húin hætta
sltk.
Hitt er Ijóst, að nú er orðið
afar
eldfimt slökkvilið d Húsavík.
Þessi vandi er orðinn öðnun
meiri,
eins og gjörla tjcíir Víkurblað.
En svo að bdlið brenni ekki
fleiri,
bæjarstjórnin ætti að slökkva
það.
Tvímeimings-
vilpa?
H.K. er enn við Víkurblaðs-
heygarðshornið en þar las
hann frétt um nýtt stöðuvatn
sunnan Kaldbaks, vatn sem
ekkert skortir utan heiti.
„Oss virðist \ið hæfi að
kenna umrætt vatn við þá
ba’jarfulltrúa, sem mest fer
fyrir í seinni tíð og aldrei
geta verið sammála um eitt
eða neitt," segir H.K. og
kveður:
Örlög í sífellu tvimmðust
tveggja
við tilurð og skapnað hins
11 ýja lóns.
Verður því heitin i virðingu
beggja
„Vilpa Kidda og Sigurjóns".
Andropoppar
Það mun hafa verio veturinn
1984 sem þau, nú gengnu
heiðurshjón, Jakobína og
Starri í Garði litu inn á skrif-
stofu Víkurblaðsins. Starri
var ómvrkur í máli að venju,
syrgði Iítt fráfall Sovétleið-
togans Andropovs og lýsti
andstyggö sinni á ríkisstjórn-
inni, en þá eins og nú sátu
Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur í stjórn. Starri
flutti þarna á staðnum eftir-
farandi vísur um heimsmál-
in:
l ljcí Rússum hefur runnið
skeið
rdðamaður hefðarstands.
O, að þeirfæru eins um leið
Andropoppar þessa lands.
Gleðjast myndi lýður lands,
léttir fargi pldgunnar,
er hún fer til andskotans
íhaldsstjórn og framsóknar.
Og ugglaust ýmsir sem
telja að þessar vísur eigi ekki
síður við í dag en árið 1984.
A það leggjum við ekki mat í
svo óháðu blaði.