Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Page 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Page 11
Jlcrgur-Œmmm |Dagxtr-®tmmn Laugardagur 24. maí 1997 - 23 Sætur og feitur matur í nestisboxið Hve oft höfum við ekki heyrt hljóma í eyrum okkar: „Forðist Jiturík- an mat, sneiðið hjá hvítum sykri og borðið í staðinn nóg af ávöxt- um. “ Þetta gildir þó ekki alltaf. Hjá útilegu- görpum eru sœtindi og feitmeti nefnilega í há- vegum höjð en ávextir eru neðarlega á listanum. Matargatið hafði samband við Örn Arnarson til að fræðast um hvaða matur væri heppilegur í nestisboxið í útileguna. Örn starfar sem leik- skólakennari á Akureyri en vann áður sem kokkur. Hann er einnig mikill útivistarmaður, hefur tek- ið þátt í skátastarfi í mörg ár og ferðast mikið á Qöllum. „Ekki hugsa um megrunar- fæði. Veljið frekar sætan og feit- an mat sem er orkuríkari," segir Örn og er þá að sjálfsögðu með útilegur í huga þar sem ætlunin er að hreyfa sig og taka á. Hann ráðleggur t.d. smjör frekar en Létt og laggott og nefnir feitt hangikjöt og kæfu sem tilvalið álegg. „Mér hefur reynst best að vera með Qölbreytilegt brauð. T.d. soðið brauð, gróft brauð, rúgbrauð, döðlubrauð og krydd- brauð. Tvö þau síðastnefndu eru löðrandi í sykri sem er einmitt það sem þarf í svona ferðum. Einnig skiptir miklu máli að vanda áleggið, hafa það ijöl- breytt og leyfa sér að vera með uppáhaldsáleggið sitt. Þetta er nú einu sinni frí sem ætlunin er að njóta.“ Vondur neyðarmatur Örn segir mun algengara að fólk brenni sig á því að hafa með- ferðis of lítið nesti en hitt. Alltaf geti eitthvað komið upp á og þá sé gott að hafa aukamat. „Þeir sem koma heim með afgangs- brauð og heitt vatn á brúsa eru í góðum málum,“ segir hann. Neyðarmatur er nauðsynleg- ur í öllum ferðum og þar er far- sælast að hafa mat sem er í litlu uppáhaldi. „Ef neyðarmaturinn er of góður er hætta á að menn stelist í að borða hann þó þeir séu ekki í neyð,“ segir Örn. Sjálfur heldur hann mikið upp á niðursoðin svið sem neyðar- mat. „Ég er búinn að eiga þau í þrjú ár núna. Þau eru ekkert góð nema maður sé virkilega svangur," segir hann og hlær. Heitir drykkir Brauðið er bráðnauðsynlegt í öll nestisbox og því segist Örn aldrei sleppa. Annað sem hann segir ómissandi er heitt vatn á brúsa og duft eins og t.d. Lemmon tea eða Swiss Mix til að blanda saman við. „Ekkert er jafngott þegar farið er að ganga á orkuforðan og að fá sér eitthvað heitt að drekka og súkkulaðistykki eða sætt kex með.“ - Eitthvað sem er á bann- lista? „Menn eru lítið með ávexti. Þeir eru kaldir þannig að mikil orka fer í að hita þá upp auk þess sem þeir gefa frekar litla orku.“ - Þannig að hin almennu lög- mál um heilsufæði giida ekki endilega þegar kemur að út- legumatnum? „Nei, innkaupakarfan er allt öðruvísi. Stundum er ég litinn hornauga í búðinni þegar ég kem með fulla körfu af súkku- Örn Arnarson mælir ekki með megrunarfæði í útileguna. t.tyna gs laði og dísætu og/eða feitu áleggi,“ segir Örn og skellihlær. Tvær hliðar eru á öllum mál- um og heilsubylgjan undanfarin ár, sem flestir telja jákvæða, hefur haft þau áhrif að útivist- armennirnir eiga erfiðara með að finna mat við hæfi. „Ég var skálavörður uppi í Nýja-Dal og kynntist þar mörgum sem voru virkilega að taka á eins og t.d. hjólreiðamenn. Þeir kvörtuðu yfir því hve erfitt væri orðið að fá feitt og gott kjöt.