Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 3
Jkgur-®tmimt Laugardagur 26. október 1996 - 15 Agi í Trúða- skólanum Borgarleikhúsið frumsýnir næsta laug- ardag barnaleikritið Trúðaskólinn eftir þýskan skopmynda- teiknara, Friedrich Karl Waechter. Leikritið fer fram í skóla- stofu þar sem prófessor Blettaskarpur reynir að halda uppi reglusemi og aga sem er ekki létt verk þegar nemendur eru trúðar og kennslan er fólgin í ólíkinda- verkefnum á borð við: „Hjálp, hjálp.“ Það er kviknað í flugvél- inni minni!“ eða „Fjörgamall farlama fáviti liggur fyrir dauð- anum...“ Nemendurnir eiga svo að leika frásögnina í leikstjórn Blettaskarps og endar það iðu- lega í ringulreið enda þykir leikritið blanda gamanleiks, stjórnleysis og kjánaskapar. En jafnframt merkileg dæmisaga um kennslu og lærdóm. LÓA Prófessor Blettaskarpur: Ég skal segja ykkur um hvað kennsla snýst - hún snýst um hörku! Seiglu! Allt samkvæmt bókstafnum! Fram- koma og fas! Virðing! Hlýðni! Hátt- prýði! Háleit markmið! Mannasiðir! Og umfram allt - strangur - aaaaa- agi! Ertu viss um að þú sért að græða? Landsmenn fóru með um 60.000 kr. að meðaltali á fjölskyldu í Lottó, getraunir og 3 helstu happdrættin í fyrra, eða litlu minna en öll matarinnkaup í Bónus. Velta Lottó, íslenskra get- rauna og þriggja stóru happdrættanna, HÍ, SÍBS og DAS, nam samtals um 4.000 milljónum króna í fyrra, eða sem svarar um 60.000 kr. að meðaltali á hverja íjögurra manna ijölskyldu í landinu. Þá eru samt ótaldir allir spilakass- ar RKÍ og ótal önnur happ- drætti, bingó og fleira þar sem peningar eru lagðir undir í von um vinning. Til samanburðar má geta, að velta Bónuss var rúmlega 4,3 milljarðar í fyrra, eða litlu meiri en landsmenn eyddu í áðurnefndar vinnings- vonir. Samkvæmt Frjálsri verslun er Happdrætti Háskóla íslands raunar í hópi stærstu fyrirtækja á íslandi, við hhð Morgunblaðs- ins, með 1.810 milljóna kr. veltu í fyrra. Þar af voru hátt í 340 milljónir í hagnað. Velta happdrættisins (sem var heldur hærri upphæð heldur en til HÍ á Qárlögum síðasta árs) jókst um 8% í fyrra, eða töluvert umfram kauphækkanir. Velta fslenskrar getspár hækkaði hins vegar aðeins um 1% á árinu, í rúmlega 1.160 milljónir. Þannig að landsmenn hafa eytt nærri 100 milljónum í hverjum mánuði í lottómiða- kaup. Velta íslenskra getrauna var tæplega 420 milljónir. Happdrætti DAS (355 m.kr.) og SÍBS (230 m.kr.) virðast ósköp lítil í samanburði við ris- ana. Mikilvægt að hlusta á börnín Virðingarleysi af hálfu fullorðinna, einelti, einmana- leiki og krafa um að á þau sé hlustað eru dæmu um mál- efni sem liggja ís- lenskum börnum og unglingum þungt á hjarta. ✓ dag heldur umboðsmaður barna málþing á Egilsstöð- um, þar sem börn og ung- lingar munu vera í aðal hlut- verkum. Frummælendur eru allir undir 18 ára aldri og munu m.a. ræða um jafnrétti til náms, hvernig tilveran liti út ef þau mættu ráða í einn dag og hvað taki við þegar 16 ára aldr- inum sé náð. Ungmenni munu sjá um skemmtiatriði en síðasti hluti málþingsins er pallborðs- umræða þar sem þingmenn og sveitarstjónarmenn úr kjör- dæminu svara fyrirspurnum frá börnum og unglingum. Málþing í öllum kjördæmum Þórhildur Líndal, umboðs- maður barna, segir að stefnt sé að því að halda málþing af þessu tagi í öllum kjördæmum landsins. Þegar hafi verið hald- ið málþing í Reykjavík, fyrir ári síðan, sem tókst mjög vel. „Ég legg mikla áherslu á að hafa beint og milliliðalaust samband við mína umbjóðendur, börnin, og þetta er einn liðurinn í því. Ég vil líka gera þau sýnilegri í opinberri umræðu um sín mál- efni og að þeirra skoðanir heyr- ist oftar þegar rædd eru mál- efni sem snerta þau beinlínis," segir Þórhildur. Þórhildur hefur ferðast nokkuð um landið, heimsótt skóla og aðra staði þar sem börn eru, til að hlusta á þau og kynna fyrir þeim að þau eigi sér málsvara sem þau geti leitað til. Hún segir greinilegt að þessar ferðir borgi sig því algengt sé að börn hringi til hennar frá þeim svæðum sem hún hefur heimsótt. „Þau hafa verið að hugsa málin en ekki lagt í að spyrja þegar ég var á staðn- um,“ segir hún. En ætli börnin hafi aðra sýn á málefni sem snerta þau en fullorðnir? „Já, þeirra sjónarhorn er annað. Mér finnst mjög mikil- vægt að hlustað sé á börnin. Þar með er ég ekki að segja að þurfi að fara eftir öllu sem þau segja, en að hlusta og - eftir því sem þau eldast - að taka tillit til þeirra skoðana. Þetta á ekki bara við um í skólanum, heldur líka inn á heimilunum og einnig þegar stjórnvöld taka ákvarð- anir sem varða börn, t.d. í for- ræðismálum." AI Þórhildur Líndal

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.