Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Qupperneq 14

Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Qupperneq 14
26 -Laugardagur 24. maí 1997 IDagur-'SJónínri „Lítil fimm ára vin- kona mín sagði einu sinni við mig að hún vœri sko engin huxnakona heldur kjólakona. Ætli ég sé ekki svo- lítið þannig líka: kjólakona. “ Alma J. Árnadóttir er gest- ur okkar á Líf og stíl síðu í dag. Reyndar er hún ekki eini gesturinn því eins og sjá má á myndunum er hún kona eigi einsömul. Hún og eig- inmaður hennar, Eiríkur Björg- vinsson, bíða eftir frumburðin- um og er von á barninu um miðjan júní. Alma er Húsvíkingur en búsett á Ak- ureyri og eng- inn ný- græðingur í tískumál- um. Hún bjó í Þýskalandi í nokkur ár þar sem hún fór í módel- skóla og lærði ýmislegt hvað varðar sviðsfram- komu og tísku. Þá þekkingu notfærði hún sér þegar hún sá um þjálfun þátt- takenda í Fegurðar- samkeppni Austur- lands, Fegurðarsam- keppni íslands og keppninni Ilerra ísland. Á Akureyri hefur hún einnig verið með námskeið í tísku og förðun í félagsmið- stöðvunum. „Ég tók mér frí frá öllu þesshátt- ar í ár þar sem mig langaði að njóta þess að vera ófrísk," segir hún. Sérlunduð í fatavali Alma hefur gaman af fötum og segist vera þekkt fyrir að klæða sig í hvað utan yfir annað. „Ég er ekki merkjafrík þegar kemur að því að velja föt en er engu að síður mjög sérlunduð í fatavali. Samt er enginn einn stfll ráð- andi. Ég á það til að klæðast þröngum leðurbuxum eða blómakjól og sandölum, allt eft- ur því hvað ég er að gera,“ seg- ir hún. Oft er Aima með kollinn full- an af hugmyndum og veit ná- kvæmlega hvað hún vill en finn- ur hvergi það sem hún leitar að. „Mér finnst mestu skipta að svolítið af sjálfri mér sé í því sem ég klæðist. Skemmtilegustu flíkurnar sem ég hef átt eru því þær sem hafa verið sér- saumaðar á mig eftir mínu lO"" ,qUV iPeð9u höfði. Ég á góða vinkonu sem er fatahönnuður og alger snillingur í að gera mér til hæf- is.“ Fatastfll Ölmu hefur lítið breyst við þungunina en þó segist hún meira klæðast kjólum en áður. „Annars kom mér á óvart hve erfitt er að finna falleg óléttuföt,“ segir hún og tekur fram að það sé Náttúrleg förðun fallegust Á meðgöngunni hefur komið fram roði á húð sem Alma hef- ur ekki fundið fyrir áður. Þetta gerir það að verkum að hún hefur ekki getað notað farða undanfarið sem henni þykir synd þar sem fallegur farði sé punkturinn yfir i-ið í góðu útlili. „Ég legg áherslu á að förðunin sé þannig úr garði gerð að hún dragi það fallegasta fram í hverri konu, sé hófleg og falli inn í andlitið, en ekki séu notaðir litir htanna vegna. Mér finnst nátt- úruleg förðun því alltaf fallegust,“ segir hún. Sjálf notar Alma mest snyrtivörur sem heita „Make up Forever" en af kremum hefur hún bæði notað „Clar- ins“ og einnig krem sem eru blönduð í apó- tekum. „Dýr- ustu kremin eru ekki endilega best,“ tekur hún fram. Ilmvatn notar hún helst við sérstök tækifæri. Ekkert ákveðið ilmvatn er í uppáhaldi en hinsvegar á eiginmaðurinn „Þetta er uppáhaldskjólinn minn. Ég er eiginlega alltaf í honum,“ segir Alma J. Árnadóttir. Von er á barninu sem hún ber undir belti um miðjan júní. Silfurkross í morgungjöf Skartgripi notar Alma fremur lítið þó hún sé reyndar hrifin af fallegum skart- is.m ' j:- * ^ gripum. „Ég uppáhaldsilm- »Mer finnst mestU hef oft keypt vatn fyrir lmna skiptd dð SVolítÍð af en þegaí ég'er sem hann geíur x J v ° ° henni reglu- sjdlfri mér sé í því lega. „Ilmvatn- . . . ið heitir Giorgio Setfl klcEOlSt. frá Beverly Hills. Ég var með þetta ilmvatn þegar við kynntumst fyrir ellefu árum,“ segir Alma og hlær. Myndir. GS manninum sínum. „Ég er búin að vera með hann mestalla meðgönguna og finnst eins og hann veiti vernd,“ segir hún og grípur í krossinn. „Ég held mjög mikið upp á hann.“ AI búin að hengja þá á mig finnst mér þeir ekki passa mér. Þannig að þeir enda bara ofan í skúffu.“ Alma er þó ekki skartgripa- laus í viðtalinu. Um hálsinn ber hún fínlegan silfurkross sem hún segir vera morgungjöf frá miður þar sem henni þyki fátt fallegra en ófrísk kona sem kunni að njóta vaxtarlags síns á meðgöngunni. „Ég er allt of montin af kúlunni til að fela hana.“ Ég er kjólakona

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.