Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Side 19
íOagur-ÍEímmn
Laugardagur 5. apríl 1997 - 31
Umsjonarmaður
Magnús Geir Guðmundsson
„Piparsplata“
í bígerð
Black, Grahl
- Bowie, Reeves
Gítarleikarinn Reeves Ga-
briels hefur verið innan-
búðarmaður hjá goðinu
David Bowie í hátt í áratug, eða
frá dögum Tin Machine rokk-
sveitinni sem sendi frá sér tvær
hljóðversplötur og eina tón-
leikaplötu, hefur að undanförnu
samhliða því að vinna með
Bowie, verið að vinna sína
fyrstu einherjaplötu. Með hon-
um í því verki hefur fyrrum
Pixiessöngvarinn og gítarleikar-
inn Black Francis/frank Black,
en einnig hafa þar líka komið
við sögu Dave Grohl fyrrum
Nirvanatrommari og nú söngv-
ari og gítarleikari í Foo Fight-
ers og Bowie karlinn sjálfur.
Meðal annars semja þeir þrír
lag saman fyrir Reeves, sem svo
Grohl og Bowie syngja saman.
Platan mun vera væntanleg í
sumar og mun Gabriels, sem
auk verunnar með Bowie var
um skeið í þungavigtarsveitinni
Anthrax, reyna að fylgja henni
eftir þegar um hægist á tón-
leikahaldi með Bowie. Af Davo
Grohl og félögum hans er það
annars að segja, að nýja platan,
sú önnur í röðinni kemur út 12.
mai og ber heitið, The colour &
the shape. Eins og svo fram
hefur komið, hætti trommarinn
Williami Goldsmith skyndilega í
Foo Fighters og hefur leit staðið
að eftirmanni að undanförnu.
Trommari Sweet 75, Adam Wa-
de, sveitarinnar sem fyrrum fé-
lagi Grohls í Nirvana, Krist No-
voselic stofnsetti, virtist fyrst
ætla að verða fyrir valinu, en
nú virðist trommari Faith no
more, Mike Bordin, hafa hreppt
hnossið.
Það hefur löngum staðið
styrr um fönkrokksveitina
Red hot chili peppers frá
Los Angeles. Mannabreytingar,
þá nær eingöngu hvað varðar
gítarleikara hafa verið tíðar í
gegnum árin og oftar en ekki
hefur Anthony Kiedis söngvara
og hans kumpánum á hverjum
tíma í sveitinni, verið spáð ris-
litlum endalokum. En þrátt fyr-
ir það hafa þeir alltaf skrön-
glast áfram og það gera þeir
enn. Og ef til vill ekki að undra,
þar sem í það minnsta þrjár
sfðustu plöturnar, Morthers
milk, Blood, sugar, sex, majik
og One hot minute, sem kom út
1995, hafa allar gengið mjög
vel og selst hver annarri betur.
Sögusagnir um að sveitin væri
senn öll hafa nú síðast gengið
vegna þess að hún hefur nánast
ekkert komið fram í meira en
ár. Hefur það m.a. verið vegna
þess að Kiedis hefur verið síð-
ustu fjóra mánuði í fjöllum Al-
aska að leita sér andlegrar
upplífgunnar. Hefur þetta óneit-
anlega sett strik í reikninginn
að sögn gítarleikarans Dave
Navarro, en nú er söngvarinn
víst snúinn aftur og fregnir af
andláti hljómsveitarinnar því
ótímabærar. Það sem svo meira
er, ný plata er að fara í vinnslu
hjá þeim félögunum nú í apríl.
Þeir ætla hins vegar að taka sér
gíðan tíma við gerð hennar,
þannig að útgáfa verður víst
varla fyrr en í fyrsta lagi í lok
ársins. En ótti aðdáenda um að
Red hot chili peppers sé að líða
undir lok, er sem sagt ástæðu-
laus í bili að minnsta kosti.
Red hot chili peppers eru ekki að
hætta, heldur byrjaðir á nýrri plötu.
Dave Grohl ásamt David Bowie á afmæiistónleikum þess síðarnefnda í
Madison Square Garden í New York fyrr á árinu.
Áfram með gæðastimpli
bæði þær eldri og yngri, átt það
sameiginlegt auk stílbragðsins
að bera með sér ótvíræð gæði í
verkum sínum, góðar og gríp-
andi lagasmíðar, sem náð hafa í
mörgum tilfellum að endurnýj-
ast og þróast frá plötu til plötu.
