Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Qupperneq 8
20 - Laugardagur 5. apríl 1997 Jlagur-XEúttimT
Auglýsing á Internetinu var kveikjan að því að
jjórir íslendingar tóku sig til og gerðust sjálf-
boðaliðar í Króatíu. Þar dvöldu þeir í nokkra
mánuði við uppbyggingarstarf og tóku m.a. þátt
í að endurreisa sjúkrahús á stað sem heitir
Oklaj. Þrátt fyrir að hafa fylgst með stríðsfrétt-
um frá fyrrum Júgóslavíu var ýmislegt sem kom
á óvart og eyðileggingin sláandi.
íslendingarnir fjórir
sem fóru til Króatíu:
Þorsteinn (t.v), Guð-
mundur, Hjörtur og
Ari Freyr.
wMk i Jm
■HHk. \ Jm d | 'ÆdJ
egar ég las um ástandið
þarna á netinu fannst mór
Íietta eitthvað svo sorg-
g fann til með þessu fólki
og langaði að gera eitthvað. Ég
var líka spenntur að fara út og
sjá með eigin augum hvernig
þetta var,“ segir
en tímabundið atvinnuleysi var
ein ástæðan fyrir að hann lét
verða úr að fara til Króatíu.
Það var í febrúar, fyrir rúmu
ári síðan, sem formleg beiðni
um aðstoð í Króatíu barst til ís-
lands frá alþjóðlegum hjálpar-
samtökum.
börn á barnaheimili og áfram
mætti telja. íslendingarnir fjórir
lögðu síðan af stað til Króatíu
seint á síðasta ári og kom sá
síðasti þeirra, sem var Þor-
steinn, heim nú fyrir skömmu
eftir þriggja mánaða dvöl.
Sjálfboðaliðar frá 16
löndum
Áfangastaður sjálfboðaliðanna
var Drnis í Króatíu. Þar voru
samankomnir um 40 sjálfboða-
liðar frá 16 löndum en verkefni
þeirra var að aðstoða við fram-
kvæmdir í Drnis og nálægum
byggðum. Efst á verkefna-
skránni var að endurreisa
sjúkrahúsin í Drnis og Oklaj og
unnu íslendingarnir við að end-
urbyggja síðarnefnda sjúkra-
Þorsteinn Sch.
Thorsteinsson,
einn fjórmenn-
inganna frá ís-
landi. Hinir þrír
voru þeir Hjört-
ur Smárason og
Ari Freyr Svein-
björnsson, báðir
nemar, og Guð-
mundur Eyjólfs-
son, bifvélavirki. Þorsteinn hef-
ur m.a. starfað sem stýrimaður
Þegar ég reyndi að
tala við þetta fólk
brast það oft í grát eða
fór í burtu því það vildi
helst ekki tala um
stríðið.
Auk sjálf-
boðavinnu
Þorsteins og
félaga styrktu
íjölmörg ís-
lensk fyrirtæki
verkefnið.
Málning hf.
gaf t.d. 500
lítra af máln-
ingu, Friður
2000 og Rúmfatalagerinn söfn-
uðu saman nytjahlutum fyrir
„Það sem sjokkeraði mig mest var að sjá öll þessi ónýtu hús,“ segir Þorsteinn m.a. í viðtalinu.
húsið.
„Þetta stóra sjúkrahús í
Oklaj var mjög illa farið og við
byrjuðum á því að hreinsa rusl
og skrapa málningu af veggj-
um. Síðan fórum við í það að
fylla upp í götin á veggjunum
og taka til í garðinum. Garður-
inn hafði ekki verið hreinsaður
í ein fjögur ár og þar fundum
við allskyns drasl. Þar á meðal
serbneskan hermannafrakka og
nokkur notuð og ónotuð skot.
Við þurftum síðan að pússa
með sandpappír, mála gluggana
og síðan var sett í þá alla nýtt
gfer. Ilurðirnar voru allar tekn-
ar í gegn, bæði málaðar og
pússaðar með sandpappír,“
segir Þorsteinn, þegar hann er
spurður um í hverju vinnan hafi
verið fólgin.
Öll húsin ónýt
Þorsteinn flaug til London, fór
með ferju yfir
til Frakklands
en þaðan
keyrði hann
ásamt fleiri
sjálfboðaliðum
í lítilli rútubif-
reið aila leið til
Drnis í Króat-
íu. Ilann segist
lítið hafa séð af
ónýtum húsum
í Zagreb og
borginni Karlovac en á síðasta
hluta leiðarinnar, frá Karlovac
og til Drnis hafi eyðileggingin
blasað við.
„Það sem sjokkeraði mig
mest var að sjá öll þessi ónýtu
hús,“ segir Þorsteinn. „Ilúsin
voru flest með ónýt þök, ef hægt
var að kalla það þök, hurðirnar
farnar og gluggakarmarnir
brotnir ásamt öllum gluggun-
um. Síðast en ekki síst voru
veggir í húsum margir hverjir
jafn illa farnir að innan sem að
utan. Á þessari 258 km leið frá
Karlovac til Drnis voru 70-80%
húsanna eyðilögð. Þorp og bæir
höfðu orðið fyrir barðinu á
stríðinu eða bæirnir sprengdir í
hefndarskyni en Serbar her-
námu þessi landssvæði þann
17. september 1991.“
Að sögn Þorsteins voru Kró-
atar algerlega óviðbúnir Serb-
um og því hafi ekki tekið nema
einn dag fyrir Serba að ná und-
ir sig þessu stóra landsvæði. „í
um það bil fjögur ár réðu Serb-
ar yfir þessum svæðum en fyrir
ári síðan voru þeir knúnir til að
afhenda Króötum þau aftur.
Rétt áður en til þess kom tóku
Serbar allt sem þeir gátu með
sér yíir og síðan sprengdu þeir
húsin eða kveiktu í þeim. Mikið
af alls konar
llutningabif-
reiðum komu
yfir landamærin
til að hirða úr
verslunum og
heimilum Kró-
ata.“
Of sárt að
tala um
Þorsteinn segist
ekki hafa kom-
ist hjá því að finna til með því
fólki sein þarna bjó. Ekki nóg
með að húsin væru ónýt, marg-
ir hefðu enga vinnu, hefðu
misst ættingja og vini og vissu
ekkert livað væri framundan.
„Þegar ég reyndi að tala við
þetta fólk brast það oft í grát
eða fór í burtu því það vildi
helst ekki tala um stríðið. Það
Það var líka alltaf ver-
ið að vara okkur við
að ganga bara á veg-
inum, ekki fara út af
honum því þá var
hœtta á að við lentum
á jarðsprengju.