Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Síða 15

Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Síða 15
IDagur-'Eúmtm Laugardagur 24. maí 1997 - 27 Seindrepandi □g sívinsæl Otrúlegt verður að teljast að ein af framvarðasveit- unum í nýrómantiska poppinu frá því um og eftir 1980, Depeche Mode, skuli enn, nær tveimur áratugum síðar, vera við lýði. Ekki endilega vegna þess að svo langt er um liðið, það er svo sem ekkert einsdæmi að hljómsveitir lifl svo lengi, heldur þess, að alls kyns vandræði, veikindi, eitur- lyfjaneysla, innanbúðarvesen og margt fleira, sérstaklega á seinni árum, hefur sett sterkan svip á feril Depeche Mode. Söngvarinn og sá sem alla tíð hefur verið aðalmaðurinn í sveitinni, David Gahan, hefur ekki hvað síst verið blórabögg- ullinn, en honum hefur samt allt til þessa dags tekist að rétta sig við og haldið starfsemi hennar áfram. Pað sem svo meira er, vinsældirnar hafa ver- ið miklar og stöðugar, burtséð frá öllum vandræðum og það bæði austan hafs og vestan. Á því er heldur engin undantekn- ing hvað varðar nýju plötuna, Ultra, sem nú er nýkomin út. Ratar hún bæði inn á topp tíu í Bretlandi og Bandaríkjunum, en þangað hafa allavega tvær síðustu plöturnar á undan, Vi- olator og Songs of faith and de- votion, ratað einnig. Ultra er líka í nokkuð sama anda og for- verarnir tveir, nokkuð þung- lyndisleg og seiðandi tölvu- poppplata, sem annas lagið er rifin upp með dæmigerðum rokkkrafti eða dregin niður með seiðandi laglínum með mikið aðdráttaraft. Gahan mun nú hafa gert nokkuð hreint fyrir sínum dyrrnn, m.a. losað sig undan eiturlyíjafi'kninni, þannig að framtíð Depeche Mode virð- ist tryggð. Nema hvað ef örlögin gerðust nú duttlungafull þegar vandræðunum er loks ýtt frá og í staðinn færi að halla undan fæti fyrir alvöru. Væri það kald- hæðnislegt ef svo færi, en eins og allt annað hefur Depeche Mode sinn tfma og einhvern tíma koma endalokin. Depeche Mode. Dökkur ferill en dæmalausar vinsældir. Butler bærír að varð heldur betur uppi fótur og fit á fyrri hluta árs 1995, þegar Bernard Butler, gítarleikari og lagahöf- undur bresku poppgoðanna í Suede, hætti mjög skyndilega. Suede, sem tvímælalaust má telja eina af upphafsvöldunum í Britpoppæðinu svonefnda, var í miðjum klíðum við að taka upp aðra plötu sína, Dog mans star, þegar Butler gafst upp á félög- um sínum og gekk út. Hafði gríðarleg eftirvænting verið eft- ir plötunni, en brotthvarf Buti- ers varð þess hins vegar vald- andi að útgáfan féll að mestu í skuggann. Töldu margir að þetta myndi leiða til endaloka Suede, en með nokkuð breytt- um stíl, bráðungum en góðum nýjum gítarleikara m.a., náði sveitin að sanna sig áfram með þriðju plötunni, Comming up, á síðasta ári. Butler hefur aftur á móti frekar h'tið látið að sér kveða frá því að hann hætti í Suede. Hann sendi að vísu frá sér þokkalega plötu ásamt þel- dökka tónlistarmanninum Dav- id McAlmont (sem m.a. var i' hinni virtu en ekki sigursælu sveit, Theves) sem kallaðist The sound of McAlmont & Butler, í nóvember 1995, en frá því hef- ur lítið farið fyrir honum þar til fyrir skömmu, að fregnaðist, að hann hefði nælt sér í samning Bernard Butler lætur senn í sér heyra að nýju. á sér hjá Creatoin, sem eins og kunn- ugt er hafa Oasis og fleiri góðar sveitir á sínum snærum. Er kappinn kominn nokkuð vel af stað með að hljóðrita sína fyrstu plötu undir eigin nafni, sem svo mun vera væntanleg í haust eða í byrjun vetrar. 