“ A1 a/f) ittei eimilis- hamið Sunnudagskakan 150 g smjör 125 g sykur 'k dl sjóðandi vatn 3 egg 50 g muldar hnetur 50 g saxað súkkulaði 225 g hveiti 'k tsk. lyjliduft Smjör og sykur hrært saman. Bætið sjóðandi vatninu útí og hrærið þar til verður létt krem. Eggjunum hrært úti einu 1' senn. Blandið saman hveiti, lyftidufti, hnetum og súkkulaði og hrærið því saman við. Látið deigið í smurt form, ca. 24 sm. Kakan bökuð við 200°C í um 40 mín. Smurð með bræddu súkkulaði þegar hún er orðin köld, skreytt með hálfum hnetukjörnum. Kókosmjölsformkaka 200 g smjör 200 g sykur 3 egg 200 g kókósmjöl 150 g hveiti V/2 tsk. rifið hýði af sítrónu 2 tsk. lyjtiduft Smjör og sykur þeytt létt og ljóst. Eggjunum hrært saman við einu í senn og svo kókos- mjölinu og sítrónuhýðinu. Hveiti blandað með lyftiduftinu og hrært útí. Deigið sett í smurt aflangt form og bakað í um 1 klst. við 180°C. Kæld og smurð að ofan með bræddu súkkulaði. Góð gerhorn ca. 12 stk. 100 gsmjör 2‘á dl vatn 35 gger 1 tsk. salt 2 tsk. sykur 1 egg 5-600 g hveiti egg til að pensla með Smjörið er brætt, vatninu hellt útí, haft ylvolgt. Gerið hrært samanvið. Saltinu, sykr- inum, egginu og mestu af hveit- inu er hrært útí og hnoðað með afganginum af hveitinu. Deigið er látið hefast í skálinni, stykki breitt yfir í ca. 1 klst. Deigið hnoðað aftur og því skipt í tvo hluta sem eru flattir í fernings- laga kökur. Hvor kaka skorin í 6 þríhyrninga, sem eru rúllaðir upp frá breiðari endanum. Látnir hefast í 30 mín. Penslað- ir með hrærðu eggi eða rjóma og bakað við 200°C 1' 18-20 mín. Grisli appelsínukaka 75 g mjúkt smjör 175 g sykur 5egg 2 msk. koníak safi og rifið hýði af einni appelsínu 250 g hveiti 2 tsk. lyftidujl Smjör og sykur hrært vel saman. Eggjarauðunum hrært saman við, ásamt safa, hýði og konfaki. Hveitinu og lyftiduftinu hrært saman við. Eggjahvíturn- ar þeyttar og þeim blandað var- lega saman við deigið síðast. Deigið sett í vel smurt form og kakan bökuð í ca. 40-50 mín. við 175°C. Kakan látin kólna og flórsykur sigtaður yfir hana kalda. Gott er að bera þeyttan rjóma með þessari köku. Fljótleg eplakaka 125 g smjör 125 g sykur 2 egg 125 g hveiti 2 tsk. lyftidujl rifið hýði af 1 sítrónu 6 epli sykur, kanill, saxaðar möndlur. Hrærið smjör og sykur létt og ljóst. Bætið eggjunum í og hrærið hveiti og sítrónuhýði saman við. Deigið sett í vel smurt form. Eplin skræld, skor- in 1 þunna báta sem svo er stungið niður í deigið. Stráið sykri, kanil og muldum möndl- um yfir deigið. Kakan bökuð við 185°C í ca. 30 mín. Rækjur með ananas 4 litlir ananasávextir 300 g rœkjur 1 salathöjuð 2 dl sýrður rjómi tómatsósa, paprika, salt og pipar Skerið toppinn af ananasin- um og skerið innan úr þeim með hníf. Skerið ananasinn í smáa ferkantaða bita. Skolið og rífið salatið niður. Bragðið sýrða rjómann til með tómat- sósu, salti, pipar og papriku. Látið rækjurnar, ananasbitana og salatið saman við sósuna. Þetta er svo sett í ananasskál- arnar og borið fram með ristuðu brauði eða góðum brauðbollum.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.