Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Page 4

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Page 4
16- Laugardagur 26. október 1996 íDagur-Œmthm STEFNUR O G STRAUMAR eða Helmingur landsmanna telur að staða kvenna hafi hatnað síðustu 5 ár. Það eru þó einkum karlar sem halda því fram, ogfrekar yngsta og elsta fólkið. Þau sem líklegust eru til að standa í heimilis- og barna- basli telja litla breytingu hafa orðið konaP á. Og mikill meirihluti landsmanna (77%) telur að konur hafi ekki sömu atvinnutœkifœri og karlar, þó þœr œttu að hafa það (98%). En hvað ef konur réðu meiru við stjórn lands- mála? Þá vœri landinu betur stjórn- að segir nœr helmingur, eða 46%>! Könnun sem Jafnréttisráð kynnti í gær sýn- ir að landsmenn telja mikinn mun á eig- inleikum og hæfni kynjanna. Dagur-Tím- inn hefur skýrt frá því að landsmenn telji flestir að betra sé að annað hjóna sé heimavinnandi, og að það sé konan. En fleira kemur í ljós. Kynin virðast bærilega sátt við sjálf sig því innan við 10 prósent karla og kvenna segjast heldur myndu vilja fæðast á ný sem hitt kynið. Athyglisvert er þó að konur sem búa við hæstu fjölskyldutekj- urnar viidu fremur fæðast sem karlar en aðrar konur! Spurt var um nokkur einkenni og hvort þau hæfðu frekar konum eða körlum Mjög mikil ákveðni - hæfir það konum eða körlum? Mjög mikil ákveðni einkennir frekar konur en karla segja 31% landsmanna, en 23% lands- manna telja karla fremur einkennast af mjög mikilli ákveðni. 46% prósent telja lítinn mun á. Einn hópur sker sig úr: Það er einkum yngra fólk, 18-24 ára, sem telur konur ákveðnar umfram karla og er talsverður munur á því og eldri aldurshópum. Þá kemur í ljós þegar fólk er greint eftir stjórn- málaskoðunum að Kvennalistakonur telja sitt kyn mikiu ákveðnara umfram þá sem fylgja öðrum flokkum Framsóknarmenn eru þó ekki langt á eftir. Alþýðuflokks- menn eru líkiegri en aðrir að telja karia ákveðnari en konur. Mjög mikil þolinmæði - hæíir það körlum eða konum? Þolinmæði er hins vegar kvennadyggð. 61% landsmanna telja sig hafa sannanir fyrir því að konur séu þolinmóðari en karlar, aðeins 11% segja karlar og 28% sjá engan mun. Þá eru konur taldar rólyndari en karlar, þótt ekki sé nema 10 pró- sentustiga munur. Mjög mikii tilflnningasemi - hæfir það körlum eða konum? Tilfinningasemi - mjög mikil - er talin einkenna konur miklu fremur en karla. 72% landsmanna telja konur tilfinningasamari, aðeins 1% karla, og 27% segja engan mun. Það er frekar yngra fólk sem er þessarar skoðunar, eftir því sem árin færast yfir telja menn líklegra að tilfinningasemi einkenni kynin jafnt. íælir körlum remur 1% Hælir koflum fremur72% Mjög skapandi - hæfir það körlum eða konum? Sköpunargleðin er frekar kvennaeiginleiki en karla: 31% segja konur meira skapandi en flestir (61%) eru á því að enginn munur sé á. Að karlar séu sköpunarríkari segja 8% og er það greinilegur minnihluti. Mjög mikil málgefni - hæfir það körlum eða konum? Hin sítalandi kjaftatífa lifir góðu lífi í vitund þjóð- arinnar: Málgefni er frekar talin einkenni kvenna en karla. 40 prósent landsmanna telja konur málgefnari en karla, 11% segja karlar, en 49% segja engan mun. Mjög mikil metnaðargirni - hæfir það körlum eða konum? Þveröfugt hlutfall blasir við þegar litið er til metnaðargirni: 38% telja karla metnaðarfyllri en konur, 49% að jafnt á sé komið með kynjun- um og 14% telja konur hafi þennan eiginleika í ríkari mæli en karlar. Mjög rnikil greind - hæfir það körlum eða konum? Landsmenn virðast flestir á því að greindin spyrji ekki um kynferði, en þó ívið fleiri (14%) sem vilja eigna hana konum en körlum (5%). Sá mismunur kemur fram vegna þess að fleiri konur telja sig greindari en karlar! Hælir konum fremur 14% Mjög mikil umhyggjusemi - hæfir það körlum eða konum? Umhyggjusemi er hluti af heimi konunnar. 64% landsmanna telja konur umhyggjusamari en karla, og 35% segja engan mun, aðeins eitt prósent telur karla umhyggjusamara kynið. Aftur skera Kvennalistakonur sig úr því þær telja sitt kyn mun umhyggjsamara en stuðningsmenn annnarra flokka. Meðal þeirra er almennt jafnræði, en Alþýðu- bandalagsmenn þó fúsari en aðrir að ljá því máls að þessi eiginleiki passi jafnt við kynin. Mjög mikið hugrekki - hæfir það körlum eða konum? Karlar eru hugrakkari en konur segja 31% pró- sent, en 55% telja jafnt á með komið, aðeins 14% eigna konum hugrekki fremur en körlum. Marktækur munur er á því hve unga fólkið telur karla miklu hugrakkari en konur. Niðurstaða Konur eru umhyggjusamari, þolinmóðari, meira skapandi, greindari (þó litlu muni) og tilfinningasamari en karlar. Og málgefnari! Karlar eru hugrakkari og metnaðarfyllri, þó ekki alveg jafn ákveðnir og konur. Þeir hafa meiri tækifæri en þær. Þetta álit landsmanna á kynjunum kom fram í könnun Gallups á síðasta ári og var birt á vegum Jafnréttisráðs í vikunni.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.