30 til 40 lög hefur hann samið síð- ustu mánuðina, þannig að úr nógu er að moða. Forsvars- menn Creation eru mjög svo ánægðir með að hafa fengið Butler til sín og tala um að hann sé „þeirra Neil Young“. Bíða menn svo bara spenntir hvernig til tekst. Umsjónarmaður Magnús Geir Guðmundsson Hróarskeldu- hátíðin 1997 Eftir réttan mánuð skellur á enn einn ganginn hin fræga Hróarskeldurokk- hátíð, sem við íslendingar höf- um ekki hvað síst verið duglegir að sækja. Þessi hátíð, sem upp- haílega var fjölsótt af hippum með öllu góðu og slæmu sem þeim fylgdi og hefur verið til staðar í um þrjá áratugi, skart- ar nú sem fyrr mörgum frægum nöfnum og það í tugatali. Fyrir okkur íslendinga er þó meira fréttnæmt, að ef að líkum lætur verða tvær íslenskar sveitir á hátíðinni í ár. Þar er annars vegar átt við Unun, sem nú er hægt og bít- andi að skapa sér nafn erlendis og svo hins vegar fjöl- listaflokkinn margumtalaða Gusgus, en eftir því sem best er vitað að hálfu Poppsíðu Dags- Tímans, eru miklar líkur á að hann komi þar fram. Sem fyrr sagði hafa íslenskir tónlistar- áhugamenn verið iðnir við að bregða sér á hátíðina. Þeir hafa þó líklega sjaldan verið fleiri en á síðasta ári, þegar a.m.k. 500 manns sóttu herlegheitin. Nú er allavega ein ferðaskrifstofa, Úr- val-Útsýn, með skipulagðar ferðir á hátíöina, þar sem mun vera m.a. innifalið flug, miði og ferðir til og frá Hróarskeldu. Of langl mál væri að telja upp þó ekki væri nema helminginn af þeim sem koma fram, en sem dæmi má nefna dansfyrirbæri eins og hið franska „dúó“ Daft punk og hið breska Republica, Beck, pönkarana í Bad Religi- on, rokkarana bresku í Reef og eldri hetjur á borð við David Byrne úr Talking Heads og Nick Cave. Auk Gusgus, eru svo fleiri inni í myndinni sem hugsanleg- ir þáttakendur, t.d. risarokkar- arnir í Metallica. Ein öðruvisi Eins og víðast hvar á öðr- um vettvangi, er fátt nýtt undir sólinni hvað rokkið varðar. Menn eru þó alltaf eitt- hvað að rembast við að gera eitthvað nýstárlegt og beita til þess ýmsum brögðum, sem reyndar heppnast misjafnlega eins og gengur. Það verður ekki annað sagt um sjö manna fyrir- bærið The Urge, en að þar sé reynt eftir megni að koma með nýjan blæ inn í rokkið með mjög svo óvenjulegri hljóðfæra- skipan. Auk hefðbundinnar rokksveitarskipunar, söngur, gítar, bassi og trommur, er Urge nefnilega skipuð brassspilurum, einum saxafónleikara og tveim- ur básúnuleikurum, sem heldur betur er fáheyrt, en eins og fyrr sagði þó ekki einstakt. Los Angelessveitin Fishbone, sem töluverða athygli vakti á síðasta áratug, kryddaði t.a.m. sitt fjöl- breytta fönkrokk með saxafón- spili, en hjá Urge er það bara enn meira áberandi. Þrátt fyrir að fyrsta plata sveitarinnar, Receiving the gift of flavor, hafi komið út nú nýlega (snemma á þessu ári) er hún al- deilis ekki ný af nálinni. Tíu ár eru frá því söngvarinn, Steve Ew- ing, og bassaleikarinn, Karl Grable, stofnuðu hana í St. Lou- is í Bandaríkjunum, en í núver- andi mynd hefur hún verið sl. tvö ár. „Eins og að Rage against the machine, Pantera, (áður- nefndri) Fishbone, The Specials og Madness, væri blandað sam- an“ er ein lýsingin á The Urge og tónlistinni sem hún framleið- ir. Það er svo ekki hvað síst mjög svo lífleg sviðsframkoma, sem nú hefur verið að skapa fé- lögunum nafn, en þeir hafa m.a. ferðast með rappfyrirbær- inu með meiru, 311 og Korn, einum af helstu boðberum nýja þungarokksins í Bandaríkjun- um (í þeim hópi eru líka Marlyn Manson, Tool o.fl.) Þeir sem vilja kynna sér eitthvað öðruvísi og ferskt í rokkinu, ættu því að gefa Urge gaum. The Urge er öðruvisi og ögrandi rokksveit.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.