Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Blaðsíða 3
jDcigur-Stmtmt Fimmtudagur 27. mars 1997 - 15 Sigurður Valgeirs- son dagskrárstjóri ætlar að eyða pásk- unum í að mála og snurfusa heimili sitt í Hafnarfirði milli þess sem hann horfir á innlenda dagskrá í sjónvarp- inu. Það er aldrei að vita nema Stundin okkar sé ofarlega á lÍStanUm. Mynd. E.ÓI. ■ Sáttur á vindasömimi vinnustað Sigurður Valgeirsson hefur gegnt starfi dagskrárstjóra Sjón- varps í tíu mánuði. Hann er bjartsýnn á framhaldið og segir að stefnu sinnar fari að gœta strax nœsta haust. Dagskrárstjóri innlendrar dagskrár hjá Sjónvarp- inu, Sigurður Valgeirs- son, hefur alltaf horft mikið á sjónvarp og fylgst með kvik- myndum. Síðustu árin hefur hann haft tilhneigingu til þess að minnka sjónvarpsglápið heima enda nóg horft á sjón- varp í tengslum við vinnuna. Sigurður ætlar þó að horfa á nokkra þætti um páskana á milli þess sem hann málar og skrúfar og undirbýr heimili sitt í Hafnarfirði undir innrás nor- rænna leiklistarstjóra. En hvernig skyldi dagskrárstjóran- um finnast eftir tíu mánuði í starfl á þessum vindasama vinnustað? Sigurður fær orðið. „Ég er nokkuð sáttur. Þetta starf er að sumu leyti stækkuð útgáfa af Dagsljósi. Ég var í bókaútgáfu áður, vann við að velja og hafna og móta stefnu og veit að þetta gerist ekki á einni nóttu. Maður kemur að starfi, þar sem sá sem var á undan manni var búinn að ráð- stafa fé og leggja sínar línur. Sumt finnst manni gott og öðru vill maður breyta og það tekur ákveðinn tíma,“ segir Sigurður. Hátíð í sjónvarpi liík áhersla er á leikið efni í innlendri dagskrá Sjónvarpsins á næstu misserum og býst Sig- urður við að þess fari að gæta næsta haust. f vor og sumar verður farið að taka upp Sunnudagsleikhúsið, fimmtán stutt leikverk eftir fimm höf- unda, og er meiningin að sýna verkin vikulega næsta haust. Þá ætlar Sjónvarpið að taka upp leikrit með Leiklistarskóla Is- lands og nýbúið er að gera samning við Félag íslenskra leikara þannig að hægt verður að endursýna gamalt efni í rík- ari mæli. Hugmyndin að baki stutt- verkanna fimmtán er að gera ódýrt leikið efni sem verður á sjónvarpsdagskránni viku eftir viku þannig að það verði „hversdagslegri" atburður en áður hefur tíðkast. Sigurður bendir á að í gamla daga hafi leikrit aðeins verið sýnd um páska og jól og þá hafi umferð- in stoppað á meðan og fólk sett sig í hátíðarstellingar. Spennusaga í fram- haldsþætti „Svo var fólk oft yfirkomið af því hvílíka þvælu hefði verið boðið upp á. Bæði held ég að þarna hafi komið til stellingar áhorfendanna en líka stellingar þeirra sem voru að búa þetta til. Þetta átti að verða ódauðlegt verk, eitthvað sem enginn hafði séð áður,“ segir Sigurður. Höfundar stuttverkanna eru Karl Ágúst Úlfsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Guðrún Helga- dóttir, Hlín Agnarsdóttir og Friðrik Erlingsson og fengU þau ákveðinn ramma til að vinna út frá. Verkin skyldu gerast í sam- tímanum, aðalpersónurnar skyldu vera íjórar og skyldi leikmyndin að hluta til vera kaffihús. Tveir höfundanna ákváðu að gera framhaldsþætti og er annar þeirra með spennusögu þannig að það kennir margra grasa. Draumurinn að fá 450 millur Sigurður kvartar ekki undan peningavandræðum hjá inn- lendri dagskrárdeild Sjónvarps- ins þó að auðvitað vildi hann gjarnan meira. Innlend dag- skrárdeild hefur 250 milljónir til ráðstöfunar í ár en hafði að- eins 200 milljónir í fyrra. Sig- urður segir að draumaupphæð- in sé 450 millj- ónir króna, fyr- ir þá upphæð væri hægt að gera „glæsilega dagskrá“ með leiknu efni vikulega, góðar heimildar- myndir, vel unnu