Collective Soul, sem upprunnin
er frá Georgiufylki, hefur tekist
sérdeilis vel upp með fyrstu
tveimur plötunum sínum, Hint,
allegations and things left uns-
aid frá 1993 og Collective Soul
frá 1995 og hafa þær selst í um
sex milljónum eintaka. Þriðja
plata Collective Soul, með
bræðurna Ed og Dean Roland í
fararbroddi, nú sem áður, nefn-
ist Disciplined breakdown og
kom út nú fyrir skömmu. Sem
fyrr eru melódískar laglínur í
öndvegi og það vel svo saman-
settar. Poppaðari áferð er þó
öllu meiri nú en áður, en það
kemur ekki svo nokkru nemi
niður á lagasmíðunum. Maybe,
In beetween, Listen, Forgiven
og Crowded heads, eru allt dá-
góðar smíðar sem allar geta
náð vinsældum. Frumleiki er
reyndar ekki ýkja mikill við
Collective Soul kenndur frekar
en aðrar sveitar af sama tagi,
en gæðastimpillinn er nú sem
fyrr á sköpun sveitarinnar. Vin-
sældirnar hafa hingað til að
mestu verið bundnar við
heimalandið, en nú er ekki að
vita nema að breyting í átt til
batnaðar verði á því.
Collective Soul tekst að halda sínu striki með þriðju plötunni, Disciplined
breakdown.
Eitt af því bitastæðara sem
amerískt rokk hefur fætt
af sér á síðustu árum er
bylgja af góðum rokksveitum
sem blandað hafa þjóðlagahefð
með ýmsum hætti saman við
rokkið auk fleiri blæbrigða.
Þetta eru hljómsveitir á borð
við Counting Crows, Ilootie and
the Blowíish, Live, Gin Bloss-
oms, Seven Mary three og
Collective Soul, svo nokkrar af
þeim helstu og farsælustu séu
nefndar. Hafa þær siglt í kjölfar
og fylgt eftir þeirri slóð sem
Rem, Green on red, Jason and
the Scorsers og íleiri ruddu
fyrst í enda sjöunda áratugar-
ins og í upphafí þess áttunda.
Hafa allar þessar hljómsveitir,
• Dinosaur jr., sú frábæra
rokksveit og áhrifamikla með
hugsuðinn J Mascis sem bak-
hjarl, sem m.a. átti stóran
þátt í mótun rymrokksins,
hefur nú sent frá sér nýja
plötu. Nefnist hún Hand it ov-
er og hefur verið að fá glimr-
andi góða dóma hjá plötu-
gagnrýnendum.
• Polarverðlaunin eru verð-
laun sem veitt eru reyndum
tónlistarmönnum í viður-
kenningarskyni fyrir framlag
þeirra til rokk og
poppheimsinsm,
hafa nú verið til-
nefnd í þriðja
sinn. Quincy Jo-
nes, tónlistar- og
upptökumaður
með meiru og
sjálfur „Sörinn"
Paul McCartney,
voru þeir sem
þau hlutu í
fyrstu tvö skipt-
in, en nú hlýtur
þau „Bossinn"
Bruce Springs-
teen. Þarf ekki
að eyða mörgum
orðurn um þann
heiðursmann, svo mörg eru
afrek hans, en þess má geta
að hann er nú að fara innan
tíðar í tónleikaferð um
Bandartkin.
• Fyrir gamla þungarokksað-
dáendur og fleiri sem kunna
að hafa áhuga, má segja frá
því að Glenn Tipton fyrrum
annar gítarleikara hinnar
fornfrægu bárujárnsgoða,
Judas Priest, hefur nýverið
sent frá sér sína fyrstu plötu
undir eigin nafni og kallast
hún. Baptism of fire. Eru
honum til aðstoðar á plötunni
m.a. tveir aðrir þekktir rokk-
boltar, trommarinn Cozy Po-
well og bassaleikarinn Billy
Sheehan.
• Fyrrum Boomtown Rats
söngvarinn og alheimshetjan
fyrir Live Aid ævintýrið, Bob
Geldof, má nú aldeilis muna
sinn fífil fegri. Lítið sem ekk-
ert hefur gengið hjá honum í
tónlistinni hin seinni ár og
það sama er víst að segja um
einkalífið. Nú á greyið Geldof
víst að vera í vondum málum
vegna meintrar líkamsárásar
á fyrrum eiginkonu sína, feg-
urðadrottninguna Paulu Yat-
es og það fyrir framan börn
þeirra þrjú. Átti þetta sér að
sögn stað í íbúð Yates, sem
nú býr með öðrum þekktum
söngvara, Michael Ilutchens í
hinni áströlsku INXS. Á Geld-
of yfir höfði sér kæru, ef hún
er þá ekki þegar orðin, frá
hendi eiginkonunnar fyrrver-
andi. Hið versta mál.
Bruce Springsteen heiðraður fyrir
framlag sitt til rokksins.