Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Page 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Page 5
|Dagur-‘3Itnttrat Laugardagur 24. maí 1997 -17 MENNING OG LISTIR Kristin Boström. Mynd. gs Handverk er ekki akademísk list sem kennd er í skólum heldur alþýðulist semfœrist frá einni kynslóð til þeirrar nœstu. “ Kristin Boström er konan sem talar en hún staríar hjá sænska ríkinu sem heimilisiðn- aðarráðgjaíi fyrir börn og ungl- inga. Staðan hennar er sú eina sinnar tegundar í Svíþjóð og hennar hlutverk er að varðveita handverksþekkingu með því að miðla henni til yngri kynslóða. Hún kom til íslands til að kanna hvort áhugi væri fyrir samvinnu af einhverju tagi á þessu sviði. Börn kenna fullorðnum Kristin segir þekkingu á hand- verki hafa varðveist betur hér á landi en í Svíþjóð þar sem þeg- ar eru vaxnar úr grasi tvær kynslóðir sem vita lítið um handverk. Garnla leiðin, þegar hinir eldri kenna hinum yngri, var greinilega hætt að virka og því fór Kristin að hugsa upp nýja leið til að miðla þekking- unni. Kristin vitnar í mannfræð- inginn Margaret Mead þegar hún lýsir þremur leiðum til að miðla listþekkingu. í fyrsta lagi geti fullorðnir kennt börnum, í öðru lagi fullorðnir fullorðnum eða börn börnum. Þriðja leiðin sé síðan að börn kenni fullorðn- um. Síðastnefnda aðferðin hafi ekki verið algeng fyrr en á sfð- ustu árum þegar tækniþekk- ingu fór að fleygja svo hratt fram að hinir fullorðnu höfðu ekki við. Börn eigi hinsvegar létt moð að læra eins og færni þeirra á töivum sýnir og sann- ar. Par standa margir hinna fullorðnu þeim að baki. llugmyndin um að börn gætu kennt fullorðnum vakti áhuga Kristinar og hún ákvað að slá tvær flugur í einu höggi. Varð- veita fortíðarþekkingu og vernda um leið framtíðina. „í Svíþjóð þurfum við að hugsa um umhveríið og ég kenni börnum að sortera rusl. Síðan fara þau heim og kenna for- eldrunum." Verkefni Kristinar er því í raun tvíþætt því jaí'n- hliða því sem hún kennir börn- unum að virða náttúruna hjálp- ar hún þeim að nýta náttúruleg efni til að búa til nytjal.luti. Unglingarnir Unglingar eru annar hópur sem Kristin vinnur með og þar notar hún aðrar aðferðir. í máli henn- ar kemur skýrt fram að öll hennar vinna byggist á ákveð- inni hugsun. Hún veltir fyrir sér hvers vegna og einnig hvernig best sé að framkvæma. „Ég spurði sjálfa mig hvernig best væri að nálgast unglinga til að vinna með þeim og komst að því að fyrst þarf að gera sér grein fyrir hvað þeir eru að hugsa. Ég komst að nokkrum atriðum sem skipta þá miklu máli. Eitt þeirra er tónlist, ann- að sjálfstæði og félagslega hlið- in er þriðja atriðið," segir Krist- in. Hluti af félagslegu hliðinni er að margt ungt fólk kærir sig ekki eins mikið um efnislega hluti eins og fyrri kynslóðir. Þeir meta gæðin framar magni og þannig hafi henni tekist að vekja áhuga þeirra á hand- verki. „Handverkið er eitthvað sem þau búa til sjálf. Eitthvað sem tekur langan tíma en þau geta átt lengi.