Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Síða 19

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Síða 19
Pagur-Œmrám Fimmtudagur 27. mars 1997 - 31 Umsjonarmadur Magnus Geir Guflmundsson • I>eir íslensku rokkunnendur, sem jafnframt hafa gaman af því að bregða sér í bíó og sjá nýju myndina hans Tom Cruise, Jerry MaGuire, hafa sjálfsagt rekið upp stdr augu í einni senu myndarinnar. Þar bregð- ur nofnilega fyrir gítarleikara Alice in chains, Jerry Cantrell, í einni senu með Cruise. Leikur rokkarinn skrif- stofumann, sem Cruise á orðastað við í um 30 sekúndur. • Hin ofurþunga rokksveit Machine IJead frá San Franscisco með söngv- arann Robb Flynn fremstan meðal jafningja, er nú eftir langa bið að koma með sína aðra plötu. Heitir hún, The more things change og á að fylgja eftir velgengni fyrstu plötunn- ar, Burn m eys, sem kom út fyrir um þremur árum. Auk frumsamins efnis verður á plötunni m.a. gítarrapp- samsuða úr smiðju meistarans Ice-T. • Séu þeir einhverjir til sem efist um veldi stúlknanna snoppufríðu í Spice girls í poppinu, þá geta hinir sömu alveg gleymt því. Nýja smáskífulagið þeirra, Mama (Who do you think you are) heldur nefnilega hefðinni uppi sem þær hafa skapað með fyrri smá- skífulögunum þremur, að fara rak- leiðis á toppinn í Bretlandi í fyrstu viku. Samjöfnuður við þær flnnst varla nema ef vera skyldi U2. • Talandi urn U2, þá verður nýja smáskiTulagið þeirra að líkindum geysivinsælt á íslandi, Stairing at the sun. Eins og gengur verður það í fleiri en einni mynd, í mismunandi hljóðblöndunum. Fengu U2 Butch Vig, trommara Garbage, sem áður gerði garðinn frægan sem upptöku- stjdri fyrir Nirvana, Smashing Pumpkins o. m. fl. til að hljóðblanda lagið m.a. og er sú vinna víst ærið skrautleg. Mun Vig hafa ásamt sam- starfsmanni sínum, Danny Saber, „tætt lagið í sundur“ og byggt það svo aftur upp frá grunni með ýmsum hljóðbrellum. (U2 verða annars í brenni- depli hér á síðunni eftir viku) • Kula Shaker, rokkfjdreyk- ið bráðskemmtilega frá Bretlandi, geri nú áfram stormandi lukku. Nýjasta smáskífulagið þeirra, Hush, fór nefnilega beint í fjórða sæti breska listans á dögun- um og er orðið býsna vin- sælt hérlendis líka. Lagið er auðvitað hið sama og þegar Deep Purple sldgu fyrst í gegn með, í Bandaríkjunum, þar sem það náði í fjórða sæti vinsældalistans árið 1968. i>á var söngvari f Purple, Rod Evans, sem Ian Gillan leysti svo af hólmi ekki löngu síðar. Lagið samdi hins vegar tónlistar- maðurinn og lagasmiðurinn með moiru, Joe South. Butch Vig. Hljóðblandar fyrir U2 Soðin fiðla. Sigurvegari í Mússiktilraunum. Mynd: hs„ Enn ræður rnkkið Músíktilraunir Tónarbæj- ar voru í 15. sin leiddar til lykta síðastliðið föstudagskvöld, að undan- gengnum þremur undanúrslita- kvöldum, sem fram fóru fyrr í marsmánuði. Voru það samtals 11 hljómsveitir sem kepptu til úrslita, þrjár frá Reykjavík, tvær frá Hafnarfirði og Húsavík (Roð og Innvortis) og ein frá Garðabæ, Keflavík, Mosfells- sveit og Kópavogi. Eins og áður voru verðlaun af ýmsu tagi, m.a. fyrir þrjú efstu sætin, At- hyglisverðustu hljómsveitina, Besta söngvarann, Besta gítar- leikarann o.s.frv. Rokkið hefur sérstaklega hin síðari ár verið mest áberandi í Músíktilraun- um og svo var einnig nú. Ein rappsveit og ein Drum & base- sveit komust þó í úrslitin, sem jók breiddina. Gestahljómsveit var til staðar að venju og var að þessu sinni sigurvegararnir 1995, Botnleðja. Spiluðu félag- arnir þrír í upphafi og í hléi þegar beðið var eftir úrskurði dómnefndarinnar og ullu ijöl- mörgum gestum Tónabæjar ekki vonbrigðum. í>að gerðu hljómsveitirnar ellefu ekki heldur og var um nokkuð jafna og góða framistöðu að ræða. Helstu úrslit urðu þau, að Soðin fiðla (satt best að segja voðalegt nafn) fimm manna mjög svo framsækin rokksveit úr Kópa- vogi sigraði og var býsna vel að því komin. í öðru sæti varð rapptríóið, Tríó Óla skans hf úr Reykjavík og í þriðja sæti, The Outrage, dúett skipaður tveim- ur unglingspiltum einnig úr Reykjavík, sem spiluðu á tölvur, þ.e. einskonar drum & base í hörðum stíl. Athyglisverðasta sveitin var svo rós í hnappagat landsbyggðarinnar, pönkrokk- sveitin Innvortis frá Húsavík. Auk sigursins í keppninni voru einstakir liðsmenn Soðinnar fiðlu líka verðlaunaðir í