Dagur - Tíminn Reykjavík

Date
  • previous monthApril 1997next month
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Page 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.04.1997, Page 2
14 - Laugardagur 12. apríl 1997 |Dagur-'35ttróm Barnahornið Nú er helgin loksins runnin upp og vonandi viðrar vel fyrir fjölskyldur sem eru duglegar að nota tímann saman. Það er alltaf upplagt að nota helg- arnar í útiveru, teygja úr skrokknum og njóta birtu og sólar. Nú eru síðustu forvöð að fara á skíði og svo er ýmislegt hægt að dunda sér annað því að bíóhúsin og leik- húsin standa alltaf fyrir sínu, sundstaðirnir eru opnir og svo er stutt út í guðsgræna náttúruna. Lína sýnd á Akureyri Lína langsokkur eftir sænska rithöfundinn Astrid Lindgren verður á dagskránni klukkan 11 á laugardaginn á Bjargi við Bugðusíðu, gengið inn niðri. Rithöfundur- inn sem skrifaði Línu verður fyrst kynntur stuttlega og svo verður myndin sýnd og tekur dagskráin í heildina um einn klukku- tíma. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Barnatónleikar í Ráðhúsinu Flestir krakkar hafa gaman af tónlist enda mörg hver að læra á hljóðfæri, píanó, selló eða læra að syngja. Tónlistarskóli fslenska Suzukisambandsins verður með tónleika í Ráðhúsinu um helgina og eru það nemend- urnir sem koma fram. Fyrstu tónleikarnir verða klukkan 14 á sunnudaginn og standa þeir yfir í 45 mínútur. Síðan er hlé og verð- ur svo byrjað aftur klukkan 15.15. Þarna er kjörið tækifæri fyrir börnin að fylgjast með öðrum börnum koma fram. Egner á Vesturlandi Krakkar á Vesturlandi geta kæst því að Leikfélag Hafnarijarðar leggur land undir fót um helgina og sýnir í félagsheimiii Stykkishólms atriði úr barnaleikritum Thorbjörns Egners, til dæmis Karíus og Baktus, Dýrin í Hálsaskógi og Karde- mommubærinn. Leikararnir eru á öllum aldri og er miðaverð krónur 600. ...og á Húsavík Leikféiagið á Húsavík heldur áfram sýning- um sínum á Kardemommubænum um helgina. Sýnt verður bæði í dag og á morg- un og hcfjast sýningar klukkan 15. Hátíð fyrir bókaorma I Ráðhúsi Reykjavíkur verður svo í dag barnabókahátíð og verður þar lesið upp úr bókum fyrir áheyrendur á öllum aldri. Rit- höfundarnir Herdís Egilsdóttir, Árni Árna- son og Guðrún Helgadóttir lesa upp úr bókum sínum, Maggi Scheving, goð alira krakka, mætir líka og svo verður Möguleik- húsið með nokkur leikatriði. Teiknimyndir í Norræna Þrjár teiknimyndir byggðar á þekktum sænskum barnabókum verða sýndar í Nor- ræna húsinu á morgun kl. 14. Myndirnar eru með sænsku tah og því ættu þau ljöl- mörgu börn sem hafa þurft að fylgja for- eldrum sínum til Svíaríkis vegna náms eða atvinnu að geta horft sér til ánægju á: „Ur en kos dagbok“, „Mannen som tankte med hatten“ og „Bella och Gustav - om en liten vecka". Allir velkomnir og aðgangur ókeypis að venju. Dagur-Tíminn skorar á þá sem eru með eitthvað á prjónunum fyrir börn um helgar og í miðri viku að koma því á framfæri í faxnúm- er 460 6171. Börn og foreldrar þeirra verða að frétta af því sem er að gcrast til að geta tekið þátt! Afinælisbam dagsins: Völsungur 70 ára í dag Sjötugur er í dag heiðursöldungurinn Völsungur. íþróttafélagið Völsungur var stofnað 12. apríl 1927 af 27 ungum drengjum á Húsavík á aldrinum 10-14 ára. 12 þeirra eru enn á lxfi. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þeim Jakobi V. Hafstein, sem var formaður, Jóni Bjarklind, Jóhanni Hafstein, Ilelga Kristjánssyni, Ásbirni Benediktssyni og Benedikt Bjarklind. Völsungur er auðvitað síungur þrátt fyrir 70 árin, sem hafa auðvitað verið viðburðarík. Fjölmargir Völsungar hafa náð langt í hinum ýmsu greinum íþrótta og tekið þátt í landsleikjum og keppt fyr- ir íslands hönd á Olympíuleikjum og víð- ar. Sennilega eru þekktustu „gömlu“ Völsungarnir þeir Ásmundur Bjarnason hlaupari og olympíufari og Arnór Guð- johnsen knattspyrnukappi sem enn er að. (Og svo skemmtilega vill til að sá er þetta ritar var fyrsti þjálfari Arnórs í knattspyrnu, en óþarfi að minnast nokk- uð á það enda eiga blaðamenn ekki að vera ota sínum persónulega tota í frétta- skrifum). Ingólfur Freysson er formaður Völs- ungs og fetar þar í fótspor föður síns, Ilallmars Freys Bjarnasonar, sem var formaður félagsins en hann lést fyrir nokkrum árum. Að sögn Ingólfs verður haldið upp á afmælið í dag með eftirminnilegum hætti. Bæjarbúum og öllum velunnurum Ingólfur Freysson, formaður Völsungs. félagsins