“ AI S tengslum við Aksjón, akur- eyrskt sjónvarp, hefur verið opnaður samkomustaður í kjallara Hótel Akureyri í Hafn- arstræti 98. Staðnum er ætlað að vera umgjörð fyrir íjöl- breytta menningarstarfsemi svo sem tónlistarflutning, fyrir- lestra, fundi og mannfagnað af ýmsu tagi. Með sumrinu er ætlunin að sjónvarpa frá uppákomum þessum í bæjarsjónvarpi Akur- eyringa. Starfsemin hefst annað kvöld, laugardaginn 24. maí, en þá verður á fjölununi tríó skip- að þeim Sigurði Flosasyni á alto saxafón, Hilmari Jenssyni á gít- ar og Jóni Rafnssyni á kontra- bassa. Þeir Sigurður og Hilmar hafa til margra ára verið í hópi Sigurður Flosason mun spila ásamt félögum sínum á opnunar- kvöldi Aksjón Café annað kvöld. okkar fremstu tónlistarmanna. Jón Rafnsson hefur verið virkur í akureyrsku tónlistarlífi und- anfarin ár og leikið með flest- um þekktustu jasstónlistar- mönnum landsins. ÞJÓDLEIKHÚSID Stóra sviðiö kl. 20.00 KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams 16. sýn. fimmtud. 29. maí. Næstsíðasta sýning. 17. sýn. fimmtud. 5. júní. Síðasta sýning. FIÐLARINN Á ÞAKINU eftir Boch/Stein/Harnick 12. sýn. föstud. 30. maí. Uppselt. 13. sýn. laugard. 31. maí. Uppselt. 14. sýn. sunnud. 1. júní. Uppselt. 15. sýn. miðvikud. 4. júní. ðrfá sæti laus. 16. sýn. föstud. 6. júní. Uppselt. 17. sýn. laugard. 7. júní. Uppselt. 18. sýn. föstud. 13. júní. Örfá sæti laus. 19. sýn. laugard. 14. júní. Örfá sæti laus. 19. sýn. sunnud. 15. júní. 20. sýn. fimmtud. 19. júm. Tungskinseyjuhópurinn í samvinnu við Þjóðleikhúsið Óperan TUNGLSKINSEYJAN 3. sýn. I kvöld, laugard. 24. maí 4. sýn. þriðjud. 27. mai „Athyglisverðasta áhugaleikhússýning ársins." Leikfélag Selfoss sýnir SMÁBORGARABRÚÐKAUP eftir Berthold Brecht í leikstjórn Viðars Eggertssonar. Sunnud. 25. maí kl. 20.00. Aðeins þessi eina sýning Listdansskóli íslands Nemendasýning Laugard. 24. maíkl. 14.00. Litla sviðið kl. 20.30 LISTAVERKIÐ eftir Yazmina Reza Á mogun, sunnud. 25. mai. Uppselt. Föstud. 30. maí. Uppselt Laugard. 31. maí. Uppselt. Sunnud. 1. júní. Uppselt. Föstud. 6. júni. Uppselt. Laugard. 7. júní. Uppselt. Föstud. 13. júní. Nokkur sæti laus. Laugard. 14. júni. Nokkur sæti laus. Sunnud. 15. júni.Nokkur sæti laus. Smíðaverkstæðið sunnudaginn 25. maí Gestasýningar Þjóðar-Brúðuleikhúss Slóveníu í Ljúbljana kl. 11.00: Köttur Kattarson eftir Hallveigu Thorlacius/Svetlönu Makarovtsj. Kl. 17.00: Stökkmús eftir Svetlönu Makarovtsj. Miðaverð kr. 800,- Aðeins þessar tvær sýningar. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. Sýningar: Um helgina var uppselt. Vegna fjölda áskorana verða sýningar: Laugardaginn 24. maí kl. 20.30. Sunnudaginn 25. maí kl. 20.30. Allra síóustu sýningar Það ætla allir að sjá Vefarannl Leikstjórn: Halldór E. Laxness Sýningin er ekki við hæfi barna Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir a& sýningin hefst. Sýnt er á Renniverk- stæ&inu, Strandgötu 49. MiSasalan er opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðasalan er í Sam- komuhúsinu, Hafnarstræti 57 Sími í miðasölu er 462 1400. iDagvu*-Ctminn - besti tími dagsins!

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.