barnaefni og góðu jóla- dagatali og Dagsljósi allt árið um kring. „Þó að 250 milljónir séu há upphæð þá er maður samt að berjast við að láta góðan hluta af draumunum rætast og nóg af draumum sem rætast ekki. Ég treysti mér til að eyða miklu meira fé til góðra verka. Ég tel að eina leiðin til að fá meiri peninga sé að sýna að maður geti farið vel með þá og fengið mikið út úr þeim, vís- að til góðra verka,“ segir dag- skrárstjórinn og bætir við að þrátt fyrir allt geti hann ekki verið annað en ánægður með að fá 250 milljónir til dagskrár- gerðar í ár. Fólk á vertíð yfir vet- urinn Peningaaustur innan ríkisstofn- ana er sígilt umræðuefni en Sigurður segir að talsverð hag- ræðing hafi átt sér stað innan Sjónvarpsins og enn sé haldið áfram á þeirri braut. Fæstir þáttagerðarmenn séu til dæmis fastráðnir heldur sé bara samið sérstaklega við þá og þeir komi „á vertíð yfir veturinn." Þetta sé sveigjanlegra og ódýrara fyrir Sjónvarpið. Þá hafi verið skip- aðar nefndir með starsfólki til að koma með tillögur að sparn- aði. Unnið verði úr þeim á næstunni og einhverjum án efa hrint í framkvæmd. „Ég er ekki að segja að það megi ekki hag- ræða mikið hérna en það hefur verið gert talsvert og má búast við tals- verðri hagræð- ingu til viðbót- ar á næstunni. Almennt hugs- ar fólk hér tals- vert mikið um peningana. Það endurspeglar andann í sam- félaginu,“ segir Sigurður. Gaui er fín týpa Dagskrárstjórinn hefur komið víða við og meðal annars getið sér frægðar sem ritstjóri Dags- ljóss. Vinsældir þáttarins liafa farið vaxandi í vetur en um leið hefur ýmislegt verið þar um- deilt, til dæmis megrun Gauja litla og auglýsingarnar sem Gaui hefur komið fram í hafa farið í taugarnar á sumum. Sig- urður segir að sér hafi þótt góð hugmynd að byrja með Gauja litla og sér finnist hann „fínn sjónvarpsmaður og skemmtileg týpa.“ „En ég skil líka vel að hann geti farið í taugarnar á einhverjum, til dæmis um ára- mótin þegar hann var mikið í auglýsingum. Mér finnst líka eðlilegt að syo afgerandi karakter fari í taugarnar á einhverjum,“ segir Sigurður. Al- mennt kveðst hann ekki sætta sig við að fólk í fullu starfi, til dæmis í Dagsljósi, komi fram í auglýsingum en hins vegar sé spurning hvar eigi að setja mörkin. Hrun á stofninum „Mér finnst ótækt að Gaui komi fram í auglýsingum þar sem hann vísar í þáttinn. En ég get ekki ráðskast með líf manns, sem kemur fram í þætti einu sinni í viku og fær ekki laun sem nægja til framfærslu, og bannað honum að koma fram í auglýsingum," segir Sigurður. „Það er hins vegar mín skoðun að það gildi það sama um Gauja litli og aðra fjölmiðla- menn og þorskinn í sjónum. Ef maður stundar rányrkju verður hrun á stofninum,“ segir hann. Sigurður segist hafa skoðan- ir á því hvað Gaui litlir auglýsir og kveðst hafa vitað af því flestu. Sér finnist betra að hann auglýsi flugelda en megrunar- pillur. Mörg grös á dag- skránni Á sjónvarpsdagskránni um páskana kennir ýmissa grasa. Á dagskránni verður páskaþátt- urinn Páskarósir í umsjón Val- gerðar Matthíasdóttur, Fang- arnir á Mön, kvikmyndin Cold Fever og svo verður endursýnd Músin Marta. Þáttur um Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráð- herra verður einnig á dag- skránni og þá verður byrjað að sýna norræna seríu um Kristínu Lavransdóttur. Að sjálfsögðu ætlar dagskrárstjórinn að fylgjast með dagskránni og þá sérstaklega þeirri íslensku, eins og vera ber. -GHS Ég er ekki að segja að það megi ekki hagrœða mikið hérna en það hefur verið gert talsvert og má búast við tals- verðri hagrœðingu til viðbótar á nœstunni. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.