er boðið á hátíðarsamkomu í íþróttahöllinni kl. 14 og þar verður m.a. á boðstólnum stóreflis afmælisterta. Kl. 17 er síðan kaffisamsæti fyrir sérstaka boðsgesti í Miðhvammi. js Dansandi kindur ogjólasveinar Nærfatasýning aldarinnar verður í flugskýli Flugleiða á Keflavíkur- flugvelli í kvöld þegar bandaríska undirfatafyrirtækið Joe Boxer sýnir haustlínuna í kven- og karlmannanær- fatnaði. Félagarnir Nicholas Graham, stjómarformaður Joe Boxer, og Sigurjón Sighvatsson bjóða til veislu „til heiðurs fslandi" í tengslum við sýninguna. Fyrst er kvöldverður af fínasta tagi fyrir um 150-180 manns og eru það blaða- og fréttamenn frá öllum stærstu fjölmiðlum Ameríku sem koma. Eftir kvöldverðinn bætast svo aðrir 150 við og þá hefst sjálf tískusýningin. Boðskortin hafa þegar verið send út og eru hátíðleg í meira lagi. Þarna er sko greinilega ekkert fisk- verkafólk á ferðinni. Allir helstu skemmtikraftar fslend- inga munu troða upp fyrir bandarísku gestina. Páll Óskar flytur Evróvisjónlagið sitt, Botnleðja kemur fram og að sjálf- sögðu nýjustu stjörnurnar, Gus Gus. Á dagskránni er líka ýmislegt í meira lagi óvænt, dansandi kindur og svo munu nokkrir rauðklæddir jólasveinar falla of- an úr himninum um hálfáttaleytið í kvöld - að sjálfsögðu rammlega festir við fallhlífar. Að undanförnu hafa menn ver- ið að vinna í ílugskýli Flugleiða við að koma borðum fyrir því að veisluborð mimu svigna undan krásunum. Og síðla kvöldsins mun tískusýningarfólk ganga um á nærklæðum einum saman. Nick Graham segir að fjallað verði um tískusýninguna á næstunni í Ijölmörgum ijölmiðlum erlendis enda standi vonir til að vekja athygli um 100 milljóna manna. -GHS Himdsýning Hundaræktarfélag íslands er með ræktunarsýningu nú um helgina í Reiðhöll Gusts í Kópavogi og verður þá forvitnilegt að sjá úrval landsins. 36 hundategundir verða dæmdar á þessari sýningu, þar af nokkrar tegundir sem ekki hafa sést áður á sýningum félags- ins. Sýningin hefst klukkan 11 fyrir há- degi báða dagana. í dag fer einnig fram keppni ungra sýnenda en nú taka um 30 börn og unglingar þátt. Úrslit eru svo áætluð rétt upp úr fjögur á morgun. Dómarar eru Marlo Hjernquist og Gunilla Fristedt sem bæði koma frá Sví- þjóð. Leiðrétt nafn f myndatexta og frétt í blaðinu í fyrra- dag var farið rangt með nafn Erlu Fann- dal Birkisdóttur úr Mývatnssveit, sem hjólaði kringum landið árið 1991. Erla var sögð heita Erla Fanney í stað Erla Fanndal. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. C4VAUOAN - ROURE -'Polaroid SE*" bsbed •C'srrj&us/i trsu/ ý/syts /o asi /won/stý/ 4» Aststoo o^ '/ýtysssi/ep of&eoéZrsiti/ trsts/a yrce/a///ee4rst/a//s?st /y^íí* JOE BOXER f/tr// /íí?7 1o cdehr»rcJOF. BOXFJ?’* f.mr-ewi inrcmanonjl runway rhowin lcrtjiKÍ. an enorc crcning of lcciandic talent vriH he femrru) nn dic runwayf Enicruinmcnt provided by I’all Oskar, Botnleðjj («Jt.a.Silc) nnd Cus Cuí DJ '* A. Morc and 1 lerb Lcgnwit/. Special roonkal gucst appearanre*! Dancing shecp and morc! Samrday, April 12, IW7 Uoors •ftn to the |xiblic at 9:30 pm Sbow stirt lirne 10:00 pui - Limital Spaoe - - SRO - lcclandair Dwncsbc Airrraft I langer at Reyltjavik Auport, Kcykjavflc rVis cvcfiing has bcen produccd by Saga Frlus SpnuiTtd bjr. ^l/eAo/rs.i \(ren/(t7sj< usu/ S/ýHég/óst S/pÁsfts/Lism eosv/sa/ífr isí/hí/« yrtu /o us> eotsusiy tst Aostos' Cj/ //tyttsf/sys ej/'&ce/asu/ ^//osA/trs/i. r/cststss asts/« ytss./sr//issArst/u//rHr ej//Áe> JOE BOKER . /Sé/é7 rw^vfe/i . 'tö celebrateJOE BOXEK’s fim-cvrr intcrnanoml nuiway vbow in lccland, an entire evcnmg of Icclandir talent wiU be fcatured on the nmway! Friteminrocnr from thc United Statet: Thc cjst of thc Broadway hú rouskal 'Cllitaigo’ 'Jitpttiinnien U Osltar, Bub raent from lcciand: r, Botnlc»ja(a.k.a^íll) •> and Oua Goa DJ.'a A. Aíorc and Hcri Legowitt. Special inusical guest apptarances! Dancing shcep and more! Saturday, April 12, (997 7,-OOptr Icelandair Dornestic Aircraft i hngcr at Kcyiqank Airport, Reykjavtk Pleasc rrvp by Apnl V tt> 3S4-569-9300 This evenitig has bccn ptoduccd hy Siga FiLits Spamoicd byt mfi> Mcwuofr vPoíoroÉd rr GIVAUDAN-ROUDF I iHta! frli Boðskortið er ekkert slor...

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue: 69. tölublað - Blað 2 (12.04.1997)
https://timarit.is/issue/188259

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

69. tölublað - Blað 2 (12.04.1997)

Actions: