Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 14

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 14
26 - Laugardagur 26. október 1996 JDagUr-'QIímmn Jlagur-^mtmn -----------------------------Matargatið-------------- ‘Iviatarkrókur Sigríður Dögg Auðunsdóttir býður lesendum upp á þríréttaða veislumáltíð fyrir jjóra. „Ég og kœrastinn minn vorum skiptinemar í Danmörku í fyrra og þegar við bjuggum þar vorum við með alls konar tilraunir í matargerð. Þessi veislumáltíð er afrakstur einnar slíkrar tilraunar, “ segir Sigríður. Sigríður er Borgnesingur en er búsett í Reykjavík þar sem hún stundar nám í bókmenntafrœði. Hún skorar á skólasystur sína í nœsta Matarkrók og heitir sú Kolbrún Þorsteinsdóttir. Marineraðir sveppir með parmesan Forréttur 400 g sveppir safi úr'/ sítrónu 8-10 msk. ólívuolía (helst jómfrúarolía) 1 stórt búnt graslaukur 200-300 gferskur parmesan fers ct rucolasalat eða innað salat salt ní malaður svartur pipar Ske ið sveppina í þunnar skífur. Hr.erið saman sítrónusafann, ólív'uolíuna, saltið, piparinn og nðurskorinn graslaukinn. I eggið sveppina á salatið og hellið kryddleginum yfir. Látið standa í ísskáp í 20-30 mínútur. Rétt áður en borið er fram er parmesanosturinn sneiddur niður og honum stráð yfir. Svínalundir m/sól- þurrkuðum tómötum Aðalréttur 1 svínalund (ca. 550 g) 10-12 stk. sólþurrkaðir tómatar 1 búntfersk salvía (eða 2 tsk. þurrkuð) 1 msk. ólívuolía tannstönglar Meðlœti: 2 stórir púrrlaukar (300 g) 2 lítil squash (400 g) 300 g pasta (tagliatelle) 1 msk. ólívuolía 2 dl kjúklingakraftur 1 dl rifinn parmesan salt og pipar Þerrið lundina vel, skerið í 12 sneiðar og þrýstið á þær með lófanum svo þær fletjist út. Sjóðið sólþurrkuðu tómatana í vatni í tvær mínútur. Látið leka af þeim í sigti. Skerið 6 af tóm- ötunum í helminga og afgang- inn í teninga. Leggið fyrst 1-2 salvíublöð og svo hálfan tómat á hverja sneið af svínalundinni. Festið með tannstöngli. Ef þurrkuð salvía er notuð, er henni stráð á hverja kjötsneið. Skerið púrrulauk og squash í sneiðar. Sjóðið pastað eftir leið- beiningum á pakkanum og látið púrrulaukinn og squashið sjóða með síðustu tvær mínúturnar. Hellið vatninu af pastanu og grænmetinu. Bætið út í sól- þurrkuðu tómötunum í tening- unum, olíunni, kjúklingakraft- inum og parmesanostinum. Blandið saman, hitið í stutta stund og kryddið með salti og pipar. Hitið olíuna á pönnu og steikið kjötsneiðarnar við jafn- an hita í 2 mínútur á tómathlið- inni og 3 mínútur á hinni. Setjið dágóðan skammt af pastanu á hvern disk og raðið svo kjötsneiðunum ofan á, 3 á hvern disk. Gott ítalsk rauðvín er allt að því nauðsynlegt með þessum rétti. Hvít súkkulaðimús Eftirréttur 150 g hvítt súkkulaði 2 egg 1 dl rjómi fersk jarðaber Bræðið súkkulaðið yfir vatns- baði og hrærið eggjarauðunum saman við einni í einu. Látið kólna stutta stund. Þeytið eggjahvíturnar stífar og blandið varlega saman við súkkulaðið. Rjóminn er einnig þeyttur og honum er blandað saman við. Hellið í íjögur há glös og látið standa í ísskáp í 1-2 klukku- stundir. Borið fram með helling af ferskum jarðarberjum sem skorin hafa verið í tvennt. qlO #1 Lei eimilis- hamið Mufftns Ca. 24 stykki 200 g Ljómasmjörlíki 200gsykur 3 egg Rifið hýði og safi úr 1 sítrónu 250 g hveiti 1 tsk. lyftiduft Glassúr: 150 g flórsykur, hrœrður út með sítrónusafa Hrærið mjúkt smjörlíkið með sykrinum létt og ljóst. Hrærið eggin út í eitt í einu, hrærið vel á milli. Bætið sítrónusafa og röspuðu hýði út í hræruna. Blandið saman hveiti og lyfti- dufti og hrærið því í deigið. Deigið er svo sett í 24 pappírs- form. Kökurnar bakaðar við 200° í ca. 20 mín. Flórsykur og sítrónusafi hrært vel saman í jafna sykurbráð og smurt yfir kökurnar þegar þær eru orðnar kaldar. Skreyttar með smávegis sítrónuhýðisraspi. Alveg „Ljóm- andi“ góðar. SUNNUDAGSKAKAN: Brún rúlluterta 3 egg + 1 eggjahvíta 125 g sykur (l'/ dl) 50 g kartöflumjöl 2 msk. kakó 1 tsk. lyftiduft Krem: 100 g smjör 75 g Jlórsykur 1 eggjarauða 1 tsk. vanillusykur Þeytið egg, eggjahvítu og sykur saman í þykka eggjafroðu. Sigt- ið hveiti, kakó og lyftiduft sam- an og blandið því varlega út í. Deigið sett í pappírsklædda ofn- skúffu og bakað við 200° í ca. 7 mín. Kökunni hvolft á sykur- stráðan pappír og pappírinn Qarlægður af botni kökunnar. Kremið er hrært saman; mjúku smjörinu, fiórsykrinum, eggja- rauðunni og vanillusykri hrært vel í jafnt krem, sem svo er smurt yfir kökubotninn sem er næstum kaldur. Kökunni rúllað saman, henni pakkað inn í bök- unarpappírinn og látin bíða með samskeytin niður. Pönnusteikt rauðspretta í kornflögum með Ljómasoðnum lauk. Fyrir okkur sem finnst fiskur svo undurgóður 3-4 rauðsprettuflök 1 bolli kornflögur (cornflakes) 2 egg 2-3 laukar Hveiti og salt 100 g Ljómasmjörlíki Sítrónusneiðar Hreinsið flökin, öll bein íjar- lægð. Eggin slegin sundur með gafíli á diski. Kornflögurnar eru muldar, kryddaðar með salti. Flökunum velt upp úr hveiti, þá eggjahrærunni og síðan muld- um kornflögunum. Flökin steikt upp úr Ljómasmjörlíki á vel heitri pönnu á báðum hliðum. Berið fram með kartöflum, sítrónusneiðum eða bátum og svo auðvitað mjúkum, Ljóma- soðnum lauk. Ljómasoðinn laukur: Ljómasmjörlíki er sett í lítinn pott, látið krauma og bætið þá sneiddum lauknum saman við og sjóðið í ca. 5 mín. eða þar til hann er orðinn vel mjúkur. Al- gjört sælgæti. Núggatís 200g mjúkt núggat 4 eggjarauður '/1 þeyttur rjómi Núggatið brætt yfir vatnsbaði. Eggjarauðurnar hrærðar í ein í einu. Rjóminn þeyttur og bland- aður saman við núggat/eggja- hræruna. Þetta er svo sett í form, t.d. hringform, og sett í frystinn ca. 3-4 tíma. ísinn sett- ur á fat og nýir eða góðir niður- soðnir ávextir settir utan við ísinn á fatinu. Fingraœfingar Ef þú ert með stífa fingur eða kaldar hendur, þá er gott að gera smá æfingar nokkrum sinnum á dag. Þrýstið t.d. fing- urgómunum saman, losið um þá og aftur saman. Sperrið fingurna sundur og saman nokkrum sinnum. Kreppið hnefana, réttið úr þeim og kreppið aftur nokkrum sinnum. Spihð á píanó út í loftið. AUt þetta gerir höndunum svo gott og svo er þetta svo fyrirhafnar- laust, hægt að gera þessar æf- ingar hvenær sem er og hvar sem er. 1. Smyrjið smávegis sinn- epi yfir svínasteikina að lokinni brúnun. HeUið svo aðeins rjóma yfir. Þetta gerir mjög gott bragð. 2. Smávegis kartöflumjöl saman við marmelaði, sem á að nota í fyllingu (t.d. í gerdeig), varnar því að það renni úr meðan bakað er. 3. Þegar matarlím hefur legið í köldu vatni í ca. 5 mín. tekur engan tíma að bræða það í örbylgjuofni. 5. Það er mjög gott að nota safa úr sítrónu í staðinn fyrir edik, þegar soðið er rauðkál.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.