bak og fyrir. Illutu trommari, bassa- leikari og gítarleikari sveitar- innar verðlaun í sínum flokki. Kvæði vent f kross - og komsst upp með það IXiýjasta stórsveitin? Eftir einn af merkari þrí- leikjum poppsins, Modern live is rubbish, Parklife og The great escape, þótti einum helsta höfðingja Britpoppsins, Damon Albarn og félögum hans í stórsveitinni Blur víst nóg komið af svo góðu, léttvægu gít- arpoppi með furðufuglatextum til skreytingar (sem margir hverjir eru reyndar bráð- skemmtilegir hjá Damon) en þess í stað væri allt annað og öðruvísi á dagskránni næst. Nú allir vita hver hlutur íslands hefur verið í breyttum áhersl- um Blur og þá sérstaklega Damons og því ekki ástæða að rekja það neitt frekar. Nema hvað, að hingað kom Blur m.a. í fyrrasumar og tók upp hluta af nýju samnefndu plötunni í stúdió Sýrlandi, þar sem kvæð- inu var algjörlega vent í kross. Hávært og hrátt gítarrokk að nokkru í anda þess sem hljóm- sveitin var að fást við á sínum bernskuárum, á fyrstu plötunni, Leisur, 1991, komið í staðinn fyrir laglínumjúka gítarpoppið. Hefur Damon m.a. sagt í viðtöl- umn um plötuna, að hún sé undir áhrifum frá framsæknis- rokksveitinni Pavement frá New York, sem svo aftur hefur dregið dám af m.a. samborgur- um sínum í Sonic Youth, Iggy Pop og fleirum. Má vissulega taka undir það, en áhrif frá breskri nýbylgju og pönki má alveg eins greina, t.d. frá Clash og Stranglers. En svo er það spurningin. Gengur umsnún- ingurinn upp? Að mörgu leyti gerir hann það og þótt laga- smíðarnar séu margar hverjar ekki frumlegar, þá sannast það enn eina ferðina, að hið gamal- kunna getur hljómað ferskt ef ílutningurinn kemur á ein- hvern hátt á óvart og er frísk- legur. Það er einmitt tilfellið, þó tilraunastarfsemin sum- staðar, sem jafnvel gætti minnt á sýrutímabilið um og eftir 1970 (á Pink Floyd og það allt saman) fari aðeins yf- ir strikið. Heima í Bretlandi er svo ekki annað að sjá en að aðdáendurnir taki þessu vel, platan fór á toppinn strax í fyrstu viku í febrúar og selst enn vel. Svo er bara að sjá hvort Bandaríkin taki ekki líka við sér, en þar horfa Damon og félagar vonaraug- um á nýju plötuna. Ef hlutirn- ir fara að gerast þar, er lík- legt að sveitin láti seinna á árinu sjá sig öðru sinni á landi ísa. Nú þegar margt bendir til þess að breska popp- bylgjan svokallaða, Brit- poppið, sé eitthvað að gefa eftir, jafnvel að syngja sitt síðasta að margra mati, höðingjarnir og helstu boðberar þess, Blur, meðal annars búnir að snúa við því baki með nýju plötunni, (eins og lesa má t.d. um hér annars staðar á síðunni) velta menn því óneitanlega fyrir sér hvort eitthvað svipað, einhvers- lags gítarpopp, eða hvað það nú er, komi í staðinn. Á þessum tímum þegar allt virðist mögu- legt í poppinu og rokkinu, öllu er „sullað“ saman til að finna út eitthvað nýtt, er erfitt að sjá hvort eitthvað slíkt komi endi- lega í staðinn fyrir Bripoppið, en nú þegar það er e.t.v. að fara úr tísku, kann annað sem verið hefur að þróast jafnhliða því, að verða meira áberandi. Með nokkrum sanni má t.a.m. segja um Qögura manna fyrirbærið Mansun frá borginni Chester á norður- Englandi, með söngvarann Paul Draper í fararbroddi, að sveitin hafi legið í skugga Britpoppsins, en sé nú í meintu niðurlagi þess að rísa upp og verða ef að líkum lætur, næsta stórsveitin í bresku gítarpoppi. Eftir að hafa starfað í ein tvö til þrjú ár og gefið út ljölda EP platna með misjöfnum árangri, hefur Mansun á síð- ustu mánuðum verið að vekja meiri og meiri athygli, vítt og breitt. Samningur við risann í Parlaphone, vaxandi og betra tónleikahald ásamt útgáfunni auðvitað á EP plötunum, hefur svo náð að undirbúa jarðveginn svo vel, að þegar fyrsta plata Mansun kom út í lok síðasta mánaðar, fór hún rakleiðis á toppinn í Bretlandi og velti þar úr sessi ekki minni mönnum en Blur. Pönki í anda Sex Pistols og Clash og nýrómantíkurpoppi að hætti Duran Duran og Depeche Mode, er það sem næst kemst því e.t.v. til að lýsa tónlist Mansun á plötunni, Attack of the grey lantern, eins og hún nefnist. Skemmtileg blanda, sem einna helst minnir á það sem Manic Street Preachers hafa verið að gera. Blur tekst þegar á heildina er litið vel upp með nýju plötunni.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.